Morgunblaðið - 29.02.2012, Síða 10

Morgunblaðið - 29.02.2012, Síða 10
Félagar í Textílfélagi Íslands opna sýningu á opnu húsi í stóra salnum á 2. hæð á Korpúlfsstöðum laugardag- inn næstkomandi, 3. mars. Um er að ræða sömu sýningu og var haldin á þremur stöðum á Lista- sumri á Akureyri í júlí sl. í Mjólk- urbúðinni, Ketilhúsinu og Menningar- húsinu Hofi. Fjölbreytnin er mikil á sýningunni og gefur góða mynd af þeirri miklu breidd sem þráðlistir á Íslandi spanna um þessar mundir. Á sýningunni má sjá prjónahönn- un, fatahönnun, veflistaverk, tau- þrykk, þæfingu, útsaum, pappírsverk, ljósmyndaverk, ljósahönnun og Textílfélag Íslands Fjölbreyttar þráðlistir Skraut Hönnun Írisar Ólafar Sigurjónsdóttur textílhönnuðar og textílforvarðar. 10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. FEBRÚAR 2012 Morgunblaðið/Kristinn Gæði Fredrik situr hér Sorta frá Dallandi, 7 vetra stóðhest undan Víði frá Prestbakka og Lukku frá Dallandi. Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Hér eru tæplega fimmtíuhross á húsi, þar af tíugraðhestar. Svo er hlutiaf Dallandshrossunum í Mekka hestamennskunnar norður í Skagafirði. Á hverju vori kasta um fimmtán merar hjá okkur,“ segir sænski byggingarverkfræðingurinn Fredrik Sandberg sem kýs frekar að vinna við tamningar á Íslandi en við verkfræðina heima í Svíþjóð. Hann hefur frá því árið 2010 haft yfirum- sjón með tamningum og sölu á hrossaræktunarbúinu Dallandi í Mosfellsbæ en það er í eigu Gunnars Dungal og konu hans Þórdísar Öldu Sigurðardóttur. „Dalur hestamið- stöð, sem rekinn er í Dallandi, er ótrúlegur staður sem býður upp á marga möguleika og aðstaðan er öll til fyrirmyndar. Hér líður mér vel og ég er með þrjá af mínum eigin hest- um hérna, en heima í Svíþjóð á ég um tíu aðra íslenska hesta sem fjöl- skylda mín sér um á meðan ég vinn hér,“ segir Fredrik sem fékk kær- ustuna sína, Fridu Dahlén, til að flytja til sín í síðasta mánuði. „Hún er í fullu starfi hér sem ein af því tamningafólki sem sér um að temja og þjálfa hrossin hér í Dallandi.“ Stóru hestarnir hentuðu ekki Fredrik er frá Linköping í Sví- þjóð og ólst upp á bóndabýli þar sem foreldrar hans voru með kúabúskap. „Mamma er mikil hestakona og við áttum alltaf stóra sænska hesta sem voru of stórir fyrir mig þegar ég var Íslensku hestarnir eiga hug hans allan Hann hefur verið heillaður af íslenska hestinum alveg frá því hann kynntist hryss- unni Lipurtá þegar hann var lítill strákur heima í Svíþjóð. Fredrik Sandberg er yfirtamningamaður á ræktunarbúinu Dallandi og honum gengur vel að selja Sví- um þennan litla hest sem hann dáist svo mjög að fyrir fjölbreytta hæfileika. Fyrir þá sem vilja fylgjast með því vinsælasta hverju sinni og vita hvað helst sé að frétta úr heimi tækni, tísku og menningar úti í hinum stóra heimi er vert að kíkja inn á vefsíðuna coolhunting.com. Að baki vefsíðunni stendur hópur sem hefur það að markmiði að veita almenningi inn- blástur með ýmiskonar skemmti- legum hlutum. Þarna má til að mynda finna skondið kort eða veggspjald yf- ir aleng nöfn rappara og öðruvísi skartgripa- og skógerð. Fjársjóð af skemmtilegum hugmyndum er að finna á cool hunting vefsíðunni. Vefsíðan www.coolhunting.com Hjólaplanta Hvers vegna ekki að nýta reiðhjólið til að rækta plöntur? Í flottri fjársjóðsleit Umræðufundur um möguleg tækifæri fyrir ís- lenska arkitekta og hönn- uði til að koma að verk- efnum í Kína verður haldinn næstkomandi föstudag 2. mars. Á fund- inum mun Krishan Patroo, blaðamaður hjá alþjóðlega hönn- unartímaritinu Casa Int- ernational ræða hvernig hann metur möguleika ís- lenskra arkitekta á sam- starfsverkefnum í Kína. Með Krishan í för verður Lily Yu, arkitekt og eigandi Ritzarto Architecture og mun hún ræða við áhugasama að fundi loknum. Þá mun Sigurður Einarsson, arkitekt hjá Batteríinu arkitektastofu, deila reynslu sinni frá Kína. Fundarstjóri er Júlíus Hafstein, sendiherra. Að fundinum standa Íslandsstofa og Hönn- unarmiðstöð Íslands, í samstarfi við utanríkisráðuneytið. Fundurinn fer fram í Borgartúni 35, 6. hæð kl. 9:00-10:30. Skráning fer fram á islandsstofa- @islandsstofa.is eða í síma 511 4000. Endilega… …sækið umræðufund Hönnun Ningbo náttúrusafnið í Kína er óvenjuleg bygging hönnuð af arkitektinum Wang Shu. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Gengislánin- tíminn er dýr í óvissu Samtök iðnaðarins efna til morgunverðarfundar um áhrif nýgengins dóms Hæstaréttar um gengislánin Föstudaginn 2. mars kl. 8.30 - 10.00 Grand Hótel Reykjavík, Hvammi Dagskrá: Ragnar H. Hall, hæstaréttarlögmaður Þorsteinn Einarsson, hæstaréttarlögmaður Pallborð: Yngvi Örn Kristinsson, hagfræðingur, Ragnar H. Hall og Þorsteinn Einarsson Fundarstjóri er Orri Hauksson, framkvæmdastjóri SI Fundurinn er opinn og aðgangur ókeypis. Skráning á www.si.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.