Morgunblaðið - 28.02.2012, Síða 10
10 DAGLEGT LÍFÚtivist og hreyfing
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 2012
Morgunblaðið/Ómar
Hnefaleikakappi Ari Þór Ársælsson hóf að keppa í boxi í Svíþjóð og hefur áratuga reynslu úr boxheiminum.
María Ólafsdóttir
maria@mbl.is
Eftir farsælan feril í heimiatvinnuboxara hefur AriÞór Ársælsson nú snúiðsér að því að kenna æf-
ingakerfi þar sem boxið er notað til
að auka úthald og styrkja líkamann.
Í fitness boxi hjá Ara Þór er mikið
púlað og boxið notað í og með.
Úthaldið skiptir
einna mestu í boxinu
Box er vel til þess fallið að auka úthald fólks í bland
við styrktaræfingar. Hnefaleikakappinn Ari Þór Ár-
sælsson nýtir áralanga reynslu sína sem boxari nú til
þess að koma fólki í gott form á fitness box-nám-
skeiðum. Fitness box er fyrir fólk á öllum aldri og fer
hver og einn þar á sínum hraða.
Víða um Ísland eru fallegar göngu-
leiðir og auðvelt að finna upplýsingar
um slíkt á netinu. Ein slík síða er
heimasíða Borgarfjarðar eystri.
Þar er að finna greinargóðar upp-
lýsingar um ferðaárið 2012 hjá Ferða-
félagi Fljótsdalshéraðs. Meðal ferða
má nefna fugla- og blómaskoð-
unarferð sem farin verður í júní. Um
er að ræða þriggja daga ferð en
styttri ferðir eru líka í boði. Þannig
má nefna sólstöðugöngu þann 22.
janúar þar sem gengið er í Stapavík
og afmælisganga á Súlu í Dyrfjöllum.
Það er gaman að kanna landið sitt
fótgangandi svo ekki sé talað um í
fallegri sumarbirtu og jafnvel svolít-
illi sól. Fyrir þá sem eiga leið um
Austurland í sumar gæti verið snið-
ugt að taka slíka gönguferð með í
reikninginn. Sjón er sögu ríkari og
ættu flestir að geta fundið eitthvað
við sitt hæfi.
Vefsíðan www.borgarfjordureystri.is
Morgunblaðið/Steinunn Ásmunds
Útsýni Svipmynd frá Borgarfirði eystri á fallegum sumardegi.
Gönguferðir á Austurlandi
Bláfjallagangan fer fram næstkom-
andi laugardag, 3. mars. Gangan er
partur af svokölluðum Íslands-
göngum. En þær eru skíðagöngumót
sem fram fara víðsvegar um land yfir
vetrarmánuðina. Keppt er í 3 aldurs-
flokkum í 20 km göngunni 17-34 ára,
35-49 ára og 50 ára og eldri, bæði í
karla- og kvennaflokki, og teljast
mótin til stiga í Íslandsgöngunni.
Það er Skíðasamband Íslands sem
hefur efnt árlega til mótsins síðan
1985. Í hverri göngu eru í boði fleiri
en ein vegalengd þannig að allir eiga
að geta fundið brautir við sitt hæfi.
Nánari upplýsingar má nálgast á
hlaup.is
Endilega…
…gangið Blá-
fjallagönguna
Á gönguskíðum Gangan hentar öllum.
Það kostar blóð, svita og tár að taka
þátt í Ólympíuleikum. Æfingarnar eru
þrotlausar og reyna mikið á íþrótta-
menn, bæði líkamlega og andlega.
Hér getur að líta myndir af æfingu
fimleikafólks í Ríó de Janeiro um
helgina. Eins og sjá má skiptast á skin
og skúrir á slíkum æfingum. Enda
margt sem þarf að fínpússa og laga
fyrir jafn stóra og mikilvæga keppni
sem þessa.
Ólympíuleikarnir í ár verða haldnir í
Lundúnum og brutust út mikil fagn-
aðarlæti á götum borgarinnar þegar Al-
þjóða ólympíunefndin (IOC) tók þá
ákvörðun árið 2005. Veitir ekki af þeim
tíma til undirbúnings enda munu millj-
ónir manna verða í borginni meðan á
leikunum stendur í ágúst. Ísland tók
fyrst þátt í Ólympíuleikunum í London
1908 en frá árinu 1936 hafa Íslendingar
tekið þátt í öllum leikum nema vetr-
arleikunum í Sapparo í Japan 1972.
Stífar æfingar fyrir Ólympíuleika
Blóð, sviti og tár fimleikafólks
Reuters
Fimleikastjarna Hin brasilíska Jade Barbosa er í hópi Ólympíufara og brosir hér sínu blíðasta á æfingu.
Álag Æfingarnar eru þrotlausar og þar skiptast á skin og skúrir.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
Í grein sem birtist á vefsíðu Los Ang-
eles Times segir greinarhöfundur
Shari Roan að ef nokkuð megi kalla
„töfralausn“ í læknisfræði sé það
regluleg hreyfing. Enda hafi slíkt al-
mennt verið tengt við betri heilsu
fólks.
Ný rannsókn í Bandaríkjunum sýni
hins vegar að þar sé aðeins einn af
hverjum þremur fullorðnum spurður
um líkamsrækt sína af lækni. Rann-
sóknin var gerð árið 2010 af heil-
brigðisyfirvöldum í Bandaríkjunum
og var úrtakið 21.800 fullorðnir
Bandaríkjamenn. Rannsóknin leiddi
einnig í ljós að nokkuð fleiri konum
hafði verið ráðlagt að hreyfa sig
meira. Í síðustu rannsókn sem gerð
var árið 2000 kom í ljós að aðeins
22% sjúklinga höfðu verið spurð um
líkamsrækt sína. Nokkur vakning hef-
ur því orðið síðan þá en þó ekki næg
til að mæta viðmiðum um lýðheilsu.
Jákvæðast við rannsókina var þó
það að auking hefur einna helst orðið
í því að hvetja eldra fólk til að hreyfa
sig. Í aldurshópnum 85 ára og eldri
höfðu talsvert fleiri verið hvattir
meira en fyrir 10 árum.
Þá var sykursjúkt fólk líklegra til
að vera spurt um daglega hreyfingu
en fólk með hjartasjúkdóma. Þá voru
þeir sem eru í yfirvigt frekar hvattir
til að hreyfa sig en hinir. En fyrir
heilsuna er mikilvægt að allir hreyfi
sig reglulega. Bandarísk heilbrigð-
isyfirvöld eiga því nokkuð langt í land
á þessu sviði.
Heilsa
Reuters
Herferð Forsetafrú Bandaríkjanna, Michelle Obama, hvetur unga fólkið.
Auka þarf vægi hreyfingar