Morgunblaðið - 13.02.2012, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.02.2012, Blaðsíða 14
BAKSVIÐ Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is S taða fjölmiðla á lands- byggðinni, svokallaðra héraðsfréttablaða, er frekar bág að mati Ragn- ars Karlssonar, deild- arstjóra Mennta- og menningar- máladeildar Hagstofu Íslands og stundakennara við HÍ. Ragnar seg- ir þá að stórum hluta rekna með tapi og tekjurnar vera mjög litlar í mörgum tilfellum. Tvennt ræður því hvernig reksturinn gengur að sögn Ragnars, þau blöð sem eru í sambandi við prentsmiðjur, oft gef- in út af þeim, njóti þess. En þau blöð sem standi sig langbest, burt- séð frá tengslum við prentsmiðjur, séu þau sem er dreift eða eru seld á tiltölulega fjölmennu svæði sem flengist ekki yfir víðan völl. Ragnar nefnir sem dæmi þéttbýla kjarna eins og Suðurnesin eða Borg- arfjörðinn, þar sem ekki sé mikill munur á byggðarlögum og nándin á milli þeirra mikil. Blöðin gangi vel þar sem er mikill samgangur á milli byggðarlaga og þau tengjast menningarlega, félagslega og at- vinnulega. Samkvæmt tölum Hagstof- unnar voru gefin út átján lands- hluta- og staðarblöð vikulega á árinu 2010. Af þeim voru átta seld og tíu fríblöð. Ragnar býst við að talan sé enn mjög svipuð. Þrátt fyr- ir að fjárhagsstaða fæstra þessara blaða sé góð sé samt barist við að gefa þau út því íbúar heima í héraði vilja hafa þau. Hann segir þessum blöðum þröngan stakk búinn því þau hafi efnislega skírskotun á litlu svæði og því hafi þau aldrei mikla möguleika á að seljast í stóru upp- lagi, útbreiðslusvæðið er lítið og vaxtarmöguleikarnir því takmark- aðir eða jafnvel engir umfram þá stöðu sem blöðin eru í í dag. Samtal innan sveitar Ragnar mun flytja erindi næst- komandi laugardag á málþingi í Reykholti í Borgarfirði, á vegum Snorrastofu og Skessuhorns, um fjölmiðla á landsbyggðinni. Birgir Guðmundsson, dósent við Háskól- ann á Akureyri, verður þar einnig með erindi um staðbundna fjöl- miðlun í tengslun við lýðræði og lífsgæði. „Það sem ég velti fyrir mér er samtalið innan sveitar, hlutverk blaðanna í almannarýni nærsam- félagsins þar sem fólk talar fyrst og fremst hvað við annað, skiptist á skoðunum um það sem skiptir það máli en er kannski ekki áhugavert út fyrir tiltekið samfélag,“ segir Birgir og bætir við að það sé mik- ilvægt fyrir staðarvitund að hafa slíkan sameiginlegan vettvang sem héraðsfréttablöðin eru oft, það efli líka lýðræðisvitund í nærsamfélag- inu. „Erlendis hafa verið mæld áhrif staðbundinna fjölmiðla á félagsauð tiltekins samfélags. Komið hefur fram sterk fylgni milli þess að ef þú ert með sterka staðbundna fjöl- miðla, þá er þessi félagsauður líka sterkari. Ég gerði litla könnun á Akureyri fyrir nokkru þar sem ég athugaði hvort þeir sem lesa stað- armiðlana mikið séu virkari í sam- félaginu og tengdari því. Það kom í ljós að það var ákveðið samhengi þar á milli og bendir til þess að þetta sé ekki öðruvísi hér en úti.“ Birgir segir að í síðustu sveitarstjórnarkosningum hafi komið skýrt í ljós mikil- vægi staðbundinna miðla í lýðræðisumræðunni. „Fyr- ir síðustu kosningar athug- aði ég hvernig frambjóð- endur ætluðu að ná tali af kjósendum og þar komu hér- aðsfréttablöðin langsterkust út enda ágreiningsefnin oft mjög staðbundin.“ Sterk staðbundin fjöl- miðlun eflir félagsauð Morgunblaðið/RAX Í sveitinni Skessuhorn og Snorrastofa standa fyrir málþingi um fjölmiðla á landsbyggðinni næstkomandi laugardag í Reykholti í Borgarfirði. 14 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. FEBRÚAR 2012 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Röð frétta-skýringaMorg- unblaðsins í liðinni viku um innflytj- endur og afkom- endur þeirra hér á landi er athyglisverð og sýnir að þróun þessara mála hefur að sumu leyti verið önnur en búist var við haustið 2008. Gríðarlegur fjöldi innflytj- enda hafði flutt til landsins næstu ár á undan og í einni rannsókn segir til að mynda að straumur Pólverja til Íslands árið 2007 hafi verið svo mikill í hlutfalli við íbúa hér á landi að engin fordæmi séu fyrir slíku, hvorki hér á landi né annars staðar. Þetta heimsmet stafar vita- skuld fyrst og fremst af því hve Ísland er fámennt en minnir um leið á hve landið er viðkvæmt að þessu leyti. Umhugsunarvert er einnig að hér á landi býr nú á þriðja tug þúsunda af erlendum upp- runa, eða nálega tíundi hver íbúi landsins. Ýmsir töldu að með efnahagslægðinni mundu þeir sem komu til landsins í uppsveiflunni hverfa hratt á braut. Nokkuð var um það í fyrstu, en í fyrra flutti svip- aður fjöldi erlendra ríkisborg- ara til landsins og frá því. Þessu var ólíkt farið með Ís- lendinga, sem fluttu mun fleiri utan en út. Þá sýnir reynsla erlendis frá að fyrsta kynslóð afkom- enda innflytjenda verði gjarna ámóta fjölmenn og innflytj- endurnir sjálfir. Þegar horft er til þess fjölda barna inn- flytjenda sem fæðst hafa hér á landi á liðnum árum er ekki óvarlegt að ætla að þróunin geti orðið svipuð hér og hlut- fall innflytjenda og afkom- enda þeirra muni því fara vax- andi á næstu árum og áratugum. Ekki þarf að líta lengi í kringum sig hér á landi til að sjá mörg dæmi þess að þeir sem hingað hafa flutt hafa auðgað mannlífið. Ennfremur er ljóst að án innflytjenda væri afar erfitt eða jafnvel ómögu- legt að manna ýmis mikilvæg eða nauðsynleg störf. Þá er jákvætt sem fram kom í umfjöllun Morgunblaðsins að unga fólkið virðist margt sam- lagast ágætlega, einelti eða fordómar eru minni en við má búast, ekki síst í ljósi atvinnu- leysisins, og sumir nemendur af erlendum uppruna standa sig afar vel og vinna til náms- verðlauna, jafnvel í íslensku. Töluverður hópur er hins vegar utanveltu. Þetta á eink- um við um innflytjendurna sjálfa en einnig að nokkru leyti um börn innflytjendanna. Þetta er nokkuð sem nauðsyn- legt er að takast á við og þá verður að hafa í huga að frum- forsenda þess að fólk geti samlagast nýju samfélagi er að það tali tungumálið án erf- iðleika. Forðast verður að þróunin verði á þann veg að hér mynd- ist fjölmennir hópar sem ein- angrist og eigi lítil eða engin samskipti við meirihluta landsmanna. Kosta verður kapps um að þeir sem hingað flytjast og afkomendur þeirra geti samlagast þjóðfélaginu og tekið fullan þátt í því eins og hinir sem fyrir eru. Þetta þýð- ir vitaskuld ekki að innflytj- endur og afkomendur þeirra gleymi uppruna sínum eða hefðum frá heimahögunum. Eðlilegt er að þeir haldi í þau tengsl og þarf ekki annað en minnast Vestur-Íslendinga í því sambandi. Um leið er hins vegar mikilvægt að þeim verði gert kleift að verða fullir þátt- takendur í því samfélagi sem þeir hafa kosið að flytja til. Innflytjendur og af- komendur þeirra þurfa að geta aðlag- ast samfélaginu} Komnir til að vera Evrópustofa erfyrirbæri sem á að eigin sögn að miðla hlutlægum upp- lýsingum um ESB til Íslendinga vegna aðild- arviðræðnanna. Staðreyndin er hins vegar sú að með þess- ari upplýsingaveitu ætlar ESB að verja á annað hundr- að milljónum króna, og tvö- faldri þeirri upphæð ef þurfa þykir, til að sannfæra Íslend- inga um kosti aðildar. Þetta má ljóst vera þegar lesinn er bækl- ingur fram- kvæmdastjórn- arinnar um stækkunarmál, þar sem fjallað er um nauðsyn þess að „tryggja stuðning almennra borgara“ í ríkjum ESB og umsókn- arríkjum. Þeir sem trúa því að um hlutlæga upplýsingastofu en ekki áróðursstofu ESB sé að ræða, geta leitað að umfjöllun um galla aðildar fyrir Ísland á vef Evrópustofu. ESB hyggst drekkja aðildarumræðunni í peningaflóði } Áróðursstofa ESB V ont er þeirra ránglæti, verra þeirra réttlæti.“ Svo mælti Jón Hreggviðsson eins og allir vita. Hann trúði ekki á annað réttlæti en það sem hann framdi sjálfur. Enda kunni hann best skil á eig- in gjörðum. Þegar Jón var spurður hvort hann hefði drepið kóngsins böðul svaraði hann: „Einusinni var ég svartur. Nú er ég grár. Bráðum verð ég hvítur. En hvort ég er svartur grár eða hvítur, þá hræki ég á réttlæti utan það réttlæti sem er í sjálfum mér Jóni Hreggviðs- syni á Rein; og á bakvið heiminn.“ Víst eru lögmálin skýr „á bakvið heiminn“. En þegar einn sker úr um sök annars, þá er erf- iðara að festa hendur á sannleikanum, sem eðli málsins samkvæmt liggur til grundvallar dóm- um um rétt og rangt. Einhvern tíma fullyrti ég um sekt eða sakleysi manns í samræðum við Harald föðurbróður minn, sem spurði hvort ég hefði lesið dóminn sem gekk í málinu. Þegar ég neitaði því, þá hristi hann höfuðið og sagði það nauðsyn- legt til að hafa mótaða afstöðu til málsins. Auðvitað hafði hann rétt fyrir sér. En þeir eru þó til sem hafa fyrir löngu skilgreint sannleikann sín megin í lífinu eða láta hann að minnsta kosti ekki þvælast fyrir sér. Þeir þurfa ekki að kynna sér málin; réttvísin er alltaf þeirra megin girðingar. Og svo sannfærðir eru þeir um ágæti eigin dómgreindar að þeir veigra sér ekki við að fordæma aðra. Það er munur að þykjast þess umkominn að hafa vit fyrir öðrum, annað að líta á það sem köllun sína að svíða af náunganum æruna. Það fer mikið fyrir hinum sómakæru böðlum í þjóðfélaginu. Af heiftinni í orðum þeirra má ráða að þeim finnst allt hafa hrunið sem kyn- slóðirnar hafa byggt upp frá því lýðveldi var stofnað á Þingvöllum. Eða að minnsta kosti hentar þeirra málstað að tala þannig. Og nú er komið að skuldaskilum. Nú skal ná sér niðri á einhverjum! Skáldið Elías Mar lýsti viðlíka andrúmslofti í Baráttuljóði: Berjizt, já berjizt þér, djöflar og andskotar. … Ímyndið yður, að lífið sé einkum og sér í lagi fólgið í því að hata. Berjizt ekki fyrir; berjizt gegn. Maður getur ekki annað en undrast natnina og útsjón- arsemina þegar þessir hálfguðir níða skóinn af samborg- urum sínum, hversu mikla vandvirkni og natni þeir leggja í ærumeiðingarnar; á hversu vönduðu máli þeir rægja náungann, hversu grimmdin fær sakleysislegt yfirbragð undir geislabaugnum, hversu hvítþvegin samviskan verð- ur um leið og aursletturnar ganga yfir aðra. Hinir sjálfskipuðu siðgæðisverðir máta sig í hlutverki kóngsins böðuls. Það skyldi þó ekki vera að almenningur bindi trúss sitt við Jón Hreggviðsson frá Rein. pebl@mbl.is Pétur Blöndal Pistill Djöflar og andskotar STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Víkurfréttir á Suðurnesjum eru einn farsælasti landsbyggðar- miðillinn. Blaðið er búið að vera í útgáfu síðan 1980 og árið 1983 tók núverandi ritstjóri, Páll Ketilsson, við því. „Við höldum velli en reksturinn hef- ur gengið upp og niður í gegn- um tíðina. Við fáum líklega meiri auglýsingatekjur en koll- egar okkar víða úti á landi þar sem viðskiptalífið er ekki eins blómlegt og hér á suðurhorn- inu,“ segir Páll. Hann segir blaðið vera gríðarlega mikil- vægt í samfélaginu og þeir finni fyrir því að fólk vill fá fréttir úr sínu nærumhverfi. „Fyrir 2-3 árum gerðum við tvær lesendakannanir og í bæði skiptin vorum við með yfir 90% lestur á blaðinu og yfir 75% lestur á vefnum.“ Víkurfréttir eru gefn- ar út í 9000 eintökum í viku hverri og dreift ókeypis. Gríðarlega mikilvægt VÍKURFRÉTTIR Páll Ketilsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.