Morgunblaðið - 13.02.2012, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 13.02.2012, Blaðsíða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. FEBRÚAR 2012 Kubbafjör Þau voru einbeitt börnin sem flökkuðu um leikjaheima Lego á Vetrarhátíðinni. Eggert Það var stór dagur, ekki að- eins í íslenskri íþróttasögu held- ur í Íslandssögunni allri, þegar framsýnir menn ákváðu að stofna Íþróttasamband Íslands 28. janúar árið 1912. Með stofn- un þess var sáð fræi sem nú, einni öld síðar, hefur borið þann ávöxt að íþróttahreyfingin er langöflugasta fjöldahreyfing Ís- lendinga og starfsemin kemur á einn eða annan hátt við sögu nær allra heimila á landinu. Starfsemi íþróttahreyfingarinnar hefur breyst gríðarlega í áranna rás. Fjölbreytni, fagmennska og áherslur einkenna hið mikla starf sem unnið er í um 1000 starfseiningum íþróttahreyfingarinnar á landsvísu. Nú snýst ekki íþróttastarfið bara um afreks- íþróttirnar, toppinn sem vissulega skapar breiddina. Nýjar íþróttagreinar hafa haslað sér völl, barna- og unglingaíþróttir eru sér- stakur málaflokkur, almenningsíþróttir hverskonar hafa sprungið út og höfða til fjöldans samfara aukinni vitund um mik- ilvægi hreyfingar og hollra lífshátta. Íþróttahreyfingin leggur áherslu á upp- byggingu kvennaíþrótta og þar er mesti vaxtabroddur hreyfingarinnar. Allir vita hversu mikilvægt starf er unnið í íþrótta- starfi fatlaðra sem eflt hefur sjálfsvitund og styrk fatlaðs fólks. Og síðast en ekki síst hef- ur orðið mikil og góð þátttaka í hreyfingu hvers konar á vettvangi eldri borgara. Með þessu sýnir íþróttahreyfingin styrk sinn og aðlögunarhæfni í síbreytilegu samfélagi. Ekki má gleyma sjálfboðaliðunum sem halda þessu starfi gangandi, þjálfurunum sem hlúa að uppeldinu og stjórnendunum sem stýra skipulagi, rekstri og hinu fé- lagslega umhverfi og síðast en ekki síst for- eldrunum sem leggja sig fram fyrir fjöldann. Bæjar- og sveitarfélög hafa unnið þrekvirki í uppbyggingu íþróttamannvirkja og hafa þannig fylgt þróun íþróttastarfsins. Stuðn- ingur þeirra er afar mikilvægur, ekki bara í formi uppbyggingar mannvirkja heldur einnig og ekki síður með fjárstyrkjum. Íþróttafélögin eru hornsteinar félagslegra samskipta í hverju byggðarlagi. Þau eru vettvangur leiks og lífs, síung uppspretta hverrar kynslóðar, sem stendur traustum fótum í bæjarlífinu. Þar hafa menn metnað fyrir hönd barna sinna, sjálfs sín eða bæj- arfélagsins og hvað er það sem auglýsir bæj- arfélag betur en nafn þess og orðstír þeirra sem keppa eða koma fram fyrir hönd bæjarfélagsins. Stuðningur ríkisvaldsins við íþrótta- og ungmennafélags- hreyfinguna er einnig afar mikilvægur. Sérstaklega skal nefnt mikilvægi stuðnings við afreksíþróttastarfið. Þar má gera mun betur en gert er. Undir öflugri stjórn mennta- og menningarmálaráðherra hefur á undanförnum árum verið unnið afar gott starf varðandi stuðning við afreks- starf. Ég nefni góða frammi- stöðu og mikinn skilning Björns Bjarnason- ar og Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur en þau mörkuðu djúp spor í þágu íþrótta í ráð- herratíð sinni. Ég skynja góðan vilja Katrínar Jak- obsdóttur núverandi ráðherra málaflokksins en eðlilega er henni skorinn þrengri stakkur en forverum hennar. Ég hvet hana til dáða á þessum vettvangi. Íslensk íþróttahreyfing hefur svo sannarlega fundið fyrir efnahags- þrengingum í starfi sínu. Ljóst er að stuðn- ingur opinberra aðila og einkaaðila hefur dregist saman um nokkur hundruð milljónir króna á ári hverju. Á sama tíma hefur starfið vaxið. Þetta fer ekki saman til lengdar og reynir á forystusveitir hreyfingarinnar. For- ystumenn og konur íþróttahreyfingarinnar, Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, sér- sambanda, héraðssambanda og íþrótta- og ungmennafélaga eiga heiður og þakkir skild- ar fyrir starf sitt, sjálfboðaliðastarf, á erf- iðum tímum. Þrátt fyrir erfileika í efnahagslífinu er bjart framundan í íslensku íþróttalífi og mik- ið hefur áunnist. Því að hugsjónarstarf skap- ar kraft til frekari afreka. Íþrótta- og Ól- ympíusamband Íslands hefur því ærna ástæðu til þess að fagna merkum tímamót- um, líta um öxl og horfa jafnframt stolt fram á veginn. Til hamingju ÍSÍ með árin eitt hundrað. Eftir Stefán Snæ Konráðsson » Íþróttafélögin eru horn- steinar félagslegra sam- skipta í hverju byggðarlagi. Þau eru vettvangur leiks og lífs, síung uppspretta hverrar kynslóðar. Stefán Snær Konráðsson Höfundur er framkvæmdastjóri. Íþróttastarfið einn af hornsteinum samfélagsins Ísland varð fyrst landa til að verða illa úti í heimskreppunni sem nú varir. Samt er landið nú, aðeins rúm- um þremur árum síðar, tekið sem dæmi um hvernig unnt er að tak- ast á við fjármálaáfall án þess að innviðir og velferð fari úr öllum skorðum. Íslenska leiðin Lykilatriðin í viðbrögðum Íslands við áfallinu haustið 2008 voru eft- irfarandi: 1. Hagsmunir fólks voru settir of- ar hagsmunum banka og þeirra sem fjármagnað höfðu þenslu þeirra. Gamlir bankar féllu og stofnaðir voru nýir sem tóku við innlánum og annarri þjónustu við þá sem hér búa. Með þessu féllu brott a.m.k. 7.000 milljarðar króna af skuldum þjóð- arbúsins. 2. Innlán íslenskra banka voru gerð að forgangskröfum. Með þessu féllu brott u.þ.b. 1.000 milljarðar króna af þeim skuldum sem rík- issjóður hefði annars þurft að axla vegna Tryggingarsjóðs innlána. 3. Ákveðið var að láta krónuna falla. Allir landsmenn tóku þannig á sig byrðar í formi skerts kaupmáttar og rekstur útflutnings- greina var tryggður. Evrulönd eiga ekki þessa lausn. 4. Seðlabankinn ann- aðist erlend viðskipti fyrir hönd nýju bank- anna. Með því voru tryggð snurðulaus við- skipti með nauðsynja- vörur og útflutning. 5. Seðlabankinn ábyrgðist að alþjóðleg greiðslukerfi gætu þjónað Íslandi. Innan þriggja sólarhringa hafði kort- anotkun Íslendinga erlendis dregist saman, en útlendinga hér á landi aukist að mun, vegna falls krón- unnar. Landið tók að fá nettó- gjaldeyri út úr kerfunum og þegar kortakerfin sáu það lögðu þau hug- myndir um að loka á Ísland til hliðar. 6. Gjaldeyrishöft voru sett á til að forða krónunni frá enn meira falli við það að erlendir eigendur krónueigna drægju fé sitt til baka. Fumlaust til verks Hópur manna í stjórnkerfinu gekk fumlaust til verks, en vissulega á ell- eftu stundu. Ofantalið er lofsvert, ekki refsivert. Fágætt æðruleysi einkenndi þennan feril. Hefðu stjórnvöld fellt bankana að fyrra bragði hefði þeim um alla framtíð verið kennt um að hafa eyðilagt góð- ærið. Til að réttar ályktanir yrðu af dregnar urðu fársjúkir bankar að fá að verða sjálfdauðir. Niðurskurður í ríkisfjármálum varð sjálfgefin afleið- ing breyttra aðstæðna. Endurreisn banka kostaði ríkissjóð aðeins brot af því sem hefðbundinn stuðningur hefði kostað. Hafinn er hægfara bati, sem getur þó reynst brothættur ef áföll verða á útflutningsmörkuðum. Ísland nýtur þeirrar sérstöðu að eiga ónotaðar náttúruauðlindir. Þeg- ar við hefjumst handa að nýta þær verðum við vel sett. Án þess mun hins vegar halda áfram að lækka í bankabókum landsmanna og rökkur vonleysis síga yfir. Við erum okkar gæfu smiðir, sjálfs er höndin hollust. Landsdómur Skýrsla Rannsóknarnefndar Al- þingis dró fram þá atburði sem leiddu þrengingar yfir þjóðina í lok lengsta hagvaxtarskeiðs sögunnar. Þingið ákvað að láta ráðherra sæta ábyrgð. Ábyrgð þeirra var aðgreind, ríkisstjórnin bar enga sameiginlega ábyrgð. Aðdragandi hrunsins var langur og þrjár ríkisstjórnir komu að málum. Breytingar urðu á skipan ráðherra. Þegar á reyndi ákvað Al- þingi ekki að ákæra þann hóp sem að efnahagsstjórn hafði komið og láta landsdóm um að sýkna og sakfella menn. Nei, Alþingi sýknaði sjálft valda menn fyrirfram og kaus einn úr hópnum til að bera syndir heims- ins. Þá sýndu hlutaðeigandi þing- menn úr hvaða efniviði þeir eru gerðir. Sá einn sat uppi með ákæru sem hafði tryggt neyðarlögunum brautargengi, glæsilegri aðgerð sem eftir er tekið víða um lönd. Misnotkun dómstóls Samfylkingin, sem átti aðild að stjórn þegar hrunið bar að, reif klæði sín og sviðsetti leikrit til að koma sínum mönnum undan. Einn maður var skilinn eftir sem fórn- arlamb á altari stjórnmálanna, af því að lýðurinn vildi sjá blóð. Fáeinir pólitíkusar ákváðu að misnota dóm- stól sér til framdráttar. Þeir sem vinna svona eru útbrunnir í starfi og eiga að snúa sér að öðru. „Nýfrjáls- hyggjan“ var margkosin af þjóðinni 1991-2007. Örfáir mæltu algleymi bólunnar í mót, flestir dönsuðu með eða horfðu í hina áttina. Tjónið sem birtist í hruninu var að mestu orðið til þegar Geir Haarde varð forsætis- ráðherra. Pólitísk stefna sem kosin er ítrekað af þjóð getur ekki verið þeim refsiverð sem framfylgja henni. Eðlilegast er að ákæran verði dregin til baka, öllum er skylt að leiðrétta mistök sín. Þegar frá líður yrði Geir líka vel settur með að vera sýknaður að lokinni efnislegri máls- meðferð. Engar líkur eru á öðru. Neyðarlögin verða skráð í Íslands- sögunni sem afrek unnið við ótrú- lega erfiðar aðstæður. Það yrði skrítin blaðsíða aflestrar fyrir kom- andi kynslóðir ef sá sem mælti fyrir lögunum yrði dæmdur sekur fyrir vikið. Eftir situr efinn Landsmenn heyrðu stjórn- málamenn nýlega deila um ákæruna á hendur Geir Haarde. Ekki jók það virðingu þingsins. Við fáum fréttir af átökum innan flokka. Bein útsending frá Alþingi færir þjóðinni jafnóðum skilaboð um sundrung og upplausn. Almenn óvissa ríkir um hvað er satt og rétt. Fólk sem stóð með annan fótinn í braski og hinn inni á þingi rígheldur nú í stólana sína, í von um að kjósendur þeirra séu gleymnir, í von um að „fólk sé fífl“. Allir fjór- flokkarnir leggja fram drjúgan skerf þessa dagana til þess að gert verið „gnarr“ að þeim í næstu kosningum. Þjóðin mun ekki fá traust á stjórn- málaflokkum á ný nema öllum þeim sem reyndu að auðgast á bólunni og tengdust hruninu verði skipt út. Það þarf að gerast fyrir næstu kosningar og þær geta orðið fyrr en varir. Eftir Ragnar Önundarson » Það yrði skrítin blað- síða aflestrar fyrir komandi kynslóðir ef sá sem mælti fyrir lög- unum yrði dæmdur sek- ur fyrir vikið. Ragnar Önundarson Höfundur er viðskiptafræðingur og fyrrv. bankamaður. Engar áhyggjur, Geir Haarde verður sýknaður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.