Morgunblaðið - 29.02.2012, Page 17
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. FEBRÚAR 2012
Washington. AFP.| Með því að ákveða að birta
fimm milljónir tölvupósta fyrirtækisins Stratfor
hefur uppljóstrunarvefurinn Wikileaks beint
sjónum að einkareknum njósnafyrirtækjum sem
hingað til hafa hagnast í skjóli leyndar.
Helstu fyrirtækin í þessari grein eru lítt þekkt,
en nefna má Aegis, Control Risks, Diligence og
Kroll. Öðru máli gegnir hins vegar um marga við-
skiptavinina. Í tölvupóstum Stratfor kemur fram
að fyrirtækið var á mála hjá bandaríska varn-
armálaráðuneytinu, Coca Cola, Lockheed Martin
og Dow Chemical, svo eitthvað sé nefnt.
Tim Shorrock, höfundur bókarinnar Spies for
Hire, segir að verktakar í njósnageiranum séu
með 45 milljarða dollara í tekjur á ári frá banda-
rískum stjórnvöldum.
Wikileaks birti fyrstu tölvupóstana í fyrradag.
Að þessu sinni var ekki uppljóstrari á ferð heldur
brutust liðsmenn hóps, sem starfar undir heitinu
Anonymous, að því er virðist inn í gagnagrunna
Stratfor í desember, sóttu póstana og afhentu
Wikileaks.
Von á frekari uppljóstrunum
Í yfirlýsingu Wikileaks sagði að 25 fjölmiðlar
tækju nú þátt í að fara yfir póstana. Sagði jafn-
framt að þar kæmi fram hvernig innviðum fyrir-
tækis af þessum toga væri háttað og sæjust
tengslin milli einkanjósnafyrirtækja og stjórn-
valda. Þá er sérstaklega til þess tekið að í póst-
unum sé að finna leynilegar upplýsingar um árás-
ir bandarískra stjórnvalda á Wikileaks og
leiðtoga samtakanna, Julian Assange, og tilraunir
Stratfor til að spilla starfsemi Wikileaks.
Póstarnir sýna að Stratfor kemur víða við, en
um leið kemur fram að starfsemi þess felist frem-
ur í að leita á netinu en að feta í fótspor James
Bonds. Í einum pósti, þar sem farið er fram á
upplýsingar um dýraverndunarsamtökin Peta
fyrir hönd Coca Cola, sem óttaðist mótmæli
vegna vetrarólympíuleikanna í Vancouver 2010,
svarar starfsmaður Stratfor: „Ég myndi vilja
setja góðan lærling með áhuga á rannsóknum í
málið.“
Innsýn í einkavæddar njósnir
Wikileaks birtir tölvupósta einkarekins njósnafyrirtækis Fyrirtækið njósnaði um Wikileaks
„Minnst er á Wikileaks eða
Julian Assange í yfir 4.000
tölvupóstum.“
Yfirlýsing Wikileaks
Víða komið við
» Sagt er að í póstum Stratfor
komi fram upplýsingar um
hvernig stór fyrirtæki hafi
fylgst með aðgerðasinnum og
óháðum samtökum.
» Þar munu einnig vera upp-
lýsingar um að John McCain
hafi verið hvattur til að saka
Barack Obama um kosn-
ingasvik í tveimur ríkjum
2008.
Lögregla reif í gær niður búðir liðsmanna hinn-
ar svokölluðu yfirtökuhreyfingar fyrir utan St.
Pálskirkju í London og handtók um 20 manns.
Fjölmargar búðir af svipuðum toga voru reistar
víða í hinum vestræna heimi til að mótmæla öfg-
um kapítalismans. Búðirnar við kirkjuna voru
þær síðustu sem enn stóðu.
Mótmælin báru yfirskriftina Yfirtökum hluta-
bréfamarkaðinn í London og hófust fyrir utan
kirkjuna 16. október í fyrra. Dómstólar höfðu
fyrirskipað að búðirnar skyldu fjarlægðar. Búð-
irnar voru rýmdar á um tveimur tímum.
Reuters
Lögregla rýmdi mótmælabúðir í London
Ráðist til atlögu gegn yfirtökuhreyfingunni við St. Pálskirkju
BAKSVIÐ
Karl Blöndal
kbl@mbl.is
Japönsk stjórnvöld töldu að færi allt á
versta veg þegar kjarnorkuslysið varð
í Fukushima fyrir tæpu ári hefði hver
kjarnorkusprengingin getað rekið
aðra þar til þurft hefði að rýma Tókýó.
Var óttast að endalok borgarinnar
gætu jafnvel vofað yfir. Þetta kemur
fram í 400 síðna skýrslu óháðrar
nefndar fræðimanna, verkfræðinga og
blaðamanna, sem fengnir voru til að
gera úttekt á viðbrögðum við flóð-
bylgjunni, sem skall á Japan 11. mars
í fyrra og kjarnorkuslysinu í kjölfarið.
Gerðar voru áætlanir um fjölda-
flutninga frá Tókýó þar sem búa 13
milljónir manna og sagðist einn hátt-
settur ráðherra, Yukio Edano, hafa
séð fyrir sér að hver kjarnakljúfurinn
myndi bráðna á eftir öðrum í kjarn-
orkuverum allt þar til kæmi til höf-
uðborgarinnar. „Þá er Tókýó búin að
vera,“ er haft eftir honum í skýrsl-
unni.
Þegar ástandið versnaði þar sem
flóðbylgjan skall á ströndinni hugð-
ust stjórnendur orkuveitunnar, sem
rak kjarnorkuverið í Fukushima,
flytja starfsmenn þess burt. Þeim
var hins vegar skipað að láta menn-
ina vera um kyrrt. Segir í skýrslunni
að hefði þáverandi forsætisráðherra,
Naoto Kan, ekki haldið fast við sinn
keip hefði ástandið í kjarnorku-
verinu farið algerlega úr böndunum.
Hann hefði því afstýrt stórslysi.
Orkuveita Tókýó rekur rafveituna
í Fuskushima og hefur 17 yfirstjórn-
endum hennar verið gert að láta af
störfum, annars fái hún engin
framlög frá ríkinu. Fyrr í mán-
uðinum samþykkti japanska þingið
1.100 milljarða króna aukafjárveit-
ingu til orkuveitunnar út af slysinu
í Fukushima.
Í skýrslunni segir að Kan hafi
gert ýmislegt rétt eftir slysið, en
tilhneiging ofstjórnunar hafi tor-
veldað björgunarstörf. Tekið er
dæmi um að forsætisráðherrann
hafi í upphafi krafist þess að fersk-
vatn yrði notað til að kæla kjarna-
kljúfana í Fukushima í stað sjávar.
Þetta hafi tafið fyrir, en þeir sem
vildu nota sjó höfðu betur og tókst
að koma í veg fyrir að verr færi.
Kan er einnig gagnrýndur fyrir
að hafa gert minna úr hættunni en
efni stóðu til af ótta við að skelfing
gripi um sig meðal almennings.
Uppbygging hefur gengið hægt
þar sem eyðileggingin var sem
mest og hefur reynst erfitt að
vinna úr hörmungunum í byggð-
arlögum meðfram strandlengj-
unni.
„Þá er Tókýó búin að vera“
Japansstjórn taldi hættu á að rýma þyrfti höfuðborgina Fyrirskipun um að
starfsmenn yrðu um kyrrt í kjarnorkuverinu í Fukushima afstýrði stórslysi
AP
Hreinsað til Björgunarmenn í hlífðarfötum vinna að hreinsun fyrir utan
kjarnorkuverið í Fukushima í Japan þar sem þrír kjarnakljúfar ofhitnuðu.
Æðsti dómstóll
Þýskalands úr-
skurðaði í gær að
nefnd, sem ætlað
væri að hraða af-
greiðslu aðgerða
til að sporna við
kreppunni á
evrusvæðinu,
stæðist ekki lög.
Stjórnlaga-
dómstóllinn
komst að þeirri
niðurstöðu að
með því að skipa níu manna flýti-
nefnd væri gengið á rétt þeirra 611
þingmanna, sem ekki sætu í nefnd-
inni. Í áliti Andreasar Volksskuhle
dómara sagði að fjárlagagerð, sem
tæki til evrunnar þar sem um al-
mannafé væri að ræða, „væri á
ábyrgð alls þingsins“.
Tveir þingmenn stjórnarandstöð-
unnar skutu málinu til dómstólsins
til þess að koma í veg fyrir að
nefndin tæki ákvarðanir um björg-
unaraðgerðir án aðildar þingsins.
Niðurstaðan kemur sér illa fyrir
Angelu Merkel kanslara.
Þýskur dómstóll
segir flýtimeðferð í
evruvanda ólöglega
Andreasar Volks-
skuhle, forseti
þýska stjórnlaga-
dómstólsins.
Hinir ríku ljúga
oftar og svíkja en
fólk, sem er með
lægri þjóðfélags-
stöðu, að því er
kemur fram í
grein í banda-
ríska félags-
vísindatímaritinu
Proceedings of
the National Aca-
demy of Sciences
þar sem raktar eru niðurstöður sjö
rannsókna.
Þar kemur meðal annars fram að
hinir ríku taki oftar með sér heim
ljósritunarpappír af skrifstofunni og
noti ólögleg afrit af hugbúnaði. Þá
svíni ökumenn dýrra bifreiða oftar í
umferðinni og nemi sjaldnar staðar
fyrir gangandi vegfarendum.
Ríkidæmi ýtir undir
ósiðlega hegðun
Eru eigendur dýrra
bíla tillitslausari?
Vísindamenn
telja að þeir geti
nú sannað að
grameðlan hafi
haft kröftugasta
bit allra land-
dýra. Talið er að
grameðlan eða
tyrannosaurus
rex hafi getað
bitið svo fast að
jafngilti sex tonna þrýstingi á staka
tönn eða þyngd fíls. Bit manns nem-
ur 70 til 100 kg þrýstingi á tönn.
Þetta bendir til að grameðlan hafi
getað drepið með einu biti og verið
rándýr, en ekki hrææta.
Grameðlan gat bitið
fastast landdýra
Kröftugir kjálkar
grameðlunnar.