Morgunblaðið - 13.02.2012, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 13.02.2012, Blaðsíða 26
26 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. FEBRÚAR 2012 VIÐTAL Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Þorgrímur Þráinsson rithöfundur flytur þessar vikurnar fyrirlestra fyrir grunnskólanemendur í 10. bekk víða um land í boði Pokasjóðs. „Þetta er draumaverkefni því ég tel mig vera að sá fræjum til ungs fólks og það eru einstök forrétt- indi,“ segir Þorgrímur en verkefninu lýkur í lok maí. „Ég reyni að heimsækja eins marga skóla og ég get og flyt 80 mínútna erindi undir heitinu ,,Eltu drauminn þinn“. Ég hvet unglingana til að njóta hvers augnabliks, ekki kenna öðrum um mistök sín, gera góðverk, læt þá setja sér markmið og margt fleira. Svo teikna ég Ólaf Stefánsson handboltakappa upp á töflu og sýni hvernig hann lifir í núinu á myndrænan máta. Mér finnst frábært að finna að ég næ til krakkanna. Þeir þekkja mig sem rithöfund, lesa bækur mínar og bera þess vegna ákveðna virð- ingu fyrir mér og taka mark á mér. Ég fæ ekki bara þakkir frá krökkunum heldur líka frá for- eldrum sem hafa sent mér þakkarbréf. Og sum- ir hafa gefið sig á tal við mig á förnum vegi og sagt að unglingurinn þeirra hafi tekið stakka- skiptum. Stundum er fjallað um unglingavandamál í fjölmiðlum en af þeim krökkum sem ég hef hitt er ég sannfærður um að 96 prósent séu á flottu róli. Það fer alltaf einn og einn út af brautinni en í þeim tilvikum er yfirleitt um foreldravandamál að ræða. Mér finnst það forréttindi, ekki bara að skrifa fyrir börn og unglinga, heldur að fá að sá fræjum, sýna þeim fram á að þau geti allt sem þau dreymir um. Það fyllir þau eldmóði og bjartsýni. Og mig líka.“ Nokkur verk í smíðum Börnin þekkja þig sem rithöfund, hefur þú áhyggjur af því að þau lesi ekki nægilega mikið? ,,Auðvitað vilja allir foreldrar að börnin þeirra lesi meira, en lestur hefur breyst hin síð- ari ár með aukinni tölvunotkun. Þótt ég einbeiti mér að fyrirlestrunum um þessar mundir, spyrja krakkarnir alltaf um bækurnar mínar og óska eftir framhaldi af Þokunni. Það segir mér að þau lesi, í það minnsta mínar bækur, og það er frábært að finna fyrir stuðningi þeirra. Slíkt hvetur mig til dáða. Það er erfitt að vefengja niðurstöður rann- sókna en þær sýna að það er svo margt sem heillar krakka í dag þannig að bóklestur hefur farið minnkandi. Auðvitað er það synd því auk- inn lestur og skilningur eykur víðsýni, bætir námsárangur og er ávísun á bjartari framtíð. Ef fleiri höfundar skrifuðu unglingabækur gætum við eflaust haldið krökkum lengur við efnið. Ég held að margir höfundar hneigist til þess að skrifa bækur fyrir yngri börn af því slíkar bæk- ur seljast betur en unglingabækur. Við vitum líka að unglingarnir eru sérstaklega kröfuharðir og sætta sig ekki við slæmar bækur. Það kemur niður á sölu á næsta bók höfundar. En ég hef hitt í mark, eins og dæmin sanna, líklega vegna þess að ég skrifa aldrei niður til þessa aldurs- hóps. Og tel mig auðveldlega geta sett mig í spor unga fólksins.“ Er ný bók eftir þig á leiðinni? „Ég er búinn með fyrsta uppkast að krakka- bók og sögusviðið er þorp úti á landi. Bókin var í hugarsmíðum í tæp tvö ár en mér þykir persón- urnar, uppátæki þeirra og umhverfið svo áhuga- vert að ég gæti vel hugsað mér að halda mig við þessa karaktera næstu árin. Sagan er í hvíld um þessar mundir en ég tek upp þráðinn í vor, breyti og bæti. Ég segi eins og Þórarinn Eld- járn: Ég skrifa hratt og laga hægt. Svo kemur bókin út fyrir næstu jól. Þegar bókin fer frá mér í júní tek ég upp þráðinn við kvikmyndahandrit sem ég er langt kominn með. Einstaklega fyndin og skemmtileg saga um tvítuga töffara og fylgifiska þeirra. Ég óska hér með eftir framleiðanda! Í lok sumars stefni ég síðan á að byrja á næstu skáldsögu fyr- ir fullorðna sem hefur verið í hugarsmíðum í 15 ár. Sú gerist í sjávarþorpi í kringum 1975 og verður frásögnin bæði í 1. og 3. persónu, fer eft- ir tíma og rúmi.“ Höfundur án starfslauna Hvernig finnst þér gagnrýnendur hafa tekið bókum þínum? „Almennt hafa bækurnar fengið flotta gagn- rýni. Í upphafi rithöfundarferilsins hafði ég eng- an ritstjóra og vitanlega liðu fyrstu bækurnar fyrir það. Ég var því nánast einn á báti en Stein- ar J. Lúðvíksson á samt heiðurinn af því að ég byrjaði að skrifa. Hann hvatti mig til dáða. Núna er ég með frábæran ritstjóra hjá Forlag- inu; Sigþrúði Gunnarsdóttur, sem les handritin vel yfir, veitir nauðsynlegt aðhald og kemur með flottar athugasemdir. Samvinnan er traust og fyrir vikið verða bækurnar betri. Ég er mjög sáttur við bækurnar mínar en tvær, þrjár frá síðustu öld hefði mátt laga töluvert.“ Það hefur vakið athygli að þú hefur ekki feng- ið starfslaun úr Launasjóði rithöfunda árum eða áratugum saman og þú fékkst ekki starfslaun í ár. Er þetta ekki ansi einkennilegt miðað við miklar vinsældir bóka þinna? „Ég geng vitanlega að því vísu að þriggja manna úthlutunarnefnd meti allar hugmyndir á faglegum forsendum og mínum hugmyndum hefur verið hafnað í 22 ár. Þar af leiðandi hljóta hugmyndirnar og bækurnar að vera slæmar, að mati nefndarmanna. Samt hef ég fengið átta bókamenntaverðlaun og þar af fern í skjóli nafnleyndar. Börn og ungmenni þessa lands völdu bókina Núll núll 9 bestu bók ársins 2009, af þeim 100 titlum sem þau höfðu úr að velja. Og þar með fékk ég Bókaverðlaun barnanna 2010. Ég fékk sömu verðlaun árið 2011 fyrir bókina Ertu Guð, afi? en fyrir það handrit fékk ég Ís- lensku barnabókaverðlaunin, í skjóli nafn- leyndar. Það að komast aldrei í hóp þeirra 70 rithöf- unda sem njóta starfslauna á hverju ári, er að mínu mati fyrst og fremst óvirðing við minn les- endahóp. Það er verið að segja við krakkana að ég sé þeim ekki þóknanlegur. Fyrirsagnir bókmenntaheimsins í dag eru þessar: ,,25 prósent unglingspilta lesa ekki. Við verðum að gera allt til að auka lestur stráka.“ Ég hef ekki skýringu á því hvers vegna þeim höfundi, sem nær hvað best til þeirra, er árlega ýtt út af borðinu. Kannski ég sæki um undir nafnleynd á næsta ári! Annars vil ég engar breytingar hvað þessar úthlutanir varðar. Við eigum frábæra rithöf- unda, myndistarmenn, leikara og svo mætti lengi telja og ég er stoltur af því að geta skrifað sögur sem hreyfa við ungu fólki. Ég er líka sannfærður um að þeir 73 rithöfundar sem fengu starfslaun í ár eigi það allir skilið. Það segir sig sjálft að margverðlaunaður metsölu- höfundur fer í 15 mínútna fýlu þegar höfnunin kemur í pósti í 22. skipti en ég er keppnismaður og eflist við hverja raun. Þannig þroskumst við mest, eins og ég segi í fyrirlestrum mínum.“ Morgunblaðið/Golli Þorgrímur Þráinsson Það að komast aldrei í hóp þeirra 70 rithöfunda sem njóta starfslauna á hverju ári, er að mínu mati fyrst og fremst óvirðing við minn lesendahóp. Draumaverkefni Þorgríms  Þorgrímur Þráinsson heimsækir skóla og heldur fyrirlestra fyrir nemendur í 10. bekk  Með nokkur verk í smíðum og ný bók kemur út fyrir næstu jól  Fær ekki starfslaun úr Launasjóði rithöfunda »Ég fæ ekki bara þakkir frákrökkunum heldur líka frá foreldrum sem hafa sent mér þakkarbréf. Og sumir hafa gefið sig á tal við mig á förn- um vegi og sagt að unglingur- inn þeirra hafi tekið stakka- skiptum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.