Morgunblaðið - 13.02.2012, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.02.2012, Blaðsíða 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. FEBRÚAR 2012 –– Meira fyrir lesendur PANTAÐU AUGLÝSINGAPLÁSS . MEÐAL EFNIS: Viðtöl við fyrirlesara ráðstefnunnar. Viðtal við formann Ímark. Saga og þróun auglýsinga hér á landi. Neytendur og auglýsingar. Nám í markaðsfræði. Góð ráð fyrir markaðsfólk Tilnefningar til verðlauna í ár - Hverjir keppa um Lúðurinn? Fyrri sigurverarar íslensku markaðsverðlaunanna. Ásamt fullt af öðru spennandi efni. ÍMARK íslenski markaðsdagurinn Morgunblaðið gefur út ÍMARK sérblað fimmtudaginn 23. febrúar og er tileinkað Íslenska markaðsdeginum sem ÍMARK stendur fyrir en hann verður haldinn hátíðlegur 24. febrúar. nk. PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, föstudaginn 17. feb. Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: S É R B L A Ð Ragnar Önund- arson fjallaði m.a. um ókosti óverðtryggðra lána í Mbl. 8. feb. sl. Hann fullyrðir að ef vaxtamyndun væri frjáls myndu óverð- tryggð lán kosta skuldara nákvæmlega það sama og verð- tryggð lán. Þessi full- yrðing er einungis rétt, eða því sem næst, við óbreytt ástand í viðskiptaumhverfi fjár- málastofnana (status quo). Það er hins vegar undarlegt hvernig menn skauta framhjá hinum eðli- lega og raunhæfa valkosti sem felst í markaðsvöxtum. Skoðun almennings er sú að bankar og fjármálastofnanir ásamt lífeyrissjóðunum hafi farið, vægast sagt, mjög óvarlega í aðdraganda hrunsins og að þessir aðilar séu hinir raunverulegu sökudólgar. Lagaumhverfi hefur sömuleiðis verið með þeim hætti, að ekki bætti úr skák. Þar liggur sök stjórnmálamanna einkum þeirra sem þáðu fé af fjármálastofnunum. Ragnar, við verðum að koma út úr boxinu og kryfja hlutina í sam- ræmi við kröfu almennings um hið nýja Ísland. Sú krafa snýst um nýjan hugsunarhátt, afnám spill- ingar, uppstokkun og kerfisbreyt- ingar í fjármálaumhverfinu. Ekki nægir að gera smávægilegar skipulagsbreytingar og hrókeringar í mannahaldi. Það verð- ur að brjóta upp mið- stýringuna, sam- starfið og samráðið í þessu kerfi. Það verð- ur að breyta lagaum- hverfinu, s.s. sam- keppnislögum og vaxtalögum. Afnema verður ákvæði í lög- um sem heimila verð- tryggingu. Vísitölur eru reiknaðar af Hag- stofu Íslands (sem er opinber stofnun). Verðtryggingin er ekk- ert annað en opinber íhlutun í verðmyndun á markaði. Öll verð- myndun á markaði á að vera í höndum einstakra aðila á sam- keppnismarkaði í samræmi við samkeppnislög. Algerlega ótækt er að fjármálakerfið hafi und- anþágu frá samkeppnislögum. Bankar og fjármálafyrirtæki eru það stór hér á landi og áhrifamikil að það jaðrar við landráð að leyfa þeim að komast hjá þeim reglum og lögum sem aðrir verða að lúta. Verðtrygging á fjármálagern- inga hefur hvergi í heiminum ver- ið tíðkuð í jafn ríkum mæli og hér á landi. Allir Íslendingar vita hvernig fór. Reynsla annarra þjóða sýnir sig hjá þeim í mun lægri vöxtum almennt. Reynsla annarra þjóða sýnir að þar sem samkeppni er á fjármálamarkaði verða vextir lágir þegar framboð fjármagns er nægilegt en háir þegar framboðið er minna. Þetta er hin almenna regla. Stjórnvöld geta svo haft áhrif á vaxtastig með ýmsum stjórnvaldsaðgerðum en það er önnur saga. Slíkar íhlut- anir verða eða ættu að vera gagn- sæjar þannig að ljóst sé hver er ábyrgur. Að lokum er það mín skoðun að vextir í landinu eigi almennt ekki að vera hærri en sem nemur hag- vexti í landinu. Óraunsæ ávöxt- unarkrafa kallar einungis á verð- bólgu og stigmögnun á launum og vöruverði, sem endar með ónýtri krónu. Krónan hefur um langt skeið verið blóraböggull þeirra sem vilja svelta hina íslensku þjóð inn í ESB. Munið orðtakið „Árinni kennir illur ræðari“. Það er hag- stjórnin í þessu landi og þeir sem þar sitja við stjórnvölinn sem þyrftu að vinna vinnuna sína bet- ur. Verðtrygging lána – eða ekki? Eftir Sigurð Lárusson » Það er hagstjórnin í þessu landi og þeir sem þar sitja við stjórn- völinn sem þyrftu að vinna vinnuna sína bet- ur. Sigurður Lárusson Höfundur er kaupmaður. Við getum þakkað krónunni fyrir að glata ekki sjálfstæð- inu, þegar höggið kom. Höggið var enn fastara, þegar síldin hvarf fyrir austan, en krónan bjargaði okk- ur og svo eru til krat- ar, sem vilja fórna krónunni fyrir evru eða bara einhverja aðra mynt. Það hefur aldrei truflað mig að bjóða vélar frá ýmsum löndum á tilboði í krónum, þó svo innkaups- verð sé annarri mynt. Tilboð í kr. er einfaldlega háð gengi og bundið gengi gjaldmiðils framleiðanda á tilboðsdegi. Síðustu 3 mánuði hefur gengi evru staðið í stað 160 kr. Á sama tíma hefur dollar hækkað úr 116,25 kr. í 124,88 kr. (+7%) og pundið úr 182,8 kr. í 192,16 kr. (+5,12%). Hvað sem allri geng- isvísitölu líður og hvernig svo sem hún er reiknuð þá er ekki rétt að segja að krónan hafi veikst um 3,7% seinustu mánuði. Hún hefur staðið í stað miðað við fyrirheitnu myntina. Maður veltir fyrir sér hvort Seðlabankinn hafi þegar tekið upp evru. Aðlögunarferlið að evru hefur þau áhrif að fiskútflytjendur fá minna fyrir afurðir seldar til ESB- landa. Sem betur fer getum við notfært okkur fríverslunarsamn- ing við Kanada og fengið greitt í sterkari gjaldmiðli. Samning, sem við hefðum ekki mátt gera, ef við værum gengin í klúbbinn. Fellur úr gildi nema Össur fái tíma- bundna undantekningu í pakkann. Erlent fjármagn streymdi inn í landið fyrir hrun, því vextir voru miklu hærri en í öðrum löndum. Eftir hrun hækkaði Seðlabankinn stýrivexti og hélt áfram að borga kónubréfabröskurum hærri vexti en þeir fengu í nokkuru öðru landi og það í beinhörðum gjaldeyri. Nær hefði verið að lækka stýri- vexti í 1-2%, eins og í flestum löndum. Spekúlantarnir hefðu þá tekið út krónurnar og jafnvel fjár- fest í einhverju hér á landi og komið hjólunum til að snúast. Í stað þess eru stýrivextir enn þann dag í dag hærri en í flestum lönd- um, sem við berum okkur saman við. Til að kóróna vitleysuna bygg- ir Seðlabankinn upp gjaldeyr- isvarasjóði með því að taka lán og borga af þeim vexti í þeim tilgangi að borga þessum bröskurum í beinhörðum gjaldeyri, þegar þeir fara. Ég hefi aldrei getað skilið þetta, en þykist vita að ekki sé hægt að kenna krónunni um svona vitlausa hagstjórn. Í Silfri Egils vildi Gylfi og hag- fræðingur ASI sanna að krónan væri sökudólgur hárra vaxta og verðbólgu hér á landi. Máli sínu til stuðnings birtu þeir línurit frá Eystrasaltslöndunum, sem sýndu hvernig vextir í þessum löndum lækkuðu eftir að löndin tóku upp evru, eins og það sanni eithvað. Myndu vextir ekki aðalagast vöxt- um í viðkomandi landi, ef við tækjum upp evru, dollar, pund, eða svissneska franka? Þeir Gylfi vildu líka sanna að það væri allt krónunni að kenna, hvernig komið væri fyrir heimilunum og komu með dæmi um ung hjón sem fyrir nokkrum árum tóku lán fyrir hálfu húsi og skulda nú heilt hús + 10%. Er það krónunni að kenna að stjórnvöld ýttu vand- anum á undan sér með frystingu verðtryggðra húsnæðislána? Á meðan lánin voru á frosti hækkaði verðtryggingin lánin, þrátt fyrir að húsnæðið lækkaði í verði. Hefði grunnur verðtryggingar verið réttur og tekið mið af bygging- arkostnaði þá hefði lánið líka lækkað. Þeir kenna krónunni um og horfa alveg framhjá eða vilja ekki skilja að orsakavaldurinn er verðtrygging byggð á arfavitlaus- um grunni. Skuldin er orðin hærri en húsnæðið, sem nú er boðið til kaups með verðtryggðu láni að upphæð 110% af matsvirði. Nið- urstaðan er að fólk sem í áratugi hefur greitt 10% af tekjum sínum í lífeyrissjóð er ánauðugir þrælar sjóða sem voru stofnaðir til að tryggja þeim áhyggjulaust ævi- kvöld. Verðtrygging virkar þannig að vextir + verðtrygging kallast raunvextir. Raunvextir verða hærri en vextir á lánum sem ekki eru verðtryggð. Síðan er hækkun vaxta réttlætt með því að segja að vextirnir séu lægri en raunvextir. Þannig hækkar verðtrygging vexti á nýjum lánum. Við það hækkar allur kostnaður í landinu og þar með verðbólgan, sem hækkar verðtrygginguna. Á þennan hátt skrúfar verðtryggingin upp vext- ina sem næra verðbólguna og úr verður einskonar spírall. Það er ekki flóknara en það. Þannig voru vextir og verðbólga komin í u.þ.b. 70% fyrir þjóðarsátt á seinustu öld. Seðlabankinn virðist ekkert hafa lært af því. Hvorki fyrir né eftir hrun og enn vindur spírallinn upp á sig. Áfram skal höfuðstóll og afborganir lána hækka, ef stjórnvöld hækka nauðsynjavörur, eins og t.d. rafmagn, vatn, bensín eða óþarfa, eins og brennivín, tób- ak og annað sem skuldugir „hús- eigendur“ hafa ekki ráð á. Þetta vilja verðtryggingarpost- ularnir hjá lífeyrissjóðunum ekki skilja og koma með þá patentlausn að með inngöngu í Evrópusam- bandið lækki vextir og verðbólga til jafns við það, sem er í ESB- löndum. Hvers vegna ekki að lækka vexti og taka verðtryggingu af húsnæðislánum eða allavega tengja hana við byggingarkostnað? Þurfum við endilega að ganga í ESB til að gera það og borga í leiðinni milljarða fyrir inngöngu í klúbbinn? Í stað þess að skella skuldinni á krónuna hefði verið fróðlegt, ef þeir félagar hefðu komið með línu- rit fyrir seinustu 30 ár, sem sýndi hvernig verðbólgan eltir hækkandi vexti og hopar undan lækkandi vöxtum. Guð blessi krónuna okkar Eftir Sigurð Oddsson Sigurður Oddsson » Á þennan hátt skrúf- ar verðtryggingin upp vextina, sem næra verðbólguna og úr verð- ur einskonar spírall. Það er ekki flóknara en það. Höfundur er verkfræðingur. - nýr auglýsingamiðill 569-1100 finnur@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.