Morgunblaðið - 13.02.2012, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.02.2012, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. FEBRÚAR 2012 Í grein eftir Joshka Fischer, fyrr-verandi utanríkisráðherra Þýskalands, sem birt var hér í blaðinu um helgina segir m.a.: „Efnahagur ríkja Evrópusam- bandsins er að öllum líkindum á leið inn í langvarandi samdráttarskeið, að miklu leyti fyrir eigin tilverknað ríkjanna.“    Og Fischer bætirvið: „Það er að- eins spurning um tíma – og ekki leng- ur langan tíma – hvenær efnahags- legt ójafnvægi fer að valda pólitísku ójafnvægi.“    Og hann telur aðráðamenn í Berlín vanmeti gróflega sprengi- kraftinn sem felst í ólgunni sem stöðugt vex í Miðjarðarhafslöndum ESB og Írlandi. Það sé þróun „sem hnígur í átt að því að fullveldi aðild- arríkjanna verði smám saman endurheimt fyrir tilstuðlan almenn- ings“. Það líst Fischer ekki vel á.    Það er skrítið fyrir Íslendinga aðlesa þetta. Íslenski utanríkis- ráðherrann, sem hefur augu í hnakkanum, og kannski hvergi nema þar, fullyrðir að brestirnir á evrusvæðinu séu traustabrestir. Og hann blæs á fullyrðingar um að full- veldisafsal felist í aðild að ESB.    Af hverju minnir hið íslenskaraunsæi svo mjög á „karlana“ og speki þeirra? „Mér feilar aldrei,“ sagði karlinn og fór út af í fyrstu beygjunni. „Það getur verið að ég hafi stundum rangt fyrir mér, en á móti kemur að mér skjátlast aldr- ei,“ sagði kvikmyndakempan.    Tært eins og íslensk umræðu-hefð. Joscka Fischer Umræðuhefð í holtaþoku STAKSTEINAR Össur Skarphéðinsson Íslensk náttúra lokuð Íslendingum? Nánari upplýsingar á www.xd.is Þriðjudaginn 14. febrúar kl. 20.00 í Valhöll Opinn fundur, ætlaður útivistar- og náttúruunnendum, um aðgengi Íslendinga að íslenskri náttúru. Sjálfstæðisflokkurinn Ræðumenn: Elín Björg Ragnarsdóttir lögfræðingur ræðir um Hvítbók - löggjöf um náttúruvernd á Íslandi Einar Haraldsson skotveiðimaður fer yfir þjóðgarða og friðlýst svæði Sveinbjörn Halldórsson, ferðaklúbbnum 4x4, ræðir aðkomu útivistarfélaga að ákvörðunum um umhverfismál Ásta Þorleifsdóttir jarðfræðingur fjallar um samráð við útivistarfélög Fundarstjóri er Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Kristján Þór Júlíusson þingmaður sér um samantekt og lokaorð Elín Björg Ragnarsdóttir Einar Haraldsson Ásta Þorleifsdóttir Sveinbjörn Halldórsson Hvetjum alla áhugasama til að mæta. Vörður, fulltrúaráðið í Reykjavík. Veður víða um heim 12.2., kl. 18.00 Reykjavík 4 rigning Bolungarvík 1 snjóél Akureyri 8 rigning Kirkjubæjarkl. 6 alskýjað Vestmannaeyjar 4 súld Nuuk -8 snjókoma Þórshöfn 6 súld Ósló -6 heiðskírt Kaupmannahöfn 0 þoka Stokkhólmur 0 léttskýjað Helsinki -5 snjókoma Lúxemborg -2 heiðskírt Brussel -2 skýjað Dublin 6 skýjað Glasgow 7 alskýjað London 5 skýjað París 0 heiðskírt Amsterdam -1 snjókoma Hamborg -2 alskýjað Berlín -3 skýjað Vín -6 heiðskírt Moskva -23 snjókoma Algarve 12 heiðskírt Madríd 6 heiðskírt Barcelona 7 léttskýjað Mallorca 6 léttskýjað Róm 5 léttskýjað Aþena 12 skýjað Winnipeg -17 heiðskírt Montreal -16 léttskýjað New York -3 léttskýjað Chicago -7 heiðskírt Orlando 3 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 13. febrúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 9:32 17:53 ÍSAFJÖRÐUR 9:48 17:47 SIGLUFJÖRÐUR 9:31 17:30 DJÚPIVOGUR 9:04 17:20 Sigríður Guðmunds- dóttir, Sigga á Hvíta- nesi, lést á Dvalar- heimilinu Höfða á Akranesi í fyrradag. Hún varð 102 ára að aldri. Sigríður fæddist á Sigurstöðum á Akra- nesi 4. desember 1910 og ólst þar upp. For- eldrar hennar voru Kristín Jónsdóttir, f. 10. ágúst 1881, d. 3. mars 1966, og Guð- mundur Guðmunds- son, f. 4. september 1884, d. 24. júlí 1938. Sigríður átti níu alsystkini og tvö hálfsystkini. Hún giftist ung Þórði Þ. Þórð- arsyni og fluttist þá á Hvítanes sem er hús við Kirkjubraut 16 á Akranesi, við sömu götu og æsku- heimili hennar. Þar héldu þau heimili þar til Þórður lést, 1989. Saman ráku Þórður og Sigríður flutningafyrirtækið sem rekið var undir hans nafni, ÞÞÞ. Sigríður tók bílpróf á árinu 1930, fyrst kvenna í Borgarfirði, og ók rútum og vörubílum fyrir- tækisins. Sigríður vildi aldrei láta hafa fyrir afmælum sínum en þó fagn- aði hún 100 ára af- mælinu með ætt- ingjum sínum og vinum með kaffiboði í Dvalarheimilinu Höfða. Þar var margt um manninn enda af- komendur orðnir margir. Hún var lengst af við góða heilsu, sinnti handavinnu og spilaði vist, fylgdist með þjóðmálunum og fór í ferðalög. Sigríður fylgdist alla tíð vel með knattspyrnunni enda tengd íþrótt- inni. Þannig lék Þórður sonur hennar með gullaldarliði Skaga- manna og landsliðinu, Ólafur og Teitur Þórðarsynir sem eru barnabörn hennar og barna- barnabörnin Þórður og Stefán Þórðarsynir léku einnig með landsliði Íslands. Börn Þórðar og Sigríður eru Ástríður Þórey Þórðardóttir, fædd 1929; Þórður Þórðarson, fæddur 1930, látinn 2002; Ævar Hreinn Þórðarson, fæddur 1936; og Sig- urður Þórðarson fæddur 1947. Af- komendur Sigríðar og Þórðar eru orðnir um 120. Andlát Sigríður Guðmundsdótt- ir, Hvítanesi á Akranesi 112-dagurinn er haldinn 11. febrúar á hverju ári og fór því fram á laugardaginn. Markmiðið með deginum er að kynna neyðarnúmerið 112 og alla þá þjónustu og aðstoð sem almenningi býðst í gegnum það númer. Til að kynna starfsemina í ár var gestum og gangandi boðið upp á að kynna sér starfsemi viðbragðsaðila og ræða við starfsfólk og sjálfboðaliða. Einnig var fólki boðið upp á að kynna sér skyndihjálp og skoða margvíslegan búnað svo sem bíla slökkviliðsins, lögreglubíla, sprengjubíl Landhelgisgæslunnar og vélmenni, báta og bíla Gæslunnar. Ljósmyndasýningin Útkall 2011 var opnuð og á henni er að finna myndir af margvíslegum verk- efnum viðbragðsaðila á nýliðnu ári. Sýningin mun standa til 17. febrúar í Smáralindinni. Þá hefur Rauði kross Íslands valið Gísla Örn Gíslason sem skyndihjálparmann ársins 2011 fyrir að sýna hár- rétt viðbrögð á neyðarstundu þegar dóttir hans fór í hjartastopp á heimili þeirra 29. janúar 2011. Skyndihjálparnámskeið sem Gísli hafði farið á komu að góðum notum þegar hann bjargaði lífi dóttur sinnar. Þá lögðu fjölmargir leið sína í björgunarsveitar- húsið á Húsavík þar sem viðamikil dagskrá var í tilefni af deginum og Slysavarnadeild kvenna sem nýlega fagnaði 75 ára afmæli sínu hélt gestum við efnið með góðri dagskrá og heitu kaffi. Dagur neyðarnúmersins 112 Skyndihjálp Gísli Örn Gíslason var valinn skyndihjálparmaður ársins 2011.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.