Morgunblaðið - 29.02.2012, Page 18

Morgunblaðið - 29.02.2012, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. FEBRÚAR 2012 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Írar standa núframmi fyrirþví að kjósa um nýjan efna- hagssamning Evr- ópusambandsins eftir að stjórnvöld komust að því að ekki yrði undan kosn- ingunni vikist. Írska ríkis- stjórnin hefur líkt og aðrar innan ESB vonast til að þurfa ekki að bera samninginn undir atkvæði, enda sýna kannanir að meirihluti landsmanna muni fella hann. Ekki er þó víst að það breyti miklu fyrir utan tímasetningu sam- þykktar, því að Írar hafa jafn- an verið látnir kjósa aftur þegar þeir hafna samningum ESB. Þetta gerðist þegar kos- ið var um Nice-samninginn og aftur vegna Lissabon- samningsins. Aðstæður eru að vísu aðrar nú að því leyti að einungis tólf ríki þurfa að samþykkja samn- inginn til að hann taki gildi, en þrátt fyrir það er áróður írskra stjórnvalda hafinn um mikilvægi þess að hann verði samþykktur og hörmungarnar sem mundu fylgja því að fella hann. Ríkisstjórn Íslands er svip- uð flestum ríkisstjórnum inn- an ESB að því leyti að hún óttast að bera mál- efni sem snerta sambandið undir atkvæði þjóð- arinnar. Þrátt fyr- ir kröfu sem uppi er bæði innan ríkisstjórn- arinnar og utan um að kjósa skuli sem fyrst er orðið ljóst að þingmenn Samfylking- arinnar og stuðningsmenn að- ildar að Evrópusambandinu í þingflokki VG ætla ekki að leita álits kjósenda fyrir næstu alþingiskosningar. Ástæðan er augljós. Þrátt fyrir allt talið um lýðræðisást og aðkomu almennings að ákvarðanatöku leyfir hollustan við Brussel ekki að almenn- ingur sé spurður. Ráðamenn Evrópusambandsins hafa slæma reynslu af slíkum spurningum sem iðulega enda með því að kjósa þarf aftur og aftur til að knýja fram rétta niðurstöðu. Fróðlegt verður að fylgjast með hver viðbrögð andstæð- inga aðildar innan þingflokks VG verða við nýjasta útspili utanríkisráðherra og formanns utanríkisnefndar. Verður þeim áfram leyft að halda almenn- ingi frá ákvarðanatökunni, eða munu andstæðingar aðildar fylgja orðum sínum eftir? Á Írlandi er kosið um málefni ESB en ekki á Íslandi} Kosið þar en ekki hér Uppákoman áBessastöðum í fyrradag var ekki björguleg. Ólafur Ragnar hafði sett í gang í nýársávarpi sínu leikrit ættað úr heimi fáránleikans. Skjólstæð- ingur hans í Félagsvís- indadeild, Ólafur Harðarson, fór í útvarpsviðtöl eftir við- komu í áramótamóttöku for- setans og sagði að forsetinn hefði virst hafa kvatt embætti sitt í áramótaræðu sinni, en hann hefði þó skilið eftir glufu! Fréttamenn útvarps hlupu af þessu tilefni ítrekað á eftir Ólafi Ragnari en hann hljóp þá af sér í sérhvert eitt sinn. Á hann þó létt um mál og einatt verið lipur við fréttamenn. Baldur Óskarsson, sem ver- ið hefur handgenginn Ólafi Ragnari í hálfa öld, boðaði áskorun frá fjöldanum um að Ólafur léti undan þrábeiðni um að sitja í 5 kjörtímabil. Sagði Baldur að nauðsynlegt væri að undirskriftirnar yrðu ekki færri en 40.000, svo mark yrði á þeim tekið. Þrátt fyrir að fyrirkomulag söfnunar- innar væri það frjálslegasta sem enn hefur sést í brúkun, sem auðveldaði m.a. þeim Andrési Önd og félögum leik- inn, varð útkoman fjarri markmiðinu sem sett var í upphafi. Þó fjölg- aði undirskriftum töluvert eftir lok- un, við yfirferð kennitalna, svo merkilegt sem það er. Allt var þetta dálítið kát- broslegt. En blaðamannafund- urinn á Bessastöðum kórónaði þó allt annað, enda einstakur í sinni röð. Þar lét Ólafur Ragnar eins og að allir þessir tilburðir helsta handlangara síns í áratugi og félaga hans hefðu verið honum algjörlega á móti skapi og allt brambolt- ið hefði komið honum í opna skjöldu. En niðurstöðuna væri ekki hægt að forðast. Hún væri augljóslega einhvers konar ákall þjóðarinnar til hans. Staðan væri nú sú að hann yrði annað hvort að láta undan eigingirni sinni og hætta sem forseti eða nauð- ugur svara kalli þjóðarinnar, halda áfram og vinna fram- vegis launalaust fyrir þjóðina. Þrátt fyrir að kostirnir væru settir upp með svo óvenjulegum hætti, þóttist Ólafur Ragnar þurfa að taka sér umhugsunarfrest til að gera upp hug sinn! Þessi upp- setning öll mátti svo sann- arlega missa sig. Það hefur varla farið framhjá þjóðinni að vitsmunir hennar fá lága einkunn hjá forsetanum} Illa hönnuð atburðarás Sé tunglið allt úr tómum osti talsvert held ég að það kosti hljómaði í leikritinu Ferðinni til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur sem frumsýnt var í Þjóðleikhúsinu vorið 1964. Í því segir frá ferð músasystkinanna Magga og Möllu til plán- etunnar Limbó, sem er miðja vegu milli jarðar og tunglsins, en Magga litla langar til að kom- ast til tunglsins og í ostinn sem þar sé að finna. Að einhver trúi því að tunglið sé úr osti er gjarnan notað til að gera gys að viðkomandi eða að sýna fram á barnaskap, enda dettur engum í hug að slík og þvílík della geti verið sönn; vísindin hafa sýnt okkur fram á að tungl- ið sé úr tómu grjóti. Að því sögðu þá lifir alls- kyns fjarstæðu- og dellutrú góðu lífi á okkar upplýstu öld, hvort sem það er trú á kók- oshnetuolíu, agave-síróp og það að Bandaríkja- menn hafi sjálfir sprengt upp tvíturnana, ótti við bólusetn- ingar eða sannfæring um að það sé ekki að hitna á jörðinni og ef svo er þá sé það örugglega ekki mannkyni að kenna. Segjum sem svo að hópur manna takið að efast um það að tunglið sé úr grjóti. Sjáið bara, segja þeir, það er mysu- litt og þar af leiðir: Það er úr osti! Þeir gætu líka gripið til röksemda á við: Til eru heimildir um að tunglið hafi verið úr osti á landnámsöld og þar af leiðir: Það er úr osti í dag! Ég er ekki í vafa um að hægt væri að finna fjölda manna sem myndu skrifa undir slíka staðhæfingu, ekki síst ef hún væri sett upp á netinu. Fjölmiðlar myndu eflaust gefa slíkum full- yrðingum gaum og í takt við misskilið hlut- leysishlutverk myndu þau gefa osta- trúarmönnum sama pláss í fjölmiðlum og raunhyggjumönnum. Í hvert sinn sem rætt væri um tunglið við stjarnvísindamann þyrfti líka að hafa tunglostafræðing með. Fyrir vikið fengi almenningur þá hugmynd í kollinn að það væri umdeilt hvort tunglið væri úr grjóti og tilgátan um að það væri úr osti væri jafn líkleg. Ofangreint hljómar kannski eins og hver önnur þvæla, en á sér þó stað í raunveruleik- anum þegar loftslagsvísindi eru annars vegar. Í þeim fræðum fær hávær minnihluti ámóta pláss í fjölmiðlum og þeir sem rannsakað hafa málið og komist að þeirri niðurstöðu að það fari hlýnandi í heiminum og að sé að miklu eða mestu leyti af okkar völdum. Umræður um að hvort það sé að hitna í heiminum eða ekki ráðast núorðið einna helst af pólitískum skoðunum og vestan hafs skiptir líka máli hverrar trúar viðkomandi er. Í öllu argaþrasinu gleymist að 97% loftslagssérfæðinga eru sammála um að veðurfar fari hlýnandi af manna völd- um. 3% þráast við fyrir einhverjar sakir, sumir sjálfsagt vegna þess að það væri svo indælt ef tunglið væri úr tóm- um osti því: Þá yrði Möllu magi stór og Maggi ekki lengu mjór. Tunglið allt úr tómum osti Pistill Árni Matthíasson STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon BAKSVIÐ Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Rannsókn sem gerð var hérá landi fyrir rúmu árisýndi fram á að kæfisvefnværi algengari hjá þeim sem eru með Alzheimers-sjúk- dóminn. Núna er komin í gang stærri rannsókn, í samstarfi við svefnrann- sóknastofu Landspítalans, þar sem skoða á betur hvort og þá hvaða tengsl geti verið þarna á milli. Jón Snædal, yfirlæknir öldrun- arlækninga á Landspítalanum, segir að lengi hafi verið uppi grunsemdir um tengsl á milli þessara sjúkdóma. Mikilvægt sé að skoða þetta nánar og m.a. hvort sjúklingum með kæfisvefn sé hættara við að fá Alzheimer síðar á ævinni. Mörg þúsund Íslendingar hafa verið greindir með þessa sjúkdóma og þeim hefur verið að fjölga á seinni árum. Þannig eru um 3.000 manns með Alzheimer, flestir í hópi aldraðra en talið er að um 20% fólks eldra en 80 ára séu með sjúkdóminn. Álíka margir sjúklingar eru með kæfisvefn, eða um 3.000 í dag, en frá árinu 1987 hafa um 8.000 manns verið greindir með sjúkdóminn, sem herjar aðallega á fólk 40-60 ára. Er hann mun algeng- ari meðal karla en kvenna. Endurtekinn súrefnisskortur Kæfisvefn lýsir sér þannig að fólk hættir að anda endurtekið þegar það sefur. Gerist þetta árum eða ára- tugum saman, getur það komið niður á starfsemi heilans sem endurtekinn súrefnisskortur. „Við vitum það af ýmsu öðru að súrefnisskortur kemur gjarnan niður á minni fólks. Síðan er annað mál hvort fólk, sem er með ógreindan kæfisvefn lengi, sé einnig með Alzheimer eða hvort það er allt annar sjúkdómur. Þetta viljum við skoða betur og þá hvort einhverjar Alzheimer-breytingar verða hjá fólki með kæfisvefn. Einnig ætlum við að halda áfram að skoða kæfisvefn hjá þeim sem eru með nýlega greindan Alzheimers-sjúkdóm,“ segir Jón Snædal. Undir þetta tekur Þórarinn Gíslason, yfirlæknir lungnalækninga á Landspítalanum og sérfræðingur í rannsóknum á kæfisvefni. Hann legg- ur áherslu á að lítið sé vitað um hvort tengsl geti verið á milli þessara sjúk- dóma og frekari rannsóknir þurfi að fara fram. Til þess séu mjög góðar að- stæður hér á landi, enda löng og góð reynsla af rannsóknum á kæfisvefni þar sem almenningur hafi jafnan ver- ið reiðubúinn að leggja lið. Meðalaldur fólks með kæfisvefn er um fimmtugt og Þórarinn segir að á þeim tíma séu fáir með Alzheimer. En hins vegar geti vissir hópar verið í hættu að fá síðar Alzheimer, þeir sem þjáist af miklum og endurteknum súrefnisskorti í svefni. „Við höfum ekki orðið sér- staklega vör við að meðal kæfi- svefnssjúklinga væri Alzheimer al- gengari en hjá öðrum. En við munum skoða þetta frá mörgum hliðum og þá hvort hluti fólks með kæfisvefn um fimmtugt, geti ómeðhöndlað fengið merki um vitsmunaleg glöp síðar á ævinni. Það gæti rétt eins verið að gerast að við Alzheimer verði breyt- ingar á heilavef sem stuðli að því að stjórn öndunar laskist og kæfi- svefnseinkenni komi fram. Þarna er um tvo algenga sjúkdóma að ræða og óvíst hvort þarna sé or- sakasamband á milli, en þetta viljum við skoða með opnum huga,“ segir Þórarinn og telur spennandi viðfangsefni að fá fram hvort tengslin séu til staðar. Verði það raunin þá hafi það verulega þýðingu fyr- ir lýðheilsu hluta þjóðarinnar og gæfi möguleika á fyr- irbyggjandi meðhöndlun. Skoða tengsl kæfi- svefns og Alzheimer Ljósmynd/Einar Örn Kæfisvefn Fjöldi Íslendinga þjáist af kæfisvefni, eða um 3.000, en mynd- in er úr safni og var tekin við rannsóknir á kæfisvefni á Landspítalanum. Jón Snædal, yfirlæknir á Land- spítalanum og sérfræðingur í öldrunarlækningum, er meðal fyrirlesara á opnum fræðslu- fundi um Alzheimers- sjúkdóminn sem Lionshreyf- ingin stendur fyrir í dag í húsi Blindrafélagsins, Hamrahlíð 17. Fundurinn er haldinn í minningu Þórunnar Gestsdóttur og fer fram frá kl. 16.30 til 18.30. Að- gangur er ókeypis. Jón fjallar um rannsóknir á Alzheimers- sjúkdómnum hér á landi, eins og tengsl við kæfisvefn, en einnig rannsóknir í erfða- fræði og nýja greiningar- aðferð. Meðal annarra fyrir- lesara eru Sigrún Huld Þorgrímsdóttir hjúkrunarfræð- ingur, Fanney Proppé Eiríks- dóttir, formaður FAAS, og Kristján Ó. Guðnason að- stoðaryfirlög- regluþjónn. Lions með fræðslufund ALZHEIMERS-SJÚKDÓMUR Jón Snædal

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.