Morgunblaðið - 13.02.2012, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.02.2012, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. FEBRÚAR 2012 ✝ Snorri Snorra-son fæddist á Flateyri í Önundar- firði 2.5. 1930. Hann lést á heimili sínu í faðmi fjöl- skyldunnar 21.1. 2012. Foreldrar hans voru hjónin Guðrún Jóhannesdóttir, húsfreyja, f. 24.10. 1885 á Þöngla- bakka, Grýtu- bakkahreppi, S-Þing., d. 17.1. 1947 og Snorri Sigfússon, skóla- stjóri, f. 31.8. 1884 á Brekku í Svarfaðardal, Eyjaf., d. 13.4. 1978. Þau bjuggu á Flateyri og síðar á Akureyri. Systkini Snorra voru Örn, f. 1912, d. 1985. Hildur, f. 1914, d. 1915. Haukur, f. 1916, d. 1958. Jó- hannes Reykjalín, f. 1917, d. 2006. Anna Sigrún, f. 1920, d. 2009 og Gunnhildur, f. 1922, d. 2011. Snorri kvæntist eftirlifandi maka sínum, Nönnu Nagtglas Snorrason, f. 9.3. 1930, 30.4. 1950. Foreldrar Nönnu voru Helga Gísladóttir Ólafsson, hús- freyja, f. 25.7. 1910, d. 1.4. 1985 og Henri Lucien Nagtglas, sjó- liðsforingi í hollenska sjóhern- um, f. 21.3. 1906, d. 15. 4. 1966. Snorri og Nanna eignuðust fjög- með Hlín Gunnlaugsdóttur. 4) Haukur, f. 28.6. 1968, í sambúð með Höddu Björk Gísladóttur, f. 22.8. 1962. Barn: Sigurður Snorri, f. 18.5. 2004. Snorri lauk gagnfræðaprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1947. Stundaði nám við Flug- skólann Cumulus og Flugskól- ann Pegasus 1946-1950, lauk at- vinnuflugmannsprófi 1950 og blindflugsprófi 1952 og varð fyrstur til að ljúka slíku prófi hér á landi. Lausráðinn flug- maður hjá Flugfélagi Íslands hf. 1950-1951. Flugmaður og flug- stjóri hjá Flugfélagi Íslands og síðar Flugleiðum hf. 1952-1981 á DC-3. Katalína-flugbátum, DC-4, Vickers Viscount, DC-6B og Boeing 727. Árið 1961 stofn- aði Snorri Sólarfilmu ásamt Birgi Þórhallssyni, en seldi hlut sinn 1980. Snorri hafði alla tíð mikinn áhuga á ljósmyndun. Mikið safn íslenskra báta- og skipaljósmynda liggur eftir hann. Snorri var mjög fær nátt- úruljósmyndari eins og víða hef- ur sést, m.a. í blöðum, bókum og almanökum. Á síðustu árum vann Snorri að varðveislu ís- lenskrar flugsögu í myndum og máli, sem lauk með útgáfu bók- arinnar „Íslenskar flugvélar í 90 ár“ sem kom út 2010. Útför Snorra fer fram frá Ví- dalínskirkju í Garðabæ í dag, 13. febrúar 2012, og hefst at- höfnin kl. 13. ur börn: 1) Jón Karl, f. 26.3. 1950, maki Þórey Jóns- dóttir, f. 13.4. 1970. Börn Jóns Karls og fyrrv. eiginkonu, Ingibjargar Mar- teinsdóttur, f. 30.11. 1952, eru Sigríður Nanna, f. 1971, gift Ingvari Mar Jónssyni og eiga þau þrjú börn, en Sigríður Nanna á eina dóttur fyrir, Snorri Bjarnvin, f. 1979, í sambúð með Erlu Kristinsdóttur og eiga þau eina dóttur, og Þórhildur Marta Ósk, f. 1982, í sambúð með Þor- steini Pálssyni og eiga þau tvær dætur. Börn Jóns Karls og Þór- eyjar eru Sóley Hrefna, f. 2001 og Heiður Helga, f. 2004. 2) Snorri, f. 24.3. 1954, maki Guð- rún Magnea Rannversdóttir, f. 20.10. 1960. Börn: Gunnhildur Hlín, f. 1984, í sambúð með Karli Sæmundi Sigurðssyni og eiga þau tvo syni, Nanna Bryndís, f. 1988, í sambúð með Grétari Erni Sigurðssyni, og Rannveig Eva, f. 1998. 3) Helga Guðrún, f. 28.4. 1959, í sambúð með Gísla Tryggvasyni, f. 6.6. 1967. Barn Helgu og Þórðar Ragnarssonar, f. 25.3. 1964, er Snorri Páll Þórðarson, f. 1.9. 1986, í sambúð Það er margs að minnast þegar hugsað er til pabba. Eft- irfarandi ferð er mér minnis- stæð, enda ein af mörgum: Það er í byrjun september 1993, það er fallegt haustveður, hæg norð- austanátt. Við pabbi lögðum af stað snemma á laugardags- morgni, en ferðinni er heitið austur í Hveradal í Kerlingar- fjöllum til þess að taka myndir. Við höfðum með okkur brauð og kaffi. Áttum góðar samræður á leiðinni um það sem í vændum var og nutum þess sem fyrir augu bar. Um hádegisbilið erum við komnir austur, hlustuðum á hádegisfréttir og fengum okkur hressingu. Fórum nú að taka fram okkar búnað báðir með Hasselblad, linsur, filmur og þrífætur. Gengum niður kamb- inn til þess að komast í dalinn, hvílík litafegurð blasti við, ís- hellar, jökultungur og lækir, einnig mátti sjá heitan læk blandast köldum, mosi, leirhver- ir og brennisteinsmyndanir. Myndefni var óþrjótandi, þarna dvöldum við aleinir í um fjóra tíma og mynduðum fyrir útgáfu- fyrirtæki sem við bræður áttum. Við vorum djúpt snortnir yfir því sem við upplifðum þennan septemberdag. Þarna var pabbi í essinu sínu, enda vandvirkur ljósmyndari. Að loknu dagsverki héldum við heim og biðum spenntir eftir að fá myndirnar úr framköllun. Árangurinn var frábær! Þegar leið á næstu viku fór pabbi að ókyrrast, hvort ekki væri rétt að fara aftur austur um næstu helgi, það gæti verið orðið breytt birta, snjór í fjöllum og annað skýjafar. Við fórum aðra ferð, hann hafði á réttu að standa, Ísland og ís- lensk náttúra var honum allt. Þetta var pabbi, brennandi af áhuga á því sem hann tók sér fyrir hendur. Betri ferðafélaga og vin var ekki hægt hugsa sér. Hann naut þess að vera í kring- um okkur systkinin. Alltaf tilbú- inn að hjálpa. Hann var stálminnugur og á ferðum okkar sagði hann frá ýmsum atburðum þegar hann var atvinnuflugmaður hjá Flug- félagi Íslands og síðar Flugleið- um, þar kynntist hann mörgum á tæplega 30 ára starfsferli. Þó að áætlunarleiðir félagsins væru aðallega til Evrópulanda, þá var það innanlandsflugið sem hann naut best og minntist hann með hlýhug þeirra mörgu sem þar urðu á vegi hans. Hann var gæt- inn flugmaður og hafði ríka ábyrgðarkennd. Oft minntist hann þess, þegar hann var drengur 10-12 ára upp úr 1940 á Akureyri þegar Pollurinn var fullur af herskipum og ekki þverfótað fyrir hermönnum í bænum. Þessa sýn og upplifun af stríðsárunum á Akureyri mundi hann eins og þessi at- burðir hefðu gerst í gær. Síð- ustu ár hans fóru í það að leita gagna og heimilda um íslenska flugsögu. Á útmánuðum 2010 hófst undirbúningur að bók um íslenskar flugvélar í 90 ár, en þar er í myndum og máli saga atvinnuflugs á Íslandi sem hann var svo kunnugur, en leitaði einnig fanga til þeirra sem bet- ur þekktu til. Hafði ég mikla ánægju af að hjálpa honum við það verk. Nú skilur leiðir að sinni, elsku pabbi, þín verður sárt saknað. Þú varst mín fyrirmynd. Hafðu þökk fyrir allt. Þinn einlægur sonur, Snorri. Þá hefur hann pabbi minn kvatt. Síðustu vikurnar voru honum erfiðar. Sjálfstæður og einbeittur var hann í því sem hann ætlaði sér, ósérhlífinn og hjálpsamur, lif- andi í sínum áhugamálum sem aðrir nutu með, sérstaklega í ljósmyndum og ferðum um land- ið. Ísland var hans veröld. Sem faðir var hann ákveðinn en sanngjarn. Hann bar ekki til- finningar sínar á torg og kunni ekki að sýna mikla hlýju, en var ákaflega traustur og áhugasam- ur ef hann fann hvar áhuga- málin lágu. Margar ferðir man ég sem smádrengur, fyrst á háhesti þegar við fórum með strætó heim í Kópavoginn, því enginn var bíllinn. Á sunnudagsmorgn- um fór hann, meðan mamma eldaði lambalærið, með synina út á flugvöll, þar sem við feng- um að stýra bílnum kringum flugbrautir. Flugtúr í Gunnfaxa austur á Fagurhólsmýri að sækja lömb eða kjötskrokka. Ófáar ferðirnar til rjúpna með þeim bræðrum, pabba og Jó- hannesi, þar sem flugsögur og veiðisögur gengu fram og til baka. Kenndi mér að umgangast haglabyssu, fylgjast með veðri og skyggni til fjalla svo ekki þyrfti að kalla út leitarflokk. Góð ráð þegar flugnámið mitt stóð yfir, hafði oft áhyggjur af veðrabreytingum. Mikil hvatning við ljósmynd- un og myndavélakaup. Fylgdist með bílakaupum okkar. Nú eða skoða íbúð þegar hefja skyldi búskap. Hann var áhugasamur um velferð barna sinna og eftirkomenda, lét sig þeirra mál skipta, vildi gefa góð ráð. Margar ferðirnar með mömmu á sumrin í myndatúra, en líka með okkur synina, ef nýr bátur eða togari var að koma til landsins eða nýmálaður úr slipp, þá var nóg af þolinmæði ef bæta mætti myndasafnið. Einnig hóf hann snemma að mynda flugvélar á Reykjavík- urflugvelli og um landið, þær fyrstu 1946 og allar götur síðan, þó með hléum, af áhöfnum og stafsliði tengdu fluginu allt til 2007. Ferðir um hálendið með góð- vinunum þeim Garðari Steinars- syni og Hákoni Aðalsteinssyni hófust um 1968 og fékk ég að slást í hópinn 1973. Þessar ferð- ir voru flestar að pabba und- irlagi, enda stjórnaði hann þar flestu af festu og fyrirhyggju sem var svo ríkt í hans eðli. Yf- irkokkur var hann sjálfskipaður, keypti inn og tók ekki séns á því að fá eitthvað óætt á diskinn sinn í fjallaferðum. Oftast var mikið glens og gaman í þessum ferðum og til er kvikmynd af því er Konna mislíkaði eitthvað maturinn og sést hann á harða- hlaupum á eftir yfirkokknum með sveðju á lofti. Og reglusem- in, farið í svefnpoka tímanlega, svo taka mætti daginn snemma, enda var myndavélin hans pabba númer eitt og aldrei langt undan. Þessara ferða, sem stóðu yfir óslitið í 35 ár, naut pabbi sérstaklega með vinum sínum, en þeir fóru báðir á undan hon- um yfir móðuna miklu, og nú er fagnaðarfundur trúi ég. Síðustu 10 árin eða svo hefur pabbi tileinkað mömmu Nönnu, í hennar veikindum. Umhyggja hans og ósérhlífni var ómæld meðan kraftar leyfðu. Elsku pabbi, mótunarstarf þitt bar árangur, það get ég nú staðfest. Takk fyrir allt og allt. Jón. Jæja, elsku pabbi minn, þá ertu farinn í löngu flugferðina, hún var eins vel undirbúin af þinni hálfu og allar þínar ferðir fram að þessu – engir lausir endar, allt klárt. Þú varst ótrú- lega áreiðanlegur, alltaf hægt að treysta á þig. Við vorum ekki bara feðgar, þú varst einnig minn besti vinur, þó við værum afskaplega ólíkir að mörgu leyti og 38 ára aldursmunur. En það var mun meira sem sameinaði okkur, gagnkvæm virðing, ákveðinn húmor en ekki síst ljósmyndunin og dálæti á ís- lenskri náttúru. Þú kynntir mig fyrir blakinu, sendir mig í sveit- ina með myndavél kornungan og komst mér í kynni við meist- arana mína í ljósmyndafaginu. Við fórum í óteljandi ljósmynda- ferðir saman, þær eru verðmæt minning, við flæktumst um allt land á öllum árstíðum, bæði til að mynda landslag en líka skip og báta. Þú stýrðir mér inn á góðar brautir í lífinu enda varstu mjög ráðgefandi alla tíð og gott að spjalla við þig um líf- ið og tilveruna. Ég sakna þess svo innilega að heyra ekki rödd- ina þína í símanum en þú hringdir nánast daglega til að spyrja mig frétta, sérstaklega eftir að ferðum okkar saman fækkaði um það leyti sem mamma fer að veikjast. Þá lagð- ir þú til hliðar ferðalögin, ljós- myndunina og hvað eina til að vera hjá mömmu. Ef það var ekki ást, þá veit ég ekki hvað ást er. Þegar ég var sjö ára gamall bauðstu mér að dvelja á Hnappavöllum hjá vinafólki okk- ar yfir sauðburðinn. Ég dvaldi þar svo næstu tíu sumur. Þú hafðir kynnst Öræfingum gegn- um flugið á Fagurhólsmýri löngu fyrr og skynjaðir að þar byggi gott fólk, og það var hár- rétt hjá þér enda last þú um- hverfi þitt svo vel. Þú varst mik- ill mannþekkjari, ótrúlega næmur, ég áttaði mig ekki á því fyrr en í seinni tíð og lærði sitt af hverju af þér á því sviði líka. „Láttu nú ekki draga þig í neina vitleysu, Haukur minn, líf- ið er vandasamt og það þarf að sýna mikla fyrirhyggju.“ Þessa ræðu heyrði ég margoft og hún síaðist inn. Jú, ég hef passað mig því þú gafst mér gott upp- eldi og aðhaldssamt; kenndir mér að fara vel með verðmæti, skipuleggja mig, standa mig og láta ekki vaða yfir mig, vera stundvís og skilvís. Kenndir mér að meta náttúruna, kenndir mér á veðrið og landsins gæði. Fyrir það er ég óendanlega þakklátur. En það stærsta við samband okkar var þessi vinátta sem ég met svo mikils og er svo sárt að sjá eftir. Það var nefni- lega svo gaman að segja þér tíð- indi því þú tókst alltaf fullan þátt í þeim hvernig sem þau voru. Þú fylgdir mér úr hlaði og náðir að móta mig fyrir lífstíð, svona eins mikið og það er hægt með mig. Þú varst fullur af starfsorku alla tíð. Fyrir rúmu ári gafstu út bók um íslenskar flugvélar og flugsöguna sem þér var svo kær. Því miður náði krabbinn þér, annars er ómögu- legt að segja hvað þér hefði dottið í hug að framkvæma næst. Í einu okkar síðasta sam- tali tjáði ég þér að þínum góða boðskap myndi ég koma áfram til sonar míns, nafna þíns og það er ég reyndar löngu byrjaður að gera. Ég kveð þig nú að sinni, þangað til við hittumst næst og þá fáum við okkur sko svellandi kaffi! Meira: mbl.is/minningar Haukur Kristinn. Elsku hjartans pabbi minn. Það hefur verið mér ómetanlegt að eiga þig að. Margt kemur upp í hugann á þessari stundu og þegar ég lít til baka þá ein- hvernveginn varst þú alltaf á ferðinni. Að ferðast með fjöl- skyldunni, fljúga eða að mynda, flugvélar, skip eða eitthvað ein- stakt og fallegt í náttúrunni. Einmitt núna gleðst ég yfir öll- um fallegu myndunum þínum sem prýða heimili mitt. Þú varst algjör listamaður. Þú spilaðir einnig svo fallega á píanóið og ég man fyrir stuttu síðan þegar ég hlustaði á þig spila lagið „Smile“ og „My heart belongs to you“ að þetta yrði líklegast, pabbi minn, í síðasta sinn sem ég heyrði þig spila, að sinni. Síðustu 10 árin breyttist margt í lífi ykkar mömmu. Veik- indi mömmu ágerðust og þá ákváðum við að standa saman og hjálpast að. Í dag er ég innilega þakklát fyrir þennan tíma, því þarna fékk ég tækifæri til að kynnast þér svo vel. Þó oftast gengi allt vel þá reyndi stundum á, en þá stóðum við enn þéttar saman og gáfumst ekki upp. Þú sýndir allt það besta sem í þér bjó og gerð- ir allt fyrir ástina þína sem þú sagðir svo oft að hefði verið þín gæfa í lífinu. Mamma hafði tekið við þér 16 ára, móðurlausum, og gefið þér allt. Já, þú hefðir ekki getað gert betur, pabbi minn, það get ég fullyrt. Á þessum árum kynntist ég viðkvæmum, tilfinningaríkum föður, sem hafði svo mikið að gefa. Við urðum svo miklir vinir og sálufélagar í gegnum þessa reynslu og í dag sakna ég svo sárt þessa vinar sem ég heyrði í oft á dag, hitti nánast daglega og heyrði í rétt fyrir svefninn til að bjóða góða nótt. Þakka þér fyrir allan kær- leikann sem þú gafst mér og Snorra Páli öll árin. Guð geymi þig, pabbi minn. Þín elskandi dóttir, Helga Guðrún. Það er með hlýju og söknuði að ég minnist Snorra Snorra- sonar tengdaföður míns sem nú er fallinn frá. Í huga mér birtast myndir og minningabrot frá þeim 10 árum sem ég hef til- heyrt fjölskyldu hans. Snorri á þeytingi á Volvo-bílnum sínum mættur með fullan kassa af app- elsínum heim til okkar Hauks. Afastrákurinn Sigurður Snorri í fanginu á afa sínum sem passar hann á mánudagskvöldum á meðan mamma skreppur á kór- æfingu og pabbi á blakæfingu. Notalegar stundir við eldhús- borðið ykkar Nönnu á Smára- flötinni og Snorri með kokka- húfuna að hræra í pottunum. Allar máltíðirnar heima hjá okk- ur í Karfavogi, alltaf jafngaman að gefa sælkeranum Snorra að borða og fræða hann um krydd og rita niður uppskriftir fyrir hann til að taka með og prófa sjálfur. Allar mínar minningar byggj- ast á ástúð og virðingu, enda Snorri einstakur öðlingur. Það eru forréttindi að hafa fengið að njóta þessara samverustunda og foréttindi fyrir Sigurð Snorra að hafa átt svona góðan afa. Ég vil þakka þér fyrir allar okkar stundir og með sorg í hjarta og einstaklega ljúfar hugsanir kveð ég þig kæri Snorri. Hadda Björk Gísladóttir. Mikil eftirsjá er að honum afa. Hann hafði mikil áhrif á af- komendur sína og var traustur klettur sem gaf góð ráð. Það var alltaf gaman að koma á Smáraflötina. Ég dvaldi þar mikið sem krakki og á margar góðar minningar. Ég kom þá iðulega með pabba og mömmu og beið inni að teikna á meðan pabbi var að stækka myndir í bílskúrnum. Þá kom afi oft með ferskar gulrætur úr garðinum sem hann reif upp. Afi naut þess að mynda land- ið og deildi með okkur upplif- unum sínum af fögru og hrika- legu landslagi í máli og myndum. Með því hafði hann mikil áhrif á afkomendur sína í að upplifa og njóta náttúrunnar. Við fórum margar ferðir um landið og í gönguferðir í berja- mó. Hans uppáhaldsstaður var Þingvellir. Þangað var oft farið á gönguskíði eða setið í rjóðrinu með heitt kókó og rúgbrauð með kæfu. Þá var myndavélin alltaf með. Hann hafði sterkar skoðanir á virkjanastefnunni og var fram- sýnn í þeim málum. Árið 1999 voru áform um að gera uppistöðulón á Eyjabökk- um á hálendinu. Lítil umræða var um svæðið sem var lítt þekkt og fáir höfðu komið á. Ár- ið 1968 gekk hann upp á fjallið Snæfell sem er með útsýni yfir Eyjabakkana. Þeirri upplifun gleymdi hann aldrei. Þegar kom að því að setja virkjunina á teikniborðið þá setti hann upp ásamt nokkrum öðrum ljósmyndasýningu í Kringlunni, með myndum frá Eyjabökkum. Stöð 2 tók viðtal við afa sem var spurður af hverju hann vildi ekki að svæð- inu væri sökkt. Hann svaraði hrærður: „Hvaða rétt höfum við, sem lifum á þessu landi í nokkra áratugi, að eyðileggja fallegt land fyrir ókomnum kynslóðum til frambúðar?“ Eftir Eyja- bakkabaráttuna sem vannst varð mikil vakning meðal lands- manna um umhverfismál. Afi hafði mikinn áhuga á seinni heimsstyrjöldinni og las ógrynni af bókum tengdum flug- orrustum, skipa- og kafbáta- hernaði. Á árum áður þegar Jó- hannes bróðir hans kom í heimsókn þá leiddust umræð- urnar iðulega út í styrjöldina. Þá sat ég sem strákur aldrei langt frá og hlustaði á „rosaleg- ar“ sögurnar af þýzkum kafbát- um í sjóorrustu. Þeir mundu all- ar dagsetningar og nöfn á þessum mönnum og skipum. Frásagnargáfa þeirra bræðra var náðargjöf. Með afa fer mikil þekking á íslenskri flugsögu sem hann tók sjálfur þátt í. Hann á drjúgan þátt í að varðveita söguna með textuðum myndum í albúmum sem hann gerði fyrir Félag íslenskra at- vinnuflugmanna (FÍA) fyrir nokkrum árum. Þar er að finna hundruð mynda eftir hann og mynda sem hann safnaði saman frá frumherjunum úr fluginu. Myndirnar hans hanga uppi á veggjum í flugstöðinni á Reykjavíkurflugvelli og víða um land. Afi lifði lífinu með ömmu, konunni í lífi sínu. Hún var hans Ingrid Bergman í myndinni Casablanca. Sú mynd og tónlist- in hafði mikil áhrif á hann. Á seinni árum lærði hann á píanó og lærði að spila lagið „As Time Goes By“. Það lag minnir okkur alltaf á afa. Við barnabörnin upplifðum hlýju, traust og um- hyggjusemi sem við geymum í hjarta okkar. Snorri Bjarnvin Jónsson. Afi hefur nú farið í sína síð- ustu flugferð og kemur ekki aft- ur. Hann kvaddi þennan heim umvafinn fjölskyldu sinni, fal- legan vetrardag 21. janúar heima á Smáraflötinni eins og hann hafði óskað eftir. Afi var hraustur maður, kvikk í hreyfingum og var oft þotinn í burtu áður en maður vissi af. Hann hafði ákveðnar skoðanir, ef eitthvað þurfti að gera beið hann ekki til morguns heldur gerði það strax. Hann var kletturinn í hafinu hjá fjöl- skyldu sinni, stoð og stytta okk- ar allra. Alltaf var hann bóngóð- ur og reyndist mér vel og öðrum. Afi hafði gríðarlega gott minni og oft var ánægjulegt að hlusta á hann segja sögur. Með þessu góða minni ritaði hann bókina Íslenskar flugvélar í 90 ár, sem kom út árið 2010 í máli og myndum. Á síðustu tveimur árum fór heilsu afa hrakandi. Hann leit- aði mikið til mín og reyndi ég að vera honum góð. Oft kom afi í heimsókn, og ef honum leið illa stakk ég stundum upp á því að við horfðum á Casablanca, sem var uppáhaldsbíómyndin hans. Þá hurfu oft áhyggjur hans á braut í smá tíma, og fórum við aftur til baka til ársins 1942. Snorri Snorrason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.