Morgunblaðið - 13.02.2012, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.02.2012, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. FEBRÚAR 2012 Skógarhlíð 18 sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Birt með fyrirvara um prentvillu. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. • Heimsferðir bjóða frábært verð á allra síðustu sætunum til Tenerife 13. mars. Í boði er einkar hagstætt verð á Vime Callao íbúðahótelinu með öllu inniföldu. Athugið að mjög takmörkuð gisting er í boði! Einnig önnur gisting í boði á afar hagstæðum kjörum. frá kr. 119.800 með „öllu inniföldu“ Tenerife 13. mars í 7 nætur Kr. 119.800 Vime Callao *** með öllu inniföldu Netverð á mann m.v. tvo fullorðna í íbúð með allt innifalið. Fimm konur hyggjast segja sig formlega úr Y-lista Kópavogsbúa á fundi sem haldinn verður í dag, að sögn Ásdísar Ólafsdóttur, eins af stofnendum framboðsins. Ásdís seg- ir konurnar vera ósáttar við þá ákvörðun Rannveigar Ásgeirs- dóttur, bæjarfulltrúa Y-listans, að mynda nýjan bæjarstjórnarmeiri- hluta í samvinnu með Sjálfstæð- isflokknum og Framsóknarflokkn- um í Kópavogi. „Stóra bláa höndin kom þarna við og eyðilagði lítinn, fallegan og góðan lista,“ segir Ásdís. Konurnar fimm mynda tæplega helming listans en tólf frambjóð- endur buðu sig fram fyrir Y-lista Kópavogsbúa í síðustu sveitarstjórn- arkosningum. Þrjár kvennanna sinntu nefndarstörfum á vegum bæjarins en að sögn Ásdísar hafa þær látið af þeim störfum sínum. Sagði skilið við listann í haust Ein kvennanna, Hanna Dóra Stef- ánsdóttir, hefur raunar áður sagt formlega skilið við Y-listann en það gerði hún síðastliðið haust. „Það er svolítið skrítið að hún sé að segja sig frá núna vegna þess að hún var nú- þegar búin að því,“ segir Rannveig Ásgeirsdóttir og spyr: „Getur maður sagt sig tvisvar frá sama málinu?“ Að sögn Rannveigar voru aðrar ástæður að baki brotthvarfi Hönnu Dóru en ósætti með nýja meirihluta- samstarfið. skulih@mbl.is Fimm frambjóðendur segja skilið við Y-lista Morgunblaðið/Ómar Oddvitar Rannveig Ásgeirsdóttir og Ármann Kr. Ólafsson.  Hefur tvisvar sagt sig úr listanum Y-listinn » Konurnar fimm eru tæplega helmingur allra frambjóðenda Y-listans. » Að sögn Rannveigar var þegar búið að kalla inn vara- mann til að taka við nefndar- störfum þeim sem Hanna Dóra sinnti áður. » Y-listinn fékk einn fulltrúa kjörinn í bæjarstjórn í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Jarðskjálfahrina er á Tjörnes- brotabeltinu við Grímsey. Tugir skjálfta voru þar á laugardag og aftur í fyrrinótt. Í gær dró úr skjálftavirkni. Yfir fimmtíu jarðskjálftar urðu við Grímsey á laugardag, að því er lesa má af korti Veðurstofunnar, flestir á bilinu eitt til tvö stig, en fá- einir rúmlega tvö stig. Þá voru um þrjátíu skjálftar aðfaranótt sunnu- dags. Síðan dró úr skjálftavirkni og voru aðeins stakir skjálftar frá klukkan tíu á sunnudag og fram eft- ir degi. Oft verða skjálftahrinur á Tjör- nesbrotabeltinu, sérstaklega við Grímsey. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands er ekkert óvenjulegt við þessa hrinu en þó er fylgst sérstaklega með henni. Skjálftarnir eru það litlir að þeir finnast aðeins á mælitækjum Veð- urstofunnar og hefur enginn til- kynnt að jarðskjálfti hafi fundist í byggð. Tjörnesbrotabeltið nær frá Skagagrunni og austur á Melrakka- sléttu. Oft verða skjálftar á svoköll- uðu Grímseyjarbelti þar sem saman fléttast eldvirkni, siggengi og snið- gengishreyfingar en einnig í syðri sigdal Eyjafjarðaráls. helgi@mbl.is Tugir skjálfta við Grímsey Jarðskjálftar Kvöldsól við vestur- hluta Grímseyjar.  Oft skjálftahrinur á brotabeltinu Borgarráð Reykjavíkur hefur beint því til stjórnar skíðasvæðanna á höfuðborgarsvæðinu að hefja við- ræður við skíðadeild KR um að deildin sjái um rekstur svæðisins. Stjórn skíðasvæðanna hefur ekki treyst sér til að opna Skálafell í vet- ur vegna niðurskurðar fjár- framlaga. Skíðadeildin telur að það myndi kosta sveitarfélögin 18 millj- ónir að hafa opið 7 helgar. Ef við- ræður ganga vel er ekki útilokað að hægt verði að opna um næstu helgi. Viðræður hefjast um opnun Skálafells FRÉTTASKÝRING Guðrún Sóley Gestsdóttir gudrunsoley@mbl.is Skíðaveturinn hefur ýmist verið skelfilegur eða frábær hjá skíða- svæðum landsins. Í Hlíðarfjalli hafa síðustu helgar verið góðar með fal- legu veðri og fjölda fólks að sögn Hólmfríðar Söru Friðjónsdóttur, verkstjóra innanhússtarfsmanna skíðasvæðisins. Í Hlíðarfjalli var opnað fyrst 4. desember sem er viku seinna en árinu áður. „Aðsókn og opnun hefur að öðru leyti verið sambærileg við árin á undan,“ segir Hólmfríður. Hún segir fjölbreyttan hóp sækja Hlíðarfjall. „Við fáum hingað skólahópa að sunnan, skipti- nema og fleiri. Einnig er nokkuð um erlenda gesti, hingað kom danskur hópur í janúar, og fær- eyskur hópur kemur í marsmánuði. Straumur erlendra gesta hefur auk- ist talsvert.“ Í Ísafjarðarbæ hefur skíðavetur- inn að sama skapi verið góður. Að sögn Jóhanns Birkis Helgasonar, sviðsstjóra umhverfis- og eigna- sviðs Ísafjarðar, er skíðasvæðið op- ið fimm daga vikunnar og hefur verið í samtals 25 daga eftir ára- mót, en svæðið var opnað fyrst ann- an í jólum í vetur. Mikil aðsókn hef- ur verið í ár og góð stemning í brekkunum. Að sögn starfsmanna verður yfirleitt gríðarleg fjölgun gesta á páskum, en þá heimsækja aðfluttir Vestfirðingar oft heima- slóðirnar og skella sér á skíði með fjölskyldum og vinum. Snjólítið og harðfenni Aðra sögu er að segja af Odds- skarði, en að sögn Dagfinns S. Óm- arssonar, forstöðumanns Odds- skarðs, hefur veturinn verið afleitur. „Þetta hefur satt best að segja verið skelfilegur vetur.“ Að hans sögn hefur hvorki snjóað jafnt né mikið. „Við opnuðum annan í jól- um í fyrra og færið var ágætt til 20. janúar, en eftir það hefur það farið versnandi.“ Oddsskarð hefur sam- tals verið opið í 28 daga á tíma- bilinu. „Við erum snjólítil og það er mikið harðfenni. Það er búið að vera rok og rigning í þrjár vikur núna og 10 stiga hiti sem hefur gert það að verkum að við misstum nán- ast allar helgarnar í janúar. Það hefur verið mun verra veður en í fyrra.“ Hann segir þetta skiljanlega hafa áhrif á þann hóp sem sækir svæðið „Það er bara æfingafólk og foreldrar og þeir allra hörðustu.“ Að sögn Dagfinns hefur aðsóknin farið niður um 40% síðan í fyrra, en um 2.000 gestir hafa heimsótt svæðið það sem af er vetri. Hann vonast þó eftir betra færi og auk- inni opnun með hækkandi sól. 1.000 manns á dag í Bláfjöllum Í Bláfjöllum eru menn sáttari með veturinn. Að sögn starfsmanna hefur verið gríðarlega góð aðsókn í vetur, en rétt undir þúsund manns hafa heimsótt svæðið á hverjum þeirra 30 daga sem opið hefur verið á þessu tímabili. Árið 2010-2011 heimsóttu fjöllin 46.000 manns á 63 dögum og vonast starfsmenn fjallsins eftir svipuðum tölum í ár. Sveiflukenndur skíðavetur  Góður vetur og mikil aðsókn í Hlíðarfjalli, á Ísafirði og í Bláfjöllum  Verra færi í Oddsskarði með 40% minni aðsókn á milli ára Morgunblaðið/Eggert Skíðaskemmtun Veturinn 2011-12 er í flestum tilfellum sambærilegur við fyrri vetur. Þótt meira hafi snjóað í ár en oft áður skilar það sér ekki í fleiri dögum sem opið er, fjöldinn stendur í stað milli ára. Aðalvertíð skíðasvæðanna er í kringum páska ár hvert. „Við urðum vör við mikla aukningu eftir hrun, þá kom fólk sem áður var vant að fara í skíðaferðir til útlanda gjarnan til okkar í staðinn enda mun kostnaðarminna.“ segir Hólmfríður Sara Friðjónsdóttir, verkstjóri innanhúss í Hlíðarfjalli. „Fólk kemur í ferðir norður og dvelur jafnvel í heila viku.“ Tindastóll hefur undanfarin ár haldið svokallaða Týrólahátíð um páskana. Að sögn Dagfinns S. Ómarssonar, forstöðumanns Oddsskarðs, fjölgar gestum margfalt um það leyti árs og er það tímabil um 1⁄3 af heildaraðsókn ársins. Í þrjú ár hafa þeir fengið Týrólahljómsveit frá Austurríki sem jóðlar og spilar fyrir skíða- menn og aðra gesti. ,,Tónleikarnir eru þá haldnir í skíðaskálanum með hátalarakerfi um allt svæðið. Þá mætir fólk gjarnan í Týróla- göllum og myndast mikil stemning.“ Hátíðin er haldin á laugardeginum fyrir páska. Alpaferðir liðin tíð MIKIL STEMNING

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.