Morgunblaðið - 28.02.2012, Síða 34

Morgunblaðið - 28.02.2012, Síða 34
34 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 2012 Brúðkaupsblað Föstudaginn 16. mars kemur út hið árlega BrúðkaupsblaðMorgunblaðsins. –– Meira fyrir lesendur SÉ R B LA Ð NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 12. mars Brúðkaupsblaðið hefur verið eitt af vinsælustu sérblöðum Morgunblaðsins í gegnum árin og verður blaðið í ár sérstaklega glæsilegt. Látið þetta glæsilega Brúðkaupsblað ekki framhjá ykkur fara ... það verður stútfullt af spennandi efni. Sigríður Hvönn Karlsdóttir sigridurh@mbl.is Sími: 569-1134 Brú ðka up MEÐAL EFNIS: Fatnaður fyrir brúðhjónin. Förðun og hárgreiðsla fyrir brúðina. Veislumatur Brúðkaupsferðin. Undirbúningur fyrir brúðkaupið. Giftingahringir. Brúðargjafir Brúðarvöndurinn. Brúðarvalsinn. Brúðkaupsmyndir. Veislusalir. Veislustjórnun. Gjafalistar. Og margt fleira skemmtilegt og forvitnilegt efni. Innbyrðis andúð er hér blönduð ást sem gerir átökin margfalt harm- rænni og flóknari 35 » Í samkeppni hins alþjóðlega ferða- tímarits Travel & Leisure um svo- kölluð hönnunarverðlaun ritsins var Harpa valin besta listviðburðahús ársins (Best Performance Space). Hópur virtra dómara velur fyrir tímaritið þær byggingar, söfn, veit- ingastaði, almenningsrými og hótel sem þeir telja skara fram úr og er öll jarðarkringlan undir í valinu. Í um- sögn dómnefndar um tónlistar- og ráðstefnuhúsið Hörpu er talað um einstakt samstarf arkitekta við myndlistarmanninn Ólaf Elíasson. Sköpuð hafi verið bygging sem líkir eftir risavaxinni kviksjá að kvöldlagi og varpi hún bæði fram ljósum og endurspegli þau með stórfenglegum hætti. „Harpa minnir á vatn í sínu æðsta formi – litadýrð glersins end- urspeglar bæði ský og ís,“ segir í umsögninni. Hjá arkitektavefsíðunni Arch- Daily hefur Harpa verið tilnefnd sem ein af fimm menningarbygg- ingum ársins. Einnig hefur bygg- ingin verið tilnefnd til hinna bresku Civic Trust Awards-verðlauna. Úr- slit úr báðum þessum samkeppnum liggja fyrir í byrjun mars. Bók væntanleg um Hörpu Í apríl gefur þýska listbóka- forlagið Hetja Cantz út bók er nefn- ist Harpa. Á 160 síðum er fjallað um samstarf Henning Larsen arkitekta- stofunnar í Kaupmannahöfn, arki- tekta Batterísins hér á landi og Ólafs Elíassonar, og er hönnunar- og byggingarsagan rakin. Morgunblaðið/Júlíus Birtuspil Glerhjúpnum um Hörpu er líkt við risavaxna kviksjá. Valið besta húsið fyrir listviðburði  Harpa tilnefnd til arkitektúrverðlauna Ágústa Kristófersdóttir, fag- stjóri sýninga við Þjóðminja- safn Íslands, fjallar í dag kl. 12.05 um Hjálmar R. Bárð- arson ljósmyndara og sýningu á svarthvítum ljósmyndum hans sem nú stendur yfir í safninu. Í fyrirlestrinum verð- ur sjónum beint að fjölbreyti- legum viðfangsefnum Hjálm- ars og sýn hans á bæði hversdagslegt og frumlegt myndefni skoðuð. Hjálmar starfaði sem siglingamálastjóri en var afkastamikill áhugaljósmyndari og gaf út fjölda bóka með myndum af landi og þjóð. Ljósmyndir Svarthvítar myndir Hjálmars Ein af myndum Hjálmars. Leikhús listamanna stendur fyrir þöglu kvöldi í Þjóðleik- húskjallaranum í kvöld kl. 21. Atriði kvöldsins verða öll þögul og þótt þau geti verið hávær í huga fólks munu þau öll eiga það sameiginlegt að engin hljóð verða leyfð. Í tilkynningu frá skipuleggjendum kemur fram að ekki sé gert ráð fyrir að áhorfendur gefi frá sér nein hljóð allt heila kvöldið. Sökum þessa verða gerðar ráðstafanir í miðasölu og á barnum svo ekki þurfi að nota talað mál við að panta sér veitingar. Einnig verður stranglega bannað að tala saman, t.d. á salernunum. Leiklist Kvöldið er helgað þögninni Þögnin er vanmetin. Kvikmyndasafnið sýnir Wut- hering Heights eða Fýkur yfir hæðir í leikstjórn William Wy- ler í Bæjarbíói í kvöld kl. 20. Myndin sem er frá árinu 1939 byggist á samnefndri skáldsögu Emily Brontë. Hún var á sínum tíma tilnefnd til átta Ósk- arsverðlauna, m.a. sem besta myndin og fyrir besta leikara í aðalhlutverki, en þurfti að lúta í lægra haldi fyrir Gone With The Wind sem sópaði til sín helstu verðlaunum um- rætt ár. Myndin hreppti þó Óskar fyrir bestu kvik- myndatökuna hjá Gregg Toland sem er hvað fræg- astur fyrir kvikmyndatöku sína í Citizen Kane. Kvikmyndir Fýkur yfir hæðir í Bæjarbíói Laurence Olivier leikur Heathcliff. Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Við munum nýta Hörpu til fullnustu þessa þrjá daga sem hátíðin stendur og leika í hinum ýmsu rýmum húss- ins, þar með taldir allir salir sem og anddyrið,“ segir Sigurður Nordal, framkvæmdastjóri Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands, um tónlistarhátíðina Tectonics sem hefst nk. fimmtu- dag og stendur í þrjá daga. Þetta er í fyrsta sinn sem hátíðin er haldin, en Ilan Volkov, aðalhljómsveitarstjóri SÍ og listrænn stjórnandi hátíðarinnar, hefur látið hafa eftir sér að ætlunin sé að gera hátíðina að árlegum viðburði hér eftir. Nú þegar liggur ljóst fyrir að vorið 2013 verður hátíðin haldin bæði í Reykjavík og í Glasgow í sam- vinnu við BBC Scottish Symphony Orchestra. „Það er að mörgu leyti einstakt hjá sinfóníuhljómsveit að fara þessa leið, þ.e. að halda tónlistarhátíð þar sem við köllum til tónlistarmenn úr ýms- um geirum tónlistar, s.s. raf- og spunageiranum,“ segir Sigurður og tekur fram að Sinfóníuhljómsveitin verði auðvitað í miðpunkti á hátíðinni. „Með þessu erum við bæði að tengja hljómsveitina inn í það nýjasta sem er að gerast í tónlist óháð tónlist- arstefnu og jafnframt er þetta hátíð þar sem ný íslensk tónlist er sett inn í alþjóðlegt samhengi. Við fáum þannig erlenda tónlistarmenn til að koma fram ásamt fjöldanum öllum af ís- lenskum tónlistarmönnum, auk þess sem við köllum til listamenn úr öðrum listgreinum, s.s. dansi og myndlist. Þetta verður því einn allsherjar spennandi suðupottur,“ segir Sig- urður, en meðal þeirra sem koma fram á hátíðinni eru breski píanóleik- arinn John Tilbury, ástralski gít- arleikarinn Oren Ambarchi, hljóm- sveitirnar Slowblow, Stilluppsteypa og Reptilicus, Kristín Anna Valtýs- dóttir og myndlistarmaðurinn Ragn- ar Kjartansson. Að sögn Sigurðar verða tvö tón- skáld í sérstökum brennidepli á hátíð- inni, annars vegar Bandaríkjamað- urinn John Cage sem hefði orðið 100 ára í ár, hefði hann lifað, og hins veg- ar Magnús Blöndal Jóhannsson sem er einn helsti frumkvöðull íslenskrar raftónlistar. „Þeir eru tveir af frum- legustu tónhugsuðum seinni hluta 20. aldar. Báðir þessir menn fóru nýjar leiðir í sinni tónlist og tengdu tónlist sína öðrum listgreinum, m.a. mynd- list og heimspeki. Þetta er tónlist sem er enn fersk og ný og verður gaman að heyra í samhengi við það sem er nýjast að gerast í listum,“ segir Sig- urður og bendir í því samhengi á að þrennir tónleikar verða helgaðir tón- list Magnúsar, þar af einir þar sem tónlist hans verður sett í nýtt sam- hengi en þá hljóma fjögur ný verk, innblásin af tónlist hans sem pöntuð voru sérstaklega fyrir tilefnið. Einn allsherjar spennandi suðupottur á Tectonics  Þriggja daga tónlistarveisla hefst á fimmtudag Morgunblaðið/Eggert Frumkvöðull Ilan Volkov aðalstjórnandi SÍ og listrænn stjórnandi Tectonics, mun stjórna SÍ á fimm tónleikum á hátíðinni. Sigurður Nordal

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.