Morgunblaðið - 24.02.2012, Page 34

Morgunblaðið - 24.02.2012, Page 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2012 ✝ María Jóns-dóttir fæddist á Akureyri 26. ágúst 1941. Hún lést á öldr- unarheimili Ak- ureyrar, Hlíð, 17. febrúar 2012. Foreldrar henn- ar voru hjónin Jón Forberg Jónsson, verkstjóri á Ak- ureyri, f. 12.12. 1909, d. 12.2. 1990, og Helga Stefánsdóttir húsmóðir, iðn- verkakona og verslunarmaður, f. 18.5. 1918, d. 28.6. 2007. Heimili þeirra var nær alltaf á Akureyri. María var önnur í röð fjögurra systkina. Þau eru Stefán Karl, f. 1938, d. 1999, Dómhildur Rúna, f. 12.2. 1944, Ingunn Björk, f. 26.11. 1951. María giftist 19. janúar 1963 Birgi Aðalsteinssyni, loft- skeytamanni og rafeinda- og Sigríðar Evu Rafnsdóttur, f. 16.7. 1973, eru: María Katrín Einarsdóttir, f. 30.9. 2001, og Einar Rafn Einarsson, f. 16.2. 2003. Birgir Karl Birgisson, f. 13.6. 1970, rafeindavirki og sölumaður. Börn Birgis og El- ínborgar Sigríðar Freysdóttur, f. 30.8. 1975, eru: Arnheiður Birgisdóttir, f. 25.5. 2004, Auður Birgisdóttir, f. 5.5. 2007, Brimir Birgisson, f. 22.12. 2008. Sonur Elínborgar: Ýmir Ingimarsson, f. 29.5. 1996. María lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskólanum á Ak- ureyri. Eftir að hún giftist og eignaðist börn sá hún um heimilið af stakri prýði sjó- mannskonunnar. Þegar börnin voru komin á legg fór hún út á vinnumarkaðinn, vann m.a. hjá Niðursuðuverksmiðjunni og lengi hjá Brauðgerð Kristjáns hér í bæ. Útför Maríu verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag, 24. febrúar 2012, og hefst athöfn- in klukkan 10.30. virkjameistara, f. 11. ágúst 1939. Foreldrar hans voru Aðalsteinn Einar Einarsson, sjómaður og vél- stjóri, f. 5.12. 1907 í Tálknafirði, d. 1.2. 1984, og Ingi- björg Þorsteins- dóttir, f. 24.10. 1912, húsmóðir í Tálknafirði, d. 26.2. 2009. María og Birgir eignuðust þrjú börn, þau eru: Ingibjörg Helga Birgisdóttir, f. 14.10. 1962. Börn hennar með Jónasi Róbertssyni, f. 12.7. 1961, eru: Róbert Þór Jónasson, f. 10.1. 1986, versl- unarmaður og Arnar Dofri Jónasson, f. 23.1. 1992 nemi. Sambýlismaður Ingibjargar er Birgir Óli Sveinsson. Einar Þór Birgisson, f. 8.9. 1964, símsmíðameistari. Börn Einars Merkilegt hvernig lífið er. Þú ert farin, og smám saman fer ég að skilja að við munum ekki sjást aftur. Ég sagði við Ellu mína eftir að þú lést að ég gæti ekki munað neitt. Lá uppi í rúmi og hugsaði. Ekkert. Ég var dof- inn. Dagar liðu. Nú eru liðnir 4 dagar og minningarnar koma hraðar en ég ræð við. Nú rifjast upp litlir atburðir, eins og þegar ég strunsaði út um vaskahúsdyrnar í Norður- byggð með kústskaft á lofti og braut ljósakrónuna í útiljósinu. Og þegar þú læstir búrinu, því við vorum of dugleg í smákök- unum. Og svo náttúrulega þeg- ar ég fékk gat á hausinn. Það gerðist oft. Eins og þegar ég hljóp á snúrustaurinn í Norð- urbyggð. Við notuðum hann oft sem mark í okkar fótboltaleikj- um. Þú hefur áreiðanlega verið mjög ánægð með öll boltaförin á þvottinum þínum. Og þegar við Árni Þór vorum að smíða kofa við Víðilund og ég slengdi klauf- inni á hamrinum í hnakkann á mér. Ég var í kuldagalla og mér leið ekki vel og hringdi dyra- bjöllunni hjá Ingunni systur þinni þar sem þú varst í kaffi. Þú komst út og þreifaðir á hausnum á mér og hafðir áhyggjur af hvað ég væri sveitt- ur. Þú varst við hlið mér í hvert skipti sem spor var tekið uppi á sjúkrahúsi. Þú hugsaðir um mig og okkur öll. Fannst alltaf gott að fara með þér og pabba í Borgarfjörð- inn. Til Dommu systur þinnar. Einnig fórum við þangað stund- um bara tvö og Daddi bróðir þinn keyrði okkur á flutninga- bílnum. Það voru góð ferðalög. Fengum okkur svið á leiðinni. Og „Bigga Kalla köku“ hjá Dommu, súkkulaðitertu sem toppar allt. Þetta voru alvöru „road trip“. Sakna oft Dadda bróður þíns. Ógleymanlegt þeg- ar við fórum til hans og Lillu mágkonu í Skarðshlíðinni og horfðum saman á Prúðuleikar- ana í lit. Eru ekki mörg ljósár síðan þetta var? Man líka eftir þegar þú gerðir að sárum mínum eftir að ég spil- aði á moldarvellinum, við aðal- völlinn, gegn Þór í sjötta flokki. Ég skoraði 3 mörk í C-liði KA. Leið vel, en samt illa. Grét í baði þegar þú þreifst moldina af lær- unum á mér. Er með ör eftir þennan leik. Skipti yfir í Þór. Þú hélst áfram að koma á leiki. Upp alla flokka og kynntist mínum vinum í fótboltanum og oft þeirra foreldrum. Ég var svo heppinn að fá að vinna með þér eitt sumar í bak- aríinu. Við vorum samt ekki á sömu vakt. Ég var á næturvakt og þú á dagvakt. Náði samt nokkuð oft að vinna með fólkinu sem þú vannst með, og stundum með þér. Þar kom mjög greini- lega í ljós hvernig manneskja þú varst. Allir töluðu svo vel um þig og þú varst svo vel liðin. Ég man líka hvað þú lagðir mikla áherslu á það við mig að ég stæði mig vel í þessari vinnu sem þú útvegaðir mér. Stundvísi, samviskusemi og heiðarleiki eru orð sem eiga vel við þig. Er algjörlega sann- færður um að þú varst frábær starfsmaður. Það sagði þitt sam- starfsfólk. Þegar ég hugsa til baka þá finnst mér líf okkar allra breyt- ast þegar þú fékkst fyrst áfall. Þá bjó ég í Reykjavík. Þegar ég hitti þig eftir þessi veikindi þá fann ég mikla breytingu. Auðvit- að breyttist þróttur þinn en einnig frumkvæði. Hlutir sem áður voru þér svo mikilvægir misstu aðeins vægi. En eftir að ég kynntist Ellu þá fannst mér ég kynnast þér aðeins betur, svona upp á nýtt. Enda fannst mér þinn persónuleiki breytast við þessi veikindi. Ég fann og upplifði mikla gleði með þér þegar við Ella eignuðumst okk- ar börn. Þú elskaðir barnabörn- in þín öll og þau veittu þér gleði. Það er gott. Þau hefðu viljað meiri tíma með þér. Við hefðum öll viljað meiri tíma með þér. Birgir Karl. Meira: mbl.is/minningar Nú er María systir farin í hinsta ferðalag. Maja var fædd og uppalin á Akureyri og bjó þar alla sína tíð. Nú horfi ég aftur um liðna tíð og finn fyrir sökn- uði og tómleika. Maja og Biggi voru mér mjög kær eftir að ég flutti í Borgarfjörðinn. Sam- skipti okkar voru mjög góð alla tíð, en voru þó mest eftir að ég fór að búa með Sigga í Borg- arnesi og komu oft til mín á hverju sumri, áttum við mjög góðar stundir saman. Við Maja töluðum saman í síma á næstum hverjum degi síðastliðin rúm tuttugu ár þar sem langt var á milli okkar systra. Ferðalög okkar voru sérstök, fórum við margar ferðir um landið. Besta ferðin og eftirminnilegast var þegar við fórum um Vestfirði og komum við í öllum þorpum þar. Ferðin var farin á gamla mátann með tjöld og nesti. Eftirminni- legast er þegar við komum að safninu á Hnjóti, Biggi hafði þar margt að skoða, Maju þótti stoppið vera orðið fulllangt og hafði á orði að best væri bara að gefa safninu Bigga þá gætum við haldið áfram. Biggi var far- arstjóri í þessari ferð, enda á heimavelli. Einnig fórum við í ferðalag um Austfirði og vorum við þá í sumarbústöðum. Ekki má gleyma ferðunum í Reyk- holt, Biggi hafði gaman af að skoða sinn gamla skóla. Þegar ég spurði Maju er hún fór að nálgast sextíu ára afmælið hvað hún ætlaði að gera í tilefni dags- ins svaraði hún þá að hún ætlaði að fara af landi brott. Enduðum við fjögur á afmælinu í Vest- mannaeyjum og áttum við þar góðan tíma og skemmtum við okkur vel. Síðast komu þau í Borgarnes síðastliðið sumar, var Maja þá hress, en þrotin að kröftum eftir hennar erfiðu veikindi. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Elsku Biggi, Inga Helga, Ein- ar Þór, Biggi Kalli og fjölskyld- ur. Guð gefi ykkur styrk í ykkar sorgum. Dómhildur og Sigurður (Domma og Siggi). María Jónsdóttir Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Gisting AKUREYRI Höfum til leigu ýmsar gerðir sumar- húsa við Akureyri og á Akureyri. Upplýsingar á www.orlofshus.is. Leó, sími 897 5300. Hvataferðir, fyrirtækjahittingur, óvissuferðir, ættarmót Frábær aðstaða fyrir alla hópa. Líka fjölskyldur. Heitir pottar og grill. Opið allt árið. Minniborgir.is Gisting á góðum stað. Upplýsingar í síma 868 3592. Sumarhús Sumarhús - Gestahús - Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla - Endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892 3742 og 483 3693, www.tresmidjan.is Rafvirkjun Raflagnir, dyrasímar - S. 6630746 Bjóðum hagstætt verð í töfluskipti. Úttekt á raflögnum í eldra húsnæði, án endurgjalds. Straumblik ehf. löggilltur rafverktaki straumblik@gmail.com Óska eftir Kaupi silfur Vantar silfur til bræðslu og endurvinnslu. Fannar verðlaunagripir, Smiðju- vegi 6, rauð gata, Kópavogi. fannar@fannar.is - s. 551 6488. KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR Kaupum allt gull. Kaupum silfur- borðbúnað. Staðgreiðum. Heiðar- leg viðskipti. Aðeins í verslun okk- ar Laugavegi 61. Jón og Óskar, jonogoskar.is - s. 552-4910. KAUPI GULL! Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða- meistari, kaupi gull, gullpeninga og gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt, gamalt og illa farið. Leitið til fagmanns og fáið góð ráð. Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000 eða komið í Pósthússtræti 13 (við Austurvöll). Verið velkomin. Skattframtöl Skattframtal 2012 Framtalsþjónusta fyrir einstaklinga og rekstraraðila. Mikil reynsla - hagstætt verð. Uppl. í síma 517-3977. www.fob.is. netf. info@fob.is. Bílar óskast Bílalíf • Kletthálsi 2 • www.bilalif.is bílasala ...í bílum erum við sterkir! ☎ 562 1717 Skráðu bílinn þinn frítt hjá bilalif.is Bílaþjónusta Bílavarahlutir VW og Skoda varahlutir s. 534 1045 Eigum til notaða varahluti í VW, Skoda, Audi og Pajero frá '02. Kaup- um bíla til niðurrifs og uppgerðar. Bílabúið Kaplahrauni 11, s. 534 1045. Húsviðhald Hreinsa þakrennur og tek að mér ýmis smærri verkefni Sími 847 8704, manninn@hotmail.com Stigateppi Strönd ehf. Suðurlandsbraut 10, 108 Reykjavík, s. 533 5800. www.strond.is Kaupi gamla mynt og seðla Kaupi gömul mynt- og seðlasöfn. Met og geri tilboð á staðnum. Áralöng reynsla. Kaupi einnig minnis- peninga og orður. Gull- og silfur- peninga. Sigurður 821 5991. - nýr auglýsingamiðill Ég kynntist hjónunum í Hólma- tungu fyrst þegar ég var 14 ára. Þau opnuðu heimili sitt og hjarta upp á gátt fyrir náttúrubarninu sem óskaði einskis annars en að komast í sveit og vera í sauðburði. Þar sem ég kunni best við útiverk- in fékk ég að fylgja Eiríki eins og skugginn, taka á móti lömbum, dýfa höndunum í kar, dreifa heyi á garðana, moka skít og svo lengi mætti áfram telja. Eiríkur og ég áttum margar skemmtilegar samræður gegnum tíðina, en hann var maður vel les- inn. Hann svaraði ætíð öllum spurningum mínum af greiðvikni, þó að honum væri stundum skemmt. „Ef þú værir rolla, Eirík- ur, heldur þú að þú værir forystu- rolla?“ Við spjölluðum um draum- farir, hann kenndi mér ný orð yfir veðurfar, hvenær fuglarnir svæfu og það kom fyrir alveg spari að við gáfum rollunum pínu neftóbak og hlógum svo eins og vitleysingar við viðbrögðum þeirra. Eitt sinn vorum við Eiríkur í fjárhúsunum. Ég hélt að ég hefði fundið kettling, og rak andlitið al- veg upp að hvæsandi kvikindinu sem hafði falið sig milli fóðurtunna. Svo brá mér við. Þetta var minkur og varð uppi fótur og fit hjá okkur Eiríki að ná honum. Minkurinn hlaut síðan snöggan dauðdaga með hjálp heykvíslar og snarræðis Ei- ríks. Var honum sennilega ansi Helgi Eiríkur Magnússon ✝ Helgi EiríkurMagnússon fæddist í Másseli í Jökulsárhlíð 15. ágúst 1928. Hann lést í Árskógum 1, Egilsstöðum, 10. janúar 2012. Eiríkur var jarð- sunginn frá Egils- staðakirkju 21. jan- úar 2012. skemmt yfir að ég hafi rekið andlitið al- veg framan í varginn og sagt „kisa, kisa, kis“ blíðum rómi, sem og uppnám mitt yfir þessu en ég var smástund að ná mér niður eftir þennan æsispennandi elt- ingaleik. Þegar ég kom fyrst í sauðburðinn, tók ég ævi og örlög lambanna afar nærri mér, en ef svo bar undir beið mín ætíð hlýr faðmur Gunnþór- unnar. Ég komst ekki upp með annað en að vera föðmuð og gráta fögrum tárum á öxl hennar. Gunn- þórunn elskaði að gera vel við mig, og er hún sannur snillingur í ís- lenskri matargerð eins og hún ger- ist best. Það fer enginn svangur frá Hólmatungu. Ber þar helst að nefna frosnu lifrarkæfuna – en það fór þannig að ég hringdi í útvarps- þáttinn „Toppurinn á tilverunni“, meðan sá þáttur var og hét, og sagði að ég teldi að heimagerða lifr- arkæfan hennar væri toppurinn, Gunnþórunni til mikillar gleði. Mér eru mjög minnisstæð nokkur skipti þegar hún var að stríða Eiríki og við reyndum leynt og ljóst að fela hláturinn, en það endaði oftast þannig að við hlógum svo mikið að við komum upp um okkur. Gunnþórunn, Eiríkur og börn þeirra tóku alltaf vel á móti mér og hef ég aldrei fundið fyrir öðru en hlýju og að ég væri velkomin í ár- anna rás. Náttúran í Jökulsárhlíð- inni er stórbrotin og fólkið sem hana byggir ekki minna merkilegt. Það eru forréttindi að fá að dvelja í svo fögrum fjallasal og ekki síst að vera í svo góðum félagsskap. Ég mun ævinlega vera þakklát fyrir kynni mín af þessu góða fólki, en vinátta og væntumþykja hafa myndast sem munu alltaf halda. Það er með sorg í lund sem ég kveð vin minn Eirík um leið og ég votta fjölskyldu hans mína dýpstu samúð. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Heiðdís Anna Þórðardóttir. Myndir | Hafi mynd birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviá- gripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent má senda myndina á netfangið minn- ing@mbl.is og gera umsjónar- fólki minningargreina viðvart. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.