Morgunblaðið - 24.02.2012, Síða 23
23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2012
Annríki í höfninni Sjávarútvegur er mikilvæg atvinnugrein í Reykjavíkurborg og ófá skipin fá þar þjónustu. Þessi verklagni og einbeitti maður dyttaði að togara í Reykjavíkurhöfn í gær.
Árni Sæberg
Fyrir nokkru tók gildi ný
byggingarreglugerð sem „gildir
um öll mannvirki sem reist eru á
landi, ofan jarðar eða neðan, inn-
an landhelginnar og efnahags-
lögsögunnar“ með nokkrum und-
antekningum þó. Þetta er
töluvert ritverk sem telur nú 178
blaðsíður, en byggingarreglu-
gerð frá 1998 komst fyrir á ein-
ungis 94 blaðsíðum. Hér er líka
um alvörumál að ræða því „brot á
reglugerð þessari varða sektum
eða fangelsi allt að tveimur árum
nema þyngri refsing liggi við samkvæmt öðr-
um lögum.“
Nú hefði mátt ætla að þessi nýja bygging-
arreglugerð tæki fullt tillit til íslensks raun-
veruleika og íslenskra rannsókna sem hafa
farið fram undanfarin ár en fjallaði ekki ein-
göngu um nýjar kvaðir á hönnuði og bygging-
araðila, aukinn kostnað og samþjöppun valds í
Mannvirkjastofnun. Þessi orð eru ekki sett á
blað til þess að gagnrýna reglugerðina í heild,
þótt hún beri það með sér að hafa verið um-
talsverð fljótaskrift, heldur einungis að fjalla
um áhrif hennar á hönnun lítilla íbúða sem
venjulegt fátækt fólk á Íslandi gæti hugs-
anlega látið sig dreyma um að geta einhvern-
tíma eignast.
Í marga áratugi hafa ýmis ákvæði íslenskr-
ar byggingarreglugerðar verið gagnrýnd, sem
hafa komið í veg fyrir hönnun og smíði lítilla,
hagkvæmra íbúða sem henta vel t.d. bæði
ungu fólki og öldruðum; þeim sem vilja ekki
hafa mikið umhendis og fara með peningana
sína og lífið í eitthvað annað en steinsteypu.
Þessi ákvæði lúta t.d. að lágmarksstærð á
geymslu, þvottahúsi, baðherbergi, svölum og
eldhúsi og virðast ekki taka mikið mið af
tækniframförum síðustu 100 ára eða breyt-
ingum á lifnaðarháttum fólks, matartilbúningi
og fjölskyldustærð. í íbúðum sem eru stærri en
55 m2, þarf þannig að vera a.m.k. 7 m2 stórt
eldhús. Í þannig íbúðum þarf líka að vera eitt
14 m2 svefnherbergi auk stofu a.m.k. 18 m2 að
stærð. Í íbúðum sem eru stærri en 110 m2 þarf
líka að vera sérstök snyrting, auk baðher-
bergis, sem rúmar handlaug og salerni.
Þvottaherbergi verður að fylgja öllum íbúðum
og skal lágmarksstærð þess, innan íbúðar vera
1,8 m x 1,8 m, en a.m.k. 5 m2 ef íbúðin er hönn-
uð á „grundvelli algildrar hönnunar“. Sér-
geymsla skal fylgja öllum íbúðum og skal lág-
marksstærð hennar vera 2,5 m2 í íbúðum sem
eru minni en 45 m2 og a.m.k. 7 m2 í íbúðum sem
eru 70 m2 og stærri. Geymsla má ekki vera
sameiginleg þvottaherbergi og í fjölbýlis-
húsum skal 2 m2 sameiginleg geymsla að auki
fylgja hverri íbúð. Svalir skulu vera a.m.k. 4 m2
að stærð og ekki mjórri en 1,60 m. Einnig er
nú skylt að hanna allar íbúðir á 1. hæð á
„grundvelli algildrar hönnunar“ þannig að þær
henti m.a. fyrir hreyfihamlaða. Allt eru þetta
ákvæði sem hafa umtalsverð áhrif á mögulega
gerð og byggingarkostnað nýrra íbúða.
Nú er það kannski skiljanlegt að fólk, sem
er í vinnu hjá okkur hinum í op-
inberum stofnunum og ráðu-
neytum og fær launin sín reglu-
lega um hver mánaðamót, hafi
ekki miklar áhyggjur af þeim
reglugerðum sem það setur
byggingariðnaðinum til þess að
fara eftir. Við sem hins vegar
höfum atvinnu af því að hanna og
byggja íbúðir þurfum að geta bú-
ið til íbúðir sem fólk bæði hefur
efni á og vill kaupa. Annars fáum
við engin laun og fólk ekki þær
íbúðir sem það vill og hefur efni
á.
Margar rannsóknir eru til sem sýna fram á
að hægt sé að hanna mjög góðar litlar, ódýrar
íbúðir án þess að dregið sé úr tæknilegum
kröfum eða að þær séu á nokkurn hátt heilsu-
spillandi enda hafa átt sér stað miklar framfar-
ir á mörgum sviðum íbúðarbygginga und-
anfarin ár. Þvottavélar eru t.d. í dag orðnar
mjög fullkomnar og ekkert að því að þær séu
nálægt eldunarsvæði eins og uppþvottavélar.
Svokallaðar „franskar svalir“ hafa dugað vel
víða um heim og við hljótum að kalla eftir ís-
lenskri rannsókn á notkun svala hér á landi ef á
að krefjast a.m.k. 1,60 m breiðra svala á öllum
íbúðum. Auðvitað eiga hönnuðir og fólk líka að
ráða því sjálft hvar og hvernig geymslurými er
háttað.
Í febrúar 2004 skiluðu Batteríið og VSO-
ráðgjöf ágætri skýrslu til Íbúðalánasjóðs sem
bar heitið „Félagslegar leiguíbúðir – lækkun
byggingarkostnaðar.“ Í þessari skýrslu eru
mismunandi kröfur Norðurlandanna til íbúða
m.a. bornar saman, enda eru þær talsvert mis-
munandi. Ein niðurstaða höfunda skýrslunnar
var sú að það væri „tímabært að ákvæði bygg-
ingarreglugerðar um lágmarksstærðir rýma
væru lagðar af en í stað þess kæmi skilgreining
á þeirri starfsemi og búnaði sem í viðkomandi
rými ætti að rúmast.“ Einn höfunda skýrsl-
unnar, Jón Ólafur Ólafsson arkitekt, sem var
verkefnisstjóri, lét þess líka getið í viðtali að
minnka mætti íbúðastærð hér á landi um 11-
19% án þess að minnka kröfur um þægindi eða
notagildi, ef stærðarkröfum bygging-
arreglugerðarinnar væri breytt. Ekkert virðist
samt hafa verið tekið tillit til þessara ábend-
inga við ofangreinda endurskoðun.
Nú er það mikið alvörumál ef fólkið í op-
inbera geiranum er að koma í veg fyrir að hér
sé hægt að byggja ódýrar, hagkvæmar íbúðir á
sama tíma og margir sjá ekki fram á að geta
nokkurn tíma eignast eigin íbúð. Í öllu falli
finnst mér það skulda okkur hinum einhverja
skýringu.
Eftir Gest Ólafsson
» Íslenskur byggingariðn-
aður þarf að geta fram-
leitt þær íbúðir sem fólk vill
kaupa og hefur efni á.
Gestur
Ólafsson
Höfundur er sjálfstætt starfandi arkitekt og
skipulagsfræðingur.
Hagkvæmar íbúðir fyrir
venjulega Íslendinga
Viðræður um aðild Íslands að
ESB hafa nú staðið hátt á annað
ár en aðildarumsókn var lögð inn
um miðjan júlí 2009. Viðræðunum
er skipt í 33 kafla. Alls hafa verið
opnaðir 11 kaflar og þar af er
samningum lokið um 8 þeirra og
þeim því lokað tímabundið. Í hin-
um þremur hefur ESB sett fram
skilyrði fyrir lúkningu viðræðna.
Þessir kaflar eiga það sameig-
inlegt að efni þeirra fellur undir
EES-samninginn. Til viðbótar eru
10 kaflar sem falla undir EES en
þeir eru allir enn í óvissu ásamt öðrum samn-
ingsköflum sem eftir standa.
ESB er búið að senda frá sér rýniskýrslur [1]
um 11 kafla til viðbótar þeim 11 sem viðræður
eru hafnar um. Í þeim hópi er að finna þá kafla
sem flest helstu hagsmunamál Bændasamtaka
Íslands falla undir. Í tveimur þessara kafla hafa
verið sett skilyrði af hálfu ESB fyrir því að hefja
samningaviðræður; í landbúnaði og byggða-
málum. Af öðrum mikilvægum málaflokkum
sem viðræður eru ekki hafnar um má nefna
matvælaöryggi, sem dýraheilbrigði fellur undir,
umhverfismál, tollamál, sjávarútvegsmál og
fjármálaþjónustu. Fyrir tvo þá síðasttöldu er
enn ekki komin rýniskýrsla frá ESB.
Í Morgunblaðinu þann 21. febrúar sl. segir
Stefán Haukur Jóhannesson, formaður íslensku
samninganefndarinnar, að ekki liggi fyrir hve-
nær erfiðu kaflarnir í samningaviðræðunum
verða opnaðir. Hann vonast þar til að fimm kafl-
ar verði opnaðir á ríkjaráðstefnu í lok mars en
ekki er tilgreint hvaða kafla þar er um að ræða.
Orðrétt segir síðan: „Við höfum lagt á það
áherslu að opna þessa svokölluðu erfiðu kafla
eins fljótt og auðið er en Evrópusambandið hef-
ur sitt verklag“.
Íslensk stjórnvöld hafa lengi verið óspör á yf-
irlýsingar um að erfiðu kaflana þurfi að opna
sem fyrst. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráð-
herra og Össur Skarphéðinsson utanrík-
isráðherra lögðu t.d. hart að dönskum jafn-
aðarmönnum þegar þeir mynduðu ríkisstjórn í
Danmörku að þeir opnuðu alla viðræðukafla
gagnvart Íslandi á meðan þeir gegna for-
mennsku innan ESB fyrstu sex mánuði ársins
2012.
Loksins nú eru forystumenn viðræðnanna af
Íslands hálfu hins vegar farnir að viðurkenna að
ESB viðhefur sitt verklag og að viðræðuferlið
lúti lögmálum þess, ekki Íslands. Allt tal um að
„kíkja í pakkann“ og sjá hvað stendur til boða er
sannarlega blekking. Heimavinnu Íslendinga
vegna opnunarskilyrða í landbúnaðar- og
byggðamálum er ólokið og ekkert hefur frést af
undirbúningi samningsmarkmiða fyrir við-
ræður um landbúnað. ESB vill heldur ekki ræða
sjávarútvegsmál fyrr en það hefur lokið sinni
heimavinnu, en endurskoðun sjávarútvegsstefn-
unnar stendur þar yfir. Það hefur því reynst enn
ein blekkingin að Ísland fengi aðild að endur-
skoðun hennar með því að sækja
um aðild að ESB eins og haldið
var fram á fyrri stigum.
Opið og lýðræðislegt ferli?
Í upphafi aðildarviðræðnanna
var af hálfu stjórnvalda ítrekað
rætt um nauðsyn þess að ferlið
væri opið og fulltrúar hags-
munaaðila ættu breiða aðkomu að
því. Þegar frá líður er ekki laust
við að þetta sé farið að taka á sig
aðra mynd. Einn fundur hefur
sem dæmi verið haldinn í samn-
ingahópi um landbúnað síðan
ESB kynnti opnunarskilyrði sín
þann 5. september í fyrra. Stjórnvöld reyndu
enn að klóra í bakkann með því að setja á fót
samráðshóp undir forystu Salvarar Nordal.
Leitað var eftir tilnefningum ýmissa hags-
munaaðila til þess starfs. Nú hefur komið fram
að tilnefningum hagsmunaaðila var hafnað. Á
sama hátt skipaði utanríkisráðherra 6 manns í
samstarfsnefnd sem af hálfu ESB er skipuð
fulltrúum hagsmuna- og félagasamtaka í Evr-
ópu. Samráðsnefndinni er ætlað ráðgefandi
hlutverk í viðræðunum. Þrátt fyrir þá miklu
hagsmuni sem eru undir fyrir sjávarútveg og að
40% af fjárlögum ESB renna til landbúnaðar er
enginn fulltrúi þessara aðila í nefndinni og ekki
var leitað til samtaka þessara atvinnuvega við
tilnefninguna.
Þá heyrir til algerra undantekninga að efni
sem kemur frá ESB tengt viðræðunum sé þýtt
á íslensku. Hvernig á almenningur að geta sett
sig inn í flókið ferli þegar stærstur hluti þeirra
gagna sem ESB leggur fram er aðeins til á
ensku?
Hvað er framundan?
Það er sífellt að koma betur í ljós að ESB
fylgir ákveðnu verklagi í viðræðunum við Ís-
land, verklagi sem er þekkt úr fyrri stækk-
unarviðræðum. Í framvinduskýrslu ESB frá
síðastliðnu hausti [2] er víða minnst á að Ísland
hafi ekki innleitt löggjöf ESB á tilteknum svið-
um. Dæmið um stöðuna í viðræðunum nú varð-
andi sjávarútveg sýnir hins vegar glöggt að Ís-
land á ekki að vera gerandi í að móta löggjöf
ESB í þessum viðræðum, slíkt hefur aldrei
staðið til.
[1]Skýrsla sem felur í sér greiningu ESB á mun á löggjöf
ESB og Íslands í einstökum málaflokkum.
[2]http://ec.europa.eu/enlargement/pdf/key_docu-
ments/2011/package/is_rapport_2011_en.pdf
Eftir Ernu Bjarnadóttur
» Forystumenn viðræðnanna
af Íslands hálfu viðurkenna
að ESB viðhafi sitt verklag og
viðræðuferlið lúti lögmálum
þess, ekki Íslands.
Erna
Bjarnadóttir
Höfundur er hagfræðingur
Bændasamtaka Íslands.
Er sannleikurinn um
ESB-aðildarviðræðurn-
ar að koma í ljós?