Morgunblaðið - 13.02.2012, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 13.02.2012, Blaðsíða 24
24 DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. FEBRÚAR 2012 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand LOKSINS ERTU VAKNAÐUR GERIRÐU ÞÉR GREIN FYRIR ÞVÍ AÐ ÞÚ ERT BÚINN AÐ SOFA Í 23 TÍMA! OG SVO DANSARÐU AF GLEÐI EINS OG ÞETTA SÉ EITTHVAÐ TIL AÐ VERA STOLTUR AF! MÉR SÝNIST VIÐ VERA MEÐ ÞETTA SAMKVÆMT NÝJUSTU KÖNNUN MINNI, ÞÁ ERT ÞÚ MEÐ 92% FYLGI, ANDSTÆÐINGAR ÞÍNIR MEÐ 7% OG 1% ERU ÓÁKVEÐNIR ÓÁKVEÐNIR!? ÞAÐ ER SORGLEGT AÐ ÞAÐ SÉU KRAKKAR Í ÞESSUM SKÓLA SEM ERU EKKI ENNÞÁ BÚNIR AÐ ÁKVEÐA AÐ KJÓSA MIG EKKI HAFA ÁHYGGJUR, LÆKNIRINN MINN VAR BARA AÐ FJARLÆGJA NOKKRA BLETTI SEM HONUM LEIST EKKI Á ÉG SÉ AÐ HUNDURINN YKKAR ER MEÐ ÞÉR Í DAG... JÁ, HANN HEFUR GAMAN AÐ ÞVÍ AÐ HANGA MEÐ MÉR SNÁFAÐU!! STUNDUM ÞVÆLASTHUNDAR FYRIRÁSTINNI AMMA VAR AÐ HRINGJA OG BAUÐ YKKUR AÐ KOMA OG SYNDA Í LAUGINNI HJÁ SÉR ÞAÐ GLEÐUR MIG AÐ HEYRA AÐ ÞIÐ SÉUÐ SVONA HRIFIN AF LAUGINNI LAUGIN ER ÁGÆT... EN AMMA GEFUR OKKUR ALLAN ÞANN ÍS SEM VIÐ VILJUM LÖGREGLAN ER AÐ LEITA AÐ ÞÉR OG ÞÚ ERT AÐ SPILA TÖLVULEIKI? HELD NÚ SÍÐUR ÉG ER AÐ LEITA Í AVENGERS OFURÞRJÓTA- GAGNAGRUNNINUM HONUM! PHILIP MASTERS EINNIG ÞEKKTUR SEM PUPPET MASTER ÉG ER AÐ LEITA AÐ... Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Aflagrandi 40 | Vinnustofa kl. 9, vatns- leikfimi kl. 10.50, útskurður og myndlist kl. 13, fyrirlestur um Brennu-Flosa í Njálssögu kl. 13.30. Árskógar 4 | Smíði og útskurður kl. 9, handavinna kl. 13, félagsvist kl. 13.30 og myndlist kl. 16. Boðinn | Tiffanys glerkennsla kl. 9, tálg- að kl. 13.30. Bólstaðarhlíð 43 | Bútasaumur, handavinna, leikfimi kl. 12.45, sögu- stund. Dalbraut 18-20 | Myndlist og postulín kl. 9, leikfimi kl. 10, brids kl. 13. Dalbraut 27 | Opin handavinnustofa kl. 8, leikfimi kl. 9.15, upplestur á annarri hæð kl. 14. Listamaður mánaðarins. Felagsstarf eldri bæjarbúa á Sel- tjarnarnesi | Gler og leir kl. 9, billjard í húsnæði kirkjunnar kl. 10, kaffispjall í króknum kl. 10.30, ganga og léttar æf- ingar í íþróttahúsinu kl. 11.20, handa- vinna á Skólabraut k. 13. Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids kl. 13, spjall kl. 13.30, danskennsla/ námskeið kl. 17. Félagsheimilið Gjábakki | Leiðbein- andi í handavinnu til hádegis, botsía kl. 9.15, gler og postulín kl. 9.30, lomber kl. 13, kanasta kl. 13.15, kóræfing kl. 16.30. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Postu- línsmálun kl. 9, tréskurður kl. 9.30, ganga kl. 10, handavinna og brids kl. 13, félagsvist kl. 20. Félagsmiðstöðin Sléttuvegi 11-13 | Leikfimi kl. 9.10, félagsvist kl. 13.30. Félags- og íþróttastarf eldri borgara Garðabæ | Kvennaleikfimi kl. 9.15, 10, 11, vatnsleikfimi kl. 8 og 12.15, námskeið um Eglu kl. 10.15, leðursaumur kl. 13, aðalfundur FEBG og málun kl. 14. Félagsstarf Gerðubergi | Vinnustofur opnar kl. 9-16.30, vatnsleikfimi í Breið- holtslaug kl. 9.50, spilalsalur opinn frá hád., kóræfing kl. 12.30. Farið í Þjóð- minjasafnið, 15. feb. kl. 13.30. Skráning á staðnum og í síma 575-7720. Hraunbær 105 | Handavinna kl. 9 o.fl. með Erlu, leikfimi kl. 9.15, bænastund kl. 10.15, myndlist kl. 13. Sími 894- 6856. Hraunsel | Ganga frá Haukah. Ásv. kl. 10, kór kl. 11, glerbræðsla kl. 13, botsía og félagsvist kl. 13.30. Hvassaleiti 56-58 | Jóga kl. 8.30 og 9.30. Opin vinnustofa frá kl. 9, brids kl. 13, tölvukennsla kl. 13, FEB með kynn- ingu. Matur og kaffi. Íþróttafélagið Glóð | Ringó kl. 13.30 í Smáranum. Uppl. í síma 554-2780 og á www.glod.is Korpúlfar, Grafarvogi | Sundleikfimi á morgun kl. 9.30. Norðurbrún 1 | Botsía kl. 10, upplestur kl. 11, útskurður kl. 13, samverustund með djákna kl. 14. Vesturgata 7 | Setustofa, kaffi, botsía og handavinna kl. 9, leikfimi kl. 10.30, kóræfing kl. 13. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja, bók- band og postulínsmálun kl. 9, morgun- stund kl. 9.30, botsía kl. 10, upplestur kl. 12.30, handavinnustofa, spil/ stóladans kl. 13. Séra Hjálmar Jónsson velti þvíupp á Leirnum, póstlista hag- yrðinga, hvort menn hefðu heyrt bæn eftir Strandakonu frá Skriðnesenni (Skriðinsenni), að hann minnti Steinunni að nafni: Hreinsaðu Jesú hjarta mitt og hjá mér bústað taktu. Herbergi sé það heilagt þitt yfir hreinleik þess sjálfur vaktu. Kristján Eiríksson þekkti ekki vísuna, en benti á að fyrirmyndin væri greinilega sótt til Einars í Eydölum í Kvæði af stallinum Kristí: Skapaðu hjartað hreint í mér til herbergis sem sómir þér, saurgan allri síðan ver svo eg þér gáfur færi. Með vísnasöng eg vögguna þína hræri. Helga Zimsen fannst þetta sæmi- legt yrkisefni: Komdu í sálarkotið mitt, Kristilegt geð svo dafni. Skafi burt syndir skrúbbið þitt, skúraðu í Jesú nafni. Jón Ingvar Jónsson veltir tilver- unni fyrir sér: Það er skrambi skrýtið mart sem skil ég vart. Þegar úti er ekki bjart er það svart. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af Strandakonu Heigulsháttur Björgvins G. Sigurðssonar Ég held að allir séu sammála um að virð- ing fyrir Alþingi og al- þingismönnum hafi aldrei verið minni en núna. Mín skoðun er sú að á þingi sitji lík- lega 35 þingmenn sem ekkert erindi eiga á þing. Það er ekkert óeðlilegt við það að þingmenn veigri sér við umræðu um það sem þeir hafa ekki vit á. Síður en svo. Þeir mættu oftar gera það, og dettur mér fyrst í hug besservisserinn Ólína Þorvarðardóttir. Það er hinsvegar eitthvað mikið að þegar þingmenn taka ekki þátt í umræðunni vegna þess að þeir vita svo mikið um málið. Þannig útskýrir Björgvin G. Sig- urðsson sem var bankamálaráð- herra þegar hrunið varð. Þetta er enn óskiljanlegra í ljósi þess að hann hefur margsagt að hann telji órétt- látt og beinlínis vitlaust að draga Geir Haarde fyrir landsdóm. Ég fæ ekki betur séð en þessi hulduþing- maður, Björgvin G. Sigurðsson, sé að klóra Jóhönnu Sigurðardóttir á bakinu með þessu framferði sínu. Á ekki Björgvin G. að sitja á þingi og vinna vinnuna sína? Reyndar hefur bless- uð dulan læðst með veggjum, og ekkert gagn verið að honum fyrir Sunnlendinga. Hann meira að segja setti sig upp á móti því að starfsemin að Sogni yrði flutt, sem þó var augljóst hagsmunamál fyrir Sunnlendinga. En Björgvin er ekki sá eini sem er þjóðar- skömm á þingi. Nefna má Björn Val, Þór Saari, Mörð Árnason og atkvæðasafnarann Birg- ittu Jónsdóttur. Ég ætla að vona að þjóðin sé ekki svo meðvitundarlaus og meðvirk að kjósa þessa þingmenn aftur á þing. Orðbragð og ófyrir- leitni þessara þingmanna í ræðustól á Alþingi er til skammar. Og er til of mikils mælst að alþingismenn gangi þokkalega til fara, en séu ekki eins og umrenningar eða galdranornir til fara? Ómar Sigurðsson, skipstjóri. Velvakandi Ást er… … glæsileg! Vá! - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.