Morgunblaðið - 28.02.2012, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 28.02.2012, Qupperneq 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 2012 Evrópustofa, upplýsingamiðstöð ESB á Íslandi, efnir til opins fundar um Evrópumál á Akureyri, miðviku- daginn 29. febrúar, kl. 17-18 á Hótel KEA. Á fundinum fjalla Morten Jung, yfirmaður Íslandsmála hjá stækk- unarskrifstofu ESB, og Timo Summa, sendiherra ESB á Íslandi, um stöðu mála innan Evrópusam- bandsins og gang aðildarviðræðna sambandsins við Ísland. Jafnframt kynnir framkvæmdastýra Evr- ópustofu, Birna Þórarinsdóttir, starfsemi upplýsingamiðstöðvar ESB á Íslandi. Að framsögum lokn- um verður efnt til umræðna. Erindi Mortens Jungs og Timo Summa fara fram á ensku. Fundurinn á Akureyri er liður í áformum Evrópustofu að stuðla að aukinni umræðu, þekkingu og skilningi á eðli og starfsemi ESB, segir í tilkynningu frá Evrópustofu. Evrópustofa heldur fund á Akureyri Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæð- inu, segir að orð sín um að tilteknir þingmenn hafi haft áhrif á staðsetn- ingu mótmælenda og harðan fram- gang, hafi eingöngu átt við mótmæl- in í miðborg Reykjavíkur 20. og 21. janúar 2009, en þá var mikil harka í mótmælunum. Geir Jón segir að það hafi verið upplifun lögreglunnar að það hafi orðið einhver hreyfing og breyting á mótmælunum sem menn hafi sett í samband við að einhver skilaboð og ábendingar hafi farið á milli. Ekki hefði verið hvatt til of- beldis. „Það hef ég aldrei sagt,“ sagði Geir Jón í samtali við Morgunblaðið. Geir Jón vinnur nú að skýrslu um mótmæli undanfarin ár, að beiðni lögreglustjóra, og mun skila henni í vor. Geir Jón segir að í skýrslunni verði að finna staðreyndir um mót- mælin, s.s. um fjölda lögreglumanna að störfum, skipulag, hvað hafi kom- ið upp á og umsagnir og upplifun lög- reglumanna. „Ég er að vinna upp úr lögreglukerfunum til að hafa þetta allt á einum stað,“ sagði hann. Í um- sögnum lögreglumanna liggi fyrir ákveðnar upplýsingar um þátt þing- manna og þar komi nöfn þeirra fram. Hann vildi ekki segja hvort margir þingmenn væru nefndir. Þetta væri ekki rannsókn og enginn hefði verið yfirheyrður. Í Morgunblaðinu í gær sagði Geir Jón að ljóst væri að þingmennirnir hefðu haft áhrif „bæði á staðsetningu mótmælenda og harðan framgang“. Aðspurður hvað hann ætti við með hörðum framgangi sagði Geir Jón að þau orð vísuðu til mótmælanna 20. og 21. janúar. Þá hefðu orðið ákveðnar breytingar á mótmælun- um. „Það varð hreyfing og einhver breyting á sem menn upplifðu og settu í samband við að einhverjar ábendingar hefðu farið fram,“ sagði hann. Þær hefðu lotið að því að færa sig til á Austurvelli. Lögregla hefði á þeim tíma ekki vitað hvað hefði farið á milli þingmanna og mótmælenda en upplýsingar um það hefðu síðar komið fram, m.a. á opinberum vett- vangi. „Það sem við héldum fyrst að hefði verið upplifun hefur verið stað- fest í okkar eyru,“ sagði Geir Jón, bæði með samtölum og því sem hefði komið fram opinberlega. Geir Jón sagði að skýrslan væri vinnugagn og það væri lögreglu- stjóra að ákveða hvort hún yrði birt. Lögreglustjóri ræður birtingu skýrslunnar  Settu breytingar á mótmælum í samhengi við samskipti Morgunblaðið/Golli Vörn Lögregla átti oft undir högg að sækja í janúar 2009. Fallegir toppar Str. S-XXL Verð 9.900 kr. Ríta Tískuverslun Bæjarlind 6, sími 554 7030 Eddufelli 2, sími 557 1730 www.rita.is Sundbolir Tankini Bikini Náttföt Undirföt Sloppar YÜØ f|zâÜÄtâz Mjóddin s. 774-7377 E N N E M M / S ÍA / N M 5 0 4 9 1 Hagsýnir heimilisbílar Suðurlandsbraut 14 > sími 440 4400 > www.ergo.is > ergo@ergo.is Árgerð 20052 sjálfskiptur · bensín Árgerð 20122 beinskiptur · dísil Sparnaður á ári 228.240 kr.Eyðsla1 228.600 kr. 4,5 l 456.840 kr. 9,4 l - = 24.780 kr.Bifreiðagjöld 9.460 kr.34.240 kr. - = 2.100 kgCO2 útblástur 2.380 kg 119 g/km 4.480 kg 224 g/km - = Kannaðu kosti grænna bílalána og reiknaðu dæmið til enda á ergo.is 1Blönduð eyðsla á hverja 100 km 2Rekstur í eitt ár á meðalstórum fólksbíl m.v. að bensínverð sé 243 kr., dísilverð 254 kr. og akstur á ári 20.000 km. - nýr auglýsingamiðill 569-1100 finnur@mbl.is Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, sagði á Alþingi í gær að það væri mjög alvar- legt að halda því fram að einhverjir til- teknir þing- menn, sem ekki væru nafngreindir, hefðu fjarstýrt mótmælunum. Það væri fjarstæðukennd hugmynd. Annað og öllu alvarlegra væri ef menn létu að því liggja að þess- ir þingmenn hefðu reynt að hafa áhrif á hvernig mótmælin færu fram þannig að það gerði lög- reglu erfiðara um vik eða stofn- aði henni í hættu. „Ef svona ásakanir verða uppi eða dylgjur sem ég kýs að kalla það þá skul- um við rannsaka það og þá líka allt saman. Og við þurfum þá væntanlega að rannsaka mót- mælin sem héldu áfram og urðu hér við þingsetningu í fyrra og hittifyrra og hverjir tengdust þeim,“ sagði Steingrímur m.a. Fjarstæða og alvarlegt mál RANNSAKI ALLT SAMAN Steingrímur J. Sigfússon

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.