Morgunblaðið - 24.02.2012, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2012
ÁAlþingi í gær sagði Jóhanna Sig-urðardóttir frá því að hún hefði
„spurnir af því eftir samtöl við“ Stein-
grím J. Sigfússon að hann ætti í „sam-
ráði við ýmsa aðila“
um fiskveiðistjórn-
armálið. Steingrímur
sjálfur hafði talað
með sama hætti í við-
tali og nefnt sér-
staklega LÍÚ, sjó-
mannasamtökin,
Starfsgreina-
sambandið og fleiri.
Mikið samráðsem sagt, eða
hvað?
Þegar Morg-unblaðið leitaði
nánari upplýsinga um samráðið kom í
ljós að það hefði ekki farið fram.
Við höfum enga aðkomu að þessarivinnu,“ sagði Friðrik J. Arn-
grímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ.
Hann sagði aðeins hafa verið um að
ræða stuttan fund með ráðherra en
ekkert raunverulegt samráð þó að
eftir því hefði verið óskað.
Sævar Gunnarsson, formaður Sjó-mannasambands Íslands, hafði
sömu sögu að segja, Sjómanna-
sambandið hefði ekkert komið að
vinnu við gerð frumvarpsins sem
Steingrímur vinnur nú að.
Við höfum ekki komið að þessumeð einum eða neinum hætti,“
sagði Björn Snæbjörnsson, formaður
Starfsgreinasambandsins, sem sagði
fund með ráðherra ekki hafa snúist
um samráð.
Hvað gerir forsætisráðherra nú,þegar fram er komið að alls-
herjarráðherrann sagði henni ósatt
um að hann ætti í „samráði við ýmsa
aðila“?
Jóhanna
Sigurðardóttir
Forsætisráðherra
gabbaður
STAKSTEINAR
Steingrímur J.
Sigfússon
Veður víða um heim 23.2., kl. 18.00
Reykjavík 4 rigning
Bolungarvík 2 rigning
Akureyri 2 snjókoma
Kirkjubæjarkl. 2 rigning
Vestmannaeyjar 5 skýjað
Nuuk -7 skýjað
Þórshöfn 8 skúrir
Ósló 7 heiðskírt
Kaupmannahöfn 7 skýjað
Stokkhólmur 6 heiðskírt
Helsinki 2 skýjað
Lúxemborg 5 skýjað
Brussel 10 skýjað
Dublin 12 skýjað
Glasgow 11 alskýjað
London 17 heiðskírt
París 11 alskýjað
Amsterdam 11 skýjað
Hamborg 10 skýjað
Berlín 11 skýjað
Vín 7 alskýjað
Moskva 0 snjókoma
Algarve 18 heiðskírt
Madríd 17 heiðskírt
Barcelona 17 heiðskírt
Mallorca 17 heiðskírt
Róm 16 léttskýjað
Aþena 10 skýjað
Winnipeg -5 snjókoma
Montreal 2 skýjað
New York 12 heiðskírt
Chicago 2 alskýjað
Orlando 22 alskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
24. febrúar Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 8:54 18:29
ÍSAFJÖRÐUR 9:07 18:26
SIGLUFJÖRÐUR 8:50 18:09
DJÚPIVOGUR 8:26 17:56
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Aðgerðir til að fjarlægja PIP-brjósta-
púða úr konum hófust á Landspítal-
anum síðastliðinn mánudag. Í gær
var búið að fjarlægja púðana úr sex
konum.
„Það sem hefur komið í ljós í þess-
um aðgerðum er að það er til í dæm-
inu að púðar sem eru ekki taldir vera
sprungnir í ómskoðun geta samt sem
áður verið það. Það hefur komið í ljós
að púði sem ekki var talinn sprunginn
í ómskoðun reyndist leka þegar kon-
an var skorin upp. Þá hafði lekur púði
greinst í hinu brjóstinu en þessi virst
heill,“ segir Ólafur Baldursson, fram-
kvæmdastjóri lækninga á Landspít-
ala.
Aðgerðirnar hafa annars gengið
vel. „Þær aðgerðir sem eru búnar
hafa gengið mjög vel og snurðulaust
fyrir sig. Nú er verið að meta hvernig
flæðið er og verður í framhaldinu. Það
kemur hugsanlega til greina síðar að
gera meira átak í að fá konurnar í að-
gerð, eftir því hver fjöldinn verður,“
segir Ólafur. Öllum konum, sem eru
með PIP-brjóstapúða og eru sjúkra-
tryggðar hér á landi, stendur til boða
að fá púðana fjarlægða á Landspít-
alanum. Konurnar sex sem hafa kom-
ið í aðgerð voru allar með sprungna
púða.
Ólafur segir að bókað sé jafnt og
þétt í aðgerðirnar og passað upp á að
þær konur, sem þurfi að vera í for-
gangi, komist að. „Við munum al-
mennt setja í forgang þær konur sem
eru með sprungna púða samkvæmt
ómskoðun. Við stefnum að því að
halda þessum dampi áfram, að púð-
arnir verði fjarlægðir úr sex til átta
konum á viku að minnsta kosti. Ef það
er þörf á að gera meira skoðum við
það.“
Í sprungnum púðum getur sílikonið
farið að leka út í nærliggjandi vefi.
Segir Ólafur að aðgerðin sé þá svolítið
snúnari en ef verið er að taka út heila
púða. „Samkvæmt því sem skurð-
læknarnir okkar segja þarf að skola
og hreinsa töluvert mikið ef sílikonið
er farið að leka. Það er mun snúnari
aðgerð en að taka heilan púða úr.“
Leki kemur í ljós í aðgerð
Sex konur með PIP-brjóstapúða hafa farið í aðgerð á Landspítalanum Púði
sem var ekki talinn sprunginn í ómskoðun reyndist leka þegar hann var tekinn út
Reuters
Í aðgerð Kona í Argentínu að nafni Claudia Rolon heldur á poka með
sprungnum PIP-brjóstapúða sem hefur verið fjarlægður úr henni.
Stjórn Fjármálaeftirlitsins hefur
samþykkt að veita Gunnari And-
ersen, forstjóra FME, lengri frest
til þess að andmæla fyrirhugaðri
uppsögn. Aðalsteinn Leifsson,
stjórnarformaður FME, segir að
Gunnar fái frest til klukkan 16
næstkomandi þriðjudag. Gunnari
var tilkynnt með bréfi síðasta föstu-
dag að til stæði að segja honum upp
og var honum gefinn frestur til
mánudags til andmæla. Lögmaður
Gunnars krafðist þess hins vegar
með bréfi þann dag að sá frestur
yrði lengdur enda væri aðeins um
einn virkan dag að ræða síðan upp-
sögnin var tilkynnt. Stjórn FME
samþykkti að veita honum frest þar
til í gær en nú hefur sá frestur verið
lengdur til þriðjudags.
Gunnar fær
lengri frest
til andmæla
Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is
Opið virka daga 10–18, laugard. kl. 11–16, sunnud. 14–16
Vaxtalaus
kaupleiga
Hjalti
Parelius
Gallerí Fold í 20 ár 1992–2012
Síðasta sýningarhelgi
LiStamannaSpjaLL
ræðir við gesti um
sýningu sína
í dag 10–18
laugardag 11–16
á listaverkum til allt að
36 mánaða
Kynntu þér málið á
www.myndlist.is
Erum að taka á móti
verkum á næsta uppboð