Morgunblaðið - 13.02.2012, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 13.02.2012, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. FEBRÚAR 2012 landsbankinn.is 410 4040Landsbankinn J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • jl .i s • S ÍA *Nafnávöxtun 30.12.2010–30.12.2011. Nánari upplýsingar um ávöxtun sjóðsins er að finna á landsvaki.is. Fyrirvari: Sparibréf verðtryggð er verðbréfasjóður sam- kvæmt lögum nr. 128/2011 og lýtur eirliti Fjármála- eirlitsins. Landsvaki hf. er rekstrarfélag sjóðsins og Landsbankinn hf. vörslufélag hans. Áhætta fylgir ávallt árfestingu í sjóðum þar sem gengi þeirra getur bæði hækkað og lækkað. Ávöxtun í fortíð gefur ekki vís- bendingu um framtíðarávöxtun. Nánari upplýsingar um sjóðinn má finna í útboðslýsingu eða útdrætti úr henni á landsvaki. is eða landsbankinn.is. Fjárfestum er bent á að kynna sér útboðslýsinguna áður en árfest er í sjóðnum, en þar er meðal annars ítarleg umöllun um árfestingar- stefnu sjóðsins og áhættu sem felst í árfestingu í honum. Landsbankinn býður upp á öl- breytt úrval ríkisskuldabréfasjóða. Sparibréf verðtryggð er sjóður sem árfestir í verðtryggðum skuldabréf- um íslenska ríkisins og hefur það markmið að endurspegla ávöxtun verðtryggðra ríkisskuldabréfa. Reglubundinn sparnaður Með reglubundnum sparnaði í sjóðum getur þú byggt upp eigna- safn með áskri frá 5.000 kr. á mánuði. Enginn munur er á kaup- og sölugengi í áskri. Sparnað í sjóðum má alltaf innleysa. Komdu við í næsta útibúi, hringdu í 410 4040 eða sendu okkur póst á armalaradgjof@landsbankinn.is. Framúrskarandi ávöxtun Sparibréfa verðtryggðra á árinu 2011 16,3% Ársávöxtun 2011* Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Fundir og ráðstefnur eru óhjá- kvæmilegur hluti af störfum fyr- irtækja, stofnana og félagasam- taka. Seint verður þó sagt að fundaformið hafi verið fullkomnað, og geta fyrir- lestrar og um- ræður hæglega snúist upp í langdregnar og leiðinlegar sam- komur sem lítið er á að græða. Open Space kallast áhuga- verð ný nálgun við fundarformið og hefur smám saman verið að ryðja sér til rúms á Íslandi. Open Space gæti gert fundi bæði skemmtilegri, áhugaverðari og skilvirkari. „Þó að Open Space sé frekar nýlega kom- ið til Íslands er aðferðin ekki ný af nálinni og hefur þetta fundarform verið um 30 ár í þróun. Hugmyndin kviknaði hjá Harrison nokkrum Owen en hann fékk þann starfa að skipuleggja ráðstefnu fyrir fé- lagsskap sem starfar einmitt með það að markmiði að þróa fund- arhald. Owen kom auga á að áhugaverðustu hlutar ráðstefnunn- ar virtust ekki fara fram á þaul- skipulögðum fyrirlestrum og vinnustofum heldur í óskipulögðu kaffihléunum,“ segir Davíð Ingólfs- son, ráðgjafi, tölvunarfræðingur og einn af helstu sérfræðingum lands- ins um Open Space. Frjálst flæði Open Space-aðferðin, sem hefur ekki enn fengið íslenskt heiti, er nokkuð einföld: í stað púlts og nið- urnjörvaðrar dagskrár eru búnir til samtalshópar og dagskráin sveigj- anleg og breytileg. „Fundur sem haldinn er með Open Space-aðferð- inni hefst á því að fundargestir leggja sjálfir línurnar. Vaninn er að hafa uppi töflu þar sem hver sem er getur sett upp hugmynd að umræðuefni og valið henni pláss og tíma á fundinum,“ útskýrir Daði. „Fundargestir geta svo hreyft sig milli staða og valið sér umræðuefni eftir áhuga sínum. Í stað fyrir- lestra er hvert efni rætt á sam- ræðuformi og algengt að fundar- gestir myndi hring hvort sem stólum er raðað á miðju gólfi eða einfaldlega að þeir setjast niður í þægilegu sófasetti.“ Open Space segir Daði að bygg- ist á einni reglu og fjórum gildum sem vísa leiðina: „Reglan heitir á ensku „law of two feet“ (ísl. tveggja fóta reglan). Gestir mega hreyfa sig á milli staða og ættu að stíga í annan fótinn út frá áhuga sínum og ástríðum, en hinn út frá ábyrgð sinni til að miðla þekkingu til annarra fundargesta,“ útskýrir Daði. „Gildin fjögur eru svo að „þeir sem koma eru rétta fólkið“, „það sem gerist er það eina sem hefði getað gerst“, „þegar það hefst er rétti tíminn“, og „því lýkur þegar því lýkur“.“ Gildin segir Daði að birtist m.a. í því að fólki sé innrætt að þykja það ekki dónalegt að standa upp og fara í annan hóp ef því þykir það ekki lengur hafa neitt að læra eða fram að færa í umræðum, og eins að umræður séu ekki lengri en þær þurfa að vera. „Ég man t.d. sjálfur eftir ráðstefnu sem ég sótti þar sem ég lagði til umræðuefni og setti upp á töflu. Þá gerðist það, sem gerist reyndar sjaldan, að að- eins einn annar fundargestur kom í hópinn minn. En „þeir sem koma eru rétta fólkið“, og við áttum ágætar samræður um málefnið. Við höfðum klukkustund til umráða en áttum ekkert eftir vantalað eftir hálftíma og lokuðum því hópnum, „því lýkur þegar því lýkur“.“ Miðlað og lært Open Space hefur greinlega styrkleika, en líka veikleika. Þann- ig segir Daði að sé ákveðin hindrun að yfirstíga að kenna á þetta nýja form. Feimni og þægindasvæði fólks gerir það að verkum að sumir kjósa frekar hefðbundið fundar- form. „Þó að vel megi blanda sam- an aðferðum á einni og sömu ráð- stefnunni þá hefur t.d. ekki gefist vel að halda Open Space-fund í ein- um sal á meðan fyrirlestur er í öðr- um. Vill þá gerast að meirihluti gesta leitar frekar í fyrirlesturinn.“ Open Space hentar líka síður fyrir mjög smáa hópa, en þeim mun betur fyrir stærri samkomur. Daði segir Open Space-fundi ganga vel t.d. í 25 manna hópum en líka á 1.000 manna ráðstefnum. „Þá er Open Space sérstaklega hugsað fyrir miðlun þekkingar og hug- mynda, en kann að vera ákveðnum annmörkum háð að nota þessa að- ferð t.d. til að marka stefnu eða taka ákvarðanir.“ Óformlegt Frá ráðstefnu með Open Space-sniði. Lítill hópur hefur mynd- ast, sumir sitja en aðrir standa og eru kannski farnir í annan hóp fljótlega. Er hægt að frelsa fundina?  Áhugaverð aðferð við funda- og ráð- stefnuhald gefur góða raun  „Open Space“-fundur er eins og eitt stórt kaffihlé Daði Ingólfsson Raftækjarisarnir Apple og Samsung eru farnir í hár saman enn eina ferðina. Nú hefur Apple höfðað mál á hendur Samsung fyrir meint brot gegn fjórum einka- leyfum í nýja Galaxy Nexus-farsímanum. Meðal þeirra einkaleyfa sem Apple telur brotið gegn er lausnin sem leyfir notanda símans að „opna“ símann með því að renna fingri yfir skjáinn. Annað einkaleyfið snýr að forriti sem lætur símann greina símanúmer í texta, t.d. í tölvupósti, og gerir notanda símans mögulegt að hringja í númerið með einum smelli. Fer Apple þess á leit við dómstóla þeir stöðvi sölu á Galaxy Nexus, en síminn fór á markað í nóvember. Á síðasta ári stóð Apple í málarekstri gegn Sam- sung fyrir þýskum dómstólum vegna Galaxy Tab- snjalltölvunnar. Wall Street Journal greinir frá. ai@mbl.is Apple kærir Samsung Deilur Galaxy Nexus frá Samsung kom á markað fyrir skömmu og kann að brjóta gegn einkaleyfum Apple.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.