Morgunblaðið - 28.02.2012, Síða 1

Morgunblaðið - 28.02.2012, Síða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 2 8. F E B R Ú A R 2 0 1 2  Stofnað 1913  49. tölublað  100. árgangur  STÓRMEISTARA- JAFNTEFLI Á ÓSKARSHÁTÍÐINNI ÞÚSUNDIR KEPPENDA Í SKÓLAHREYSTI EINN ALLSHERJAR SPENNANDI SUÐUPUNKTUR TÓLF SÍÐNA BLAÐAUKI TÓNLISTARVEISLA Í ÞRJÁ DAGA 34TVÆR MYNDIR SKÖRUÐU FRAM ÚR 36 Ljósmynd/Börkur Á veiðum Faxi RE 9 á loðnumiðunum.  „Ætli við þurfum ekki þokkalegt veður og þrjár vikur áður en loðnan hrygnir, þá ætti þetta að hafast þokkalega,“ sagði Vilhjálmur Vil- hjálmsson, deildarstjóri uppsjávar- deildar HB Granda, um loðnu- vertíðina. Nú hafa veiðst um 400 þúsund tonn af 590 þúsund tonna kvóta. Vilhjálmur reiknar með að hrognataka fyrir Japansmarkað hefjist upp úr miðri vikunni. Loðnan er komin fyrir Reykjanes og var mikið líf á miðunum þar í gær. „Það er líflegt hér við Reykja- nesið, um tugur loðnuskipa og svo önnur fiskiskip af öllum stærðum og gerðum með alls konar veið- arfæri í sjó,“ sagði Sturla Ein- arsson, skipstjóri á Guðmundi VE, síðdegis í gær. »12 Hrognataka fyrir Japansmarkað hefst í þessari viku Morgunblaðið/Ómar Beðið eftir túr Hækkandi eldsneyt- isverð hefur komið þungt niður. Leigubílstjórar eru margir hverjir að kikna undan kostnaðarhækkun- um og þar vega þyngst verðhækk- anir á dísilolíu og bensíni að undan- förnu. Þetta segir Eysteinn Georgsson, formaður Freys, félags leigubíl- stjóra í Reykjanesbæ. „Ástandið er orðið mjög alvarlegt. Olían hækkar stanslaust og við fáum engar niður- greiðslur af neinu tagi,“ segir Ey- steinn. „Um leið og verðið fer upp í 300 krónur er ég hættur,“ bætir hann við og gerir fastlega ráð fyrir að fjöldi annarra bílstjóra muni gera slíkt hið sama. Hann segir að elds- neytið sé ekki það eina sem hafi hækkað, kostnaður við tryggingar og dekkjaskipti sé einnig mjög þung- ur. Eysteinn segir að enginn geti í dag endurnýjað bíl. „Það er gjör- samlega út úr kortinu og þarf ekki einu sinni að láta sér detta í hug að reyna það. Bíllinn sem ég ek í dag er kominn yfir 557 þúsund kílómetra. Mér finnst skelfilegt að horfa upp á að það eru komnir 15 og upp í 20 ára gamlir bílar í þessa vinnu,“ segir Ey- steinn. »6 Leigubílstjórar að kikna  „Um leið og verðið fer upp í 300 krónur er ég hættur“ Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Orðrómur um að dýr hafi horfallið á Mýrunum vegna harðæris passar ekki alveg,“ sagði Skarphéðinn G. Þórisson, hreindýrasérfræðingur á Náttúrustofu Austurlands. Hrein- dýr hafa haldið sig mikið á láglendi frá Hamarsfirði og suður á Mýrar. Frá Hvalnesi og suður úr var mikill klaki yfir öllu í desember og janúar. Fólk óttaðist að hreindýr hefðu fallið mikið vegna jarðbanna. Skarphéð- inn fór og skoðaði nokkur hræ. „Það hafa allmörg dýr drepist þar,“ sagði Skarphéðinn. Skoðunin sýndi að nokkuð mörg dýr höfðu orðið fyrir bílum. Skarphéðinn taldi að sum þeirra hefðu slasast við ákeyrslu en komist í burt og drepist. Tveir dauðir tarfar voru neðan við Flatey á Mýrum, báðir mjög full- orðnir og horaðir. „Þeir fara með sig á fengitímanum. Þegar þrengir að eins og nú þá þola dýr sem eru veil fyrir það síst og hrökkva upp af,“ sagði Skarphéðinn. Hann sagði ekki hægt að tala um horfelli hreindýra en segja mætti að í einhverjum til- fellum hefðu svellalögin flýtt fyrir dauða lélegra dýra. Þá hefðu dýrin hangið lengi niðri í byggð und- anfarna vetur og yrðu þá frekar fyr- ir bílum, einkum í skammdeginu. Skarphéðinn sagði að hreindýr hefðu varla sést uppi á Héraði í vet- ur. „Þau hafa lítið komið niður og maður aðeins hitt á hópa á Jökul- dalsheiði út undir Vopnafirði og allt gott um þau að segja,“ sagði Skarp- héðinn. Dýrin þar eru í mjög góðum holdum. Hreindýrin yfirgáfu Fljóts- dalsheiðina að mestu fyrir um tveim- ur árum og er fátt um dýr þar. Dýrin hafa flutt sig austar og eru mikið inni á Öxi, inn af Skriðdal, í Breiðdal, á Fossárfelli og í Hamarsdal. Talsverður hreindýrafellir Morgunblaðið/RAX  Hreindýr hafa haldið sig á láglendi á sunnanverðum Austfjörðum  Klaki var þar yfir öllu í desember og janúar  Nokkuð um að dýr drepist eftir ákeyrslur bíla Orsakir dauða dýranna » Tæpur þriðjungur 35 dauðra dýra í vetur drapst af ókunnri ástæðu. Tíu drápust sannar- lega eftir að hafa orðið fyrir bíl. Sex drápust eftir að flækjast í girðingum við Flatey á Mýrum. » Tveir ellimóðir tarfar dráp- ust eftir fengitímann. Tvö dýr voru líklega skotin ólöglega og eitt hrapaði. Hreindýr Nokkur hreindýr voru að krafsa og bíta undir Hlíðarfjalli í Lóni um síðustu helgi. Kýrin fyrir miðri mynd hafði ekki augun af ljósmyndaranum.  Árið í ár er al- veg sérstakt fyr- ir 208 Íslendinga en á morgun fá þeir að halda upp á „alvöru“ af- mæli, hlaupárs- daginn 29. febr- úar. Samkvæmt þjóðskrá búa 208 einstaklingar á Ís- landi sem fæddir eru þennan sér- staka dag, sem rennur upp á fjög- urra ára fresti til að samræma lengd almanaksársins og árstíð- arársins. »14 208 Íslendingar eiga „alvöru“ afmæli á morgun Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Ís- lands, mun á næstu dögum tilkynna hvort hann verði við áskorun um að bjóða sig fram á ný eður ei. Hann hafi ætlað að hætta en hljóti nú að taka þá ákvörðun til endurmats. „Ég geri mér hins vegar alveg grein fyrir því að þunginn frá ykkur og þunginn frá fólkinu í landinu er þess eðlis að ég hef því miður ekki haft tíma til þess að komast að niðurstöðu um það, vegna þess að ég virði líka vilja þjóðarinnar til þess að þurfa að skoða þessi mál. Þess vegna tel ég að ég hljóti fljót- lega, síðar í þess- ari viku eða í næstu viku, að gera upp við mig endanlegan hvort ég held við fyrri ákvörðun – og við í fjölskyldunni, við Dorrit – eða hvort ég svara því kalli og þeim áskorunum sem mér voru birtar hér í dag,“ sagði for- setinn og undirstrikaði að hann virti vilja þjóðarinnar. »2 Forsetinn undir feld Ólafur Ragnar Grímsson  Hefur ekki unnist tími til ákvörðunar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.