Morgunblaðið - 28.02.2012, Qupperneq 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 2012
Unnur er farin
heim eins og við
skátar segjum.
Unnur gerðist ung skáti og starf-
aði óslitið með skátahreyfingunni
meðan heilsa leyfði. Margs er að
minnast frá samstarfi okkar. Við
fórum ásamt eiginmönnum okkar
Sigmundi og Páli til Frakklands
og Noregs á skátamót auk fjöl-
margra skátamóta hér innan-
lands. Einnig dvöldum við í fjöl-
skyldubúðum á skátamótum
ásamt börnum og barnabörnum.
Fyrir allmörgum árum var
stofnað Félag eldri kvenskáta og
var Unnur lengi formaður þess.
Félagið studdi við bakið á
skátafélögum í Reykjavík á ýms-
an hátt, t.d. með því að gefa hús-
búnað í skátaheimilin. Við fórum í
ferðalög á sumrin og hittumst
minnst tvisvar á ári, á bolludag-
inn og svo á aðventu, á jólafundi.
Við hittumst ennþá þó að óðum
fækki í hópnum og erum við nú
aðeins átta eftir.
Síðustu árin hafa verið erfið
hjá Unni og fjölskyldunni en hún
er nú komin heim og laus undan
öllum þrautum.
Við í Félagi eldri kvenskáta
þökkum Unni samveruna og
samstarfið. Hún var alltaf viðbú-
Unnur Scheving
Thorsteinsson
✝ Unnur Schev-ing Thor-
steinsson fæddist
18. september 1930
í Svíþjóð. Hún lést
12. febrúar 2012.
Útför Unnar fór
fram frá Áskirkju
21. febrúar 2012.
in að vinna með okk-
ur fyrir skátana. Við
sendum Sigmundi
og fjölskyldunni
okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Mig langar að enda
þessar línur á kvöld-
söng kvenskáta.
Sofnar drótt, nálgast
nótt,
sveipast kvöldroða
himinn og sær.
Allt er hljótt, hvíldu rótt.
Guð er nær.
(Kvöldsöngur skáta.)
Fyrir hönd eldri kvenskáta,
Soffía Stefánsdóttir.
HINSTA KVEÐJA
Sofið er ástaraugað þitt
sem aldrei brást að mætti mínu;
mest hef eg dáðst að brosi þínu,
andi þinn sást þar allt með sitt.
Slokknaði fagurt lista ljós.
Snjókólgudaga hríðir harðar
til heljar draga blómann jarðar.
Fyrst deyr í haga rauðust rós.
(Jónas Hallgrímsson.)
Við kveðjum þig, elsku
hjartans amma, með ein-
lægri þökk fyrir allt og allt.
Hver minning um þig er
okkur dýrmætt ljós.
Sigmundur Bjarki
Egilsson, Hildur
Axelsdóttir, Kolbrún Líf
og Daniel Þór.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson.)
Í þessum kveðjuorðum mínum
til þín, elsku afi, vil ég þakka þér
fyrir samfylgdina á lífsleiðinni, en
það hafa verið forréttindi að
þekkja þig og eiga þig að, annar
eins ljúflingsmaður og þú varst.
Þó að við höfum lengst af búið
sitt í hvorum landshlutanum í
mínum uppvexti þá eru margar
minningar sem leita á hugann nú
þegar komið er að kveðjustund.
Flestar eru þessar minningar
tengdar merkum áföngum í lífinu
eins og skírn, fermingu og gift-
ingu. Með myndum frá þessum at-
burðum rifja ég upp lífshlaup okk-
ar saman og fyrst er það skírnin
Haukur Pálsson
✝ Haukur Páls-son fæddist í
Reykjavík 23. nóv-
ember 1919. Hann
lést á Landspítala,
Landakoti, 12. febr-
úar 2012.
Útför Hauks fer
fram frá Fossvogs-
kirkju í dag, 20.
febrúar 2012, kl. 15.
mín sem var á
páskadagsmorgun
en þið amma voruð
veðurteppt á leiðinni
vestur til Ólafsvíkur
með skírnarkjólinn
sem ég átti að vera í.
Ég var svo heppin
að fá að búa hjá þér
þegar ég hélt út í líf-
ið og í framhalds-
skóla og þá fyrst
kynntist ég þér sem
afa en ekki bara sem gesti eða
gestgjafa yfir helgar eða í stuttan
tíma. Þú varst ljúfur, jákvæður,
geðgóður og með húmor fyrir þér
og þínum en einnig varst þú harð-
duglegur smiður sem ég fékk að
njóta góðs af. Í ferðum þínum
vestur í heimsókn til okkar feng-
um við hjálp þína við ýmis smíða-
verk.
Síðasti viðburður sem við áttum
saman var stúdentsveisla sonar
míns en þá vorum við mynduð
saman og þú sagðir eins og svo oft
áður: Á nú enn að fara að taka
myndir af mér? En nú eru það
meðal annars þessar myndir sem
minning þín lifir í.
Á kveðjustund eigum við mynd-
ir og ljúfar minningar og erum
þakklát fyrir allar þessar góðu
stundir sem við áttum saman.
Þín,
Pétrún og fjölskylda.
Hið raunsanna vinarþel Jóns
Þórarinssonar gagnvart foreldr-
um mínum og fjölskyldu verður
seint fullþakkað. Umhyggja
hans speglaðist í orði sem í
verki. Hann naut djúprar virð-
ingar og aðdáunar á bernsku-
heimili mínu við Eskihlíð þar
sem lögin hans voru vandlega
æfð og flutt, umfjöllun hans um
tónlist í Alþýðublaðinu og síðar
Morgunblaðinu lesin í þaula og
menningarstefnu hans dyggilega
fylgt.
Fátt gladdi föður minn jafn-
eftirminnilega og þau fögru um-
mæli sem hann las eftir Jón Þór-
arinsson í Morgunblaðinu um
einsöngsframmistöðu sína með
Karlakórnum Fóstbræðrum
snemma á sjöunda áratugnum.
Enginn reyndist móður minni
jafntraustur og skilningsríkur
vinnuveitandi og sá sami Jón, þá
yfirmaður dagskrárdeildar Sjón-
varpsins. Atfylgi hans innan
stjórnar Kvikmyndasjóðs við
mín eigin verkefni var einnig
drengilegt.
Þannig var það fjölþætt gæfa
að eiga Jón Þórarinsson að þeim
trygga fjölskylduvini sem hann
reyndist – velunnara sem aldrei
brást.
Sérstakt ánægjuefni er svo
með hvaða hætti þau tryggða-
bönd hafa erfst og eflst með nýj-
um kynslóðum beggja fjöl-
skyldna.
Með Jóni Þórarinssyni er
Jón Þórarinsson
✝ Jón Þór-arinsson fædd-
ist í Gilsárteigi í
Eiðaþinghá, S-
Múlasýslu, 13. sept-
ember 1917. Hann
lést á Droplaug-
arstöðum 12. febr-
úar 2012.
Útför Jóns Þór-
arinssonar var
gerð frá Dómkirkj-
unni 23. febrúar
2012.
genginn einn
fremsti og merkasti
menningarforkólfur
Íslands, frum-
kvöðull í framsækn-
um tónsmíðum, sem
reyndust þó einatt
við alþýðuskap.
Hann lagði gjörva
hönd á svo margt
að vart verður hér
upp talið. Sköruleg
þátttaka hans í
mótun helstu hornsteina ís-
lensks menningarlífs er slík að
með ólíkindum verður að teljast.
Hvert í listheimum sem litið er
birtist hinn vitri og ráðagóði Jón
Þórarinsson í flokki stofnenda
og stjórnenda: Bandalag ís-
lenskra listamanna, BÍL, Sam-
tök tónskálda og eigenda flutn-
ingsréttar, STEF,
Tónskáldafélag Íslands, Ríkisút-
varpið/Sjónvarpið, Sinfóníu-
hljómsveit Íslands, Kvikmynda-
sjóður, Karlakórinn Fóstbræður
og svo mætti lengi telja.
Hann var sjálfur Fuglinn í
fjörunni er fljúga nam með him-
inskautum í krafti vængjahafs-
ins víða. Hann eygði snemma þá
slóð farsældar og vaxtar sem ís-
lensk menningarflóra hlaut
blessunarlega að dafna við.
Hann flaug fremst og hæst.
Við sem eftir sitjum og njót-
um afraksturs alls þess sem Jón
Þórarinsson tók svo ríkulega
þátt í að skapa hljótum að horfa
til þeirra tíma með nokkurri eft-
irsjá er íslenskir menningar-
menn voru jafn öflugir og raun-
verulegir áhrifavaldar í
samfélaginu. Megi minningin um
Jón Þórarinsson lifa með okkur í
voninni um að fleiri slíkir stigi
senn fram svo eftir verði tekið.
Eftirlifandi eiginkonu, börn-
um og fjölskyldu allri votta ég
mína dýpstu hluttekningu. Þeg-
ar svo lengi hefur verið lifað og
vel verða þakklætið og væntum-
þykjan eftirsjánni fylginautar.
Jakob Frímann Magnússon.
Okkur langar að minnast vin-
ar okkar Halldórs Guðbjarnar-
sonar eða Dóra, eins og hann var
oftast kallaður, sem lést langt
fyrir aldur fram. Við kynntumst
Dóra og Helgu á Kanarí um síð-
ustu aldamót. Síðar urðu Kanarí-
ferðirnar margar. Eftir að við
vorum búin að byggja bústaðinn
áttum við þar saman margar
góðar stundir, nú síðast í október
í haust.
Þá er að minnast ferða okkar
til Parísar en þær urðu tvær.
Dóri var fararstjórinn. Við vor-
um bara fjögur. Margt skoðað og
slepptum við ekki Lido né Rauðu
myllunni. Dóri var fundvís á veit-
ingastaði. Hann var mikill mat-
maður og hafði gaman af öllum
óvenjulegum forréttum og öllum
mat sem var óvenjulegur. Einnig
er þess að minnast þegar við fór-
um hringferð um Gran Kanarí,
þá pantaði Dóri krabbafætur, en
það var lítið borðað af því. Þetta
var eitt af fáu skiptunum sem
honum brást bogalistin.
Síðustu ár hafa verið erfið
vegna veikinda Dóra. Eftir sitja
minningar um góðan félaga og
vin sem kvaddi alltof snemma.
Elsku Helga, Jóhann, Símon,
Anna og fjölskyldur ykkar. Við
vottum ykkur samúð okkar og
vonum að góður Guð veiti ykkur
styrk á þessum erfiðu tímum.
Bára og Kristinn.
Flottur peyi er fallinn frá.
Þessi fyrrverandi skipstjóri
sem varð að hætta sjómennsk-
unni vegna bakveikinda sneri sér
eftir að í land var komið að allt
öðru starfi. Hann fór að vinna í
stjórn FFSÍ árið 1995 og var
fulltrúi Verðandi í Lífeyrissjóði
Vestmannaeyja frá 1995. Dóri
Halldór
Guðbjörnsson
✝ Halldór Guð-björnsson
fæddist í Reykjavík
30. janúar 1961.
Hann lést á heimili
sínu í Vest-
mannaeyjum 15.
febrúar 2012.
Útför Halldórs
fór fram frá Landa-
kirkju 24. febrúar
2012.
tók sæti í stjórn
Verðandi árið 1998
sem gjaldkeri og á
þeim tíma var félag-
ið frekar illa statt
peningalega, en
menn voru ákveðnir
í að halda félaginu
gangandi. Sem
starfsmaður og
gjaldkeri tók hann
þetta föstum tökum
og þegar Verðandi-
menn fóru á fundi í Reykjavík út-
býtti hann strætómiðum til
manna. Það var ekki í dæminu
hjá honum að taka bílaleigubíl til
að komast á milli staða. Alltof
dýrt. Þannig hugsaði Dóri.
Á aðalfundum var hætt tíma-
bundið að veita veitingar að lokn-
um fundi. Öllum kostnaði var
haldið niðri og félagsmenn unnu
mikið fyrir Verðandi kauplaust
og með áhugann einan að vopni
til að láta félagið lifa, enda vitn-
aði Dóri oft í 16. grein laga fé-
lagsins. Þar segir meðal annars:
„Enginn félagsmaður getur neit-
að að vinna hvert það verk í þarf-
ir félagsins, sem honum er á
hendur falið.“ Það voru tugir
manna sem unnu að þessu mark-
miði og það tókst. Í dag er Verð-
andi mjög sterkt félag sem betur
fer. Dóri starfaði með þremur
formönnum, Sigurbirni Árnasyni
1994-1997, Magnúsi Guðmund-
syni 1997-2002 og undirrituðum
2002-2012. Þegar ég var kosinn
formaður fylgdist ég með störf-
um Dóra og það sem mér fannst
undarlegast var þegar hin og
þessi kærumál frá félagsmönn-
um komu inn á borð til okkar
hvernig Dóri tók á málunum.
„Ég fer bara í kaffi til útgerð-
armannsins á morgum og við
ræðum málið,“ sagði Dóri. Í all-
flestum tilfellum leystust málin
yfir kaffisopa. Sum mál enduðu
því miður fyrir Hæstarétti. Dóri
sagði mér að það væri ömurlegt
að þurfa að fara þá leið, þar sem
þetta væru oft vinir og kunningj-
ar sem Verðandi væri að fara í
mál við fyrir sína félagsmenn. Í
litlu bæjarfélagi þarf kjark og
þor til að takast á við svona hluti.
Hann var að vinna sína vinnu og
þótt allir þekki alla gekk starfið
fyrir öllu.
Halldór var mjög skipulagður
og vissi upp á hár um alla hluti í
sambandi við réttindi sinna
manna og þá á ég við veikinda,-
lífeyris-, örorku- eða hvaða rétt
sem er og hefur hjálpað mörgum
félagsmönnum í gegnum kerfið.
Það segir margt um viðhorf
sjómanna í Eyjum til Halldórs
þegar Skipstjóra- og stýri-
mannafélagið Verðandi, Sjó-
mannafélagið Jötunn og Sjó-
mannadagsráð tóku sig saman
og buðu Halldóri og Helgu konu
hans til Tyrklands síðasta sumar
sem þakklæti fyrir góð störf, fyr-
ir sjómenn almennt.
Halldór vann sína vinnu hægt,
hljótt og vel.
Kæri Dóri, þrátt fyrir erfið
veikindi kvaddir þú okkur á þinn
hátt, hljóðlega og rólega.
Takk fyrir allt Dóri minn.
Fyrir hönd Skipstjóra- og
stýrimannafélagsins Verðandi
votta ég Helgu og öðrum að-
standendum dýpstu samúð.
Minning um góðan dreng lifir.
Bergur Kristinsson,
formaður.
Þegar Símon hringdi og til-
kynnti mér að þú værir látinn fór
hugurinn á flug, minningar frá
því þú varst í sveit á Innri-
Kóngsbakka en ég átti heima á
næsta bæ. Það var alltaf tilhlökk-
un á vorin þegar var von á þér.
Allt sumarið gátum við dundað
okkur í klettunum fyrir ofan bæ-
inn þegar tími vannst til, hor-
nabúskapurinn tók sinn tíma og
að hlaða steinveggi milli stórra
steina, járnplata yfir og komið
þetta flotta hús. Á sunnudögum
var svo farið í hjólatúra um sveit-
ina eða jafnvel á hestbak en það
fannst þér sérstaklega gaman.
Síðan liðu árin og við náðum okk-
ur í konur eða þær í okkur eins
og við sögðum alltaf þar sem við
værum svo ómótstæðilegir. Þú
fórst að búa í Eyjum og ég hérna
fyrir vestan, varla féll úr sumar
sem þið komuð í heimsókn og
alltaf áttum við heimboð til Eyja
en það átti alltaf að gerast næsta
sumar, við héldum að við hefðum
nægan tíma. Í heimsókn ykkar
Helgu í sumar var svo spjallað
um heima og geima, gamla og
nýja tíma, skeifuverksmiðjan
skoðuð og happaskeifan valin.
Síðan var það í ágúst sl. að við
heimsóttum ykkur í Þjórsárdal-
inn í sælureitinn ykkar þar. Eftir
að við höfðum drukkið kaffi var
tekinn göngutúr um skóginn og
við kynnt fyrir nágrönnunum, þú
varst eins og kóngur í þessu ríki.
Áður en við fórum urðum við að
skoða fossinn þinn, við keyrðum
upp Þjórsárdalinn þar til að við
komum að vel földum fossi, það
var stoltur maður sem steig út úr
bílnum og lallaði fram á bakkann
og sagði „Þetta er sko fossinn
minn“. Þessi dagur verður gull-
moli í minningunni.
Elsku Helga, Símon, Jóhann,
Anna og fjölskyldan öll, megi guð
styrkja ykkur í þessari miklu
sorg, minningin um traustan vin
lifir.
Agnar og Svala,
Stykkishólmi.
Einn grámyglulegan daginn í
síðustu viku helltust yfir okkur
öll fréttir af alls kyns óáran í
efnahagslífi okkar rétt eins og
verið hefur næstum upp á dag
hvern undanfarin ár.
Segja má að flest okkar séu
búin að mynda skráp sem ver
okkur frá því að taka þessar og
viðlíka fréttir allt of nærri okkur.
Þó kemur það fyrir að við tökum
sumum tíðindum úr hverdagslíf-
inu inn á okkur og verðum döpur.
Þetta átti við mig og eiginkonu
mína þennan grámyglulega dag
þegar við heyrðum af ótímabæru
andláti Halldórs Guðbjarnarson-
ar. Okkur leið og líður enn eins
og við höfum misst eitthvað sem
aldrei verður bætt. Við hjónin
urðum þó aðeins þeirrar gæfu
aðnjótandi um nokkurra ára
skeið að umgangast Halldór og
hana Helgu hans og þá mest ut-
an landsteinanna, nánar tiltekið í
Marmaris í Tyrklandi. Þar áttum
við hjónin hreint út sagt margar
frábærar samverustundir með
þeim Halldóri og Helgu. Við
hugsum nú til þessara stunda
með mikilli eftirsjá og þá ekki
síst til þess að fá ekki aftur að
verða vitni að því hversu vænt
þeim Halldóri og Helgu þótti
hvoru um annað.
Þá mun ég ekki síður sakna
heilbrigðra lífskoðana Halldórs
og hvatningarorða hans þegar á
bjátaði hjá sjálfum mér vegna
veikinda. Annars er vonlaust fyr-
ir okkur að minnast Halldórs á
viðhlítandi hátt því okkur ein-
faldlega skortir orð á þessari
stundu en hugur okkar er hjá
Helgu og hennar fjölskyldu.
Megi góður Guð blessa ykkur og
hughreysta nú og um alla fram-
tíð.
Guðmundur og María.
Okkur langar að minnast
elsku afa okkar í fáeinum orð-
um.
Fyrstu minningarnar eru frá
Laufbrekkunni þar sem alltaf
var svo vinalegt að koma og afi
iðulega með eitthvert nammi að
utan í skál handa barnabörnun-
um.
Hann var flottur til fara, bæði
þegar hann kom heim eftir flug í
einkennisbúningnum og einnig
utan vinnu. Hattur og frakki eru
nokkuð sem minnir okkur á
hann ásamt silkitreflum og vel
snyrtu skeggi.
Hann var hlýr og ljúfur mað-
ur sem hafði gaman af því að fá
heimsókn og rifja upp skemmti-
legar sögur. Margar þeirra snér-
Baldur G.
Bjarnasen
✝ Baldur G.Bjarnasen
fæddist í Vest-
mannaeyjum 27.
janúar 1927. Hann
lést á heimili sínu í
Kópavogi 12. febr-
úar. 2012.
Útför Baldurs G.
Bjarnasen fór fram
frá Fríkirkjunni í
Reykjavík 20. febr-
úar 2012.
ust um góð veit-
ingahús í hinum og
þessum löndum eða
sérkennilegan mat
sem hann hafði
smakkað því mat-
aráhuginn var mik-
ill. Hann hafði unun
af því að elda þó að
sumt sem hann eld-
aði hafi verið sér-
kennilegt fyrir
yngri kynslóðir.
Áhuginn var það mikill að kött-
urinn fékk meira að segja oft
þrírétta máltíð.
Hann hafði einnig mikinn
áhuga á sínu fólki og spurði
reglulega um okkar hagi og
mundi oft í smáatriðum hvað við
vorum að fást við.
Einnig hafði hann álit á útliti
og hafði á orði ef maður var með
fallegan skartgrip eða í fínum
fötum. Hann var duglegur að
hrósa ef honum líkaði eitthvað.
Við erum stoltar af því að
hafa átt hann sem afa, og vitum
að hann er kominn til ömmu á
góðan stað.
Guð geymi þig.
Þínar
Sara og Þórdís
Óskarsdætur.