Morgunblaðið - 24.02.2012, Qupperneq 43
MENNING 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2012
Leikkonan Helena Bonham Carter var
í vikunni heiðruð af Elísabetu II
Bretadrottningu í Buckingham-höll,
meðal annars fyrir leik sinn í kvik-
myndinni „King’s Speech“ eða Kon-
ungsræðunni eins og hún nefnist á ís-
lensku. Þar lék Bonham Carter móður
núverandi drottningar eftirminnilega
en leikur hennar og Colins Firths, sem
lék sjálfan konunginn, Georg VI, þótti
með eindæmum góður.
Þá þekkja yngri kynslóðir hana ef-
laust úr Harry Potter-myndunum þar
sem hún lék illskeyttu nornina Bella-
trix Lestrange. Þegar leikkonan frétti
af því að til stæði að heiðra hana sagð-
ist hún vilja tileinka viðurkenninguna
föður sínum Raymond, en hann dó árið
2004.
„Ég veiti þessum verðlaunum við-
töku til heiðurs föður mínum sem
þjáðist af langvarandi fötlun. Mér er
mikill heiður að því að taka við þessum
verðlaunum í hans minningu,“ sagði
Helena Bonham Carter eftir að hafa
verið heiðruð af drottningunni.
Drottningin heiðrar
Helenu Bonham Carter
Athöfnin fór fram í Buckinghamhöll
Heiðruð Leikonan Helena Bonham Carte ásamt drottningu Bretlands.
Leikonan Jennifer Aniston sem
flestir þekkja úr gamanþáttunum
Friends og myndum á borð við Of-
fice Space, Bruce Almighty, Along
Came Polly, The Break-Up o.fl.
þekktum gamanmyndum fékk núna
að setja nafn sitt á gangstéttina
ásamt stjörnu nýverið. Leikonan
hefur verið í sviðsljósinu í minnst
20 ár en hún skaust upp á stjörnu-
himininn með leik sínum í þátt-
unum Friends. Hún hefur bæði unn-
ið til Golden Globe og Emmy
verðlauna á ferli sínum. Auk þess
náði hún ásamt hinum stjörnunum í
Friends að verða launahæsta sjón-
varpstjarna til þessa.
Aniston fær
stjörnu
Á stéttinni Jennifer Aniston við stjörn-
una sína á Hollywood Walk of Fame.
Grínistinn góðkunni Frank Car-
son dó í gær, 85 ára að aldri.
Carson, sem fæddist í Belfast árið
1926, fór í fyrra í aðgerð vegna
magakrabbameins sem heppn-
aðist vel en heilsu hans hrakaði
þrátt fyrir það. Hann varð fyrst
frægur fyrir skrítlur sínar og
gamanleik árið 1960 þegar hann
sigraði þrisvar í röð í hæfi-
leikaþættinum Opportunity
Knocks. Hann gegndi herþjón-
ustu í þrjú ár í Mið-Austurlöndum
á sjötta áratug síðustu aldar en
sneri sér svo að skemmtanaiðn-
aðnum eftir það. Hann var nokk-
uð vinsæll uppistandari á Írlandi
áður en hann reyndi fyrir sér á
Englandi þar sem hann kom fram
með mönnum eins og Charlie
Williams, Bernard Manning, Mike
Reid og Jim Bowen.
Árið 1987 var Frank Carson
tekinn inn í reglu heilags Greg-
oríusar, af Jóhannesi Páli páfa
II., fyrir góðgerðarstörf sín á
Norður-Írlandi. Hann gerði grín
að athöfninni, eins og öllu öðru, í
gamanleiknum var honum fátt
heilagt. „Páfinn kyssti mig og
sagði að ég væri yndislegur mað-
ur,“ lét Carson hafa eftir sér í
Daily Mail. Þá sagði hann að at-
höfnin hefði tekið 17 mínútur en
Ronald Reagan, þá forseti Banda-
ríkjanna, hefði aðeins fengið 11
mínútur með páfanum. Fjölskylda
Carsons segir að hann hafi fengið
tækifæri til að kveðja sína mestu
aðdáendur áður en hann skildi
við, það er að segja fjölskyldu
sína og vini.
Grínistinn
Frank Car-
son látinn
Grínisti Frank Carson í sínu fín-
asta með bros á vör að vanda.