Morgunblaðið - 24.02.2012, Page 18

Morgunblaðið - 24.02.2012, Page 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2012 Olli Rehn á blaðamannafundi í gær. ● Framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins hefur endurskoðað hagvaxt- arspá sína fyrir evrusvæðið árið 2012 og spáir nú 0,3% samdrætti, en spá hennar í nóvember hljóðaði upp á 0,5% hagvöxt á svæðinu á þessu ári. „Óvænt ágjöf á seinnihluta ársins 2011, mun vara áfram á fyrri helmingi þessa árs,“ segir í yfirlýsingu frá fram- kvæmdastjórn ESB. Þar kemur fram að stjórnin telji að evruþjóðirnar 17 sýni ákveðin merki um stöðugleika. Framkvæmdastjórn ESB breytir hagvaxtarspá BAKSVIÐ Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Flugrekstur skilar 102,2 milljörðum króna til vergrar landsframleiðslu (VLF) og er um 6,6% af henni en það er hæsta hlutfall meðal landa heims. Þetta kom fram á fundi á Hótel Nor- dica í gær, þar sem kynnt var skýrsla um áhrif flugstarfsemi á íslenskt efnahagslíf sem unnin hefur verið af Oxford Economics. Julie Perovic, yfirhagfræðingur hjá Alþjóðasambandi flugfélaga (IATA), kynnti skýrsluna en samtök- in hafa látið gera slíka skýrslu um áhrif flugstarfsemi hjá einum 55 þjóðum. Ísland er einstakt hvað þetta varð- ar og þegar skoðað var hversu hátt hlutfall flugreksturs var af VLF hjá hinum Norðurlöndunum komu í ljós mun lægri tölur en Finnland var næst okkur, þar var hlutfallið 3,2%. Með óbeinum ábata koma um 200 milljarðar í hagkerfið Heildartalan, 102,2 milljarðar króna, felur í sér 43,3 milljarða króna sem koma beint úr flugrekstrinum sjálfum það er flugfélög, flugvellir og þjónusta á jörðu niðri. 36,4 milljarðar króna koma úr aðfangakeðju flug- rekstrarins og 22,4 milljarðar króna stafa frá neyslu starfsmanna í flug- rekstri og aðfangakeðju hans. Ef einnig væri tekinn inn í jöfnuna óbeinn ábati af afleiddum áhrifum á ferðaþjónustu mundu bætast við 95,7 milljarðar króna sem myndi hækka heildarframlagið í 197,9 milljarða eða 12,9% af VLF. Risastór vinnuveitandi Flugrekstur stendur undir 9200 störfum á Íslandi. Þar af eru 2800 störf sem tilheyra flugrekstri með beinum hætti, 4000 störf sem studd eru óbeint af aðfangakeðju flugrekstrarins og 2400 störf sem leiða af neyslu starfsmanna flug- rekstrarins og aðfangakeðju hans, en þetta gerir samtals 9200. En til við- bótar eru einnig 11400 manns sem starfa við afleidd störf, það er í ferða- þjónustunni. Meðalstarfsmaður við flugsamgöngur skapar 16 milljónir króna í árlegri verðmætasköpun á ári sem er um 1,7 sinnum meðalfram- leiðni á Íslandi. Þrefalt meira hjá flugrekstr- inum en sjávarútveginum Flugrekstur hefur í gegnum tíðina náð að skapa miklar tekjur fyrir þjóð- arbúið og minnast menn þá gjarnan eins stærsta ævintýris á Íslandi þeg- ar Loftleiðir voru og hétu. Eins og segir á bls. 236 í Alfreðs sögu og Loft- leiða eftir Jakob F. Ásgeirsson: „Árið 1968 var aflaverðmæti alls togara- flota Íslendinga um 480 milljónir króna, en sama ár öfluðu Loftleiðir sem næst þrefalt meiri tekna, eða 1,4 milljarða. Og gjaldeyristekjur Loft- leiða voru ekki síður mikilvægar en þær sem fiskveiðarnar færðu okkur. Á tíu ára tímabili 1962-72 skiluðu Loftleiðir um 50 milljónum dollara til bankanna, eftir að hafa greitt allar erlendar afborganir og rekstrar- kostnað félagsins erlendis.“ Það er vöxtur í flugrekstrinum á Íslandi í dag og fram kom í kynning- unni að árlega er flutt 2,1 milljón far- þega til og frá landinu og 35000 tonn af flugfrakt. Hægt að auka hagvöxtinn Í pallborðsumræðunum sem voru á eftir kynningunni sagði Pétur Maack, flugmálastjóri, svo frá að menn hefðu fengið í magann þegar Eyjafjallajökull fór að gjósa en hann hefði á endanum reynst landinu hin besta landkynning og fólk í flug- bransanum hefði tekið eftir mun meiri áhuga á landinu eftir gosið en var fyrir það. Auk Péturs tóku þátt í pallborðs- umræðunum Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, Björn Óli Hauksson forstjóri Isavia, og Stein- grímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, en Þóra Arnórs- dóttir stýrði þeim. Í skýrslunni var bent á hvernig hægt væri að auka hagvöxt til langs tíma en þar segir meðal annars: „Áætlað er að bættar tengingar sem næmu 10% miðað við VLF myndu til lengri tíma litið leiða til árlegrar aukningar á VLF á Íslandi upp á 983 milljónir króna til langs tíma.“ Björgólfur fagnaði skýrslunni og sagði ljóst að flugrekstur væri einn af undirstöðuatvinnuvegum þjóðarinn- ar. Pétur benti á að það þyrfti að hlúa að menntun í þessum bransa eða eins og hann orðaði það: „Það vill enginn fara upp í flugvél hjá manni sem kann ekki á hana.“ Hann benti einnig á að Air Atlanta væri ekki í þessum tölum en þeir flyttu um milljón farþega ár- lega í Asíu. Hann sagði að allar að- stæður á Íslandi væru það góðar að þeir gætu tekið á móti miklu meira flugi en þeir gera í dag. Lokaorð hans voru: „Íslendingar eru flugþjóð.“ Íslendingar eru orðnir að flugþjóð Morgunblaðið/Sigurgeir S. Morgunblaðið Kynning Vel var mætt á fundinn á Hótel Nordica í gær þar sem skýrsla Oxford Economics var kynnt.  Flugrekstur orðinn undirstöðuatvinnuvegur á Íslandi  Í nýrri skýrslu sem IATA lét gera kemur fram að Ísland er einstakt á meðal landa hvað varðar góðar flugsamgöngur og mikilvægi flugreksturs Þrátt fyrir að matsfyrirtæki hafi lækkað lánshæfiseinkunnir margra evruríkja þá eru einungis þrjú evru- ríki af 17 með verra lánshæfismat en Ísland, þ.e. Grikkland, Portúgal og Kýpur. Þetta kemur fram í Morg- unkorni Greiningar Íslands í gær. Þar kemur fram að Kýpur er með lægri lánshæfiseinkunn en Ísland hjá S&P en með sömu einkunn hjá Moodýs og Fitch, og er lánshæfis- mat þess þar með aðeins verra sé tekið mið af meðaltali. Greining Ís- landsbanka telur að áhugavert verði að fylgjast með framvindu mála á lánshæfismati evruríkja, enda séu lánshæfiseinkunnir þeirra meira og minna í neikvæðum horfum. Í raun sé einungis eitt ríki með bæði ein- kunnir og horfur um þær óbreyttar frá því fyrir kreppu, en það er Þýskaland sem er með hæstu ein- kunn í bókum allra fyrirtækjanna, og stöðugar horfur. Skuldatryggingarálag á Ísland til 5 ára hefur haldist undir 300 punkt- um frá því 20. janúar síðastliðinn samkvæmt gögnum Bloomberg gagnaveitunnar, en álagið nú er um 250 punktar. Bloomberg greinir frá því að álagið sé hærra á sjö evru- ríkjum en Íslandi. Þau eru: Grikk- land, Portúgal (1.128 punktar), Ír- land (583 punktar), Slóvenía (405 punktar), Ítalía (394 punktar), Spánn (375 punktar) og Slóvakía (283 punktar). Þrjú evruríki með verra mat en Ísland Álag Grikklands og Portúgals er meira en fjórfalt álag Íslands.  Sjö með hærra skuldatryggingaálag ● Álit Moody’s á lánshæfi íslenska rík- isins er óbreytt, samkvæmt tilkynningu frá matsfyrirtækinu í gær. Lánshæf- iseinkunnir ríkissjóðs eru óbreyttar, Baa3 fyrir langtímaskuldbindingar og P-3 fyrir skammtímaskuldbindingar. Horfur eru áfram neikvæðar. Matsfyrirtækið Fitch hækkaði þann 17. febrúar sl. lánshæfiseinkunn Íslands fyrir langtímaskuldbindingar í erlendri mynt í BBB- úr BB+. Mat Moody’s óbreytt ● Ávöxtun íslenskra lífeyrissjóða var umtalsvert verri á árunum 2008- 2010 en annarra lífeyrissjóða í OECD. Á þessu árabili skiluðu íslenskir líf- eyrissjóðir 8,4% neikvæðri ávöxtun, en lífeyrissjóðir í OECD skiluðu að meðaltali 1,4% neikvæðri ávöxtun. Þetta kom fram í fréttaskýringu Egils Ólafssonar á mbl.is í gær. Þar kemur fram að raunávöxtun ís- lenskra lífeyrissjóða var -22,9% árið 2008 en var -23,0% í 23 OECD- ríkjum og að ávöxtun var best 2009 og 2010 best í Hollandi, Nýja- Sjálandi, Síle og Finnlandi. Léleg ávöxtun STUTTAR FRÉTTIR Greiningardeild Ar- ion banka gerir ráð fyrir umtalsvert meiri verðbólgu en spá Seðlabankans gerir ráð fyrir. Deildin spáir 6,5% verðbólgu að með- altali á fyrsta árs- fjórðungi en Seðla- bankinn spáir 6,1%. Í Markaðspunktum Arion banka í gær kemur fram að útlit sé fyrir að verðbólgan verði þrálátari en vonir stóðu tilm þar sem fá merki séu um að veiking krónunnar gangi til baka á næstu mánuðum. Þó svo að krónan myndi styrkjast yfir sumarmánuðina, og veikjast svo á ný með haustinu, þá hafi það sýnt sig að styrking hennar skili sér að litlu leyti í lækkandi verð- lagi. Gangi spáin fyrir næstu mánuði eftir telur Greiningardeild Arion banka flest hníga í þá átt að meiri- hluti peningastefnunefndar muni vilja hækka vexti á næsta og/eða þarnæsta fundi. Verðbólgu- horfur versna  Auka þrýsting á vaxtahækkun                                          !"# $% " &'( )* '$* +,-./, +/0.10 +,0.21 ,,.+3/ ,,.23- +4.34+ +-3.13 +.503+ +/+.4 +30./ +,0.,, +/5.,+ +,0.0- ,,.,-0 ,,.+,4 +4.1-3 +-1.+0 +.5523 +/,.-1 +35.-3 ,,3.-313 +,0.5, +/5.34 +,0.1/ ,,.,// ,,.+/- +4.1/+ +-1.5, +.555+ +/,./0 +35.4, Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Með bættum flugrekstri á Íslandi hefur ríkið aukið skattheimtuna í þeim geira og hefur meira að segja komið til umræðu að leggja komu- gjöld á farþega sem koma til landsins. Aðilar frá flugrekstrinum báðust undan meiri skatti á fund- inum og varð Björgólfi Jóhanns- syni einnig tíðrætt um kolefn- isgjaldið sem þeir þurfa að greiða og taldi að Íslendingar hefðu átt að biðja um undanþágu frá þessum út- gjöldum. Stein- grímur J. Sigfússon, fyrrverandi fjár- málaráðherra, afsak- aði aukna skatt- heimtu með því að aukinn flaumur ferðamanna ylli líka útgjöldum fyrir ríkið. Hann benti einnig á að ríkið hefði ekki bara tekið heldur einnig gefið og minnti á auglýsingaherferðina Inspired by Iceland og tók Björg- ólfur undir það með orðunum: „Já, ég held að þið hafið fengið þá fjár- festingu margfalt til baka.“ Svo vitnað sé til hins gamla en magnaða ævintýris Loftleiða þá fóru þeir á sínum tíma með 15 þús- und dollara til að kynna Loftleiðir og Ísland í einu tilteknu ríki Bandaríkjanna, Wisconsin. Það var talið að sú herferð hefði skilað fé- laginu hið minnsta 20 þúsund doll- urum. Inspired by Iceland herferð- in hefur örugglega hjálpað til við þá aukningu ferðamanna sem orð- ið hefur, þótt Eyjafjallajökull eigi kannski skilið mesta hrósið. Ríkið bæði gefur og tekur SKATTHEIMTAN Björgólfur Jóhannsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.