Morgunblaðið - 29.02.2012, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 29.02.2012, Qupperneq 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. FEBRÚAR 2012 BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Flugheimurinn stækkar ört og stöðugt eru breytingar að verða. Ég tel að mikil tækifæri felist í þessari starfsemi,“ segir Hjalti Kjartansson, frumkvöðull í nýsköpunarverkefni sem unnið er að á Suðurnesjum. Hugmyndin er að koma upp verk- stæði á Keflavíkurflugvelli til að mála flugvélar. Það myndi verða at- vinnu- og gjaldeyrisskapandi starf- semi. Hjalti er bílamálari og segist hafa gengið með hugmyndina um verk- stæði til að mála flugvélar í magan- um í nærri tuttugu ár. Hann kynnti sér málin í Bandaríkjunum 1993 og fór einnig til Þýskalands og Hollands fyrir tveimur árum. Mikið liggur því fyrir af gögnum. Gerð hefur verið hagkvæmniat- hugun. Helgi Geirharðsson verk- efnisstjóri vinnur að viðskiptaáætlun og jafnframt er leitað til fjárfesta um að taka þátt í fjármögnun verkefn- isins. Stór erlendur lakkframleið- andi kemur að uppbyggingunni. Ónotað húsnæði Unnið er að því að fá „stóra flug- skýlið“ á Keflavíkurflugvelli á leigu. Flugskýli 885 þjónaði Varnarliðinu en hefur staðið að mestu ónotað frá því herinn fór. Það er í eigu ríkisins og hefur Isavia umsjón með því. Frumkvöðlarnir höfðu viljayfirlýs- ingu um afnot af skýlinu en ekki hef- ur verið gengið frá samningum til lengri tíma. Skýlið er geysistórt og þar á að vera hægt að koma fyrir tveimur þotum af þeirri stærð sem Icelandair notar auk minni flugvéla. Hugmyndin er að sækja verkefni á alþjóðlegan flugmarkað. Hjalti bendir á að Ísland sé vel staðsett, mitt á milli Norður-Ameríku og Evr- ópu, og hægt sé að sækja verkefni á báða þessa stóru markaði. Flugvélar eru málaðar að meðal- tali á fimm ára fresti og oft þarf að breyta um liti og sérmerkja vélar. Hjalti segir að fjölgun verkstæða hafi ekki fylgt stækkun flugflota heimsins. Því séu víða biðlistar eftir að koma vélum í málningu. Dýrt er að láta vélar bíða og mikilvægt fyrir flugfélögin að koma þeim sem fyrst aftur í lofið. Hjalti segir að félögin sæki þessa þjónustu milli landa, ef því sé að skipta. Umhverfiskröfur aukast í þessari starfsgrein, eins og öðrum. Aðstæð- ur eru taldar góðar til að koma upp aðstöðu í takt við tímann á Keflavíkurflugvelli. Þar er til dæmis hægt að fá orku úr endurnýjanlegum orkulindum á samkeppnishæfu verði. Allt að 200 starfsmenn Hjalti segir að starfsemi af þessu tagi geti skapað ýmis tækifæri, með- al annars í ferðaþjónustu. „Ísland er vinsæll áfangastaður ferðafólks. Flugfélögin geta fyllt vél- arnar af farþegum sem svo skoða landið í viku til tíu daga á meðan ver- ið er að mála þær. Hægt væri að draga hingað marga ferðamenn og flugvélar með þessu móti og byggja upp starfsemi til að þjóna ferðafólk- inu,“ segir Hjalti. Þannig er unnt að nýta aðdráttar- afl Íslands fyrir ferðafólk til að fá verkefni í flugskýlið. Reiknað er með að hægt verði að mála 60 til 80 þotur á Keflavíkurflug- velli á ári. Þegar starfsemin verður komin vel af stað má búast við að 120 til 200 starfsmenn þurfi í málningarstörfin auk starfa við smáviðgerðir, viðhald inni í vélunum, glerpússningu og fleira, auk þjónustu við ferðafólk. Hjalti bendir á að hvert starf skapi 1,7 afleidd störf þannig að ef verk- efnið verður að veruleika geti mörg hundruð manns fengið vinnu á Suð- urnesjum vegna starfseminnar í stóra flugskýlinu. Vilja flugtengda nýsköpun Erfiðleikar hafa verið í atvinnulíf- inu á Suðurnesjum og telur Hjalti að þar sé hægt að fá gott starfsfólk. „Alþjóðaflugvöllurinn er einn af styrkleikum okkar Suðurnesja- manna í atvinnumálum. Við viljum gjarnan sjá fleiri flugtengd nýsköp- unarverkefni. Flugvélamálunin er einmitt af því taginu og við gætum vel hugsað okkur að sjá það hér,“ segir Björk Guðjónsdóttir, verkefna- stjóri hjá atvinnuþróunarfélaginu Heklunni á Suðurnesjum. Björk segir að starfsfólk at- vinnuþróunarfélagsins hafi reynt að aðstoða frumkvöðlana við sitt und- irbúningsstarf, eins og mögulegt hafi verið. Fyrirhuguð starfsemi er mann- aflsfrek en krefst ekki sérstakrar fagmenntunar. „Við munum ráða starfsfólk af almennum vinnumark- aði og sjá sjálfir um að þjálfa það upp,“ segir Hjalti. Björk segir það jákvætt að fólk geti náð sér í starfs- reynslu á nýju sviði og það gæti opn- að ýmsa möguleika fyrir þá sem áhuga hefðu. Þá bendir hún á að fjöldi afleiddra starfa myndi koma samfélaginu til góða. Stór vinnustaður í „stóra flugskýlinu“  Hugmyndir um verkstæði til að mála flugvélar í Keflavík Morgunblaðið/RAX Flugskýli 885 Stærsta flugskýli Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli hefur ekki verið í notkun frá því Varnarliðið fór. Nýsköpunarfyrirtæki í flugvélamálun hefur hug á að koma þar upp nýrri borgaralegri starfsemi. Morgunblaðið/Ómar Frumkvöðull Hjalti Kjartansson hefur lengi þróað hugmynd sína. Flugvélamálun » Málun á einni Boeing 757 þotu tekur 7 til 10 daga. » Á hana fara um 70 lítrar af grunni og 90 lítrar af lakki. » Vonir standa til að ná 80 vélum á ári til Keflavíkur. » Oft er miðað við að flugvél sé máluð á fimm ára fresti. » Nýmáluð og nýbónuð flugvél er ekki aðeins augnayndi held- ur er vindmótstaðan minni en á eldri vél og því eyðir hún minna eldsneyti. –– Meira fyrir lesendur PÖNTUN AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 5. mars. FERMINGAR Fermin g SÉRBLAÐ Föstudaginn 9. mars kemur út hið árlega Fermingarblað Morgunblaðsins. Fermingarblaðið hefur verið eitt af vin- sælustu sérblöðumMorgunblaðsins í gegnum árin og verður blaðið í ár sérstaklega glæsilegt. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is MEÐAL EFNIS: Veitingar í veisluna. Mismunandi fermingar. Fermingartíska. Hárgreiðslan. Myndatakan. Fermingargjafir. Fermingar erlendis. Hvað þýðir fermingin? Viðtöl við fermingarbörn. Nöfn fermingarbarna. Eftirminnilegar fermingargjafir. Fermingarskeytin. Boðskort. Ásamt fullt af spennandi efni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.