Morgunblaðið - 13.02.2012, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 13.02.2012, Blaðsíða 28
Flottar Þessar bakraddarsöng- konur stungu saman nefjum. » Stemningin baksviðs meðal kepp- enda í Söngvakeppni Sjónvarpsins á úrslitakvöldinu í Hörpu um helgina var sannarlega skemmtileg og mikið um hlátrasköll, sprell og spé. Þjóðin fékk að taka þátt í að velja hvaða lag færi áfram til að keppa í útlandinu og fengu ungu strák- arnir í Bláum Ópal með lagið Stattu upp, flest atkvæði í síma- kosningunni, eða 700 atkvæðum meira en sjálft vinningslagið, Mundu eftir mér. Baksviðs á Söngvakeppni Sjónvarpsins í Hörpu á laugardagskvöld Gríðarlegur fögnuður Strákarnir í Bláum Ópal fögnuðu ógurlega þegar ljóst var að lagið sem þeir fluttu, Stattu upp, eftir Ingó Veðurguð, var í tveimur efstu sætunum á úrslitakvöldinu. Piltarnir nutu mikilla vinsælda en sveitina skipa þeir Franz Ploder Ottósson, Pétur Finnbogason, Agnar Birgir Gunnarsson og Kristmundur Axel sem brestur hér í hömlulaust gleðiöskur. Barnshafandi Rósa Birgitta Ísfeld söng lagið Stund með þér en hér á hún góða stund með barnsföður sínum. Sprell Bakraddarsöngvarinn Pétur Örn Guðmundsson fór á kostum þegar Brynja Þorgeirsdóttir lagði fyrir hann spurningu. Morgunblaðið/Eggert Knús Greta Salóme Stefánsdóttir og Jón Jósep Snæbjörnsson höfðu sannarlega ástæðu til faðm- lags því lag Gretu sem þau fluttu, Mundu eftir mér, sigraði og mun verða framlag Íslands. Nýir umsjónarmenn Þær Hera Björk og Valgerður Guðnadóttir voru brosmildar enda ætla þær að taka við Evróvisjónþættinum Alla Leið á Rúv sem Páll Óskar hefur séð um hingað til. Slakur Hrútspungurinn og hestamaður- inn Árni Geir hélt ró sinni og tók í nefið. Svartir karlmenn Magni Ás- geirsson flutti lagið Hugarró eft- ir Svein Rúnar Sigurðsson við texta Þórunnar Ernu Clausen. 28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. FEBRÚAR 2012

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.