Morgunblaðið - 13.02.2012, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.02.2012, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. FEBRÚAR 2012 INNKÖLLUN Á VÖRU Okkur hefur verið tilkynnt að barna- bílstóll með vörunúmerinu 28831 uppfylli því miður ekki þær öryggis- kröfur sem gerðar eru til barnabíl- stóla. Stóllinn hefur því verið tekinn úr sölu í Rúmfatalagernum. Stóllinn var fáanlegur frá septemberlokum 2011 og eru þeir viðskiptavinir sem hafa keypt þennan stól vinsamlegast beðnir um að hætta notkun á honum. Hægt er að hafa samband við næstu Rúmfatalagersverslun og skila honum gegn fullri endur- greiðslu. Við biðjumst velvirðingar á þessu. Með fyrirfram þökk fyrir sýndan skilning. BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Vegagerðin auglýsir í dag útboð á lagningu Vestfjarðavegur nr. 60 um Múlasveit. Ekki hefur verið gengið frá deiliskipulagi og framkvæmda- leyfi hefur ekki verið gefið út. Vega- gerðin hefur lengt frest til að skila til- boðum vegna þess og hefur fyrirvara í útboðsgögnum. Lagður er tæplega 16 km langur vegur úr Vattarfirði í Kjálkafjörð. Er hann um 8 styttri en núverandi vegur vegna þverunar tveggja fjarða. Vegurinn liggur að mestu í Reyk- hólahreppi en nær þó aðeins inn í Vesturbyggð. Því þurfa bæði sveit- arfélögin að veita framkvæmdaleyfi en fyrst verður að ganga frá deili- skipulagi. Unnið hefur verið að skipu- lagningu samhliða undirbúningi út- boðs. Ekki hefur verið gengið frá skipu- laginu í Reykhólahreppi. Mistök urðu við frágang skjala og þurfti að af- greiða það upp á nýtt í hreppsnefnd og senda að nýju til staðfestingar hjá Skipulagsstofnun. Það tefur málið eitthvað því ekki er hægt að gefa út framkvæmdaleyfi fyrr en skipulags- breytingin hefur verið auglýst í Stjórnartíðindum. Fyrirvari í útboðsgögnum Vegagerðin vill hefja framkvæmd- ir í vor og þeim á að ljúka 2015. Í út- boðsgögnum er gerður fyrirvari um að sótt hafi verið um framkvæmda- leyfi en það ekki fengið. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni mun verktími lengjast ef miklar tafir verða á útgáfu leyfisins. Útgáfa framkvæmdaleyfis hefur verið undirbúin á vegum sveitar- stjórnanna. Þar verða væntanlega sett skilyrði um umhverfisatriði á framkvæmdatíma. Framkvæmda- svæðið nýtur verndar, hluti þess er á náttúruminjaskrá og hluti er vernd- aður samkvæmt lögum um vernd Breiðafjarðar. Framkvæmdaleyfi óafgreitt Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Breiðafjörður Unnið að vegagerð á Melanesi við Vestfjarðaveg nr. 60, skammt austan Skálaness.  Vegagerðin auglýsir í dag útboð á lagningu nýs Vestfjarðavegar í Múlasveit  Dráttur hefur orðið á frágangi skipulags  Verkið tefst ef leyfi fást ekki fljótt Ásta Hlín Magn- úsdóttir var í gær kjörin nýr formaður Sam- bands ungra framsóknar- manna (SUF). Ásta Hlín fékk 32 atkvæði eða 53%. Mótframbjóðandi hennar, Ragnar Stefán Rögn- valdsson, fékk 28 atkvæði eða 47%. Á kjörskrá voru 66, þar af greiddu 60 atkvæði. Ásta Hlín er fædd árið 1989, kemur frá Fáskrúðsfirði og stundar nám í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Hún hefur verið starfandi formaður stjórnar SUF síðan í sept- ember. Ásta Hlín formaður Sambands ungra framsóknarmanna Ásta Hlín Magnúsdóttir Samkvæmt heimildum frá Veðurstofu Ís- lands var veður- athugunum á Hrauni á Skaga hætt nú um ára- mótin. Veður- athugun hefur verið þar allt frá árinu 1952 og út árið 2011. Einhverjar mæl- ingar fóru þar fram áður á ár- unum 1942 til 1952 þá aðallega á vindi, samkvæmt Sögu Veð- urstofu Íslands sem kom út 1999. Kemur þetta fram á fréttavef Ár- neshrepps, www.litlihjalli.is. Þóranna Pálsdóttir, verkefna- stjóri veðurgagnaúrvinnslu hjá Veðurstofu Íslands, segir mjög slæmt að missa þessa veðurstöð á Hrauni á Skaga, en veðurathug- unarmaðurinn þar hafi oft beðið um lausn frá störfum og varð það úr nú um áramótin, en þar munu úrkomumælingar fara fram áfram og snjódýptarmælingar og Hraun mun því halda áfram sem úrkomustöð, einnig er þar sjálf- virk veðurathugunarstöð sem fylgist með vindstefnu, vindhraða og hitastigi. Hætt sem mönnuð veðurathugunarstöð Veðurathuganir. Skúli Hansen skulih@mbl.is „Það er leyfilegt að standa í stærri bílunum, það fer eftir skráningu bílsins, en það er eitthvað sem á að gerast endrum og eins ef það kem- ur upp óvæntur toppur í einhverri stakri ferð en ekki neitt sem á að gerast að staðaldri,“ segir Einar Kristjánsson, sviðsstjóri þjón- ustusviðs Strætó. Að sögn Einars eru bílarnir sem um ræðir 50-70 manna langferðabifreiðir. Að sögn Halldórs Guðmunds- sonar, leigubifreiðarstjóra, var tólf ára gamall sonur hans þó látinn standa í 19 manna strætóbifreið sem gengur á milli Víkur og Sel- foss. Atvikið átti sér stað fyrir helgi en Halldór segir að fleiri farþegar í bifreiðinni hafi einnig verið látnir standa. Halldór tekur jafnframt fram að hann viti til þess að hátt í 10 manns hafi verið látnir standa í þessum litlu strætóbifreiðum sem ferðast á þjóðveginum á milli sveit- arfélaga á Suðurlandi og að um það bil 20 farþegar séu gjarnan látnir standa í stærri bifreiðunum. Hann segir þetta vera gjörsamlega ábyrgðarlaus vinnubrögð af hálfu forsvarsmanna Strætó enda geti það verið stórhættulegt fyrir far- þega að vera lausir um borð í lang- ferðabifreiðum á þjóðveginum. „Ég persónulega kæri mig ekki um að drengurinn minn standi í strætó á milli byggðarlaga og borgi svo fullt fargjald fyrir,“ segir Halldór og bætir við: „Ég ætla ekki einu sinni að hugsa þá hugsun til enda ef þessi stóri bíll, með 95 farþega, fer út af veginum.“ Vilja strangari löggjöf Einar Magnús Magnússon, upp- lýsingafulltrúi Umferðarstofu, seg- ir að fólk hafi haft samband við Umferðarstofu og lýst yfir áhyggj- um sínum af því að farþegar Strætó séu látnir standa í strætóbifreiðum sem ferðast á þjóðveginum. Að sögn Einars Magnúsar er heimild til þess að vera með hópferða- ökutæki þar sem gert er ráð fyrir standandi farþegum að finna í reglugerð um gerð og búnað öku- tækja, hann tekur þó fram að Um- ferðarstofa vonist til þess að settar verði einhverjar takmarkanir á þessa heimild enda megi líta svo á að hún eigi aðallega við um strætó- bifreiðir í þéttbýli. „Því miður höf- um við þurft að svara fólki því að þetta sé ekki brot á lögum en við teljum að það þurfi að gera ein- hverjar ráðstafanir til þess að þetta sé ekki heimilt,“ segir Einar Magn- ús og bætir við: „Ég vil nota tæki- færið og biðla til hlutaðeigandi rekstrar- og hagsmunaaðila að þeir gangi lengra en lög segja til um varðandi öryggi farþega.“ Vinsælar ferðir Mikill fjöldi farþega ferðast að jafnaði með strætó eftir þessum leiðum. „Hér fyrir áramót þegar bara var ekið á milli Selfoss og Reykjavíkur fóru að jafnaði um þúsund farþegar þarna á milli í hverri viku,“ segir Einar Kristjáns- son, aðspurður hversu vinsælar þessar ferðir séu og bendir jafn- framt á að eina viku í janúarmánuði hafi farþegafjöldinn á leiðinni frá Reykjavík til Selfoss, og raunar einnig áfram austur á bóginn, mælst 1.950 manns. Morgunblaðið/Ásdís Strætó Hópur ungmenna í strætó. Ósætti um standandi farþega  Umferðarstofa hvetur Strætó til þess að koma í veg fyrir að farþegar standi í bifreiðum sem aka um á þjóðveginum Þrjú arnarhreiður eru talin vera við nýja vegstæðið í Múlasveit. Vegagerðin mun sækja um undanþágu til þess að hægt verði að vinna nær þeim en lög heimila. Vegagerðin telur óhjákvæmilegt að vinna við lagningu vegarins á varptíma arnarins. Ef örn verpir í þessum hreiðr- um þarf því að sækja um undanþágu til umhverfisráðherra þótt vegagerðar- menn telji í ljósi reynslunnar að vega- gerð trufli ekki örninn. Samkvæmt villidýralögunum er óheimilt að koma nær arnarhreiðrum en 500 metra nema brýna nauðsyn beri til en tekið fram að ráðherra geti veitt undanþágu vegna lagningar þjóðvega eða annarrar mannvirkjagerðar í almannaþágu. Í þessum tilvikum þarf að fara að- eins inn fyrir þetta svæði, eða í 300 metra fjarlægð, þar sem styst er í hreiður. Þó verða sprengingar ekki leyfðar í grennd við hreiðrin á þessum viðkvæma tíma. Sækja um undanþágu til ráðherra ÞRJÚ ARNARHREIÐUR TALIN VERA Á FRAMKVÆMDASVÆÐI VEGAGERÐAR Í MÚLASVEIT Í dag hefst tíu vikna námskeið fyrir karlmenn sem greinst hafa með krabbamein hjá Ljósinu, endurhæf- ingar- og stuðningsmiðstöð. Fundir- nir verða einu sinni í viku á mánu- dögum kl. 17:30 í tíu vikur í húsnæði Ljóssins, Langholtsvegi 43. Umsjón- armaður er Matti Osvald. Markmiðið er að karlmenn fái uppbyggjandi fræðslu og hafi gagn og gaman af að hitta aðra í sömu að- stæðum. Farið verður í gegnum það breytingarferli sem einstaklingar ganga í gegnum við það að veikjast. Haldnir verða fyrirlestrar um mikil- vægi þess að byggja sig upp andlega og líkamlega og mikilvægi þess að setja sér markmið. Í dag ræðir Matti Osvald heilsufræðingur um lífið og tilveruna og eftir viku ræðir Hannes Bjarni Hannesson sjúkraþjálfari um líkamlega uppbyggingu. Karlmenn og krabbamein í Ljósinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.