Morgunblaðið - 29.02.2012, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.02.2012, Blaðsíða 14
BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Forsetinn hefur ekki tjáð sig um undirskriftasöfnunina. Hann hefði getað stöðvað hana ef honum væri einhver alvara með að hætta. Ég held að það þurfi alveg sérstaka trú- girni til þess að taka það alvarlega að hann sé að skipta um skoðun. Þetta hlýtur að vera eitthvað sem hann hefur verið að bræða með sér,“ segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Há- skóla Íslands, um þá skýringu Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Ís- lands, að áskorun um 31.000 ein- staklinga hafi fengið hann til að endurmeta þá ákvörðun að hætta. – Telurðu að forsetinn hafi allan tímann íhugað að halda áfram? „Að sjálfsögðu. Annars hefði hann getað stoppað þetta. Ég held að það sé ekki hægt að taka svör hans um hitt alvarlega í raun og veru. Ef hann vill verða forseti áfram getur hann notað hvaða rökstuðning sem hann kýs fyrir því. En það verður enginn forseti nema að hann vilji það sjálfur og þá skipta undirskriftir í sjálfu sér engu máli. Ég held að það sé ekki hægt að stilla málinu þannig upp að hann verði að vera í embætti áfram vegna þess að 30.000 manns hafi skorað á hann þegar 200.000 manns létu þessa áskor- endaherferð fram hjá sér fara.“ Þýðir ekki að vísa í fjölmiðla – Þannig að undirskriftirnar eru því ekki rök í sjálfu sér fyrir fram- boði, fimmta kjörtímabilið í röð? „Ég sé ekki að þau hafi neina vigt. Það sem skiptir máli er hvort hann vill verða forseti. Það er skilyrði fyr- ir því að verða forseti að menn vilji verða forsetar. Þetta hlýtur því að snúast um það sem forsetinn telur sig geta gert í embætti, verði hann áfram. Þetta er þá eitthvað sem hann verður að gera upp við sjálfan sig. Það þýðir ekki að vísa til þess sem er að gerast í fjöl- miðlum eða í und- irskriftasöfnunum í því efni,“ segir Gunnar Helgi sem telur óvissuna um framhaldið á Bessastöðum án fordæmis. „Þær aðstæður hafa aldrei komið upp áður að sitjandi forseti hafi gef- ið jafn tvíræð skilaboð um það hvert hann stefni. Forsetanum er vel kunnugt um þessa umræðu í sam- félaginu. Honum hefði verið í lófa lagið að stoppa hana ef hann hefði viljað. Væntanleg forsetaefni hafa sennilega látið það hindra sig. Það hefur væntanlega stöðvað einhverja í að fara af stað með framboð, að forsetinn hefur ekki gefið skýrari skilaboð,“ segir Gunnar Helgi sem telur forsetann jafnframt ekki geta fullyrt að skortur sé á forsetaefn- um, endi geti Ólafur Ragnar ekki haft vitneskju um alla þá sem kunna að horfa til Bessastaða með vorinu. Réttmætt sjónarmið forsetans Ágúst Þór Árnason, deildar- formaður lagadeildar Háskólans á Akureyri, hefur fjallað um embætti forseta Íslands í ræðu og riti. Hann segir forsetann geta fært fram þau rök fyrir framboði að þjóðin vilji hann áfram. „Mat hans er lögmætt. Ég fæ ekki séð að neinn hafi forsendur til að véfengja það. Það er þá skiln- ingur forsetans að ef þjóðin kalli eftir því að forsetinn hverju sinni gefi kost á sér áfram sé honum í raun ekki annað fært en að taka það alvarlega.“ Ýmsir hafa staldrað við þau um- mæli Ólafs Ragnars að skort hafi á að frambærileg forsetaefni kæmu fram. Spurður hvort fordæmi séu fyrir slíkum ummælum frá sitjandi forseta rifjar Ágúst Þór upp við- brögð Vigdísar Finnbogadóttur við mótframboði Sigrúnar Þorsteins- dóttur sem mörgum þóttu benda til þess að forsetanum þætti andstæð- ingur sinn ekki líklegur til afreka. Skýring forsetans kallar „á alveg sérstaka trúgirni“  Prófessor í stjórnmálafræði segir að forsetinn hefði getað stöðvað áskorunina Morgunblaðið/Árni Sæberg Fer yfir sviðið Ólafur Ragnar ræðir við blaðamenn um viðbrögð sín við áskorun stuðningsmanna sinna. Gunnar Helgi Kristinsson Ágúst Þór Árnason Dæmi um fjárhagsleg áhrif af ESB aðild ESB - án evru ESB -með evru Eignfærðar einskiptisgreiðslur Stofnfjárframlag 0,07% til Seðlabanka Evrópu 45 1.200 Framlag gjaldeyriseign 0,1% til Seðlabanka Evrópu 0 9.000 Björgunarsjóður Evrópu 0 0 Stofnfjárframlag til Fjárfestingabanka Evrópu 0 1.300 Eignfært í heildina 45 11.500 Stöðugleikasjóður Evrópu Stofnframlag 0,1% af heild, 12 milljarðar á 5 árum, eignfært hjá SÍ 0 2.400 Væntur kostnaður og tekjur - væntur hagnaður af stofnfé SE 0 -200 - endurkaupavextir af gjaldeyriseign 0 -117 - myntsláttuhagnaður SÍ vs. SE -3.700 -6.500 - árlegur vaxtakostnaður gjaldeyrisforða SÍ 8.000 2.000 Kostnaður vegna EFTA og aðildar að EES-samningnum fellur niður -3.500 -3.500 Þýðingar greiddar af ESB í stað Íslands -304 -304 ALLS 496 -6.221 Mismunur -5.725 Tölur í milljónum króna Heimild: Alþingi BAKSVIÐ Sigrún Rósa Björnsdóttir sigrunrosa@mbl.is Þegar tekinn er saman útlagður kostnaður sem sagður er fylgja aðild að Evrópusambandinu virðist sem sá tekjuauki og kostnaðarlækkun sem aðildin er sögð hafa í för með sér fari nálægt því að greiða niður þann kostnað, hvort sem horft er á aðild með eða án upptöku evru. Þá eru hvorki stofnfjárloforð til tiltekinna stofnana Evrópu né greiðslur sem greiddar eru í eitt skipti og eignfærð- ar hjá Seðlabanka Íslands taldar með. Þetta má greina í svari utanríkis- ráðherra Össurar Skarphéðinssonar, við fyrirspurn Sigurðar Inga Jó- hannssonar alþingismanns, um kostnað við Evrópusambandsaðild, ef eingöngu eru teknar saman þær tölur sem þar eru settar fram. Samkvæmt þeim tölum sem koma fram í svarinu virðist hagstæðara að taka upp evruna ef gengið er í ESB, heldur en halda áfram með krónuna. Er þar m.v. að vaxtakostnaður Ís- lands af gjaldeyrisforðanum til lengri tíma, út frá spá Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins, sé um átta milljarðar á ári (árin 2014-2016) í stað þeirra 33 millj- arða sem óvenju stór gjaldeyrisforði kostar í ár. Með upptöku evrunnar sé hægt að minnka gjaldeyrisforðann verulega og lækka vaxtakostnað. Stofnfjárloforð og framlög Kostnaður vegna stofnframlags í Seðlabanka Evrópu (SE) er reiknað- ur hlutfallslega og næmi 1,2 milljörð- um m.v. árið 2010. Um eingreiðslu væri að ræða, eignfærða hjá Seðla- banka Íslands (SÍ). Ný ríki greiða 3,5% af því framlagi, taki þau ekki upp evruna. Sé hún tekin upp greiðir SE arð af eigninni sem gæti þá numið um 200 milljónum árlega. Kostnaður vegna Björgunarsjóðs Evrópu yrði enginn en Stöðugleika- sjóður Evrópu mun taka við hlutverki hans, frá og með 1. júlí í ár. Við aðild fylgir enginn kostnaður tengdur hon- um en með upptöku evru þyrfti að greiða 12 milljarða á fimm árum sem væri eignfært hjá SÍ. Meginhluti 111 milljarða framlags væri í formi 99 milljarða stofnfjárloforðs. Svipað fyr- irkomulag er með aðild að Fjárfest- ingabanka Evrópu. Stofnfjárloforð næmi þá tæpum 26 milljörðum króna. Fram kemur að ekki þarf að greiða í Þróunarsjóð fyrr en árið 2020 ef gengið er í ESB en til viðmiðunar geti sá kostnaður numið rúmum milljarði árlega.. Ekki er lagt tölulegt mat á þann ávinning sem í svarinu er sagður geta fylgt aðild, t.d. af efnahagslegum stöðugleika, bættum aðgangi að mörkuðum og erlendu fjármagni og lækkun viðskipta- og lántökukostnað- ar. Sýnir lægri kostnað með ESB  Leggjum mögulega minna út en við fáum til baka með ESB-aðild 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. FEBRÚAR 2012 Tæplega tvítugur piltur hefur játað við yfirheyrslur hjá lögreglunni á Akureyri að hafa framið rán í Fjöl- umboðinu að Geislagötu 12 á Akur- eyri 23. febrúar sl. með því að ógna starfsmanni með úðabrúsa og taka peninga úr afgreiðslukassa. Pilturinn var handtekinn 25. febrúar eftir að hafa verið stöðv- aður við akstur á óskráðri bifreið og úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins hinn 26. febrúar til 29. en hann var látinn laus í gær- kvöldi og telst málið upplýst. Hann mun hafa haft um 5-600.000 krónur upp úr krafsinu. Stálu bíl og bensíni Ránsfengnum hafði hann meðal annars eytt í fíkniefni, lyf og skuld- ir. Maðurinn kom frá Reykjavík hinn 22. febrúar síðastliðinn á stolnum bíl ásamt rúmlega tvítug- um kunningja sínum en bílnum höfðu þeir stolið í Reykjavík og einnig bensíni á hann. Bílinn urðu þeir þó að skilja eftir í Skagafirði eftir að hafa fest hann og brotist þar inn í sumarbústað. Þangað voru þeir svo sóttir frá Akureyri. Eftir að annar hafði framið ránið á Akureyri tók hinn póstbíl trausta- taki hinn 24. febrúar síðastliðinn sem skilinn hafði verið eftir í gangi við hús á Akureyri. Hann braust inn í aðra bifreið og stal úr henni nokkrum smáhlutum og síðan inn í einbýlishús austan Akureyrar og stal þaðan talsverðum verðmætum. Hann var síðan handtekinn sama dag á Svalbarðsströnd eftir eftirför lögreglu og játaði brot sín og þýfið komst til skila. Báðir þessir piltar hafa komið við sögu lögreglu áður. Auk þess að vera báðir án ökuréttinda eru þeir báðir grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna. Lögreglustöðin Lögreglan á Akur- eyri hefur upplýst rán. Játaði rán á Akureyri  Eyddi ránsfengnum í fíkniefni og skuldir Fram kom í viðtali RÚV við Baldur Óskarsson, fyrrverandi fram- haldsskólakennara og gamlan stuðningsmann Ólafs Ragn- ars Grímssonar, 20. janúar sl. að markmiðið hefði verið að safna 40.000 undir- skriftum þar sem skorað væri á forsetann að gefa kost á sér fimmta kjörtímabilið í röð. Var haft eftir Baldri að ef 40.000 manns tækju þátt í áskoruninni myndi það setja töluverðan þrýsting á Ólaf Ragnar. Athygli vekur að í sama viðtali lýsir Baldur samtali sínu við forsetann daginn eftir nýársvarpið þar sem Ólafur Ragnar „vildi ekkert gefa frekar út á það“ þegar talið barst að því hvað hann hefði meint með ummælum sínum um framhaldið, þ.e. hvort hann ætlaði að hætta. En forsetinn gagnrýndi fjölmiðla, eink- um RÚV, fyrir að hafa skapað um- ræðu um að skilaboð hans í nýárs- ávarpinu væru óljós. Stefndu á 40.000 nöfn á lista FORSETINN VILDI EKKI SKÝRA ORÐ SÍN Forsetinn fær undir- skriftir af- hentar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.