Morgunblaðið - 13.02.2012, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 13.02.2012, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Sigurgeir S. Tebolli Tefélagið er skemmtilegt hugarfóstur fjölskyldu í Vesturbænum: Ingibjörg, Hlín, Andri og Guðberg. mælt með að drekka te og sem hjúkrunarfræðingar hugsum við mæðgur báðar heilsutengt. Okkur langar því líka að opna augu fólks fyrir hollustu tesins um leið og við viljum auka áhuga fólks,“ segir Ingibjörg. Hlín bætir við að einn félagi Tefélagsins hafi sagt að það væri yndislegt að koma heim einu sinni í mánuði því þá angaði and- dyrið af nýju tei. Þau mæla með því að fólk þefi og skoði teið og helli því síðan yfir í bréfpoka sem fylgir með í kassanum. Teáhugafólk leynist víða Hópurinn renndi blint í sjóinn þegar facebooksíða Tefélagsins var stofnuð en hún á sér nú nærri 900 aðdáendur. Teáhuga- fólk leynist vissulega víða hér- lendis og gefst því nú góður vettvangur til að skiptast á skoð- unum og upplýsingum í gegnum félagið. Með þessu segja stofn- endurnir að þau læri líka sífellt meira. Andri segir gaman að finna fyrir áhuga fólks og fá við- brögð við því tei sem sent er út. Góð viðbrögð smiti líka út frá sér til fleiri. Eins hafa ýmsir óskað eftir samstarfi við Tefélag- ið, meðal annars handverkskona sem prjónar fallegar tehettur. Tefélagið er með umboðsaðila í Danmörku en teið hefur einnig komið frá Bandaríkjunum og víð- ar að. Reynt er að hafa það fjöl- breytt; allt frá mjúku hvítu tei yfir í dökkt, svart enskt te og allt þar á milli eins og hreint grænt te og teblöndur. Te á matseðlinum Segja má að Tefélagið sé nú í dálítilli útrás en á Snaps Bistro, nýjum veitingastað í mið- bænum, verður te frá félaginu á matseðli. Það verður haft í glær- um krukkum þannig að fólk geti séð það og lyktað af því og lært dálítið um uppáhellinguna um leið. Andri segir það verða spennandi að sjá hvernig þetta kemur út. Íslendingar kunni al- mennt frekar að panta sér kaffi en það hafi þróast út frá instant- kaffi yfir í espresso og kaffi með sírópi og öðru slíku. Þetta hafi þróast með árunum og svipað verði það líklegast með teið. Te- heimurinn sé vissulega ekki nýr en hann þurfi sinn tíma hér á landi til að taka vaxtarkipp. Fyr- ir áhugsama má skoða vefsíðu Tefélagsins, tefelagid.is, og slást í hópinn á Facebook undir Te- félagið. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. FEBRÚAR 2012 Undanfarið hefur verið mikil umfjöllun um flótta verslunarmanna frá Lauga- veginum og þá sér í lagi efsta hluta hans. Þar standa mörg pláss auð og hafa mörg hver verið tóm lengi. Um helgina dró til tíðinda þegar þessi hluti verslunargötunnar var gæddur nýju lífi með versluninni Móðir Kona Meyja. Verslunin selur meðgöngu- og brjóstagjafafatnað og kviknaði hug- myndin hjá eigandanum, Önnu Maríu Axelsdóttur, þegar hún sjálf þurfti að leita sér að fatnaði. Anna María á von á sér með vorinu og fannst erfitt að finna fatnað fyrir barnshafandi konur sem væri bæði hentugur og fallegur. Í versluninni verður rík áhersla lögð á þægilegt andrúmsloft og býður Anna alla velkomna til að koma og kíkja við í versluninni sem er við Laugaveg 86. Endilega… Eigandi Anna María í verslun sinni. …kíkið á nýtt líf á Laugavegi Það gætti sannarlega spænskra áhrifa í nýjustu fatalínu spænska hönnuðarins Vicky Martín Berrocal á alþjóðlegu flamingótískuhátíðinni í höfuðborg Anda- lúsíu, Sevilla, á dögunum. Sýningin er orðin fastur liður í spænska tískuheim- inum en þar gefur að líta flamingókjóla, -skó og -skart. Alls voru tískusýningarnar 24 talsins þá daga sem hátíðin stóð og voru sýndir þar 1.200 kjólar eftir þekkta hönnuði líkt og Auroru Gaviño, Pilar Freire, Vicky Martín Berrocal, Juönu Martín, Önu Morón, Cristo Báñez og Luchi Cabrera. Eru þessir hönnuðir allir þekkt nöfn í flamingó- tískuheiminum og á hátíðinni fengu gestir forsmekkinn af því sem koma skal í flamingótískunni. Ekki er annað hægt að segja en tískusýning Vicky Martín hafi verið flott og mjög flæð- andi auk þess sem skærir litir fengu að njóta sín. Flamingódansdömurnar verða sannarlegar glæsi- legar í kjólum sem þessum. Flamingótíska 1.200 kjólar sýndir á tískuhátíð Glæsilegar Bleiki liturinn nýtur sín afar vel í þessum flamingókjólum. Í tepakka hvers mánaðar er að finna te til að smakka og helstu upplýsingar um það. Blaðamað- ur fékk að smakka White temple sem er létt og mjúkt hvítt te blandað framandi ávöxtum, m.a. mangó, papaja, appels- ínum, jarðarberjum og ananas. Teið hefur mjúkan keim og sterkan ávaxtailm. Koffín- innihald er lítið og vatnshitinn skal vera 70-80°C og stöðutím- inn 8-10 mínútur. Fylgdust te- félagar vel með tímanum við uppáhellinguna enda skiptir máli upp á bragðið að hafa tímann hárná- kvæman. Annars getur bragðið breyst og teið jafnvel orðið vont. Létt og mjúkt hvítt te WHITE TEMPLE vatnið bíða á telaufunum en slíkt skiptir miklu máli upp á bragðið að gera. Draumur að opna testofu „Þetta er nú bara svona fjöl- skylduverkefni. Við erum miklir teaðdáendur þótt við séum engir sérfræðingar og áhuginn hefur vaxið jafnt og þétt. Við ákváðum að byrja á því að safna saman áhugafólki í Tefélagið en í framtíð- inni langar okkur að opna alvöru- testofu þar sem hægt er að setjast inn og fá sér skonsur, sítrónu- hlaup og te. Á slíkum stöðum í Danmörku er bannað að koma inn með kaffi. Meira að segja þótt það sé í poka,“ segir Andri og bætir við að líklegast yrði erfitt að fram- fylgja þessu hér enda Íslendingar almennt meiri kaffineytendur en te. „Fyrsta send- ingin fór út til félaga í sept- ember og nú er búið að senda út sex sendingar. Í heilsubylgju nútímans er

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.