Morgunblaðið - 29.02.2012, Page 4

Morgunblaðið - 29.02.2012, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. FEBRÚAR 2012 SVIÐSLJÓS Ómar Friðriksson omfr@mbl.is „Þetta bara sýnir að andstæðingar tillögu minnar þora ekki að fá efn- islega niðurstöðu í málið. Þeir ætla að láta einskis ófreistað að koma í veg fyrir að þingið, sem fer með ákæruvaldið í þessu máli, segi hug sinn allan,“ segir Bjarni Benedikts- son, formaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við Morgunblaðið. Meirihluti stjórnskipunar- og eft- irlitsnefndar Alþingis ákvað í gær að leggja til við Alþingi að tillögu Bjarna um afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, yrði vísað frá. Til vara er lagt til að tillagan verði felld og ákæran standi, að því er Val- gerður Bjarnadóttir, formaður nefndarinnar, sagði við mbl.is í gær. Eru þeirrar skoðunar í dag að fella beri ákæruna niður „Það liggur fyrir að þingmenn, sem úrslitaáhrif geta haft á það hvort ákæran nýtur meirihluta- stuðnings á þinginu, eru þeirrar skoðunar í dag að fella beri ákæruna niður,“ segir Bjarni. „Á hinn bóginn hefur enginn þingmaður sem áður var mótfallinn ákærunni skipt um skoðun og lýst því yfir að hann telji að rétt hafi verið að höfða málið. Þetta þýðir að í reynd blasir við að ákæran nýtur ekki meirihlutastuðn- ings. Þá er gripið til þess ráðs að finna einhverjar nýjar ástæður til þess að láta málið halda áfram, aðrar heldur en þá hvort menn telja að Geir H. Haarde hafi gerst brotlegur við lög. En málið á ekki að snúast um neitt annað en það hvort menn telji að lögbrot hafi verið framin,“ segir Bjarni ennfremur. Hann á von á því að tillagan verði rædd á þingfundi í dag. Alþingi hefur formlegt vald til að afturkalla ákæru Í nefndaráliti meirihluta nefnd- arinnar sem dreift var síðdegis er fjallað um mismunandi skoðanir á hvort Alþingi hafi heimild til að aft- urkalla ákæruna. Meirihlutinn kemst síðan að eftirfarandi nið- urstöðu um það: „Meirihlutinn telur að í ljósi þess að ákæruvaldið er í höndum Alþingis hafi það formlegt vald til að afturkalla ákæru á hendur ráðherra fyrir landsdómi en telur það hins vegar sjálfstætt álitaefni hvort og á hvaða forsendum Alþingi geti nýtt það vald.“ Þá fjallar meirihlutinn um hvort efnisleg skilyrði séu til þess að ákæran verði afturkölluð. Þar segir m.a. að komið hafi fram af hálfu sak- sóknara og aðstoðarsaksóknara að í flestum tilvikum þar sem mál eru felld niður hjá ákæruvaldinu sé inn- an tilsetts tíma, þriggja eða sex mánaða, höfðað nýtt mál enda séu algengustu ástæður niðurfellingar þær að ágallar eða formgallar séu á málshöfðun. „Meirihlutinn bendir á að af þessum fresti leiðir að málinu yrði ekki endanlega lokið með aft- urköllun ákæru á þessu stigi,“ segir í nefndarálitinu. Og meirihlutinn kemst að þeirri niðurstöðu „að til þess að unnt sé að afturkalla ákæru fyrir landsdómi þurfi að liggja fyrir efnislegar ástæður eða efnisleg sjónarmið sem réttlæta slíkt. Telur meirihlutinn engar slíkar fram komnar og jafn- framt að ekkert það sé fram komið sem leiða ætti til þess að saksókn yrði felld niður. Þá telur meirihlut- inn þá málsmeðferðarreglu gilda við afturköllun ákæru á hendur ráð- herra að tillaga um slíkt eigi að ber- ast frá saksóknara Alþingis að höfðu samráði við saksóknarnefnd, sbr. ákvæði 16. gr. laga um landsdóm. Slík tillaga hefur ekki borist.“ Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem sæti á í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, segist ánægður með að meirihlutinn skuli þó hafa tekið þá ákvörðun að taka málið út úr nefndinni. „Það gefst þá kostur á að taka það fyrir í þingsal. Hins vegar erum við ósam- mála hinni efnislegu niðurstöðu meirihlutans og teljum sem fyrr að þetta mál eigi að fá framgang hér í þinginu. Það hefur auðvitað ekkert breyst,“ segir Birgir. „Þá kemur til með að reyna á hvort meirihlutinn í nefndinni endurspeglar meirihlut- ann í þinginu.“ „Þeir ætla að láta einskis ófreistað“  Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar leggur til að tillögu Bjarna Benediktssonar verði vísað frá  „Ákæran nýtur ekki meirihlutastuðnings,“ segir Bjarni  Kemur væntanlega til umræðu í dag Morgunblaðið/Ómar Afgreitt Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fundaði fyrir hádegi í gær og lauk umfjöllun sinni um tillögu Bjarna Benediktssonar um afturköllun ákærunnar á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. Í meirihluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar sem skrifar undir nefndarálitið eru Val- gerður Bjarnadóttir, Álfheiður Ingadóttir, Mörður Árnason, Margrét Tryggvadóttir og Lúð- vík Geirsson. Fram kemur að Mörður Árnason gerir fyrirvara við málið hvað varðar tímasetn- ingu og túlkun þingskapa og Magnús M. Norðdahl er sam- þykkur niðurstöðu og tillögu meirihluta nefndarinnar en kýs að færa ítarlegri rök fyrir af- stöðu sinni í sérstöku nefnd- aráliti. Mörður setur fyrirvara VILJA VÍSA TILLÖGU FRÁ Viðgerð við varðskipið Þór í Noregi er á áætlun samkvæmt upplýs- ingum Landhelgisgæslunnar. Í vik- unni verður lokið við að fjarlægja stjórnborðsaðalvél skipsins. Þá verður hægt að hefjast handa við að koma fyrir nýrri aðalvél. Verkáætlun Rolls Royce, fram- leiðanda vélanna, gerir ráð fyrir að skipið verði tilbúið til afhendingar eftir vélaskipti, prófanir og úttektir flokkunarfélaga hinn 2. apríl. Þór kom til Noregs til viðgerðar hinn 8. febrúar en í byrjun desem- ber hafði mælst óeðlilega mikill titringur í annarri af tveimur aðal- vélum varðskipsins án þess að skýr- ing fyndist á honum. kjartan@mbl.is Ljúka við að fjarlægja vél úr Þór í þessari viku Morgunblaðið/Ómar Varðskipið Þór í Reykjavíkurhöfn. – fyrst og fre mst ódýr! 399kr.stk. Palmolive sturtusápa, margar teg. Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur vísað frá kæru ÁTVR vegna ákvörð- unar Neytendastofu um að fyrirtæk- inu sé ekki heimilt að selja sígarettur sem uppfylla ekki nýja staðla á Evr- ópska efnahagssvæðinu (EES). ÁTVR ætlar að bera gildistöku staðlanna hér á landi undir innanríkisráðuneytið en fyrirtækið heldur því fram að ekki hafi verið rétt staðið að henni hér. Málið snýst um sígarettur sem ÁTVR selur en þær uppfylla ekki nýjan Evrópu- staðal um að allar sígarettur sem seldar eru innan EES séu sjálfs- lökkvandi. Í nóv- ember sl. varð óheimilt að selja sígarettur sem ekki uppfylla staðalinn en ÁTVR óskaði eftir að Neytendastofa veitti fyrirtækinu aðlögunarfrest til þess að geta selt þær birgðir sem enn eru til af eldri gerð sígarettna. Neytendastofa hafnaði því og áfrýj- aði ÁTVR þá ákvörðuninni til innan- ríkisráðuneytisins. Ráðuneytið vís- aði málinu til áfrýjunarnefndar neytendamála. Í tilkynningu frá ÁTVR segir að fyrirtækið vísi málinu aftur til ráðu- neytisins til að fá efnislega niður- stöðu í það. Innanríkisráðherra beri að taka efnislega afstöðu til þess. kjartan@mbl.is ÁTVR vill að innanríkisráðherra taki afstöðu til sígarettustaðla Framkvæmdir við höfuðstöðvar embættis lög- reglustjórans á höfuðborgarsvæðinu við Hverf- isgötu í Reykjavík hafa staðið yfir undanfarna mánuði og er ráðgert að þeim ljúki í vor. Helstu verkþættir felast í því að skipta um glugga í lágbyggingunni, álklæða hana að utan, byggja upp þakkant og skipta um þakefni, en Fast- eignir ríkissjóðs sömdu við Atafl ehf. um fram- kvæmdirnar. Hilmar Gunnarsson húsvörður segir að veður hafi tafið framkvæmdir í vetur en stefnt sé að því að þeim ljúki í maí. Skipt um glugga og lágbyggingin klædd Morgunblaðið/Ómar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.