Morgunblaðið - 13.02.2012, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.02.2012, Blaðsíða 2
Þróun eldsneytisverðs og gengis íslensku krónunnar Þróun útsöluverðs á bensíni Þróun útsöluverða á díselolíu Þróun USD Þróun EUR (Tilbúnar vísitölur) 170 160 150 140 130 120 110 100 90 80 Janúar 2009 Janúar 2012 Allar vísitölur færðar í 100 í janúar 2009 167,79 151,10 99,95 97,30 Vilhjálmur Andri Kjartansson vilhjalmur@mbl.is „Eldsneytisverð er orðið allt of hátt og venjulegt fólk þarf bráðum að leggja bílnum ef ekki verður eitthvað gert til að lækka verðið,“ segir Guðlaug- ur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins. Efnahags- og viðskiptanefnd kemur saman í dag og ætlar Guðlaugur að taka upp málið í nefndinni og gera tillögur þess efnis að lækkaðir verði skattar á eldsneyti. „Skattheimta er almennt komin út fyrir öll eðlileg mörk á Ís- landi. Það liggur við að ef eitthvað hreyfist þá sé það skattlagt. Það sem helst ræður verðlagningu á eldsneyti eru opinber gjöld og skattar en af hverjum greiddum bensínlítra borga neytendur um 118 krónur til ríkisins. Það er orðinn lúxus að keyra bíl á Íslandi.“ Guðlaugur bendir einnig á að hátt eldsneytisverð komi niður á ferðaþjón- ustunni þar sem umferð hafi dregist töluvert saman milli ára og fólk ferðist minna innanlands. „Ég hef einnig áhyggjur af því að fyrir venjulegt launafók fari það jafnvel að borga sig að sitja heima á bótum fremur en að þurfa að keyra langar vegalengdir til vinnu, slíkur er kostnað- urinn að verða í dag.“ Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, segir að frá tímabilinu 2008 til dagsins í dag hafi skattgreiðsla dæmigerðrar fjölskyldu hækkað um 100 þúsund krónur á ári vegna reksturs á fjölskyldubílnum. „Stjórnvöld hafa sagt að til þess að draga úr sveiflum á eldsneytisverði vegna þróunar á heimsmarkaði sé stór hluti skatta á eldsneyti fastar krónutölur, t.d. bensín- gjald, vörugjald og kolefnisgjald sem er nýtt gjald en ofan á þetta leggst svo 25,5% virðis- aukaskattur. Það mætti afnema eða lækka kol- efnisgjaldið og vörugjaldið en sá skattur hefur hækkað um 160 prósent frá hruni og rennur ekki sérstaklega til vegamála eða umhverfismála.“ Skattheimta hækkar bensínverð  Borgum 100.000 krónum meira í skatt af venju- legum fjölskyldubíl í dag en fyrir hrun 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. FEBRÚAR 2012 – fyrst og fremst ódýr! 30% afsláttu r 1098kr.kg Verð áður 1598 kr. kg Ný ýsa í raspi 39kr.kg TILBOÐ – aðeins í dag! Takmarka ð magn Laukur Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. „Það er skemmtilegt við svona göngu að þátttak- endur segja líka frá. Þeir rifja upp fróðleik og segja frá upplifun sinni,“ segir Eggert Þór Bern- harðsson sagnfræðingur sem var leiðsögumaður í ljósmyndagöngu um Árbæjarhverfi í gær. Ljós- myndasafn Reykjavíkur stóð fyrir fimm slíkum göngum um hverfi borgarinnar. Gísli Helgason, starfsmaður safnsins, sýndi þátttakendum myndir á meðan Eggert sagði frá. Í göngunni voru meðal annars nokkrir af fyrstu íbúum út- hverfisins sem byggðist upp af krafti á sjöunda áratug síðustu aldar. Sýndu ljósmyndir á göngu um úthverfi Morgunblaðið/Ómar Hverfin könnuð á Ljósmyndadögum Ljósmyndasafns Reykjavíkur „Við viljum hafa ferlið opið og lýðræðislegt. Við vitum ekki hvernig þetta endar en þannig virkar lýðræðið,“ seg- ir Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, um fyrri stofnfund nýs framboðs sem notað hefur vinnu- heitið Breiðfylkingin. Að því standa Hreyfingin, Borg- arahreyfingin, Frjálslyndi flokkurinn og einstaklingar, meðal annars fólk úr stjórnlagaráði. Í kjarnastefnu framboðsins sem undirbúningshópur lagði fyrir stofnfundinn er lögð áhersla á lausn á skulda- vanda heimilanna, meðal annars með afnámi verðtrygg- ingar neytendalána, og almenna leiðréttingu húsnæðis- lána. Fólk er sammála um nauðsyn þess að ný stjórnarskrá fólksins komi sem allra fyrst til þjóðaratkvæðis. Einnig að efla siðferði og gegnsæi í stjórnmálum, stjórnsýslu og fjármálakerfinu. Þá er lögð áhersla á auðlindamálin, bæði þjóðareign sjávarauðlindarinnar og virkjanamálin. Ekki er samstaða um afstöðu til inngöngu í Evrópu- sambandið og viðurkennir Margrét að tekist hafi verið á um það á fundinum í gær. Í kjarnastefnu fylkingarinnar kemur fram að vilji sé til að klára aðildarviðræður og bera niðurstöðuna undir stofnfund. Um þetta voru skipt- ar skoðanir. „Ég veit ekki hvernig þetta endar,“ segir Margrét. Hún skilgreinir framboðið mitt á milli Sam- stöðu Lilju Mósesdóttur og Bjartrar framtíðar. „Mér finnst að það ætti að íhuga mjög vandlega. Okkar dyr hafa alltaf staðið opnar,“ segir Margrét þegar hún var spurð að því hvers vegna nýju stjórnmálaöflin byðu ekki fram saman. Kosið var framkvæmdaráð til bráðabirgða og málefnanefndir og er áformað að boða til seinni stofn- fundar að mánuði liðnum. helgi@mbl.is Skiptar skoðanir eru um afstöðuna til ESB-aðildar Morgunblaðið/Ómar Þingmenn Hreyfingin á aðild að Breiðfylkingunni.  Fyrri stofnfundur Breið- fylkingarinnar haldinn í gær Lögreglan gefur ekki upp hvaða skilaboðum reynt var að koma á framfæri með sprengingu á Hverfisgötu í lok janúar. Þetta voru pólitísk skilaboð, ætluð stjórnvöldum, en yfirmaður rann- sóknarlögreglunnar segir hana ekki hafa í hyggju að ganga erinda manns- ins með því að koma þeim á framfæri. Karlmaður á áttræðisaldi hefur játað að hafa staðið fyrir sprenging- unni og telst málið upplýst. Ekki eru aðrir grunaðir um aðild að málinu. Tekið er fram í tilkynningu lög- reglunnar að sprengjan var ekki til þess fallin að valda eyðileggingu eða hættu, enda hafi maðurinn staðið við hlið hennar þegar hún sprakk. Lögreglan skoðar undir hvaða lagaákvæði háttsemi mannsins fellur. helgi@mbl.is Skilaboðin verða ekki gefin upp  Játaði aðild að sprengjumálinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.