Morgunblaðið - 29.02.2012, Page 2

Morgunblaðið - 29.02.2012, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. FEBRÚAR 2012 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Hjörtur J. Guðmundsson hjorturj@mbl.is „Þetta er lokaáfangi i uppstokkun á daglegum rekstri fyrirtækisins. Honum lauk í dag með þess- um uppsögnum,“ sagði Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, á blaðamannafundi sem fram fór í höfuðstöðvum fyrirtækisins í gærdag en tuttugu starfsmenn fyrirtækisins fengu uppsagn- arbréf í gær. Bjarni sagði erfitt að þurfa að grípa til uppsagna starfsfólks en hjá því yrði hins vegar ekki komist. Fram kom á fundinum að starfsmönnum Orku- veitunnar hefði með uppsögnunum í gær fækkað um þriðjung frá því sem var 2008 þegar fjöldi þeirra var mestur eða 607. Í dag störfuðu hjá fyr- irtækinu 406 manns. Bjarni sagði að tekist hefði að fækka starfsfólki hraðar en upphaflega hefði verið gert ráð fyrir þegar en fjöldi starfsmanna væri nú sá sami og ætlað var að hann yrði kominn í árið 2016. Bjarni lagði áherslu á að þrátt fyrir þessa miklu fækkun væri meginstarfsemi Orkuveitunnar óbreytt, þ.e. vatns- og rafmagnsveita og frá- rennsli. Fækkun starfsmanna byggðist meðal annars á því að verkefni utan kjarnastarfsemi hefðu verið aflögð, fjárfestingum í veituverkefnum frestað, hægari uppbygging væri hjá sveitarfélög- um og byggingu Hellisheiðarvirkjun væri nú lokið. Fimm starfsmenn Orkuveitunnar hefðu starfað við virkjunina og væru á meðal þeirra sem sagt hefði verið upp. Hundrað sagt upp á árinu Fram kom ennfremur í máli Bjarna að starfs- fólki Orkuveitunnar hefði fækkað samtals um eitt hundrað manns á þessu ári og af þeim hefði 25 ver- ið sagt upp störfum. Stærstur hlutinn skýrðist af því að 50 starfsmenn sem náð hefðu 63 ára aldri hefðu þegið boð um að flýta starfslokum gegn því að vera á fullum launum í ár eftir að þeir hættu störfum. Þá hefði ráðningarbann verið í gildi undanfarin misseri. Bjarni sagði að ef ekki hefði verið farið út í þá uppstokkun sem uppsagnirnar í gær voru hluti af hefði vantað 45 milljarða króna upp á haldbært fé Orkuveitunnar nú til þess að geta staðið við skuldbindingar fyrirtækisins. Þess í stað væri staðan í dag sú að gert væri ráð fyrir að fyrirtækið gæti staðið við allar sínar skuldbindingar miðað við að þær áætlanir sem unnið væri eftir gengju eftir. Lokið með 20 uppsögnum  Starfsmönnum Orkuveitu Reykjavíkur hefur fækkað um þriðjung frá 2008  Uppsagnir 20 starfsmanna í gær lokaáfanginn í uppstokkun á rekstrinum Morgunblaðið/Hjörtur Uppsagnir Uppstokkun á rekstri OR er lokið. „Á fundinum kom skýrt fram að Ís- landspóstur ætlar að loka pósthús- inu. Fyrirtækið er búið að fá leyfi til þess. Hins vegar er hægt að kæra þá ákvörðun til áfrýjunarnefndar fjar- skipta- og póstmála og mér finnst sjálfsagt að gera það,“ segir Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins, um fund íbúasam- taka Betra Breiðholts og formanna sjálfstæðisfélaganna í Breiðholti með Ingimundi Sigurpálssyni, for- stjóra Íslandspósts, í gær. „Mér finnst sjálfsagt að kæra ákvörðunina og láta á það reyna hvort mönnum finnst eðlilegt að þarna sé lagt niður pósthús í fjöl- mennasta hverfi landsins,“ segir Kjartan og lýsir yfir efasemdum um að sterk hag- ræðingarrök séu að baki lokuninni. „Maður skilur að það þurfi að spara og auðvitað styð- ur maður hag- ræðingu. En það er eitthvað vit- laust gefið ef brýnasta verkefnið í hagræðingu er að loka lítilli afgreiðslu með tveimur starfsmönnum í fjölmennasta hverfi landsins á sama tíma og fyrirtækið starfrækir fjölda útibúa í afar fá- mennum byggðarlögum.“ Ætla að kæra lokun útibús Íslandspósts í Mjóddinni  Íbúar leita til áfrýjunarnefndar fjarskipta- og póstmála Þjónar mörgum » Sjálfstæðismenn benda á að með lokuninni yrði Breiðholtið, fjölmennasta hverfi landsins, með um 20.500 íbúa, án póst- afgreiðslu. » Pósthúsið við Dalveg í Kópa- vogi á að taka við þjónustunni. » Íslandspóstur er með ríflega 70 afgreiðslustöðvar vítt og breitt um landið og efast sjálf- stæðismenn um forgangsröð- unina hjá fyrirtækinu. Kjartan Magnússon Alþingi samþykkti í gær nýjar heimildir til refsingar fyrir brot á lögum um náttúruvernd. Ef alvarleg spjöll hljótast á nátt- úru landsins skal brotamaður sæta sektum, að lágmarki 350.000 krón- ur, eða fangelsi allt að fjórum ár- um. Ef alvarleg spjöll verða á nátt- úru landsins við akstur má gera ökutækið upptækt með dómi, nema það sé eign manns sem ekkert er við brotið riðinn. runarp@mbl.is Sekt, fangelsi og heimild til upptöku Morgunblaðið/Árni Sæberg Spjöll Víða eru för eftir utanvegaakstur. „Við höfum ekki fengið neinar upplýsingar um það hverjir þetta eru eða hvar þetta kemur niður í okkar félagi,“ segir Ingi- björg Sif Fjeldsted, trún- aðarmaður starfsmanna hjá Orkuveitu Reykjavíkur, um upp- sagnir tuttugu starfsmanna fyrirtækisins í gær. Hún segir að fundur hafi verið boðaður með starfsmönnum í dag þar sem farið verði yfir málið með þeim. Aðspurð segir hún að það sé vissulega ákveðinn léttir fyrir starfsmenn Orku- veitunnar að uppstokkun í rekstri fyrirtækisins sé nú lokið og það sé ró- legra yfir þeim starfs- mönnum sem eftir séu. Þeir voni að reksturinn sé traustari eftir þessar aðgerðir. Rólegra yfir starfsfólki TRÚNAÐARMAÐUR Bjarni Bjarnason Eftir töluverð snjóþyngsli í höfuðborginni í vet- ur njóta hjólreiðamenn þess nú að geta þeyst eft- ir auðum götunum. Þó að nú sé að koma mars og vorjafndægur nálgist óðum er þó of snemmt að hrósa sigri yfir vetri konungi en veðurspá næstu daga gerir ráð fyrir éljum og slyddu. Þessi hjólreiðamaður sem var á ferð í Austur- strætinu lætur þó varla versnandi veður aftra sér frá því að hjóla enda vel búinn. Spáð éljum og slyddu á suðvesturhorninu næstu daga Morgunblaðið/Sigurgeir S. Berst á hjólfáki fráum fram um auðan veg Stjórn Fjármálaeftirlitsins mun hittast á aukafundi í dag til að ræða um andmælabréf Gunnars And- ersen, forstjóra FME. Í því óskaði hann eftir því að fjármálaráðherra tæki af öll tvímæli um að staða hans félli undir lög um réttindi og skyld- ur opinberra starfsmanna en stjórnin telur að svo sé ekki. Stjórn FME fundar vegna andmæla

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.