Morgunblaðið - 13.02.2012, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 13.02.2012, Blaðsíða 32
MÁNUDAGUR 13. FEBRÚAR 44. DAGUR ÁRSINS 2012 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. Whitney Houston látin 2. Öskureið út í Pál Óskar 3. Óbærilegt álag 4. Í rusli yfir andláti Whitney »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Á morgun, þriðjudag kl. 12, mun Steinunn Sigurðardóttir fatahönn- uður halda fyrirlestur í Þjóðminja- safni Íslands í tengslum við hina ný- opnuðu sýningu TÍZKA – kjólar og korselett í Bogasal safnsins. Morgunblaðið/Ómar Steinunn talar um kjóla og korselett  Annað kvöld kl. 20.30 verða tón- leikar á KEX Host- el þar sem Einar Scheving og fé- lagar koma fram. Auk hans skipa hljómsveitina Jóel Pálsson á saxó- fón, Guðmundur Pétursson á gítar, Eyþór Gunnarsson á hljómborð og Jóhann Ásmundsson á bassa. Þeir leika fönk- og bræð- ingsskotna djasstónlist. Funk-bræðingur á Kex Hostel  Bandaríska söngkonan Whitney Houston fannst látin á laugardag á hóteli í Beverly Hills. Hún var 48 ára. Dánarorsök hennar liggur ekki fyrir en síðustu ár átti hún við vímu- efnavanda að stríða. Söngkonan sló í gegn árið 1980 og fram til 1990 átti hún hvert lagið á fæt- ur öðru á vinsældalist- um t.d Saving All My Love for You. Hún var fyrirmynd annarra frægra söngkvenna. Dánarorsök liggur ekki enn fyrir Á þriðjudag Vestlæg átt, 5-13 m/s og dálítil súld við V-ströndina, en úrkomulítið annars staðar og yfirleitt bjartviðri austanlands. Á miðvikudag Vestan- og suðvestanátt, 5-13 m/s og rigning eða slydda vestantil fyrripartinn en él síðdegis. Kólnandi. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Vestlæg átt 10-20, hvassast norðan- og austanlands og þurrt að kalla. Hiti 2 til 7 stig en kólnar um tíma. VEÐUR Þýska handknattleiksliðið Gummersbach hefur borið víurnar í Gunnar Stein Jóns- son, leikmann Drott í Sví- þjóð og fyrrverandi leik- mann HK. Gummersbach vill gera samning við hann fram á vor. Gunnar segist klár í slaginn en það velti á ákvörðun stjórnar Drott hvort hann fer eða ekki en Gunnar er samningsbund- inn Halmstad-liðinu fram á mitt ár. »1 Gummersbach vill fá Gunnar Stein „Það höfðu nokkur félög samband við mig og þar á meðal Valur sem mér leist vel á enda flott félag með góðan leikmannahóp og fínan þjálfara. Ég veit að þar hefði ég komist í topplið. En eftir nokkra umhugsun þá ákvað ég að veðja á Stjörnuna, mitt uppeldisfélag,“ sagði landsliðskonan í hand- knattleik, Rakel Dögg Bragadóttir, sem hefur ákveðið að koma heim eftir fjögurra ára dvöl ytra, fyrst í Dan- mörku og síðar í Noregi. »5 Rakel Dögg valdi Stjörnuna fremur en Val ÍR-ingar báru sigur úr býtum í liða- keppni Meistaramóts Íslands í frjálsíþróttum með nokkrum yf- irburðum um helgina. Þeir fengu 38.991 stig. FH kom næst með 21.358 stig en þessi lið voru í nokkrum sérflokki. Besta afrek mótsins átti Aníta Hinriksdóttir, ÍR, þegar hún hljóp 800 metrana á 2.07,86 mínútum. »4 ÍR vann stigakeppnina – Aníta átti besta afrekið ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Sigrún Rósa Björnsdóttir sigrunrosa@mbl.is „Ég þekki Euro-land örlítið betur en síðast og ef landafræðin svíkur mig ekki, þá er Aserbaídsjan ekki svo langt frá Tyrklandi,“ segir Jón Jós- ep Snæbjörnsson, Jónsi, sem mun keppa í annað sinn fyrir hönd Ís- lands í Evróvisjón. „Þetta er að sjálfsögðu mjög spennandi en ég er reynslunni ríkari af því að hafa farið áður,“ segir Jónsi. Hann og Greta Salóme Stefánsdóttir, sem fluttu saman lag hennar, „Mundu eftir mér“, halda til Bakú í Aserbaídsjan í maí til að keppa fyrir hönd Íslands í Evróvisjón-söngvakeppninni. Jónsi tók þátt í Evróvisjón í Tyrklandi ár- ið 2004 og söng þá lagið „Heaven“ sem hafnaði í 19. sæti. Ætlaði að hafa tónleika í apríl Í apríl á síðasta ári sendi Greta Jónsa lagið, þar sem hún söng sjálf báðar raddir og spurði hvort hann vildi syngja það með henni. „Ég ákvað að slá til því mér fannst lagið vera fallegt og mikil áskorun að syngja það.“ Jónsi segir Gretu svo hafa beðið sig að taka dag í apríl á þessu ári frá, fyrir hugsanlega tónleika sem hún ætlaði að halda í Hörpunni. „Nú er spurning hvort hún haldi þessa tón- leika,“ segir Jónsi og hlær en nú sé komin upp önnur staða. „Hún var búin að búa lagið til fyrir útvarps- spilun en ákvað að bíða með það. Hringdi svo í mig og spurði hvort hún mætti senda það inn í Evróvisjón og ég bauð henni bara að gera það.“ Veit ekki nóg Þegar Jónsi er spurður út í fréttir af mannréttinda- brotum í Bakú í Aserbaídsjan í tengslum við keppnina segist hann í raun ekki nógu upplýstur um stöðu mála þar, til að geta tjáð sig. „Og númer tvö, ef ég væri það, þá er ég heldur ekki í aðstöðu til að ákveða þetta, þar sem ég er í raun og veru bara flytjandi. Þetta er í raun og veru mjög pólitísk ákvörðun en ég er tónlistarmaður,“ segir Jónsi og ítrekar að hann þurfi að kynna sér málið betur áður en hann fer að taka afstöðu til þess. Jónsi segir hins vegar fyrsta mál á dagskrá núna að halda fund. „Því við Greta og allur hópurinn í gær vorum gersamlega kjaftstopp af undrun.“ Þau hafi bara ekki verið búin að hugsa málið lengra og þurfi nú að huga að undirbúningi. Þekkir Euro-land betur en síðast  Jónsi keppti í Evróvisjón í Tyrk- landi árið 2004 Morgunblaðið/Eggert Undrandi Gretu Salóme, Jónsa og öðrum flytjendum sigurlagsins, „Mundu eftir mér“, var heldur betur brugðið þeg- ar úrslitin í Söngvakeppni Sjónvarpsins voru tilkynnt í Hörpu á laugardagskvöldið og í ljós kom að þau höfðu sigrað. „Lagið fékk mikið af atkvæðum og strákarnir fengu mikið fylgi og mikla hvatningu við þetta, sem er kannski tilgangurinn,“ segir Ing- ólfur Þórarinsson, betur þekkt- ur sem Ingó veðurguð, en lag hans og Axels Árnasonar, „Stattu upp“, varð í öðru sæti í söngvakeppninni. Flytjendur voru Blár Ópal. Ingó segir annað sætið viðurkenningu fyrir lagið og hann hafi tekið þátt til að hafa gaman af þessu. „Það hefði verið gaman að fara út líka,“ segir Ingó en hann sé á kafi í svo mörgu öðru, þar á meðal fótboltanum, að utan- ferð í maí hefði getað sett aðrar áætlanir í uppnám. Aðspurður segist Ingó búinn að afskrifa Evróvisjón sem söngvari. „Ég held að Evróvisjón henti mér ekki sem flytjanda en ágætlega sem höfundi.“ Hentar mér ágætlega sem höfundi EVRÓVISJÓN 2012 Ingólfur Þórarinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.