Morgunblaðið - 28.02.2012, Qupperneq 17
AP
Þjóðaratkvæðagreiðsla Ung sýr-
lensk kona sýnir hér kjörseðil sinn.
Ný stjórnarskrá var samþykkt í
Sýrlandi með tæplega 90% atkvæða
í þjóðaratkvæðagreiðslu sem haldin
var á sunnudaginn var. Í frétta-
tilkynningu frá sýrlenska innan-
ríkisráðuneytinu segir að kjörsóknin
hafi verið 57% en rúmlega 14 millj-
ónir manna voru á kjörskrá. Af þeim
8,4 milljónum kjósenda sem tóku
þátt í atkvæðagreiðslunni sögðu
tæplega 7,5 milljónir „já“ en rúm-
lega 750 þúsund „nei“. Um það bil
133 þúsund atkvæði voru dæmd
ógild en það jafngildir um 1,6% af
heildarfjölda atkvæða.
Héldu áfram árás
Stórskotaliðsárás sýrlenska hers-
ins á borgina Homs stóð áfram yfir í
gær á meðan beðið var eftir því að
tilkynnt yrði um niðurstöður þjóðar-
atkvæðagreiðslunnar. Af þeirri
ástæðu hafa þjóðarleiðtogar Vestur-
landa sumir hverjir sagt fram-
kvæmd þjóðaratkvæðagreiðslunnar
skorta allan trúverðugleika. Þannig
lýsti William Hague, utanríkis-
ráðherra Bretlands, því yfir á fundi
utanríkisráðherra ESB-ríkjanna í
Brussel í gær að sýrlenska þjóðar-
atkvæðagreiðslan blekkti engan.
„Það að opna kjörstaði en láta þó
sprengjum og byssukúlum rigna
áfram yfir óbreytta borgara í land-
inu er ekki traustvekjandi í augum
íbúa heimsins,“ sagði Hague á fund-
inum í gær þar sem utanríkis-
ráðherrar aðildarríkja ESB sam-
þykktu að beita stjórnvöld í Sýrlandi
harðari refsiaðgerðum en áður.
skulih@mbl.is
Ný stjórn-
arskrá í
Sýrlandi
Hlaut samþykki
um 90% kjósenda
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 2012
Þýska þingið samþykkti í gær með
yfirgnæfandi meirihluta að styðja
nýjan björgunarpakka sem evrurík-
in hyggjast veita Grikklandi í von
um að koma í veg fyrir að landið
neyðist til þess að lýsa yfir greiðslu-
þroti. Angela Merkel, kanslari
Þýskalands, hafði áður varað þing-
menn við að slíkt myndi hafa ófyrir-
sjáanlegar afleiðingar.
496 þingmenn greiddu atkvæði
með björgunarpakkanum, 90
greiddu atkvæði gegn honum og
fimm þingmenn sátu hjá. Björg-
unarpakkinn, sem evruríkin hyggj-
ast veita Grikklandi, nemur um 130
milljörðum evra eða því sem jafn-
gildir tæpum 21.800 milljörðum ís-
lenskra króna.
„Ómögulegt er að reikna út allar
þær hættur sem fylgja því að snúa
baki við Grikklandi núna,“ sagði
Merkel við þingmenn neðri deildar
þýska sambandsþingsins í gær og
bætti við: „Enginn getur metið
hvaða afleiðingar slíkt myndi hafa
fyrir efnahag Þýskalands, fyrir Ítal-
íu, Spán, evrusvæðið í heild sinni og
að lokum alla heimsbyggðina.“ Hún
tók þó fram að grísku þjóðarinnar
biði langur leiðangur sem væri ekki
án áhættu og að hið sama gilti um
nýju efnahagsáætlunina.
Stjórnvöld í Þýskalandi segja að
með minna umróti á fjármálamörk-
uðum, lægri ávöxtunarkröfu
spænskra og ítalskra ríkisskulda-
bréfa, hafi dregið úr hættu á því að
skuldavandinn breiðist út og sömu-
leiðis að dregið hafi úr þrýstingi á að
styrkja björgunarsjóði evrusvæðis-
ins. „Ríkisstjórnin sér í augnablikinu
enga nauðsyn til að hefja umræðu
um það hvort stækka þurfi núver-
andi og framtíðar björgunarsjóði
evrusvæðisins,“ sagði Merkel í ræðu
sinni á þinginu í gær.
Þurfti ekki að stóla
á minnihlutann
Fyrir atkvæðagreiðsluna í gær
var ekki talið ljóst hvort Merkel
myndi þurfa að reiða sig á þingmenn
minnihlutans til þess að tryggja
þingmeirihluta fyrir björgunarpakk-
anum, en tveir þingflokkar af þeim
þremur sem mynda minnihlutann
höfðu áður lýst því yfir að þeir
myndu greiða atkvæði með björg-
unarpakkanum. Hans-Peter Fried-
rich, innanríkisráðherra Þýska-
lands, olli miklum óróa fyrir
atkvæðagreiðsluna í gær þegar hann
lýsti því yfir að Þjóðverjar ættu að
veita Grikkjum hvata til þess að yfir-
gefa evrusvæðið.
Björgunarpakki samþykktur
Þýska þingið samþykkti nýjan björgunarpakka handa Grikklandi með
yfirgnæfandi meirihluta Meirihluti Þjóðverja er mótfallinn björguninni
Reuters
Ráðamenn Angela Merkel (t.v.), kanslari Þýskalands, ásamt Wolfgang
Schaeuble (t.h.), fjármálaráðherra landsins, á þýska þinginu í gær.
Skúli Hansen
skulih@mbl.is
Aðstæður barna í borgum og þétt-
býli eru í kastljósi nýrrar alþjóðlegr-
ar skýrslu UNICEF sem verður birt
í dag. Rúmlega einn milljarður barna
býr í þéttbýli núna en samkvæmt
skýrslunni er talið að innan fárra ára
muni meirihluti barna í heiminum
alast upp í þéttbýli. Mörg tækifæri
fylgja því að alast upp í þéttbýli en
slík búseta hefur þó einnig sína
ókosti.
„Almennt hafa börn í borgum
meiri tækifæri heldur en börn úti á
landi vegna þess að þjónusta er frek-
ar til staðar, menntastofnanir þar
eru betri og innviðirnir eru almennt
sterkari í borgum heldur en úti á
landi,“ segir Sigríður Víðis Jónsdótt-
ir, upplýsingafulltrúi UNICEF á Ís-
landi, og bætir við: „En það er líka
miklu meiri ójöfnuður innan borga,
þannig að það er meiri munur þar á
milli fátækustu og ríkustu barnanna,
til dæmis er fullt af börnum í borgum
sem fara ekki í skóla.“
Búa við mjög erfiðar aðstæður
Í skýrslunni kemur fram að um
það bil 215 milljónir barna í heim-
inum neyðist til þess að vinna við erf-
iðar aðstæður.„Fólk flytur oft til
borga í leit að atvinnu. Þ.e. annars
vegar eru þetta börn sem eru nýflutt
í borg vegna þess að foreldrar þeirra
eru að leita að atvinnutækifærum, en
nú fæðist líka fjöldi barna í fátækra-
hverfum í borgum. Þá eru þau oft
kirfilega föst í viðjum fátæktar og
börnin hafa til dæmis ekki tækifæri
til þess að fara í skóla, þau þurfa að
vera úti á götu að selja smávarning,
sum þeirra betla eða vinna hina og
þessa erfiðisvinnu sem þau ættu auð-
vitað ekki að vera að gera,“ segir
Sigríður. Í skýrslunni kemur einnig
fram að börn sem búa í fátækra-
hverfum í borgum búi gjarnan við af-
ar hættulegar aðstæður. „Fátækra-
hverfi myndast oft á mjög
hættulegum stöðum af því að þar vill
enginn annar búa. Þá ertu fljótt
kominn með mikinn fjölda ungra
barna sem býr rétt við varasamar
umferðargötur, við hlið lestarteina, í
bröttum hæðum þar sem aurskriður
geta valdið vandræðum í rigningu
eða jafnvel á ruslahaugum,“ segir
Sigríður.
Vert er að minnast á það að sam-
kvæmt skýrslunni mælist barna-
dauði minnstur á Íslandi og í evr-
ópsku smáríkjunum San Marínó og
Liechtenstein. Í þessum ríkjum
deyja einungis tvö af hverjum þús-
und börnum áður en þau ná 5 ára
aldri.
Ójafnar aðstæður borgarbarna
Lægsta tíðni barnadauða á Íslandi og í smáríkjunum San Marínó og Liechtenstein Fjöldi barna
vinnur erfiðisvinnu í stað þess að sitja á skólabekk Varasamar aðstæður í mörgum stórborgum
© UNICEF/Rich
Barnaþrælkun Um það bil 215 milljónir barna í heiminum neyðast til þess
að starfa við mjög erfiðar aðstæður. Hér sést fimm ára gömul stúlka selja
hárspennur í neðanjarðarlest í Buenos Aires, höfuðborg Argentínu.
Úkraínsku leyni-
þjónustunni
tókst að koma í
veg fyrir áform
tveggja manna
um að ráða Vla-
dímír Pútín, for-
sætisráðherra
Rússlands, af
dögum, að því er
segir í tilkynn-
ingu sem stjórn-
völd í Rússlandi gáfu frá sér í gær.
Mennirnir voru handteknir í úkra-
ínsku borginni Odessa. Í tilkynn-
ingunni segir að tilræðismennirnir
hafi ætlað sér að myrða Pútín eftir
forsetakosningarnar sem fara fram
í Rússlandi hinn 4. mars nk. Að
sögn Dmítrís Peskovs, talsmanns
Pútíns, var um raunverulega ógn
að ræða en þá frásögn staðfesta
bæði leyniþjónustur Rússlands og
Úkraínu. Mennirnir eru sagðir hafa
viðurkennt á myndskeiðum að þeir
hafi verið ráðnir af tétsneska
skæruliðaleiðtoganum Doku
Umarov.
Komu í veg fyrir
áform um að myrða
Vladímír Pútín
Vladímír Pútín
forsætisráðherra.
RÚSSLAND
Rúmlega fimmtán þúsund manns leggja líf sitt að veði á
hverjum degi við að rífa í sundur gömul og úrelt skip á
skipaniðurrifsstöðinni á Gadani-ströndinni í Pakistan.
Fyrir þessa erfiðisvinnu fá starfsmenn skipaniðurrifs-
stöðvarinnar greidd dagslaun sem jafngilda rétt rúm-
um fimm hundruð íslenskum krónum.
Reuters
Lífshættuleg niðurrifsstarfsemi