Morgunblaðið - 13.02.2012, Side 18

Morgunblaðið - 13.02.2012, Side 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. FEBRÚAR 2012 ✝ Sverrir Berg-mann Bergsson fæddist í Flatey á Skjálfanda 20. jan- úar 1936. Hann lést á heimili sínu 26. janúar 2012. Hann var sonur Maríu Helgu Guð- mundsdóttur hús- móður, f. 2. sept- ember 1914, d. 22. febrúar 2011 og Bergs Þórmundssonar, f. 27. október 1915, d. 27. október 1991 mjólkurfræðings á Sel- fossi. Foreldar Sverris skildu snemma, en systkini Sverris föð- ur megin eru: Sigurjón, f. 13. ágúst 1944, Þórir, f. 11. júní 1948, Ólöf, f. 23. janúar 1951, Arnlaugur, f. 30. október 1954, Þórmundur, f. 25. febrúar 1959, Bergur Heimir, f. 5. september 1960. Systkini Sverris móður megin eru: Guðmundur Karl, f. 6. nóvember 1941, Baldur, f. 4. febrúar 1943, Pálmi Hannes, f. 18. júní 1944, Ragnar, f. 2. júlí 1946, Anna, f. 11. október 1947, Erlingur Már, f. 11. desember 1949, Arnþúður, f. 21. október 1953. Sverrir giftist 13. júní 1959, eftirlifandi eiginkonu sinni, Unni Þórðardóttur skurðstofu- próf í heila- og taugasjúkdóm- um frá Institute of Neurology í Lundúnum 1971 og jafnhliða á The National Hospital for Nervous Diseases við Queen Square í Lundúnum. Hann fékk sérfræðileyfi sama ár. Sverrir starfaði við Landspítalann og samhliða sjálfstætt auk þess að stunda kennslu í fræðum sínum. Sverrir Bergmann kom þegar í upphafi starfsferlis síns að mál- efnum MS-félags Íslands og varð annar formaður í sögu þess. Hann gegndi því embætti frá 1973 til 1978. Frá árinu 2004 og allt til síðasta dags var Sverr- ir sérlegur læknisfræðilegur ráðgjafi MS-félagsins. Hann var læknir Setursins, dagvistar MS- félagsins og tók á móti MS- sjúklingum í húsi félagsins. Sverrir var mjög virkur í félags- störfum lækna, meðal annars formaður Læknafélags Íslands um nokkurra ára skeið. Hann var virkur við ritstörf og skrif- aði á annað hundrað greina í tímarit, blöð og fagtímarit, bæði innlend og erlend. Sverrir Berg- mann var kjörinn heiðursfélagi Læknafélags Reykjavíkur 2001 og heiðursfélagi MS-félags Ís- lands árið 2008. Á síðasta sumri sæmdi forseti Íslands hann fálkaorðunni fyrir störf í þágu MS-sjúklinga og á vettvangi heilbrigðismála og læknavís- inda. Útför Sverris fer fram frá Hallgrímskirkju í dag, 13. febr- úar 2012, og hefst athöfnin kl. 13. hjúkrunarfræðingi, f. 25. ágúst 1933. Foreldrar Unnar voru Þórður Krist- jánsson, skipstjóri í Ólafsvík, f. 31. ágúst 1891, d. 28. september 1980 og Svanfríður Una Þorsteinsdóttir, f. 22. desember 1888, d. 8. maí 1960. Börn Sverris eru: Yrsa Bergmann Sverrisdóttir, f. 19. júní 1960, taugalífeðlisfræð- ingur við Oxford-háskóla í Bret- landi. Börn hennar með fyrrver- andi eiginmanni, Guðmundi Jóhannssyni, f. 15. desember 1960, lækni í Gautaborg, Svíþjóð eru: Sunna Hlín, kerfisfræð- ingur í Malmö, f. 30. október 1980, Máni Freyr nemi, f. 10. febrúar 1988, Ylfa Eir nemi, f. 13. september 1990. Ýmir Berg- mann Sverrisson, f. 13. ágúst 1964, tölvunarfræðingur í Bret- landi. Börn hans með Hrafnhildi Ólafsdóttur, arkitekt, f. 5. októ- ber 1968 eru: Nanna Bergmann, f. 18. ágúst 1995, og Böðvar Bergmann, f. 18. ágúst 1995. Sverrir varð stúdent frá Verslunarskóla Íslands 1956, lauk kandídatsprófi frá Háskóla Íslands 1964 og tók sérfræði- Ég kveð minn hjartkæra bróð- ur með ljóði sem móðir okkar Helga Guðmundsdóttir samdi þegar ljóst var að Sverrir færi til Bretlands í framhaldsnám í lækn- isfræði árið 1964. Hún þekkti vel þann mannkærleika, visku og hæfileika sem Sverrir bjó yfir og sjúklingar hans þekktu. Nú ert þú að leggja upp í langa ferð í ljómandi útsýni fjarlægra stranda. Lærir af því er þú sinnir og sérð því sjúkdómar eru af margskonar gerð. En vísindin veikindin smækka og velgengni mannanna stækka. Ég skil að það freista þín framandi lönd og framtíðar starfið krefst lærdómsins meiri. En komdu samt aftur því verkefnin vönd verða hér næg fyrir græðandi hönd. Ef þrautir hjá þjáðum má bæta er þörfin að hjálpa og gæta. Ef vinnurðu af kærleika, drenglund og dáð í daglegu starfi með sjúkum og þreytt- um, þá mætir þú trausti og rætast þín ráð því reynslan, hún sýnir ef góðu er sáð er öllu til hagsbóta haldið hjá honum sem úthlutar gjaldið. (Helga Guðmundsdóttir frá Flatey) Ég sendi Unni, Yrsu og Ými sem og öðrum ættingjum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Guð blessi og varðveiti minningu Sverris Bergmann. Þín systir, Arnþrúður Karlsdóttir. Mér barst til eyrna, staddur í Bandaríkjunum, sú harmafrétt að Sverrir Bergmann læknir, einn minn besti vinur frá skóla- árunum í Verzló, væri látinn, ný- lega orðinn 76 ára. Við komumst alltaf að sömu niðurstöðunni, að maðurinn með ljáinn er ekkert lamb að leika sér við. Hann er ei- lífur og ber að dyrum hjá okkur öllum, þegar honum sýnist svo. Það eru fáir tilbúnir að fara fyr- irvaralaust, nema þeir sem eru sjúkir og þjáðir og beinlínis þrá hvíld eftir langvarandi veikindi. Sverrir var ekki einn þeirra því hann var rétt að byrja sín gullnu ár og hafði væntingar um gott og fagurt ævikvöld, eftir langa og farsæla starfsævi, þrátt fyrir að honum hafi fundist erfitt að hætta ævistarfi sínu, sem var honum mikils virði, enda var hann læknir af Guðs náð, eins og stundum er sagt um lækna, sem bera meiri umhyggju fyrir sjúklingum sín- um en sjálfum sér. Sverrir var alinn upp hjá móð- urfólki sínu í Flatey á Skjálfanda og sagði hann mér oft frá þessum tíma bernsku sinnar og hversu góða undirstöðu fyrir framhalds- nám hann hefði fengið frá afa sín- um og fjölskyldunni í Flatey, þeg- ar hann hóf nám við Gagnfræðaskólann á Húsavík og lauk þar landsprófi með hæstu einkunn. Sverrir var duglegur að bjarga sér og minnist ég þess frá skóla- árum okkar, að hann vaknaði rétt eftir miðja nótt til þess að pakka inn Tímanum, blaði Framsóknar- flokksins, sem dreift var út um allar sveitir, enda margir lesend- ur blaðsins landsbyggðarfólk. Hann einfaldlega þurfti að vinna til að sjá sér farborða, jafnvel þótt hann hafi notið einhverrar að- stoðar frá skyldfólki. Síðar réð hann sig í hlutastarf í Lands- bankanum og vann þannig með náminu í háskólanum. Af ein- stakri ráðdeildarsemi gátu þau hjón, Unnur og hann, keypt sér litla íbúð við Kleppsveg, þá ung að árum. Sverrir fór svo í fram- haldsnám í taugalækningum til London og dvaldi fjölskyldan þar í nokkur ár. Sverrir var alltaf glaðlyndur og bráðskemmtilegur. Hann var hafsjór af fróðleik og frábær sögumaður. Hann sagði mér oft sögur af kynlegum kvistum, sem hefðu orðið á vegi hans, bæði hér fyrir sunnan og eins frá Húsavík og mannlífinu þar. Þá kom hann oft á heimili mitt á Sólvallagötu og kynntist fjölskyldu minni, sem tók honum afar vel. Faðir minn, Jónas Sveinsson, læknir, hafði sérstakar mætur á Sverri og þeg- ar hann eftir stúdentspróf ákvað að læra til læknis, bauð hann Sverri að vera viðstaddur skurð- aðgerðir, sem hann framkvæmdi æði oft og þróaðist samband þeirra þannig, að Sverrir var ráð- inn aðstoðarmaður hans, enda þá lengra kominn í læknisfræðinni. Fljótlega eftir sjötugt ákvað Sverrir að minnka við sig vinnu og gerði það með því að halda sjúklingum, sem hann hafði stundað árum saman, en taka þess í stað ekki nýja að sér. Hann var afskaplega vinsæll sem lækn- ir og sérfræðingur, þótti glöggur í sjúkdómsgreiningu, gaf sjúkling- um sínum rúman tíma til að tjá sig. Hann var góðmenni, sem mátti ekkert aumt sjá og notaði persónutöfra sína til þess að gera fólki lífið léttara. Þessir fjölmörgu sjúklingar hans sjá nú á eftir vinsælum lækni sínum yfir móðuna miklu og vita ekki hvað tekur við. Blessuð sé minning þessa góða drengs. Reynir Jónasson. Kveðja frá Læknafélagi Íslands Fallinn er frá einn af helstu forystumönnum lækna undan- farna áratugi, Sverrir Bergmann taugasjúkdómalæknir. Það kom mér í opna skjöldu að frétta af fráfalli hans því að einungis örfá- um dögum áður hafði ég séð hann á velheppnaðri árshátíð Lækna- félags Reykjavíkur á Hótel Ís- landi og virtist hann þá vera hinn hressasti. Sverrir var svo sannarlega for- ystumaður í hópi lækna. Hann gegndi ótalmörgum trúnaðar- störfum fyrir lækna og samtök þeirra. Þar ber helst að nefna að hann var formaður Læknafélags Íslands í sex ár og síðar fyrsti for- maður læknaráðs Landspítala – háskólasjúkrahúss, eftir samein- ingu stóru sjúkrahúsanna í Reykjavík um síðastliðin alda- mót. Hann var ekki frekar en aðr- ir forystumenn alveg óumdeildur í störfum sínum, en það er óhætt að segja að hann hafi áunnið sér bæði virðingu og þakklæti lækna og samstarfsmanna með fram- göngu sinni. Hann var því sann- arlega vel að því kominn að vera kjörinn heiðursfélagi í Lækna- félagi Reykjavíkur árið 2001 fyrir framlag sitt til félagsstarfs lækna. Sverrir var ekki aðeins for- ystumaður í félagsmálum lækna, hann var líka ótvírætt einn af for- ystumönnum í taugasjúkdóma- fræði hér á landi. Hann var mjög virkur vísindamaður í sinni sér- grein, ritaði fjölda greina um ýmsa taugasjúkdóma, meðal ann- ars um MS-sjúkdóminn og Akur- eyrarveikina svonefndu, sem var honum sérstakt hugðarefni. Eins og margur eldri læknir- inn þekkir sjálfur reyndist ekki auðvelt að leggja læknisstarfið al- veg til hliðar þegar árin færðust yfir og Sverrir rak læknastofu sína í Domus Medica allt til ævi- loka. Sjúklingum sínum var hann traustur læknir og ávallt bóngóð- ur. Ég varð þeirrar gæfu aðnjót- andi að vera allmörg ár samtíða Yrsu dóttur Sverris í námi, fyrst í menntaskóla en síðar einnig um skemmri tíma í háskóla. Þá kynntist ég Sverri lauslega í gegnum Yrsu dóttur hans og hann var ávallt viðmótsþýður og viðræðugóður, eins og honum var lagið. Eins og aðrir læknanemar kynntist ég Sverri síðar sem kennara, bæði sem fyrirlesara og sem klínískum leiðbeinanda. Það er óhætt að segja að þar hafi hans góðu lækniseiginleikar notið sín til fulls. Okkur læknum er mikill missir að Sverri Bergmann, en missir eiginkonu, barna og annarra að- standenda er sýnu mestur. Þeim votta ég mína dýpstu samúð. Fyr- ir hönd Læknafélags Íslands færi ég Sverri Bergmann hinstu þakk- ir fyrir mikið og óeigingjarnt starf í þágu íslenskra lækna und- anfarna áratugi. Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands. Það er vel þekkt meðal lækna að taugalækningar eru ein flókn- asta og áhugaverðasta sérgrein í læknisfræðinni. Greinin fjallar um sjúkdóma í heilanum og taug- unum og þar með huganum. Ein- kennin eru margvísleg en snúast oft um breytingar á hugsun og at- ferli. Greiningar byggjast fyrst og fremst á því að taka góða sjúkrasögu og átta sig á vísbend- ingum og samhengi þeirra. Lyk- ilatriði hefur alltaf verið framúr- skarandi kunnátta í skoðun taugakerfisins með hjálp ýmissa einfaldra hjálpartækja á borð við títuprjón og reflexhamar. Í þetta fag hafa gjarnan valist mestu gáfnaljós í hverjum út- skriftarhópi lækna og ekki hefur veitt af því. Sjúkdómarnir sem við er að eiga eru oft erfiðir og lang- vinnir og því mikilvægt fyrir taugalækna að hafa í ríkum mæli hæfileika á borð við rólyndi og þrautseigju, að kunna sín tak- mörk og sjá hlutina í víðu sam- hengi. Þessi lykilatriði varðandi taugalækningar runnu fljótlega upp fyrir okkur læknanemum sem komum til náms í taugalækn- isfræði á Landspítalanum haustið 1975. Þá voru eldri menn á deild- inni Kjartan R. Guðmundsson prófessor og yfirlæknir og Gunn- ar Guðmundsson en yngri menn- irnir voru Sverrir Bergmann og John Benedikz. Allir þessir læknar voru frábærir fagmenn og kennarar hver á sinn hátt og varð þetta stutta námskeið það eftir- minnilegasta í náminu. Þeir áttu ríkan þátt í því að skapa okkur góðar fyrirmyndir og glæða áhuga á taugalækningum og læknisfræðinni yfirleitt en það eru verðmætustu eiginleikar í fari kennara. Meðal neurologa á þessum tíma var Sverrir Bergmann að okkar áliti fremstur meðal jafn- ingja. Hann hafði lært í Bretlandi á Queens Square í London sem var Mekka taugalækninganna. Það var ekki aðeins frábær þekk- ing, fagmennska og alúð sem ein- kenndu störf Sverris og nálgun hans við sjúklinga og fræðin held- ur var mælska hans annáluð og hann hafði hæfileika til þess að koma hugsun sinni í orð eins eft- irminnilega og nokkur íslenskur læknir sem ég hef kynnst. Það var því ekki að undra þótt Sverrir yrði fljótlega fyrir valinu sem helsti forystumaður lækna- samtakanna. Hann gegndi for- mennsku í Læknafélagi Íslands í sex ár á erfiðum tímum fyrir fé- lagið og forysta hans skilaði fé- laginu sterkara fram á veginn. Hann var einnig framarlega í störfum læknaráðs Landspítal- ans. Það hefur verið ómetanlegt fyrir okkur sem nú erum í forystu læknasamtakanna að geta leitað til Sverris um ráðleggingar í ýms- um vandasömum málum og feng- ið stuðning hans og heilræði. Við Sverrir hittust nýlega á lækna- dögum í tengslum við málþing öldungadeildar Læknafélags Ís- lands. Við áttum góða stund sam- an og rifjuðum upp ógleymanleg atvik frá fyrri árum. Hann var að- eins farinn að eldast en glaður í bragði og leifrandi innsæi og kímnigáfa á sínum stað. Ekki datt mér til hugar að nokkrum dögum seinna yrði hann frá okkur tek- inn. Læknafélögin og læknisfræðin á Íslandi eiga Sverri Bermann margt gott að gjalda. Við munum sakna visku hans og hollra ráða og minnumst hans með virðingu og þökk. Fjölskyldu Sverris fær- um við okkar dýpstu samúðar- kveðjur. Steinn Jónsson, formaður Læknafélags Reykjavíkur. Sverrir Bergmann taugalækn- ir starfaði á taugalækningadeild LSH þar til hann hætti störfum fyrir aldurs sakir 2006. Öll starfs- ár sín var hann líka á stofu og síð- ustu árin einnig læknir MS-fé- lagsins. Sverrir hafði nóg að gera fram á síðasta dag en þá sinnti hann sjúklingum sínum sam- kvæmt venju. Allur sá fjöldi fólks með taugasjúkdóma sem Sverrir sinnti bar mikla virðingu fyrir honum og á milli hans og þessara sjúklinga var sérstakt traust. Sverrir var einnig viljugur að tala máli sjúklinga sinna ef það gat bætt líf þeirra. Trúlega höfðu sjúklingar einnig meiri aðgang að Sverri sem lækni en tíðkast og er mögulegt í dag. Sjúklingar hans upplifðu aldrei að þeir væru skild- ir eftir í reiðileysi. Sverrir átti auðvelt með samskipti og átti heldur ekki í vandræðum með að koma skoðunum sínum á fram- færi. Hann var athugull og minn- ugur á það sem sagt var og ágæt- ur taugalæknir. Sverrir var einnig sagnameist- ari. Hann notaði sögur óspart til að lýsa betur einkennum fólks með hina ýmsu taugasjúkdóma sem virkaði mjög vel til að ná at- hygli verðandi lækna. En sögurn- ar voru einnig skemmtilegar og þeirra nutum við samstarfsmenn hans alla tíð. Taugalæknafélag Íslands tók viðtal við Sverri Bergmann í mars 2006. Þar rifj- aði Sverrir upp sögur frá „þeim árum sem maður hafði ennþá soldinn tíma til að tala við fólk“. Þessar örsögur Sverris eru dýr- mætar frásagnarperlur fyrir okk- ur taugalækna. Léttleiki Sverris er hann sagði félögum sínum sög- urnar og frásagnargleði hans er góð minning um góðan mann. Fyrir hönd félaga í Tauga- læknafélagi Íslands þakka ég samfylgdina og votta Unni, Yrsu, Ými og barnabörnunum samúð. Ólöf H. Bjarnadóttir, formaður Taugalæknafélags Íslands. Kynni okkar Sverris urðu fyrst mikil 1991 þegar hann nýorðinn formaður Læknafélags Íslands fékk mig til að verða formaður samninganefndar félagsins. Sverrir hafði það skaplyndi sem flestir kjósa sér til samstarfs. Hann var jafnlyndur, dagfars- prúður með afbrigðum og mér fannst hann alltaf eins. Hann virt- ist aldrei þreyttur þrátt fyrir óheyrilegt vinnuálag. Hann var enginn „já-maður“ en skarpur í rökræðu, húmorinn skammt und- an og átti gott með að taka ákvarðanir. Árið 1999 var ég formaður læknaráðs Landspítalans og þurfti að finna varaformann, sem síðar tæki við formennsku og yrði í fyllingu tímans fyrsti formaður sameinaðs læknaráðs Borgar- spítala og Landspítala. Sverrir reyndist rétti maðurinn. Góður vinur minn spurði mig hvort ég væri ekki hræddur að fá Sverri við hlið mér sem varaformann. Hann þekkti ekki aðra stöðu í stjórnum en að vera formaður! Ég skildi hvað maðurinn var að fara en svaraði að ég væri óhræddur, þekkti vel drenglyndi og heilindi Sverris enda varð öll samvinna okkar með miklum ágætum. Þó minntist ég þess að einu sinni hafi skorist í odda. Það var 1985 að ég var formaður samn- inganefndar sjálfstætt starfandi sérfræðinga og upp kom mikið vandamál sem varð til þess að stjórnendur Tryggingastofnunar gripu til örþrifaráða. Við í samn- inganefndinni vissum að þau voru ekki ástæðulaus og boðað var til fundar meðal lækna. Þar hélt Sverrir eina af sínum þrumuræð- um og bar fram tillögu um að taka ekki upp viðræður við TR nema þeir féllu frá aðgerðum. Við í samninganefndinni vissum að það myndi skera á viðræður í langan tíma öllum til tjóns. Enginn hlust- aði á okkur, Sverrir átti fundinn og tillaga hans var samþykkt með þorra atkvæða. Ég tók hann af- síðis eftir fundinn og leiddi hon- um fyrir sjónir hvað hefði gerst. Flestir hefðu þá farið að verja gerðir sínar, en Sverrir var ekki svoleiðis. Hann sá strax kjarna málsins, brosti við og sagðist stundum eiga það til að fara fram úr sjálfum sér og það hefði greini- lega gerst áðan. Nú yrði að kalla saman fund fljótlega aftur og þá skyldi hann styðja við bakið á okkur. Það gekk eftir, viðræður hófust og samningar tókust. Vin- átta okkar Sverris beið engan hnekki. Allt starf Sverris í þágu lækna var farsælt og engin leið að tí- unda öll þau mál sem hann kom til leiðar. Um frábært starf hans sem læknis munu vafalaust marg- ir vitna, en ég læt þess getið að ég þurfti sjálfur einu sinni að leita læknishjálpar hans. Þá skildi ég til fulls hvers vegna hann naut þessarar gífurlegu hylli sjúklinga sinna. Hann skoðaði mig vand- lega, útskýrði allt vel og rólega og maður skynjaði hlýjuna og um- hyggjuna. Allt sem hann sagði reyndist satt og rétt. Seinast hitti ég þennan öðling á „læknaballinu“ 21. janúar sl., hressan og kátan. Þannig mun ég minnast hans og þakka honum frábært samstarf alla tíð. Fjöl- skyldu hans sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Út yfir höf, út yfir gröf stormsins að strönd, stjarnlýstan geim. Lífgjafans hönd megi leiða þig heim, leiða þig heim í sín hásumarlönd. (Guðmundur Böðvarsson) Tryggvi Ásmundsson. Leiðir okkar Sverris lágu fyrst saman á því fræga „uppreisnar- skeiði æskunnar“ laust fyrir 1970. Nánar tiltekið er undirritaður var í verknámi á gömlu Slysavarð- stofunni. Andstætt væntingum mínum reyndist þetta skemmtilegasti kaflinn í því ferli öllu. Sverrir var mér þá næstur – en þó himinhátt ofar – í stigveldi vandaðs teymis reyndra lækna og annars starfs- fólks. Óvenjumikil innbyrðis sam- staða, heiðarleiki, léttleiki og glaðværð skapaði þarna þá já- kvæðu stemningu sem er ein af meginforsendum góðs árangurs. Hlutur Sverris átti ekki minnstan þátt í því. – Síðar var ég svo heppinn að vera í langvinnu nábýli við hann á vinnustað og njóta hjálpsemi hans og ráða, er svo bar undir. Og raunar alla tíð síðan. Hann hafði í senn einlægan áhuga á sérgrein sinni og lífinu öllu, réttlætis- kennd, samhug og skarpan skiln- ing. – Afbragðs skákmaður var hann. Sem fyrstaborðsmaður Landspítalans í Skákkeppni stofnana fyrir nokkrum árum settist hann gegn einum fremsta stórmeistara landsins. Sá síðar- nefndi missteig sig eilítið snemma tafls, og eftir það leiddi Sverrir skákina glæsilega til sig- urs, svo athygli vakti. Allt virtist geta leikið í höndum hans. Hér er stiklað á stóru, en með þessum fátæklegu kveðjuorðum Sverrir Bergmann Bergsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.