Morgunblaðið - 13.02.2012, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 13.02.2012, Blaðsíða 9
BAKSVIÐ Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Nú í mars er fyrirhugað að hefja miklar framkvæmdir á Klapparstíg í miðborg Reykjavíkur. Gatan verð- ur endurnýjuð frá grunni ofan Laugavegar að Skólavörðustíg. Stefnt er að því að útlit götunnar að framkvæmdunum loknum verði svipað og útlit Skólavörðustígs sem var tekinn í gegn fyrir nokkrum ár- um. „Það á að fegra götuna og breikka gangstéttir en þær eru voðalega mjóar, sérstaklega vestanmegin. Allt yfirborð götu og gangstétta verður endurnýjað, skipt verður um þær lagnir sem þarf að skipta um en þær eru flestar orðnar mjög gamlar. Svo verður sett snjóbræðsla bæði í götuna og gangstéttirnar,“ segir Auður Ólafsdóttir, verkefnastjóri undirbúnings og hönnunar hjá framkvæmda- og eignasviði Reykja- víkurborgar. Við breikkun gang- stétta mjókkar akbrautin óhjá- kvæmilega auk þess sem hún verður upphækkuð á gatnamótum. Engir pollar settir upp Undanfarin ár hafa götur í mið- bænum verið teknar í gegn með þessum hætti og spurð af hverju Klapparstígurinn hafi orðið fyrir valinu núna svarar Auður að það hafi til dæmis verið út af mjóu gang- stéttunum. „Það er aðkallandi að breyta þeim og hefur ýtt þessu verki framar en öðru. Það eru meiri kröfur um það í dag að gangandi vegfarendur eigi greiða leið um mið- borgina. Þarna kemur líka skemmti- leg tenging milli Laugavegar og Skólavörðustígs. Það er heilmikið líf á Klapparstígnum í dag en vonandi verður þetta til þess að gott verði betra.“ Endurnýjun Klapparstígs hefur staðið til í nokkur ár en fyrir þrem- ur árum var undirbúningurinn kom- inn í gang. Auður segir að í kjölfar hrunsins, sem hafi komið illa við rekstraðila við götuna, hafi verið ákveðið að fresta framkvæmdunum um einhvern tíma. Breytingarnar á götunni núna eru nánast eins og þær voru teiknaðar upp fyrir þrem- ur árum að sögn Auðar, fyrir utan að hætt hefur verið við að setja upp svokallaða polla. „Pollar eru litlir staurar sem má sjá víða um miðbæ- inn og eru til að afmarka betur gangstéttina frá götunni og til að koma í veg fyrir að lagt sé upp á gangstétt. Það hafa verið skiptar skoðanir um þessa polla og ekki stemning fyrir að setja þá á Klapp- arstíginn,“ segir Auður. 370 milljónir í miðborgina Framkvæmdunum er skipt í fjóra áfanga og hefst vinna við þann fyrsta, milli Laugavegar og Grett- isgötu, 15. mars og á honum að ljúka í byrjun maí. Gert er ráð fyrir að fjórða og síðasta hlutanum, sem er á gatnamótum Njálsgötu og Klappar- stígs, verði lokið 20. júní. Auður seg- ir að þessu sé svona skipt niður til að lágmarka rask fyrir gesti mið- borgarinnar og rekstraraðila. Reykjavíkurborg vinnur verkið með Gagnaveitunni, Mílu og Orku- veitunni. Það verður boðið út á næstunni og fjárveiting borgarinnar í það hljóðar upp á 120 milljónir króna. Gert er ráð fyrir frekari fram- kvæmdum í miðborginni samkvæmt fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2012. Af þeim 2,3 millj- örðum sem á að setja í stofnfjárfest- ingar eiga 370 milljónir að fara í miðborgina. Meðal framkvæmda í miðborginni, fyrir utan Klapparstíg- inn, eru endurgerð, undirbúningur og hönnun á Hverfisgötu en ekki verður byrjað á verklegum fram- kvæmdum þar. Þá eru framkvæmd- ir tengdar Hörpu og í Þingholtunum eru það „torgin þrjú“. Svo eru í ein- um pakka Lækjargata, Lækjartorg, Austurstræti og Ingólfstorg en sá hluti er í mótun þó búið sé að eyrna- merkja 100 milljónir þeim fram- kvæmdum. Breiðari gangstéttir og mjórri akbraut Morgunblaðið/Ómar Klapparstígur Framkvæmdir hefjast brátt í götunni ofan Laugavegar.  120 milljónir króna í að fegra götu í mið- bænum  Unnið í fjórum áföngum í vor FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. FEBRÚAR 2012 H a u ku r 0 9 b .1 1 Guðni Halldórsson lögfræðingur, gudni@kontakt.is Haukur Halldórsson hdl. haukur@kontakt.is Brynhildur Bergþórsdóttir rekstrarhagfræðingur, lögg. verðbr.- og fasteignasali, brynhildur@kontakt.is Gunnar Svavarsson viðskiptafræðingur, gunnar@kontakt.is Jens Ingólfsson rekstrarhagfræðingur, jens@kontakt.is Sigurður A. Þóroddsson hrl. sigurdur@kontakt.is Forgangslisti er nýjung fyrir kaupendur og fjárfesta. Skráning á www.kontakt.is • Skráðu þig á forgangslista og við sendum þér reglulega upplýsingar í tölvupósti um tækifæri sem við getum ekki sett í auglýsingar. Upplýsingar og skráning á www.kontakt.is. • Heildverslun með vinsælar sérvörur. Ársvelta 70 mkr. EBITDA 15 mkr. • Rótgróin tölvuverslun óskar eftir góðum sölumanni sem meðeiganda. Viðkomandi gæti eignast fyrirtækið allt eftir nokkur ár þegar núverandi eigandi hættir vegna aldurs. Fyrirtækið er með góðar vörur bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Fjárhagsstaða er góð og félagið skuldlaust. Sameining við annað fyrirtæki kemur einnig til greina. • Sérhæfð verslun með vaxandi veltu og góða framlegð. Ársvelta 70 mkr. EBITDA 20 mkr. Engar skuldir. • Spennandi fylgihlutaverslun á besta stað í Kringlunni. • Heildsala með þekktan tískufatnað. Selur vörur í 20 verslunum um land allt, auk 5 eigin verslanna, m.a. í Kringlunni og Smáralind. Ársvelta um 260 mkr. • Allt að 100% hlutur í litlu framleiðslufyriræki í málmiðnaði sem er mjög vel tækjum búið. Sameining kemur til greina. • Spennandi sérverslun í miðbæ Reykjavíkur. Verslunin er vel þekkt og hefur langa og stöðuga rekstrarsögu. Ársvelta um 65 mkr. og EBITDA um 10% af veltu. Orðspor, saga og staðsetning bjóða upp á spennandi möguleika á að þróa reksturinn frekar. Meyjarnar Austurveri, Háaleitisbraut 68, sími 553 3305Opið virka daga kl. 11-18 Opið laugardaginn 19. nóv kl. 11 – 16. Hreinsum af slám Útsölulok Verð frá kr. 1.000 Ari Magnússon hefur rekið versl- unina Antikmuni við Klapparstíg 40 síðan árið 1993. Hann segir framkvæmdir við götuna nauðsyn- legar. „Það er kominn tími á að gatan verði lagfærð. Ég vona að þetta gangi vel og skili okkur betri götu, en framkvæmdir eru alltaf viðkvæmar fyrir verslun. Eins og þetta er sett upp núna og hvernig þeir ætla að vinna í nokkrum verk- hlutum líst mér vel á þetta eins langt og það nær. Þó að það sé óþægilegt meðan á fram- kvæmdum stendur eru þær óhjá- kvæmilegar,“ segir Ari sem gengur út frá því að þetta verði betra fyrir versl- unina til lengri tíma litið. Óþægilegar en óhjákvæmilegar VERSLUNAREIGANDI Ari Magnússon Skúli Hansen skulih@mbl.is „Þetta hefur líklegast þvælst hingað með túristum um borð í bíl í Nor- rænu,“ segir Erling Ólafsson, skor- dýrafræðingur hjá Náttúru- fræðistofnun Íslands, spurður um fiðrildi af tegundinni Maniola jurtina sem fannst á hálendinu norðan Vatnajökuls um helgina. Erling bendir á að fiðrildi af þessari tegund fljúgi ekki hingað til lands. Að sögn Erling er þetta sennilega eitt al- gengasta skrautfiðrildið af þessu tagi á Bretlandseyjum, það sé einnig algengt á Norðurlöndum, því geti fiðrildi af þessari tegund auðveld- lega þvælst með bifreiðum til Ís- lands. „Fiðrildið verður sent til mín við tækifæri og það verður varðveitt hjá Náttúrufræðistofnun,“ segir Erling sem enn sem komið er hefur ein- ungis séð ljósmyndir af fiðrildinu. Ekkert íslenskt heiti er til yfir þessa tilteknu fiðrildategund en að sögn Erlings verður fundið gott heiti á hana eftir að fiðrildið kemst í vörslu Náttúrufræðistofnunar Íslands. Annað sjaldséð fiðrildi, svokallað netlufiðrildi (l. Aglais urticae) fannst nýlega lifandi í fiskikari hjá fisk- vinnslufyrirtækinu Jakob Valgeir ehf. á Bolungarvík. „Þetta fiðrildi er algengt í Evrópu en það er sjaldgæft hér á landi og hefur aldrei áður fundist hérna fljúgandi af sjálfu sér heldur einungis nokkrum sinnum með einhvers konar varningi,“ segir dr. Þorleifur Eiríksson, for- stöðumaður Náttúrustofu Vest- fjarða, og bætir við: „Af því að það finnst á þessum tíma þá geri ég ráð fyrir að það hafi borist hingað til lands sem púpa og svo hafi það lent í hita, ruglast og ákveðið að koma út úr púpunni á þessum frekar óheppi- lega stað.“ Að sögn Þorleifs fljúga netlufiðr- ildi ekki til Íslands. „Það eru mörg fiðrildi sem koma hingað mjög reglulega eins og til dæmis þistil- fiðrildi og aðmírálsfiðrildi sem sjást hér oft og eru ekki ósvipuð þessum fiðrildum en netlufiðrildin eru sjald- gæf og hafa aldrei fundist í íslenski náttúru,“ segir Þorleifur spurður hvort netlufiðrildi sjáist oft á Ís- landi. Hann segir fiðrildið vera stærra en allt sem þekkist hér á landi. Ljósmynd/Náttúrustofa Norðausturlands. Sjaldgæft Maniola jurtina, fiðrildið sem fannst norðan Vatnajökuls. Ljósmynd/Náttúrustofa Vestfjarða. Fiðrildi Netlufiðrildið sem fannst lifandi í fiskikari í Bolungarvík. Tvö sjaldgæf fiðrildi á ferðinni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.