Morgunblaðið - 24.02.2012, Qupperneq 29
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2012
✝ Ólafur Odd-geirsson fædd-
ist að Eyvindarholti
2. október 1929.
Hann lést á heimili
sínu, Stapaseli 13,
Reykjavík, 15. febr-
úar 2012. For-
eldrar hans voru
Oddgeir Ólafsson,
f. 24.5. 1891, d.
31.10. 1977 og Þór-
unn Einarsdóttir, f.
24.10. 1889, d. 11.12. 1968.
Bræður Ólafs eru Einar Odd-
geirsson, f. 20.6. 1924, d. 21.8.
1997, Símon Oddgeirsson, f. 5.4.
1926, d. 25.6. 1927 og Símon
Oddgeirsson, f. 2.12. 1927.
Ólafur kvæntist 4. ágúst 1957
eftirlifandi eiginkonu sinni
Dóru Ingvarsdóttur, f. 30.10.
1936. Foreldrar hennar voru
Ingvar Þórðarson, f. 4.10. 1907,
d. 27.12. 1998 og Ingibjörg
Svava Helgadóttir, f. 31.12.
1912, d. 31.5. 2004. Dóttir Ólafs
er Þórunn Ólafsdóttir, f. 20.1.
1964. Hún er gift Marteini Sig-
urðssyni, f. 18.3.1966. Börn
þeirra eru Berglind Marteins-
dóttir, f. 26.6. 1986 og Ólafur
Marteinsson, f. 6.8. 1989.
Ólafur ólst upp að Eyvind-
arholti, Vestur-Eyjafjöllum, og
vann þar við al-
menn sveitastörf og
fór á vertíð til Vest-
mannaeyja. Árið
1954 fluttist hann
að Dalsseli, Vestur-
Eyjafjöllum, ásamt
fjölskyldu sinni.
Hann keypti ásamt
bræðrum sínum
vörubíl og vann
meðal annars við
gerð varnargarða
Markarfljóts og Þverár. Eftir að
Ólafur kvæntist Dóru fluttu þau
til Reykjavíkur þar sem þau
bjuggu alla sína búskapartíð.
Hann vann hjá Mjólkursamsöl-
unni í Reykjavík og Stræt-
isvögnum Reykjavíkur. Frá
árinu 1966 stundaði hann leigu-
bílaaktstur hjá BSR og síðar hjá
Hreyfli. Ólafur var mjög virkur
í félagsmálum leigubílsjóra og
var meðal annars í stjórn Bif-
reiðastjórafélagsins Frama.
Ólafur var mjög músíkalskur og
lék á orgel, harmóniku og píanó.
Hann söng í kirkjukór Stóra-
Dalssóknar, kór Rangæing-
afélagsins í Reykjavík og Karla-
kór sama félags.
Útför Ólafs fer fram frá Selja-
kirkju í dag, 24. febrúar 2012,
og hefst athöfnin kl. 11.
Oft er sagt að maður velji sér
vini en ekki fjölskyldu. Eitt er
víst að ég hefði ekki valið betur
þó að ég hefði mátt ráða. Pabbi
var mín stoð og stytta í gegnum
öll árin. Það eru ótal minningar
sem koma upp í hugann þegar
ég horfi til baka. Þegar ég var
barn vorum við pabbi mikið
saman. Hann sá um mig alla
morgna meðan mamma vann.
Ég man vel eftir því hversu
umhyggjusamur pabbi var þeg-
ar ég var veik en það kom í
hans hlut að vera heima hjá
mér á þeim stundum. Kannski
fór honum það svona vel úr
hendi þar sem hann þekkti of
vel af eigin raun að vera veikur.
Pabbi var einskaklega mikið
snyrtimenni. Hann lagði metn-
að sinn í að halda öllu snyrti-
legu í kringum sig og alla hans
leigubílstjóratíð vann hann í
jakkafötum með hálsbindi og
leigubíllinn fór aldrei skítugur
inn í skúr.
Bestu ár pabba voru árin
sem hann og mamma ákváðu að
byggja Stapaselið. Pabbi var þá
handlangari á daginn en keyrði
leigubílinn á kvöldin og um
helgar en mamma sá um fjár-
málin. Hann lagði metnað sinn í
þessa framkvæmd en oft leið
pabba best þegar eitthvað var
verið að framkvæma. Þetta var
góður tími, hann var nokkuð
heilsuhraustur enda tók það
ekki nema þrettán mánuði að
reisa húsið í kapphlaupi við
verðbólguna og tímann.
Þegar ég og Matti standsett-
um íbúðina á jarðhæðinni í
Stapaselinu var pabbi ráðgjafi
okkar í framkvæmdum. Það
hefur verið okkur mikill stuðn-
ingur í gegnum lífið að hafa for-
eldra mína við hlið okkar, sér-
staklega þegar börnin voru lítil.
Pabbi var stór hluti af lífi
barnanna minna. Þegar ég
ákvað að fara í nám í Kenn-
araháskólanum fór hann aftur í
sitt gamla hlutverk og tók á
móti Berglindi og Óla þegar
þau voru búin í skólanum. Ég
hefði aldrei klárað þetta nám
nema með hans hjálp. Þannig
var það alla tíð, alltaf var hægt
að hlaupa upp á efri hæðina eft-
ir ráðlegginum eða öðru sem
með þurfti og hann var alltaf
tilbúinn til aðstoðar.
Pabbi var mjög músíkalskur,
söng og hafði gaman af því að
spila á orgel og harmóniku.
Hann og mamma tóku á móti
Karlakór Rangæingafélagsins í
Stapaselinu einu sinni í viku í
nokkra vetur og þá hljómaði
söngur um allt næsta nágrenni.
Pabbi naut þess að taka vel á
móti fólki og þetta voru
ánægjulegar stundir í lífi hans.
Foreldrar mínir eiga hús á
Hvolsvelli og hafa þau dvalið
þar öðru hverju eftir því sem
heilsan leyfði. Þegar þau voru
þar fengu þau heimsóknir
frændfólks og vina sem pabbi
mat mjög mikils, en pabbi var
með eindæmum gestrisinn.
Síðustu ár pabba einkennd-
ust af veikindum hans en
mamma var alltaf hans stoð og
stytta. Pabbi var þakklátur öllu
því góða fólki hjá heimahlynn-
ingunni og líknardeild Land-
spítalans á Landakoti sem að-
stoðaði hann í veikindum hans
og taldi hann það forréttindi að
hafa notið aðstoðar þeirra og
talaði oft fallega um það.
Ég kveð pabba minn með
miklum söknuði og í þeirri vissu
að nú sé þjáningum hans lokið.
Við höfum misst mikið en efst í
huga mér er þakklæti í hans
garð fyrir alla umhyggjuna í
gegnum tíðina.
Þórunn Ólafsdóttir.
Í dag verður borinn til grafar
hann Óli tengdafaðir minn. Ég
kynntist Óla þegar ég var 12
ára gamall og vann hjá bræðr-
um hans í Dalseli. Þá vann
hann sem leigubílstjóri í
Reykjavík og þá sá maður
strax, eins og ég átti svo eftir
að kynnast síðar að hann var
mikið snyrti- og prúðmenni.
Ekki grunaði mig þá að okkar
kynni ættu eftir að standa
næstu 34 árin en þannig æxl-
aðist það nú samt og allir vita
af hverju það stafaði. Starfsævi
Óla fór í að aka stórum sem
smáum farartækjum, allt frá
vörubílum að leigubílum. Óli
var mikil aðdáandi Mercedes-
Benz bifreiða og átti í fórum
sínum viðurkenningu frá
Mercedes-Benz þess efnis að
hafa ekið 1.000.000 km á bílum
frá þeim.
Í ljóðinu „Minning um mann“
koma fyrir orðin „Börnum var
hann góður“ og það átti svo
sannarlega við Óla og því fengu
barnabörnin hans, Berglind og
Óli, að kynnast.
Mér er eitt skipti minnis-
stætt þegar við fórum austur á
Hvolsvöll og vorum nýkomin í
Gilsbakka þegar dyrabjöllunni
er hringt og fyrir utan stendur
lítill snáði, úr næsta húsi, í
gúmmístígvélum og spyr um
nafna sinn og hvort hann eigi
ekki sælgæti. Þó svo að heim-
sóknirnar hafi kannski snúist
um nammið þá voru þetta mik-
ilvægar og kærkomnar heim-
sóknir fyrir Óla.
Þó svo að okkar áhugamál
hafi ekki legið saman þá var
hann alltaf áhugasamur um það
sem ég tók mér fyrir hendur og
vildi fræðast um þessar dellur
og alltaf voru lokaorðin hjá
honum þau að ég ætti að fara
varlega í þessum áhugamálum.
Síðustu árin fór heilsu hans
hrakandi og á stundum dvaldi
hann á Líknardeild Landakots
og rómaði hann þá þjónustu og
umönnun sem hann fékk þar.
En Óli vildi helst vera heima og
lét það ekki aftra sér þó um
brattan stiga væri að fara. Ég
hafði orð á því að hann færi
stigann létt sem fjallageit væri
og ég er ekki frá því að það hafi
hvatt hann til dáða í glímunni
við stigann.
En nú hefur Óli stigið síð-
ustu glímuna. Það er mikil eft-
irsjá og söknuður eftir góðum
manni og ég er þakklátur Óla
fyrir okkar kynni.
Kveðja,
Marteinn.
Elsku Óli afi minn, mikið
finnst mér erfitt að þurfa að
kveðja þig, afa sem alltaf var til
staðar fyrir mig og vildi allt
fyrir mig gera. Ég er svo hepp-
in að eiga svona sérstakt og ná-
ið samband við ykkur ömmu, að
þurfa bara að fara upp til að
komast til ykkar er eitthvað
sem ég mun alltaf búa að og
vera þakklát fyrir. Þið veittuð
mér tækifæri til að gera svo
margt bæði með ykkur og
seinna sjálf með ykkar stuðn-
ingi. Ég á alltaf eftir að muna
eftir þér fínum í blárri skyrtu
og fallegt bindi við, hlutirnir
áttu að vera snyrtilegir og það
sást svo vel á þér og í kringum
þig.
Það voru forréttindi að vera
barnabarnið þitt og ég sakna
þín svo sárt þó að ég finni líka
að þú ert ennþá hjá mér. Ég
passa ömmu fyrir þig, afi minn.
Þín,
Berglind.
Mig langar í örfáum orðum
til að minnast Ólafs Oddgeirs-
sonar, Óla frænda eins og hann
var alltaf kallaður í fjölskyld-
unni, og síðan afi Óli af mínum
börnum. Fyrsta minningin mín
af Óla tengist því þegar hann
og Dóra voru að koma í heim-
sókn til okkar á Sólheima. Þá
biðum við systkinin full eftir-
væntingar við stofugluggann og
síðan var kallað „Dóra og Óli
eru að koma“, en það var alltaf
mikil gleði þegar þau komu í
heimsókn. Þau hjónin umvöfðu
okkur með brosi, hlýju og um-
hyggju.
Óli hafði gaman af ferðalög-
um og fórum við stórfjölskyldan
í margar fjölskylduferðir yfir
sumarið. Þetta voru yndislegar
ferðir þar sem margt var brall-
að. Það þótti spennandi hjá
okkur krökkunum að fara milli
bíla og ósjaldan fékk ég að vera
með Óla og Dóru, þá var mikið
spáð í umhverfið, náttúruna og
einnig var Óli duglegur að
segja okkur sögur úr sveitinni.
Sem barn þurfti ég að fara
oft til Reykjavíkur vegna tann-
réttinga. Kom það í hlut Óla að
taka á móti mér úr rútunni og
fylgja mér til læknisins. Þessar
ferðir voru oft ekki auðveldar
fyrir unga stúlku og því þótti
mér gott að vita af Óla sem
beið eftir mér og fylgdi mér til
læknisins. Seinna þegar ég fór í
framhaldsskóla bjó ég hjá Óla
og Dóru og naut gestrisni
þeirra og stuðnings. Þessa tíma
minnist ég með miklu þakklæti.
Mörgu skemmtilegu kynntist
ég hjá þeim, en Óli var ein-
staklega tónelskur og lék á
harmonikku, orgel og söng í
kór. Sem dæmi þá buðu þau
húsið sitt einu sinni í viku til
kóræfinga fyrir Rangæingakór-
inn. Stofunni var breytt í tón-
leikahús og kóræfingar fóru
fram. Þá ómaði um allt hverfið
kórsöngur og virtust nágrannar
kunna því vel. Gestrisni Óla og
velvilji við alla voru eftirtekt-
arverð og til eftirbreytni. Ég
mun aldrei gleyma hve ljúfur
hann var alla tíð við afa Ingvar
og ömmu Svövu. Hann var allt-
af tilbúinn að aðstoða þau við
alla hluti. Óli var bifreiðastjóri
allt sitt líf og var virkur í bar-
áttumálum fyrir sína stétt.
Hann tók þátt í samningavið-
ræðum varðandi kaup og kjör
og önnur baráttumál. Oft rædd-
um við þessi mál en Óli var
mikill réttlætissinni.
Óli tengdist sveitinni sinni,
Dalseli og Eyjafjöllum sterkum
böndum. Þegar árin færðust yf-
ir og þau voru hætt að vinna
voru Óli og Dóra dugleg að fara
austur í sveit, dvöldu hjá Sím-
oni, bróður Óla og síðar var
fjárfest í húsi á Hvolsvelli. Þar
naut Óli sín vel, endurnýjaði
kynni við sveitunga og kynntist
nýjum vinum.
Elsku Óli, nú er komið að
leiðarlokum. Ég þakka þér góð-
ar stundir sem voru mér og
fjölskyldu minni, foreldrum og
systkinum dýrmætar og minn-
ingarnar eru ómetanlegar. Ég
votta Dóru, Þórunni, Matta,
Berglindi, Óla og Símoni og
öðrum aðstandendum samúð og
bið ykkur öllum Guðs blessun-
ar.
Hrafnhildur Helgadóttir.
Elsku besti vinur minn.
Nú hefur algóður Guð hvatt
þig til fundar við sig. Það varð
mikil sorg í mínu hjarta þegar
mér var tilkynnt um andlát þitt.
Elsku Óli, þú varst svo góður
og það var alltaf gaman að
koma til ykkar Dóru. Sum
kvöldin gátum við setið inni í
stofu og spjallað um allt milli
himins og jarðar, bæði nýja og
gamla tíma, æskuminningar og
skemmtileg uppátæki. Það var
svo gott að ræða við þig um
marga hluti og svo varstu líka
svo góður sögumaður og marg-
ar góðar sögur af fólki hefur þú
sagt mér. Góðleiki þinn og vilji
til að hjálpa öðrum var alltaf til
staðar og ráðagóður varstu með
eindæmum. Þú kenndir mér
góðar reglur til þess að aka eft-
ir í Reykjavík og aldrei mun ég
gleyma fyrstu ökuferðinni með
þér á Bensanum þínum. Þú
ákvaðst að nú skyldi ég keyra í
Reykjavík og ég man svo hvað
ég var stressuð en yfirvegun
þín hafði afslappandi áhrif á
mig og gekk þessi ökuferð von-
um framar.
Margar eru minningarnar og
marga hluti höfum við gert
saman. Þú varst svo góður
trúss þegar við Dóra fórum í
langa reiðtúra og minnist ég oft
ferðar okkar inn í Þórsmörk.
Þegar ég hugsa til baka man ég
eftir því að þú gast verið stríð-
inn og orðheppinn gastu verið.
Man ég þegar þú hittir afa
minn við eldhúsborðið í Stóra-
Dal og þú spurðir hann að því
hvort hann væri sjálfstæðis-
maður? Afi minn reisti sig upp
og sagði skýrt: „Nei, það hef ég
aldrei verið.“ Þú vissir alveg
hvaða flokk hann studdi. Sjald-
an sá ég þig verða hissa eða
orða vant en mikið gat ég nú
hlegið að orðleysi þínu þegar
Berglind kom einhverju sinni
upp stigann og spurði: „afi, áttu
kaffi?“ Þessu áttir þú síst von á.
Ég á þér og Dóru svo margt
að þakka og ekki síst fyrir að
standa með mér og fylgjast
með mér keppa á hestum. Þú
hvattir mig áfram í söngnámi
og mikið þótti mér vænt um
þegar þið komuð á skólatón-
leika hjá mér. Þú spurðir mig
líka oft hvort það væri ekki
kominn tími til þess að spila
smá og þá settist ég stundum
við píanóið ykkar Dóru og spil-
aði nokkur lög. Þú leyfðir mér
aldrei að efast um sjálfa mig og
varst sannur vinur þegar mig
vantaði ráðleggingar eða bara
vin að spjalla við. Ég veit að
hún Píla á eftir að sakna þín
mikið því þið voruð svo miklir
vinir félagar.
Elsku Dóra, Þórunn, Matti,
Berglind og Óli. Ég votta ykkur
mína dýpstu samúð og megi al-
góður Guð vera með ykkur,
styrkja og leiða.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Takk fyrir allt, Óli minn.
Kær kveðja,
Sigurrós Lilja.
Lækkar lífdaga sól.
Löng er orðin mín ferð.
Fauk í faranda skjól,
fegin hvíldinni verð.
Guð minn, gefðu þinn frið,
gleddu og blessaðu þá,
sem að lögðu mér lið.
Ljósið kveiktu mér hjá.
(Herdís Andrésdóttir.)
Það víkur sér enginn undan
því kalli almættisins sem við
verðum öll að hlýða. Ólafur
Oddgeirsson var brott kallaður
15. febrúar 2012. Eftir langvar-
andi heilsuleysi og veikindi.
Þrotinn að líkamlegum kröft-
um, en viljinn og hugurinn
óbugaður. Minningarnar
streyma fram. Vinátta okkar
hjóna við þau hjónin hefur stað-
ið í áratugi. Vinátta sem mynd-
aðist fyrir löngu vegna tengsla
okkar Dóru frá æskustöðvunum
í Fljótshlíð, Rangárvallasýslu.
Og þeir Ólafur og Einar Ein-
arsson minn (d. 29.7. 2010)
Vestur- Eyfellingar að ætt og
uppruna. Ólafur var framúr-
skarandi snyrtimenni, smekk-
legur, umhyggjusamur, prúður
og vandaður maður. Hann var
farsæll í starfi sem atvinnubíl-
stjóri. Bílarnir hans alltaf í
topplagi, hreinir og gljáandi.
Framkoma hans einkenndist af
háttvísi og öryggi. Gæfa Ólafs
og stóri vinningurinn í lífi hans
var fjölskyldan. Dóra, eigin-
kona hans, dóttirin Þórunn,
Marteinn, hennar eiginmaður
og sólargeislarnir þeirra Berg-
lind og Ólafur. Það sýndi sig
best eftir að heilsu hans hrak-
aði hve þétt þau stóðu öll sam-
an og umvöfðu hann umhyggju.
Hann uppskar eins og hann
sáði. Við Dóra höfum frá því við
fluttum til Reykjavíkur verið
saman í ómetanlegum vin-
kvennahópi „Átthagaklúbbn-
um“. Þegar við vorum í þessum
samkvæmum fóru þeir stundum
eitthvað saman Einar og Ólaf-
ur, jafnvel austur undir Eyja-
fjöll. Fór Einar Magnússon frá
Hvammi stundum með þeim.
Þangað þótti þeim aldrei langt
að fara. Þangað höfðu þeir
sterkar taugar.
Fyrir tuttugu árum áttum
við Dóra þess kost að vera um
tíma í námi hjá Barclays Bank í
London. Þá fórum við öll fjögur
saman og deildum þar saman
íbúð. Á hverjum degi ákváðu
þeir hvert þeir skyldu fara og
hvað þeir ætluðu að skoða
næsta dag. Þeir notuðu tímann
vel, fóru víða og sáu margt sér
til fróðleiks og skemmtunar. En
okkur Dóru var boðið af Barcla-
ys að sjá margt meiriháttar og
áhugavert, og stundum voru
þeir boðnir með okkur. Þessi
tími var okkur öllum einstök
lífsreynsla og ánægjulegur í
alla staði. Oft síðan voru rifj-
aðar upp minningar frá þessum
tíma.
Það var alltaf notalegt að
koma til þeirra á þeirra fallega
heimili í Stapaseli, sem þau
höfðu byggt upp frá grunni, af
miklum myndarskap og smekk-
vísi, og eiga með þeim góða
stund. Að lokum þakka ég þeim
Ólafi og Dóru fyrir órjúfandi
tryggð og vináttu í öll þessi ár.
Ég kveð Ólaf Oddgeirsson með
þakklæti fyrir liðnar samveru-
stundir og bið Guð að blessa
minningu hans. Fjölskyldu hans
og vinum votta ég mína dýpstu
samúð og virðingu við þessi
leiðarlok, í þeirri trú að þau séu
þrátt fyrir allt lausn frá þraut-
um.
Margrét Sigurðardóttir.
Látinn er góður vinur og
söngfélagi Ólafur Oddgeirsson.
Fyrstu minningar um vinskap
við hann tengjast áhuga hans á
tónlist og söng. Ég var ungur
strákur, innan við fermingu og
nýfluttur með foreldrum og
systkinum austur í Seljalands-
skóla undir Eyjafjöllum, sem þá
var nýbyggður. Þar var faðir
minn kennari og skólabílstjóri.
Eftir að hafa ekið skólakrökk-
unum heim einn daginn á þess-
um fyrsta vetri okkar undir
Fjöllum, kom pabbi heim með
hljóðfæri sem hann hafði fengið
að láni hjá Ólafi í Eyvindar-
holti. Það var ítölsk harmón-
ikka og glæsilegt hljóðfæri. Ég
hreifst mjög af því að heyra
föður minn spila á þetta und-
urfagra hljóðfæri og fékk brátt
að prófa það sjálfur. Við þetta
kviknaði áhugi minn á harm-
ónikkuspili, sem haldist hefur
upp frá því.
Þessar minningar koma nú
aftur upp í hugann og þær bár-
ust í tal milli okkar Ólafs fyrir
nokkrum árum, er ég heimsótti
hann og fékk að sjá og heyra í
nikkunni góðu. Hann lék sjálfur
ágætlega vel á harmónikku og
sýndi mér aðra, þá glænýja sem
hann hafði eignast. Og mig
minnir að við höfum tekið lagið
saman, hann á þá nýju og ég á
þá gömlu.
Heimsóknir á heimili Ólafs
og Dóru hér í Reykjavík, sem
til komu vegna áhuga þeirra á
söng og tónlist, voru þó miklu
fleiri. Um árabil starfaði innan
Rangæingafélagsins í Reykja-
vík karlakór sem ég æfði og
stjórnaði. Ólafur var einn af
stofnendum þessa karlakórs og
öll starfsár hans fóru æfingar
fram á glæsilegu heimili þeirra
Ólafs og Dóru. Af einstakri ljúf-
mennsku og glæsilegri gestrisni
opnuðu þau hjónin heimili sitt
fyrir 12-15 manna kór sem æfði
þar í stofunni einu sinni í viku,
flesta vetrarmánuðina. Æfingar
drógust oft nokkuð fram eftir
kvöldi og á hverri æfingu var
gert hlé, sem einnig gat orðið
drjúglangt. Þá buðu þau Dóra
og Ólafur öllum hópnum til veg-
legs kaffisamsætis og þar var
ætíð vel veitt. Þessi æfinga-
kvöld heima í stofu hjá Ólafi og
Dóru urðu vettvangur ánægju-
legs söngstarfs og ógleyman-
legs kunningsskapar og vináttu.
Við hjónin þökkum Ólafi fyr-
ir margar góðar samverustund-
ir við söng, hljóðfæraslátt, á
vinafundum og skemmtisam-
komum af ýmsum tilefnum.
Dóru og fjölskyldunni sendum
við innilegar samúðarkveðjur.
Minningar um einstakan öðling
og heiðursmann munu lengi lifa
í hjarta okkar.
Njáll og Svanfríður.
Ólafur
Oddgeirsson
Fleiri minningargreinar
um Ólaf Oddgeirsson bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.