Morgunblaðið - 24.02.2012, Síða 11
teygja og franskur rennilás til að
hægt sé að festa hana um hálsinn.
Camilla segir hönnunina hafa
vakið lukku og í raun er eftir-
spurnin orðin það mikil að þær
hafa ekki undan og ætla sér því að
ráða saumakonu. Annars hefur
saumaskapurin gengið vel en sú
sem ekki er þaulvön saumaskap
sér um að fylla slaufurnar og
þannig gengur þetta eins og á
færibandi.
Til styrktar góðu málefni
„Við vorum búnar að gera í
kringum 50 slaufur en á miðviku-
daginn settum við upp söluborð og
seldum helminginn í skólanum.
Það er nefnilega árshátíð hjá okk-
ur í kvöld (fimmtudag) og við höfð-
um lofað krökkunum í skólanum að
hafa motturnar til sölu svo þau
gætu skartað þeim á árshátíðinni.
Pantanir voru því settar á bið á
meðan og nú er næst að vinna
okkur í gegnum þær og búa til
fleiri slaufur. Við höfum ekki feng-
ið neitt nema jákvæð viðbrögð sem
er frábært og hvetur mann áfram.
Við bjuggumst við að selja kannski
tíu á mann, koma út á núlli og
klára áfangann. En svo fórum við
á Facebook og þá fór allt af stað,“
segir Camilla Rut. Hönnunina má
finna undir Arcos á Facebook en
Arcos þýðir slaufa á spænsku.
„Við vorum ákveðnar í því frá
byrjun að gera eitthvað töff. Það
er alltaf hægt að bæta við nýjum
fylgihlutum og sú hönnun því mjög
skemmtileg. Einna skemmtilegast
er þó og mikilvægast að vekja at-
hygli á góðu málefni eins og
Mottumars,“ segir Camilla Rut en
ágóði af slaufusölunni rennur til
styrktar átakinu.Mottur Skeggið er skemmtilegur fylgihlutur fyrir stelpur og stráka.
Hönnun Frumkvöðlanámið snýst um að hanna hlut frá upphafi til enda.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2012
Á vefsíðunni bored.com eru óteljandi
tölvuleikir sem hægt er að spila frítt.
Þetta eru allskonar leikir, krúttlegir
kisuleikir, skotleikir, púslleikir, fyndn-
ir leikir, spennuleikir, Stickman-leikir,
skóleikur og svo mætti lengi telja.
Stjarnan Justin Bieber er greinilega
efni í tölvuleiki því einn leikurinn inni
á þessari síðu heitir til dæmis Bieber
Date og gengur út á það að geta svar-
að sem flestum spurningum um Just-
in Bieber og með því komast mögu-
lega á deit með stjörnunni.
Sannarlega forvitnilegt fyrir þá sem
eru hrifnir af piltinum þeim, en hann
á jú milljónir aðdáenda um heim allan
sem flestir munu vera unglings-
stúlkur. Reyndar er annar leikur inni
á síðunni sem heitir Throw Bieber
eða kastaðu Bieber og er ekki eins
vinsamlegur í garð prúða piltsins því
hann gengur út á það kasta brúðum
sem líkjast honum í ruslið. Þetta er
væntanlega leið fyrir þá sem þola
ekki unglingastjörnuna til að fá ein-
hverskonar útrás fyrir reiði sína. Allir
ættu að geta fundið eitthvað við sitt
hæfi, þarna er meira að segja leikur
fyrir golfarana sem ku vera mjög
raunverulegur. Um að gera að prófa.
Vefsíðan www.bored.com
Reuters
Stjarna Justin Bieber heillar marga stúlkuna og virðist vera efni í tölvuleiki.
Kastaðu Bieber og fleiri leikir
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.