Morgunblaðið - 13.02.2012, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 13.02.2012, Blaðsíða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. FEBRÚAR 2012 TÓNLIST Hallur Már Hallsson hallurmar@mbl.is A ðdáendur frönsku hljómsveitarinnar Air ættu að hafa tilefni til að gleðjast þessa dag- ana. Á dögunum kom út platan Le voyage dans la lune sem er gerð sem hljóðrás við sam- nefnda mynd Frakkans Georges Méliés frá árinu 1902. Ekki síst ætti það að vera fagnaðarefni að talað hefur verið um að þeir Nicolas God- in og Jean-Benoit Dunckel séu á vissan hátt að hverfa aftur til upp- runans og hljómnum á skífunni hef- ur verið líkt við Moon Safari frá árinu 1998 sem skaut tvíeykinu upp á stjörnuhimininn í orðsins fyllstu merkingu. Kannski er það við hæfi að einhver líkindi séu með plötunum þar sem myndin eftir Méliés er gjarnan talin fyrsta kvikmyndin sem gerist úti í geimnum (sci-fi). Sjálfir segja þeir tónlistina gjörólíka því sem þeir voru að gera á Moon Saf- ari. Skynvilla á tunglinu árið 1902 Snemma á tíunda áratugnum barst eintak af myndinni í lit upp á yfirborðið, síðan þá hefur verið unn- ið sleitulaust að því að laga það. Aldrei hafði verið samin tónlist við myndina og þegar sú hugmynd kom upp að semja tónlist fyrir hana þurfti líklega engan geimvísinda- mann til að átta sig á til hverra ætti að leita. Dunckel og Godin fengu einungis þrjár vikur til að ljúka við gerð tónlistarinnar en að sögn þeirra hafði þröngur tímaramminn sína kosti. Verkefnið var bara skýrt og það þurfti að ljúka við tónlistina áður en myndin var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes; eng- inn tími var til þess að efast og láta stærð verkefnisins trufla sig en Mél- iés er sannkallaður risi í franskri menningu. Tónlistina sömdu þeir með myndina fyrir framan sig til þess að vera í náinni snertingu við myndefnið og þá stemningu sem hún framkallar. Eins og allir lista- menn sem eru eldri en tvævetur skapa þeir dulúð í kringum gerð plötunnar með því að ganga svo langt að segjast hafa fundið fyrir nærveru Méliés í hljóðverinu, nán- Haldið til tunglsins … aftur  Franska hljómsveitin Air gerir tónlist við mynd Méliés: Le voyage dans la lune Skynvilla Þeir félagar í Air segja að Méliés hafi ekki einungis séð tunglferðirnar fyrir heldur hafi sjöundi áratug- urinn orðið sýnilegur í Ferðinni til tunglsins sem gerð var árið 1902. ast hafi verið um samstarf að ræða. Hvað sem því líður er upplifunin af myndinni í lit töluvert ólík þeirri svarthvítu og tvíeykið segir hana minna á ýmislegt frá sjöunda ára- tugnum. Að því leyti hafi Méliés ver- ið framsýnn: ekki einasta hafi hann séð tunglferðirnar fyrir heldur líka sækadelíu hippanna og líkja römm- um úr myndinni við plötuumslag Sgt. Pepper’s-plötu Bítlanna. Þeir félagar voru svo ánægðir með afraksturinn að þeir ákváðu að gefa gripinn út sem sína sjöundu plötu. En síðast kom út hin frekar andlausa Love 2 sem vakti litla hrifningu á meðal aðdáenda sveitar- innar jafnt sem gagnrýnenda. Hljómurinn á Le voyage dans la lune er mun hrárri, minnir eiginlega meira á hljóðrásina sem sveitin gerði við mynd Sofiu Coppola The Virgin Suicides frá árinu 1999 en Moon Safari. Fyrstu tvö lögin á plöt- unni eru sérstaklega vel heppnuð en í öðru þeirra, Seven Stars, leggur Victoria Legrand úr gæðasveitinni Beach House þeim lið og líklega er það með því betra sem sveitin hefur sent frá sér á síðustu árum. Við- brögð tónlistarpressunnar hafa ver- ið beggja blands, ýmist er talað um áframhaldandi meðalmennsku, kalda og fjarlæga tónlist en aðrir hafa hlaðið plötuna lofi og talað um endurheimt gamla góða Air- hljómsins. Hvað sem fólki kann að finnast um tónlistina virðist sveitin þó vera búin að finna einhvern kraft sem er greinilega að finna á Le vo- yage dans la lune. Helsti styrkleiki sveitarinnar hefur þó alltaf verið handbragðið sem hefur verið að finna á öllum hennar verkum og það hefur svo sannarlega ekki gleymst hér. Kynlausu raddanirnar á borð við þær sem heyrðust í versta lagi sveitarinnar frá upphafi, Sing, sang, sung á Love 2, og hafa verið áber- andi á síðustu verkum Air voru þó blessunarlega skildar eftir á jörðu niðri áður en haldið var til tunglsins í annað skipti. Le voyage dans la lune eða Ferðin til tunglsins kom út árið 1902. Frásögnin byggist lauslega á tveimur þekkt- um skáldsögum: From the Earth to the Moon eftir Jul- es Verne og The First Men in the Moon eftir H.G. Wells. Myndin er um 14 mínútna löng en tæknibrellurnar í myndinni þóttu byltingarkenndar við útkomu hennar. Méliés er talinn einn helsti frumkvöðull í kvikmynda- sögunni en á ferli sínum gerði hann fleiri hundruð mynda þótt aðeins hafi um 200 þeirra varðveist. Vinsælasta verk Méliés FERÐIN TIL TUNGLSINS Stundum heyrir maður tónlist sem hefur þau áhrif að maður er þess fullviss að maður muni spila hana mikið í framtíðinni. Það gerist því miður ekki oft en sem betur fer kemur það enn fyrir. Um daginn kom svona stund þeg- ar ég heyrði plötuna Gentle Spi- rit með Bandaríkjamanninum Jo- nathan Wilson sem kom út um mitt síðasta ár. Þeir eru fáir sem eru gæddir svo miklum tónlist- arhæfileikum og náðargáfunni að geta samið góð lög ásamt því að hafa svo afslappaða og góða nær- veru að maður sé til í að hlusta á plöturnar þeirra aftur og aftur. Þrátt fyrir að hafa verið að hlusta á umrædda plötu í rúma viku er ég sannfærður um að Gentle Spirit fer í þennan flokk. Uppskriftin er hefðbundin; kassa- gítarar, söngur, píanó, strengir og ýmislegt skraut. Milljónir tón- listarmanna reyna þetta en að- eins nokkrir ná að gera tónlist sem sker sig úr í þessum flokki og það virðist Wilson hafa tekist. Hér er ekki verið að finna upp hjólið en það þarf ekki alltaf þeg- ar gæðin eru fyrir hendi. Ef Buff- alo Springfield, Neil Young, Nick Drake eða JJ Cale gera eitthvað fyrir þig er ljóst að Jonathan Wil- son mun gera það líka. Gentle Spirit er önnur plata Wilsons sem er líka þekktur upp- tökustjóri og hefur unnið með mörgum þekktum tónlistar- mönnum. Þeirra á meðal eru Erykah Badu, Will Oldham og Chris Robinson. Kunnuglegur og góður andi Mjúkur Það er eitthvað mjög kunn- uglegt við tónlist Wilsons. MIÐASALA Á WWW.SAMBIO.IS HUGO Ísl. texti kl. 5:20 - 8 - 10:40 2D 10 HUGO kl. 5:20 - 8 - 10:40 2D VIP HUGO Ótextuð kl. 8 - 10:40 3D 10 ONE FOR THE MONEY kl. 5:40 - 8 - 10:20 2D 12 MAN ON A LEDGE kl. 10:40 2D 12 CONTRABAND kl. 8 - 10:20 2D 16 PRÚÐULEIKARARNIR Ísl. texti kl. 5:40 2D L SHERLOCK HOLMES 2 kl. 8 2D 12 MISSION IMPOSSIBLE 4 kl. 5:30 2D 12 STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN Ísl. tal kl. 5:50 2D L / ÁLFABAKKA HUGO Ísl. texti kl. 5:20 - 8 2D 10 HUGO Ótextuð kl. 10:40 3D 10 ONE FOR THE MONEY kl. 5:50 - 8 - 10:10 2D 12 MAN ON A LEDGE kl. 5:40 - 8 2D 12 WAR HORSE kl. 10:20 2D 12 UNDERWORLD: AWAKENING kl. 8 - 10:10 2D 16 PRÚÐULEIKARARNIR Ísl. texti kl. 5:40 2D L / EGILSHÖLL / KRINGLUNNI / KEFLAVÍK / AKUREYRI / SELFOSSI SHAME kl. 5:50 - 8 - 10:10 2D 12 ONE FOR THE MONEY kl. 10:50 2D 12 WAR HORSE kl. 8 2D 12 J. EDGAR kl. 8 2D 12 SHERLOCK HOLMES 2 kl. 10:45 2D 12 PRÚÐULEIKARARNIR Ísl. texti kl. 5:40 2D L THE HELP kl.5 2D L NÆSTU SÝNINGAR Á ÞRIÐJUDAG HUGO Ótextuð kl. 8 3D 10 SAFE HOUSE kl. 10:30 2D 16 SHERLOCK HOLMES 2 kl. 10:10 2D 12 50/50 kl. 8 2D 12 HUGO Ótextuð kl. 8 3D 10 ONE FOR THE MONEY kl. 10:20 2D 12 WAR HORSE kl. 8 2D 12 SHERLOCK HOLMES 2 kl. 10:30 2D 12 ÍSLENSKUR TEXTI SÝND Í KRINGLUNNI „ENNÞÁ BESTIR“ HHHH KG-FBL LOS ANGELES TIMES HHHH SÝND Í KRINGLUNNI SÝND Í EGILSHÖLL, KRINGLUNNI OG AKUREYRI CHICAGO SUN-TIMES HHHH MÖGNUÐ SPENNUMYND K.S. - NEW YORK POST HHHH R.C. - TIME HHHH YFIR 25.000 MANNS! -EMPIRE HHHHH - BOX OFFICE MAGAZINE HHHHH -CHICAGO SUN-TIMES R. EBERT HHHHH - VARIETY HHHHH - THE HOLLYWOOD REPORTER HHHHH ENGIN MYND HLAUT JAFNMARGAR ÓSKARS-VERÐLAU- NATILNEFNINGAR Í ÁR. MARTIN SCORSESE HLAUT GOLDEN GLOBE VERÐLAUNIN FYRIR LEIKSTJÓRN SÍNA Á HUGO. FRÁBÆR MYND MEÐ BEN KINGSLEY, RAY WINSTONE, CHLOE MORETS ÁSAMT HINUM STÓRKOSTLEGA SACHA BARON COEHN Í AÐALHLUTVERKUM. SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI OG AKUREYRI ÓTRÚLEG MYND UM BARÁTTU MANNS SEM ÞJÁIST AF KYNLÍFSFÍKN MYNDIN HEFUR HLOTIÐ LOF GAGNGRÝNENDA UM ALLAN HEIM! KATHERINE HEIGL Í SINNI BESTU MYND TIL ÞESSA STÓRSKEMMTILEG MYND MEÐ KATHERINE HEIGL Í AÐALHLUTVERKI SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, AKUREYRI OG KEFLAVÍK SÝND Í ÁLFABAKKA, EG- ILSHÖLL OG KRINGLUNNI SÝND Í ÁLFABAKKA OG EGILSHÖLL SÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Í EGILSHÖLL M.M. - Biofilman.is HHHH T.V. - Kvikmyndir.is HHHH BYGGÐ Á METSÖLUBÓKUNUM UM STEPHANIE PLUM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.