Morgunblaðið - 13.02.2012, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.02.2012, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. FEBRÚAR 2012 Teáhugi sameinar fjölskylduna Segja má að fjölskylda ein í Vesturbænum hafi komið af stað dálítilli tebyltingu. Saman stofnaði hún Tefélagið en í það getur fólk skráð sig og fengið nýtt te inn um lúguna í hverjum mánuði til að smakka. Fjölskylduna langar að kynna temenn- ingu enn frekar fyrir Íslendingum og kenna þeim að njóta teheimsins út í ystu æs- ar. Langtímadraumurinn er síðan að opna alvörutehús einn daginn. Morgunblaðið/Sigurgeir S. Sælar Hlín skenkir hér móður sinni góðan bolla af ilmandi tei. Á morgun, 14. febrúar er Valentínusar- dagurinn. Vissulega þurfum við ekki að láta segja okkur fyrir verkum þegar kemur að rómantíkinni. En um leið er allt í lagi að nota tækifærið og gera eitthvað skemmtilegt á þessum degi fyrir elskuna þína eða hvern þann sem þér þykir vænt um. Eitt sem hægt er að gera fallegt er að baka fallegar kökur og skreyta í anda dagsins. Ef þú ert kjarkaður bak- ari geturðu tekið þig til og skreytt bollakökur með rósablöðum. En skreytingin þarf alls ekki að vera svo flókin og alveg hægt að gera bara ein- falt krem og setja kirsuber eða annað munaðarfullt ber ofan á. Til að fá hug- myndir og uppskriftir er ráð að fara inn á uppskriftahluta vefsíðunnar goodtoknow.co uk en þar má finna alls konar krúttlegar uppskriftir. Ef þú vilt vera alveg örugg/ur um að allt gangi nú vel gætirðu bakað kök- urnar í dag. Þú hefur þá daginn á morgun eða kvöldið til að byrja aftur ef eitthvað skyldi mistakast. Svo er bara að setja kökurnar á fallegan disk og færa þær þannig viðtakanda fullar af ást og væntumþykju. Það getur nú ekki verið annað en gott að láta minna sig á slíkt í erli dagsins. Vefsíðan www.goodtoknow.co.uk/recipes/valentine Rómantísk Bleik kaka til elskunnar þinnar getur sagt meira en 1000 orð. Valentínusarbakarar á stjá Seiðandi Svart gengur líka á flamingódansgólfinu. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Meðlæti Með tebollanum er gott að fá sér smurt brauð. María Ólafsdóttir maria@mbl.is Tefélagið var stofnað affjölskyldu einni í Vestur-bæ Reykjavíkur sem öller mikið teáhugafólk. Fjölskyldumeðlimir hafa flestir búið í Danmörku og kynnst þar skemmtilegum tesiðum. Þau von- ast til að breiða út boðskapinn um te enn frekar á Íslandi og stofna alvörutehús einn daginn. Hellt upp á í rólegheitunum Vel er tekið á móti blaða- manni á hráslagalegum eftirmið- degi með rjúkandi hvítu tei með ávaxtabragði og ekta bresku te- meðlæti, brauði með „lemon curd“ (sítrónuhlaupi) og rjómaosti (að ís- lenskum sið). Það var móðirin, Ingibjörg J. Friðbertsdóttir, sem upphaflega fékk þá hugmynd að kynna teheiminn betur fyrir Ís- lendingum. Sérstaklega þá stemn- ingu sem skapast við að skipta um gír og hella upp á tebolla í róleg- heitum. Hún fékk eiginmann sinn Árna, börn þeirra Andra, Ölmu og Hlín Árnabörn, og tengdasoninn Guðberg Björnsson í lið með sér og út frá teáhuga þeirra varð Te- félagið til. Markmið félagsins er fyrst og fremst að miðla upplýs- ingum um gæðate og gera fólki kleift að drekka gott te. Fólk skráir sig í félagið og fær þá heimsent mánaðarlega te til að smakka. Með teinu fylgja allar helstu upplýsingar um það, til að mynda stöðutíminn. Það er að segja hversu lengi eigi að láta Flæði Hvítur og leikandi léttur. Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað um Tísku og förðun föstudaginn 17. febrúar. Í blaðinu verður fjallað um tískuna vorið 2012 í förðun, snyrtingu, og fatnaði auk umhirðu húðarinnar, dekur og fleira. –– Meira fyrir lesendur Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 13. febrúar. LifunTíska og fö rðun Tíska & förðun SÉRBLAÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.