Morgunblaðið - 13.02.2012, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 13.02.2012, Blaðsíða 17
MINNINGAR 17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. FEBRÚAR 2012 ✝ Jón S. Stefáns-son fæddist 4. júlí 1929 að Sigríð- arstöðum í Fljótum í Skagafirði. Hann lést á Líknardeild Landspítalans í Kópavogi 5. febr- úar. Foreldrar hans voru Kristín Mar- grét Jósefsdóttir f. 25.ágúst 1888, d. 10. desember 1954 og Stefán Aðalsteinsson f. 10. september 1884, d. 12. maí 1980. Hann var næstyngstur 14 systkina sem eru: Jóhann Helgi f. 1909, d. 1994, Guðlaug Ólöf f. 1910, d. 2003, Helga Anna f. 1912, d. 1990, Jósef Svanmundur f. 1914, d. 1935, Sigrún f. 1916, d. 2006, Sigríður Helga f. 1916, d. 2008, Albert Sigurður f. 1918, d. 1924, Anna Þorbjörg Jóhanna f. 1921, d. 1935, Jakobína Kristín f. 1923, Albert Sigurður f. 1925, d. giftur Vibe Anderberg, þeirra börn eru Freyja, Toke og Eske. Guðrún f. 17. apríl 1959 í sam- búð með Öyvind Krogstadmo, hennar börn eru Svava (faðir Guðjón Bjarnason) og Birger (faðir Bernt Gunnar Berntsen). Erna f. 20. ágúst 1960 í sambúð með Eymundi Ingimundarsyni, dætur hennar eru Eva Björk (faðir Atli Steinar Bjarnason), Elizabeth Katrín og Kristín Sól- ey (faðir Francis J. Mason). Anna f. 30. júlí 1966 gift Garðari Guðnasyni, þeirra börn eru Guðni, Edda og Auður. Langafabörn Jóns eru 12. Jón fluttist 1946 til Siglufjarðar þar sem hann fór ungur á síld, einn- ig fór hann á vetrarvertíðir á Suðurlandi. 1951 fluttist hann til Reykjavíkur þar sem hann starf- aði mestallan sinn starfsferill við verkamannastörf, á vinnu- vélum ýmiskonar og seinustu starfsárin hjá Garðyrkjudeild Reykvíkur. Útför Jóns fer fram frá Háteigskirkju í dag mánu- daginn 13. febrúar 2012, og hefst athöfnin klukkan 15. 1945, Svanfríður f. 1926, Jóna Guð- björg f. 1927, Gísli Rögnvaldur f. 1932, d. 1990. Jón kvænt- ist Svövu Torfa- dóttur 30. ágúst 1952, foreldrar hennar voru Svein- björg Bjarnadóttir f. 24. mars 1899, d. 7. mars 1991 og Torfi Jóhannsson f. 7. apríl 1906, d. 10. apríl 1963. Jón og Svava eignuðust sex börn. Kristinn f. 21. janúar 1953, d. 26. október 1995, giftur Sig- fríði Ásbjörnsdóttur, þeirra syn- ir eru Jón Gunnar, Svavar Knút- ur og Vilmundur Torfi. Bjarni f. 24. júlí 1954, giftur Þóru Vík- ingsdóttur, þeirra börn eru Þóra Hrund, Valgerður og Kári Kristinn. Einnig átti Bjarni fyrir Sveinbjörgu (móðir Þorgerður Hanna Hannesdóttir). Sveinn f. 6. maí 1956, d. 10. júní 2011, Það er allsérstakt að hugsa til þess í dag á okkar tímum hraða, þæginda og munaðar, að pabbi hafi fæðst í torfbæ. Fjöl- skyldan búandi við þröngan kost eins og títt var um þessar mundir á barnmörgum heimil- um. Börnin þurftu að ganga u.þ.b. klukkustundarleið í skól- ann og yfir óbrúuð vatnsföll í öllum veðrum og vindum. Enda var það svo að tvö af þeim systkinum drukknuðu á leið til spurninga. Tveir aðrir drengir dóu allt of ungir frá fjölskyld- unni. Þessi kynslóð kunni enda að meta þægindin sem framfarir nútímans hafa boðið upp á og er það skiljanlegt þegar litið er til þeirra kosta sem hún bjó við. Pabbi var þar engin undantekn- ing, hann kunni vel að meta þær tækninýjungar sem buðust. Pabbi fór snemma að sjá fyr- ir sér og fór ungur á síld á Siglufirði og vetrarvertíðir á Suðurlandi. En 1951 fluttist hann til Reykjavíkur þar sem þau mamma felldu hugi saman og bjuggu þau mestalla sína bú- skapartíð í Reykjavík. Pabbi var hand- og verklag- inn og mjög nýtinn. Hann starf- aði við ýmis verkamannstörf og hin síðustu ár hjá garðyrkju Reykjavíkurborgar. Það féll einkar vel að áhuga hans fyrir ræktun matjurta og garðyrkju. Þau eignuðust langþráðan sumarbústað í Grímsnesinu 1999. Þar naut pabbi þess að fá til sín fjölskyldu og vini og þar leið honum vel, í sveitinni. Hann hafði sterkar taugar til æskustöðvanna og síns stóra systkinahóps og það var ávallt glatt á hjalla þegar systkinin hittust. Við systkinin erum rík- ari en ella að svo sterk bönd voru milli systkinanna og njót- um þess að eiga stóra og fallega ætt sem hægt er að samsama sig með. Pabbi var úrvals bridsspilari og spilaði öll sín fullorðinsár, mest með Bridsdeild Breiðfirð- inga og síðustu árin með eldri borgurum. Við viljum þakka pabba sam- fylgdina og þá umhyggju sem hann bar fyrir okkur. Bjarni, Guðrún, Erna og Anna. Tengdafaðir okkar, Jón Stef- ánsson, er fallinn frá. Enda þótt hann næði 82 ára aldri er und- arlegt að sjá á bak honum eftir fremur skammvinn veikindi, því við munum hann sem sterkan mann. Sterkan, hvort heldur er líkamlega, eða sem persóna, því Jón var maður fyrir sinn hatt, og lét engan segja sér fyrir skoðunum eða hverjum tökum taka skyldi tilveruna. Undir niðri var hann þó tilfinninga- næmur. Hann fékkst við laga- smíðar á sínum yngri árum og hafði alla tíð yndi af fagurri tónlist og góðum söng. En eins og oft vildi verða var lítill tími aflögu fyrir áhugamál, meðfram því að sjá fyrir stórri fjöl- skyldu. Okkur er báðum minnisstætt þegar við komum í fyrsta sinn á heimili þeirra Jóns og Svövu og settumst að snæðingi með fjöl- skyldunni. Í annað skiptið voru svið á borðum en saltað hrossa- kjöt í hitt, hvort tveggja í uppá- haldi hjá Jóni, en matvandir gestirnir áttu í hálfgerðum vandræðum með að gera matn- um góð skil. Jón, sem vildi gera vel við verðandi tengdadóttur og -son, mælti þá þessi fleygu orð: „Fáðu þér nú meira ef þér finnst þetta ekki vont!“ Sem bóndasonur hafði Jón yndi af að rækta sjálfur og framleiða, sér og sínum til við- urværis. Um tíma gerðist hann kjúklinga- og svínabóndi í Mos- fellssveit. Þetta var fyrir okkar tíma í fjölskyldunni, en þó höf- um við heyrt margar sögurnar af þeim búskap. Börnin lögðu sitt af mörkum við störfin, en við mismikla hrifningu, einkum þegar kom að síðasta stigi kjúk- lingaeldisins. Á seinni árum sneri Jón sér æ meira að garðyrkju því hann hafði áhuga og sérlega gott lag á hvers konar ræktun. Jón og Svava festu kaup á sumarbú- stað ásamt landskika í Gríms- nesi, og ræktuðu þar tré og matjurtir af mikilli alúð. Oft lá leiðin þangað að þiggja kaffi og vöfflur með rjóma, og Jón var ákaflega stoltur af þessum sælureit. En það gladdi hann ekki síður að geta fært börnum sínum og fjölskyldum þeirra björg í bú, þar sem voru ný- uppteknar kartöflur, gulrætur og annað grænmeti. Við þökkum Jóni samfylgd- ina. Kær kveðja, Þóra Víkingsdóttir, Garðar Guðnason. Hann afi Jón er látinn. Hjá afa og ömmu var alltaf gott að vera. Amma í eldhúsinu að sýsla við veitingar, afi í stof- unni að hvíla sig eftir langan vinnudag, horfa á fréttirnar með neftóbaksdósina sína. Afi var ákveðinn maður og lá ekki á skoðunum sínum. Ef hann hafði bitið eitthvað í sig, varð honum nú ekki auðveldlega haggað. Það var þá helst Kári Kristinn, sem kunni á honum lagið og komst upp með ýmislegt. Margar góðar minningar eig- um við úr Skammadalnum, þar sem afi og amma áttu kart- öflugarða og ræktuðu þar dýr- indis kartöflur, rófur, spergil- kál, gulrætur og ýmislegt fleira. Afar skemmtilegt var fyrir okk- ur borgarbörnin að komast að- eins „upp í sveit“ og læra meira um náttúruna og ræktun. Hann vakti hjá okkur áhuga á garð- rækt, við vorum öll með skóla- garða í sumarleyfum og gátum með stolti sýnt afa uppskeruna á haustin. Við kveðjum afa en eftir situr minningin um duglegan, sterk- an og góðan mann. Þóra Hrund, Valgerður og Kári Kristinn. Jón S. Stefánsson ✝ Sveinn Jónssonfæddist í Reykjavík 6. maí 1956. Hann lést 10. júní 2011. Hann var sonur hjónanna Svövu Torfadóttur, f. 21. janúar 1932 og Jóns Stefánssonar, f. 4. júlí 1929, d. 5. febrúar 2012. Systk- ini hans eru Krist- inn f. 1953, d. 1995, Bjarni f. 1954, Guðrún f. 1959, Erna f. 1960, Anna f. 1966. 15. ágúst 1996 giftist hann Vibe Anderberg, f. 22. júní 1967, og áttu þau saman þrjú börn, Freyju f. 8. mars 1993, Toke f. 26. júní 1994 og Eske f. 6. október 1999. Sveinn var jarð- sunginn í Kaup- mannahöfn þann 17. júní 2011. Þar sem englarnir syngja sefur þú, sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú, að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Faðir minn láttu lífsins sól lýsa upp sorgmætt hjarta. Hjá þér ég finn frið og skjól. Láttu svo ljósið þitt bjarta vekja hann með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær, faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær, aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens.) Kveðja. Mamma. Kveðja frá systkinum. Það er þungt að kveðja systkini sín hinstu kveðju og þó sérstaklega þegar þau látast langt um aldur fram. Okkur systkinin langar að kveðja Svenna bróður með nokkrum orðum. Svenni byrjaði snemma að vinna fyrir sér, kom sér upp íbúð og fór svo að huga að námi. Hann kláraði sveinspróf í tré- smíði en lagði þá land undir fót og hélt til Danmerkur. Þar lauk hann námi í byggingatækni- fræði og starfaði sem tækni- fræðingur meðan honum entist ævi. Á námstímanum kynntist hann ástinni sinni, henni Vibe. Þau stofnuðu saman heimili í Kaupmannahöfn og eignuðust þrjú börn. Fjölskyldan var hon- um kjölfestan í lífinu og hann tók ríkan þátt í lífi barnanna og tómstundum þeirra. Hann hafði áhuga á útivist og hreyfingu og nýtti gjarnan fríin til langra hjólreiðaferða og kanósiglinga með fjölskyldunni. Þau hjónin höfðu mikinn áhuga á víkingatímanum og var til dæmis gifting þeirra með nokkrum víkingabrag í klæða- burði og framkvæmd. Jafnframt voru skreytingar á húsinu þeirra á Amager og garði í þeim anda en þar nýttist vel menntun Svenna og handlagni við smíðar. Svenni hafði ánægju af því að rækta garðinn með skraut- og nytjajurtum s.s. rósum, eplum og vínberjum. Garðurinn var þó fyrst og fremst til að njóta fyrir fjölskyldu og vini og var ýmis aðstaða fyrir krakkana til leikja s.s. hús uppi í tré sem hann hjálpaði þeim að smíða og sparkaðstaða og grill sem hann hlóð í garðinum til nota á góð- viðrisdögum. Svenni var gestrisinn og hafði mikla ánægju af því að fá foreldra, systkini og vini í heim- sókn. Hann var hjartagóður og hafði ríka réttlætiskennd og var ekki tilbúinn til að horfa að- gerðarlaus á ef honum þótti óréttlæti beitt. Hann lét sér fátt fyrir brjósti brenna og tókst á við áskoranir lífsins af æðru- leysi og dug. Hann varð þó að lúta í lægra haldi fyrir erfiðum sjúkdómi eftir tveggja ára bar- áttu. Elsku Svenni okkar, við þökkum fyrir allt sem við áttum saman og ekki síst innilegar samverustundir árin þegar þú háðir þína síðustu glímu. Bjarni, Guðrún, Erna og Anna. Sveinn Jónsson ✝ Guðrún UnnurEyjólfsdóttir fæddist á Fiskilæk í Melasveit 22. nóv- ember 1919. Hún andaðist á Dvalar- heimilinu Höfða, Akranesi 26. jan- úar 2012. Foreldrar henn- ar voru Sigríður Böðvarsdóttir frá Vogatungu, Leirár- sveit, og Eyjólfur V. Sigurðsson frá Fiskilæk. Systkini: Unnur, f. 1916, dó þriggja daga gömul. Sigurður Víglundur, f. 1918, bóndi á Fiskilæk, látinn. Böðv- ar, f. 1921, bóndi á Saurbæ, Kjalarnesi, látinn. Halla, f. 1926, bjó á Fiskilæk, látin. Jón, f. 1929, bóndi á Fiskilæk, látinn. Guðrún giftist 4.1. 1947 Herði Jóni Bjarnasyni, f. 5.8. 1920 á Akranesi, d. 29.1. 2001. Foreldrar Harðar voru Anna Jónsdóttir frá Akranesi, f. 1893, og Bjarni Ólafsson frá Ísafirði, f. 1892. Stjúpfaðir Harðar var Valdimar Eyjólfsson frá Akra- nesi. Börn Guðrúnar og Harð- ar: 1) Anna, f. 26.8. 1947, frá- skilin. Var gift Pétri Óla Péturssoni. Þau eiga þrjú börn og fjögur barnabörn. 2) Eyjólfur, f. 16.1. 1950, kvæntur Ásu O. Valdmarsdóttur. Þau eiga fjögur börn og sex barna- börn. 3) Sigríður, f. 13.2. 1952, gift Bent Greniman. Þau eiga tvo syni. 4) Hörður Run- ólfur, f. 22.8. 1957, kvæntur Margréti Pétursdóttur. Þau eiga þrjú börn og þrjú barna- börn. Guðrún ólst upp á Fiskilæk í foreldrahúsum. Fór til mennta í Reykholtsskóla og síðar í hús- mæðraskólann að Laugum í Þingeyjarsýslu. Hún kynntist eiginmanni sínum síðar á Akra- nesi og hófu þau þar búskap að Skagabraut 37, þar sem þau bjuggu alla tíð. Guðrún var hús- móðir þar til börnin fluttu að heiman, vann síðan nokkur ár í Akraprjóni. Síðustu sex árin dvaldist hún á Dvalarheimilinu Höfða. Útför Guðrúnar fór fram frá Akraneskirkju 3. febrúar 2012. Elsku amma Rúna. Það er víst aldrei auðvelt að kveðja, hvort sem það er á leið- inni í Akraborgina eða núna. Það huggar mig þó að vita að nú ertu komin til afa Harðar. Eins og ég man eftir honum þá vill hann ef- laust spila við þig Magasínu. En elsku amma mín, ég vildi bara þakka þér fyrir allar minn- ingarnar sem þú skilur eftir hjá mér. Ég mun alltaf hugsa til þín þegar ég heyri minnst á Langa- sand, Skagabraut, Akranes og auðvitað Fiskilæk. Svo á ég líka eina litla Unni sem fékk nafnið þitt að láni. Hún mun sko fá að heyra sögur af ömmu minni og afa á Akranesi og því mikla æv- intýri sem Akraborgin var. Ég vil líka þakka þér fyrir hana mömmu mína sem ég elska svo mikið. Ég vona að mér takist að ala upp jafn góða manneskju og hana. Nú flýgur lóa suð́rum sjó, nú setur snjó í hlíðir. En sólskríkjan mín syngur þó, svo sætt og engu kvíðir. (J.B.E. Hartmann) Sjáumst í því næsta. Þín Sólveig. Okkar dýpstu ástarþakkir öll af hjarta færum þér. Fyrir allt sem okkur varstu, yndislega samleið hér. Drottinn launar, drottinn hefur dauðann sigrað, lífið skín. Hvar sem okkar liggja leiðir, lifir hjartkær minning þín. (Höf. ók.) Saknaðarkveðja. Frænkurnar fjórar, Anna Helga, Sunna María, Lára Líf og Unnur Ýja. Guðrún Unnur Eyjólfsdóttir ✝ ÞorgrímurÞorgrímsson stórkaupmaður fæddist í Reykja- vík 4. febrúar 1924. Hann and- aðist þar 29. jan- úar 2012. Hann kvæntist Jóhönnu Kjartans- dóttur Örvar, f. 26. júlí 1927, í ágúst árið 1951 og lifir hún mann sinn. Þau eignuðust þrjú börn, Hönnu Þóru, f. 7. júní 1952; Hrafnhildi, f. 1. maí 1954, og Þorgrím Þór, f. 2. júlí 1956. Þorgrímur Þór er kvænt- ur Elisabeth Saguar kennara og eiga þau tvö börn, Astrid tauga- sálfræðinema í Bandaríkjunum og Daníel líf- fræðinema við HÍ. Þorgrímur stofnaði fyrirtækið Þ. Þorgrímsson & Co. árið 1942 sem hann rak sjálfur alla sína starfsævi. Fyrirtækið, sem selur byggingavörur, er 70 ára í ár og er nú rekið af syni hans. Útför Þorgríms fór fram í kyrrþey frá Fossvogskapellu 8. febrúar 2012. Afi var einstaklingur sem ég leit upp til og bar mikla virðingu fyrir. Hann var fámáll en vitur maður. Ég leit upp til hans vegna þess að hann notaði þá hæfileika sem Guð gaf honum og sem kristinn einstaklingur þá lít ég á hæfileika Guðs sem gjöf sem okkur er falið til þess að betrumbæta og full- komna. Afi byrjaði snemma að vinna og öðlast reynslu í viðskiptum. Hann var barn þegar hann byrj- aði að selja dagblöð. Eftir útskrift frá Verslunarskólanum stofnaði hann fyrirtæki einungis 18 ára gamall. Hann lét ekki erfiðar samfélagsaðstæður koma í veg fyrir áætlanir sem hann hafði í huga gagnvart vinnu og námi. Hann var hugrakkur og tók áhættur t.d. þegar hann fór til út- landa á stríðsárunum. Hann hafði markmið í lífinu og lét ekki von- leysi eða neikvæðni stoppa sig. Hann notaði tímann sinn vel þegar hann var ungur og fullur af lífskrafti. Hann notaði tungu- málahæfileika sína til þess að ná betri árangri í viðskiptalífinu og öðrum störfum. Fyrir afa var skólanám mikil- vægt til þess að ná árangri í lífinu. Hann tók námið alvarlega til þess að geta starfað og þjónað sam- félaginu með allri færni og getu sinni. Fyrir hann var námið leið til þess að skerpa og fullkomna hæfileikana sem honum var fengnir. Hann leit á lífið og framtíðina með alvöru og bjó sig vel undir starfslok. Hann tók áhættur í líf- inu sem tryggðu honum og fjöl- skyldu hans fjárhagslegt öryggi fyrir framtíðina. Hann lét ekki kreppur né samfélagsvandamál draga úr viljanum til þess að halda áfram. Hann spurði ávallt um árangur okkar systkina í skóla og sýndi því mikinn áhuga. Hann styrkti mig einnig þrátt fyrir að ég hefði aldrei beðið um neitt. Hann kenndi mér að vera sjálfstæður og ábyrgur einstaklingur en sjálf- stæði er máttur sem fáir kunna að öðlast. Afi var hvatning til þess að ná góðum árangri og gefast aldrei upp á neinu, þrátt fyrir erfiðleika. Hann kom oft með hvatingarorð og ráðleggingar hvað varðar nám og starf. Afi hefur verið mér mik- ilvæg fyrirmynd sem hefur opnað áhuga minn gagnvart árangri í námi, starfi og lífi. Honum á ég margt að þakka og þá sérstaklega að margfalda talentur mínar til þess að getað þjónað samfélaginu og samfélagsþegnum. Takk, afi, fyrir allt. Í dag hef ég öðlast hæfni til þess að getað þjónað samfélaginu, þér að þakka, afi. Astri E. Þorgrímsdóttir, La Sierra University Riverside, S-California. Þorgrímur Þorgrímsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.