Morgunblaðið - 29.02.2012, Page 19

Morgunblaðið - 29.02.2012, Page 19
19 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. FEBRÚAR 2012 Í slippnum Nú þegar sólin hækkar á lofti og vorið nálgast óðfluga er ekki seinna vænna að gera hvalaskoðunarskipin klár fyrir sumarvertíðina. Hér er eitt þeirra lagfært í Slippnum í Reykjavík. Ómar „Einkavæðing hefur verið mikil á síðustu áratugum og frjálshyggjan ekki riðið við einteyming.“ Þessi og svip- aðar alhæfingar hafa verið áberandi undanfarið og ef marka má umræðuna hafa opinber umsvif verið á miklu undanhaldi síðustu ár og einkavæðing atvinnugreina verið allsráðandi. – En er þetta rétt? Hvað segja op- inberar tölur um opinber umsvif? Hefur hlutur ríkis og sveitarfélaga minnkað mikið á síðustu áratugum? Fór báknið burt? Í dag eru umsvif ríkis- og sveitarfélaga meira en 50% af þjóðarframleiðslu. Hér er þó ótalin bein og óbein eign í bönkum og fyr- irtækjum. Ef marka má umræðuna um frjálshyggju síðustu ára og áratuga ætti þessi hlutdeild að hafa skroppið saman og hafa þá jafnframt verið miklu stærri hér áð- ur fyrr. Tölurnar sýna allt annan sannleik. Þegar litið er yfir síðustu hundrað ár er engu líkara en sósíalisminn hafi jafnt og þétt náð yfirhöndinni í íslensku samfélagi. Fyrir 1914 voru umsvifin minniháttar og fara í raun ekki yfir 10% fyrr en í annarri heim- styrjöldinni (sem við Íslendingar köllum þá síðari). Þó mismikið hafi verið gefið í hvað varðar útgjöld hins opinbera er ljóst að þau hafa tífaldast á öldinni að hlutfalli! – Svipaða sögu er að segja í mörgum öðrum löndum, en jafnvel þar er líka talað um mikla einka- væðingu og frjálshyggju síðustu áratuga. Ef við skoðum lykilatvinnugreinar á Ís- landi er ljóst að nær öll menntun, heilbrigð- iskerfi, orkuframleiðsla og dreifing er á höndum hins opinbera Þá fer um þriðjungur ríkisútgjalda í milli- færslur og niðurgreiðslur og má segja þar séu stórir hópar rík- isreknir að hluta eða öllu leyti. Þá má ekki gleyma því að ríkið hefur verið aldrei verið um- svifameira í bankarekstri en ein- mitt nú. Svipaða sögu er að segja um mörg önnur lönd. Vandi Vesturlanda liggur því varla í því að einkafyrirtæki hafi tekið yfir fleiri verkefni. Skuldavandi rík- issjóða stafar einmitt af því að ríkið og sveitarfélög hafa aukið umsvif sín og skuldbindingar gríðarlega. Á sama tíma og þessi þróun á sér stað fjölgar þeim ört sem komast á lífeyrisaldur. Hvernig sem menn vinna úr þeim vanda er mikilvægt að halda því til haga sem rétt er. Umsvif hins opinbera hafa vaxið stórlega en ekki minnk- að. Árin fyrir bankahrun eru engin und- antekning frá því; þvert á móti var aukn- ingin óvenjumikil. Í meðfylgjandi línuriti sést þróun útgjalda ríkis og sveitarfélaga frá árinu 1900-2010. Sagt er að ein mynd segi meira en þúsund orð og stundum er betra að sjá stóru mynd- ina en festast ekki í því smáa. Eftir Eyþór Arnalds »Hefur einkavæðing og frjálshyggja verið ráð- andi síðustu ár? Tölurnar segja annað. Það er eins og sósíalisminn hafi vaxið jafnt og þétt alla síðustu öld. Eyþór Arnalds Höfundur er framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi. Goðsögnin um frjálshyggjuna Útgjöld sem hlutfall af landsframleiðslu 60% 50% 40% 30% 20% 10% 0% 19 00 19 10 19 20 193 0 19 40 19 50 19 60 197 0 19 80 19 90 20 00 20 10 Hið opinbera Ríkið Nýlega lögðum við, nokkrir þing- menn Framsóknar, fram á Alþingi þingsályktunartillögu sem fjallaði um nokkur þeirra álitaefna sem hafa verið til umræðu vegna virkjana- áforma og fjármögnunar þeirra. Markmiðið er að skoða og meta kosti og galla á einstökum þáttum. Á flokksþingi Framsóknar vorið 2011 var lögð fram metnaðarfull stefna í orkumálum sem tók m.a. á nokkrum þessara viðfangsefna. Útgáfa virkjanaleyfa Ísland býr yfir miklum endurnýjanlegum orku- auðlindum og ætla má að arðsemi af nýtingu þeirra geti í framtíðinni orðið mikil. Mikilvægt er að tryggja að almenningur á Íslandi njóti umtalsverðs hluta af afrakstri þeirra og að nýting orkuauðlind- anna stjórnist af heildarhagsmunum landsmanna. Í Noregi, sem lengi hefur verið í fararbroddi ríkja sem framleiða og selja orku, er áberandi það sam- félagssjónarmið að almenningur njóti verulegs hluta ábatans sem til verður við nýtingu nátt- úrulegra orkuauðlinda. Þess vegna leggjum við til að við úthlutun virkjanaleyfa til raforkufram- leiðslu, jafnt á eignarlöndum sem þjóðlendum, verði miðað við að virkjanir stærri en 5-15 MW verði í eigu orkufyrirtækja sem að a.m.k. 2/3 hlut- um séu í eigu ríkis eða sveitarfélaga eða félaga í þeirra eigu að sama hlutfalli. Það væri ein leið til að tryggja að almenningur njóti eðlilegs ábata af orkuauðlindinni. Jafnframt verði skapaður hvati fyrir landeigendur til að nýta orkukosti á sínu landi til að byggja smáar virkjanir, þeim til hagsbóta. Breytt eignarhald Landsvirkjunar Ef tekið er mið af þeirri framtíðarsýn sem for- svarsmenn Landsvirkjunar hafa kynnt á und- anförnum misserum virðist ljóst að á næstu árum verði ráðist í verulegar fjárfestingar í nýjum vatns- afls- og jarðhitavirkjunum. Í ljósi óvissu á erlend- um lánamörkuðum bendir ýmislegt til þess að styrkja þyrfti eiginfjárgrunn Landsvirkjunar með nýju eigin fé, til að af slíkum framkvæmdum geti orðið. Í Noregi ráða fyrirtæki í eigu hins opinbera um 90% af allri raforkuframleiðslu. Statkraft, lang- stærsti raforkuframleiðandi í Noregi, hefur um 34% af heildarraforkuframleiðslunni, er að fullu í eigu norska ríkisins og í olíu- og gasvinnslu ræður Statoil um 80% af allri olíu- og gasvinnslu á norska landgrunninu. Árið 2001 ákváðu norsk stjórnvöld að skrá Statoil á hlutabréfamarkað og er fyr- irtækið nú bæði skráð á hlutabréfamarkaði í Nor- egi og í New York. Norska ríkið er hins vegar áfram ráðandi aðili í félaginu með 67% eignarhlut. Í tillögu okkar er lagt til að skoðað verði hvort hagkvæmt sé fyrir ríkissjóð og landsmenn að gefa öflugum innlendum langtímafjárfestum eins og líf- eyrissjóðunum kost á að koma inn í Landsvirkjun sem meðeigendur að fyrirtækinu með eignarhlut sem væri samtals allt að 30% að hámarki. Lang- tímafjárfesting í hlutabréfum fyr- irtækis eins og Landsvirkjunar ætti að falla mjög vel að fjárfesting- arstefnu og hagsmunum lífeyrissjóð- anna auk þess sem slíkt mundi styðja með mikilvægum hætti við uppbygg- ingu atvinnulífsins hér á landi. Jafn- framt þyrfti að tryggja að sá eign- arhlutur gæti ekki gengið kaupum og sölum á almennum markaði. Verkefnafjármögnun Þá viljum við láta kanna hvort ástæða sé til að setja almennar regl- ur og viðmiðanir í lög um skýra heim- ild fyrirtækja í eigu opinberra aðila til að standa að verkefnafjármögnun stærri fjár- frekra verkefna með innlendum og/eða erlendum aðilum. Á undanförnum árum hafa komið upp hug- myndir um að hið opinbera og fyrirtæki í þess eigu, svo sem Landsvirkjun, fjármagni einstakar framkvæmdir með svokallaðri verkefna- fjármögnun. Eftir gjaldþrot íslenska bankakerf- isins hefur aukin umræða orðið um verkefna- fjármögnun og fjölmargir stjórnmálamenn lagt til að þessi leið verði farin við fjármögnun nýrra virkj- anaframkvæmda. Nokkuð skortir á að viðkomandi aðilar hafi kynnt sér hvaða kosti og ókosti slíkt fyr- irkomulag hefur og hvaða afleiðingar það kann að hafa í för með sér, t.d. ef viðkomandi framkvæmd gengur ekki fjárhagslega eins og upphaflega var áætlað. Sæstrengur Á haustfundi Landsvirkjunar 2011 sagði fram- kvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs fyrirtækisins að sæstrengur væri „hugsanlega stærsta viðskiptatækifæri Landsvirkjunar“. Í til- lögu okkar er lagt til að kannað verði hvort ástæða sé til að ríkið hafi frumkvæði að mörkun skýrrar stefnu um hvernig best verði staðið að vinnu, und- irbúningi og hagkvæmnisathugun vegna lagningar rafmagnskapals frá Íslandi til Evrópu og með hvaða hætti eðlilegt er að helstu raforkufyrirtæki landsins komi að því undirbúningsstarfi. Hér er um svo umfangsmikið mál að ræða að stjórnvöld geta ekki látið það afskiptalaust. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir öllum hliðaráhrifum þess og ekki er eðlilegt að Landsvirkjun ein standi fyrir slíkri athugun. Við þessa vinnu er mikilvægt að höfð verði hlið- sjón af þeim lögum og fyrirkomulagi sem er ann- ars staðar á Norðurlöndum, einkum í Noregi. Mik- ilvægt er að flýta þeirri vinnu og er gert ráð fyrir að henni ljúki ekki síðar en næsta sumar. Eftir Sigurð Inga Jóhannsson » Á flokksþingi Framsóknar vorið 2011 var lögð fram metnaðarfull stefna í orkumálum sem tók meðal annars á nokkrum þessara viðfangsefna. Sigurður Ingi Jóhannsson Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins. Framtíðarsýn í orkumálum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.