Morgunblaðið - 29.02.2012, Síða 22

Morgunblaðið - 29.02.2012, Síða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. FEBRÚAR 2012 ✝ Sigurður EmilEinarsson var fæddur í Reykjavík 2. nóvember 1950. Hann lést á líkn- ardeild Landspít- alans í Kópavogi sunnudaginn 19. febrúar síðastlið- inn. Sigurður Emil var sonur hjónanna Erlu Sigurð- ardóttur, f. 1931, d. 2000, og Andrésar Hjörleifssonar, f. 1929, d. 2011. Þau skildu og var seinni maður Erlu, Einar Gunn- ar Jónsson, f. 1931, d. 2008. Sig- urður Emil var elstur átta systk- ina, en þau eru: Ólafur Einarsson, f. 1952, Hafdís Ein- arsdóttir, f. 1956, Emilía J. Ein- arsdóttir, f. 1960, Einar Jón Ein- arsson, f. 1965, Ástríður Andrésdóttir, f. 1956, Runólfur Andrésson, f. 1960, og Ólafur Andrésson, f. 1965. Sigurður Emil lauk verslunarprófi frá Verslunarskóla Íslands og það- an lá leiðin í nám í Samvinnu- skólann á Bifröst. Að námi loknu starfaði hann mörg ár hjá Heild- versluninni And- vara en hin síðari ár hjá Ræsi hf./ Bílaumboðinu Öskju. Sigurður Emil kvæntist Guð- nýju Skarphéð- insdóttur, f. 1952, og eru börn þeirra: Davíð Sigurðsson, f. 1971, kvæntur Grétu Guðmundsdóttur, f. 1973. Börn þeirra eru Hólmfríður Erla, f. 2002, og Sigurður Gunn- ar, f. 2008; Erla Sigurðardóttir, f. 1971, sambýlismaður hennar er Marcel Ostheimer, f. 1967. Börn þeirra eru Marc, f. 2003, og Finn Alexander, f. 2010; Est- her Sigurðardóttir, f. 1978, sam- býlismaður hennar er Trausti Gylfason, f. 1976. Börn Estherar af fyrra hjónabandi eru Aníta Björk, f. 1996, Eva Rut, f. 1998, og Davíð Leó, f. 2004. Útför Sigurðar Emils verður gerð frá Seljakirkju í dag, miðvikudaginn 29. febrúar 2012, kl. 13. Eiginmaður, pabbi, tengda- pabbi, tengdasonur og afi. Þetta hlýtur hvern karlmann að dreyma um, langafi bíður betri tíma. Kannski fæ ég þann titil. Það væri flott, pabbi. Eins og við töluðum um að eftir okkar dag myndum við enda í myndaramma upp á vegg, á hörð- um disk í tölvu, eða á flakkara. Ekki spennandi, en ef mynd- arammarnir verða fleiri en einn höfum við gert góða hluti pabbi. Þú ert kominn í nokkra ramma nú þegar. Þú varst og ert flottur pabbi og afi. Börnin mín fengu að njóta þinnar nærveru í nokkur ár, alltof fá, en samt góð ár. Jakaselið, heimili ykkar mömmu, varð okkar samkomu- staður. Við börnin orðin fullorðið fólk, og öll sjö barnabörnin, átt- um og eigum alltaf athvarf hjá ykkur mömmu. Sláttuvélin, hrífan, skafan, skóflan, pensillinn, sonax-bónið og trjáklippurnar hafa skipt um hendur. Pabbi, mamma er í góð- um höndum, þú veist það. Þú sagðir sjálfur að gott væri að hugsa til þess að við börnin vær- um öll í góðum málum. Engar áhyggjur af því. Tengdaforeldrar mínir, systur, mamma, amma og öll barnabörn- in sakna Sigga afa. Eins og þú varst alltaf kallaður. Þú varst vel liðinn hvar sem þú fórst. Og sést það vel hjá síðasta vinnuveitanda. Síðustu 10 árin varstu hjá bílaumboðinu Ræsi/ Öskju á lagernum við afgreiðslu og skráningu varahluta í bíla. Þetta hentaði þér vel, snyrti- mennskan, skipulagið og smá- munasemin, enda sporðdreki eins og ég og systur mínar. Lundin var góð og reynslan hjá Heild- versluninni Andvara (bókari í 25 ár) nýttist vel í lagerstarfinu. Þekki þetta vel, enda sjálfur lag- ermaður síðustu 19 ár. Það kom mér svolítið á óvart þegar mamma sagði að þínir yf- irmenn hjá Öskju hefðu viljað fá að kíkja í heimsókn. Stór blóm- vöndur og gott viðmót þeirra var ekki allt. Þeir sögðu okkur hversu vel liðinn þú varst og hversu mik- ið vantaði uppá vissa hluti hjá þeim eftir að þú hættir störfum hjá þeim sökum veikinda. Kaffi- stofan var ekki söm og eins og þeir sögðu þá fór ekki á milli mála þegar menn komu inn á þitt svæði, snyrtimennskan í fyrir- rúmi. Eftir smáspjall um þín veikindi, sögðu þeir að þeir vildu taka þátt í erfidrykkjunni. Þetta kann ég að meta, pabbi. Svona hlutir skipta máli. Flott fyrirtæki sem þú vannst hjá. Eins og þú veist þá eru minn- ingarnar margar og góðar, eins og dóttir mín, Hólmfríður Erla, sagði við mig: „Pabbi, megum við þá ekki borða afasnakk fyrst afi er dáinn?“ „Appelsínugulur Dori- tos er og verður alltaf „afas- nakk“, ástin mín,“ sagði ég við hana. Brosið hennar sagði allt sem segja þurfti. Ekki gleymi ég því þegar þið komuð öll, þú, mamma og tengda- foreldrar mínir, upp á fæðinga- deild þegar ég hringdi í ykkur og sagði að Sigurður Gunnar væri kominn í heiminn. Ég sá stoltið hjá þér þegar myndavélin fór á loft, kominn með nafna. Við vilj- um það flestir, er það ekki? En pabbi, kynslóðaskipti þín eru orðin að veruleika. Þú varst elstur af þínum systkinum og þetta er víst gangur lífsins. Þó að 61 ár sé ekki langur tími, þá var þetta góður tími. Mín rúm 40 ár með þér skilja bara eftir góðar minningar. Söknuður, sorg og hinar ýmsu tilfinningar er erfitt að tækla, en það mun takast. Því trúi ég. Elsku pabbi, kærkomin hvíld eftir erfið veikindi er staðreynd. Myndarammar eða önnur digital form, minning þín mun lifa í gegnum mig, börnin þín, tengda- börn og barnabörn. Lífið heldur áfram. Þinn sonur, Davíð Sigurðsson og fjölskylda. Þegar ég sit hér og rifja upp fyrir mér þá daga þær vikur, þá mánuði, þau ár, sem ég er búin að þekkja þig þá kemur alltaf upp fullt af minningum og þær minn- ingar eru svo sterkar þar sem þú kenndir mér svo margt í lífinu sem hefur gagnast svo vel og gagnast enn og mun ávallt gera. Ein minning er klárlega sterkari en þau orð og þær línur sem ég skrifa hér til þín og mun ég ávallt geyma þær minningar í huga mér. Ég man svo vel eftir því þegar þú sagðir við mig er ég var búinn að vera í eitthvað vondu skapi og ætlaði mér að gera eitthvað vit- laust af mér að þér væri sko ekki sama um það, þar sem ég væri partur af fjölskyldunni. Þau orð segja margt um hvernig þú varst og snerta mig alltaf djúpt. Þetta var árið 1996. Þetta endurtókuð þið Gilla svo vel við mig árið 2009, þá snertu þau orð jafn djúpt er þið sögðuð við mig að ég yrði alltaf partur af fjölskyldunni ykkar og ávallt vel- kominn. Enda bestu tengdafor- eldrar sem hægt er að hugsa sér. Hvort sem það átti við þegar átti að kaupa eitthvað eða breyta ein- hverju eða skipta um starfsum- hverfi, já, bara sama hvað, alltaf varstu með réttu svörin fyrir mig og þau voru mér alltaf góð þau ráð. Það voru ófá skiptin er ég sló á þráðinn til þín eða kíkti í heim- sókn og alltaf strax eftir það sím- tal eða þá heimsókn voru góð ráð dýr. Ég man svo vel eftir því er við komum saman og horfðum á hnefaleika á nóttunni hvort sem það var í Stífluselinu hjá ykkur Gillu eða Jakaselinu, já, eða þeg- ar þið komuð í heimsókn til okk- ar. Það voru líka svo ótal margar sumarbústaðaferðirnar er við fórum saman í og yfirleitt þá drukkum við einn kaldan og hækkuðum hitastigið í pottinum og spjölluðum langt frameftir hvort sem við vorum að ræða skosku hálöndin, sem voru þér svo kær, eða myndir eftir Mal- colm McDowell, já eða tónlist. Þá bar Pink Floyd og aðrar skemmtilegar hljómsveitir oft á góma. Nú eða enska knattspyrn- an. Þá kom oft upp sú saga þegar þú fórst á gamla Highbury og sást Arsenal vinna QPR. Það er svo ótal margt sem er mér í minni frá okkar stundum! Ég, 18 ára gamall, að hefja líf- ið, þ.e.a.s farinn að heiman og að stofna fjölskyldu og ekki var hægt að kynnast betri leiðsögu- manni í gegnum lífið hvort sem það var að hengja upp myndir eða tengja eitthvað eða festa eða eitt- hvað varðandi bíla eða bókhald, eða í raun hvað sem er, þá varstu alltaf með ráð eða svar fyrir mig. Þið Gilla voruð alltaf til staðar fyrir mig og kennduð mér klár- lega á lífið og alltaf gat maður leitað til ykkar ef eitthvað þurfti að vita. Ógleymanlegt var er ég var í lokaprófum í Menntaskólanum í Kópavogi, bókfærsla og stærð- fræði voru eitthvað að vefjast fyr- ir mér, þú kenndir mér ráð og leiðir til að klára það. Gleymi ekki þeirri þolinmæði og hvað þetta allt var auðvelt fyrir þig að kenna. Aníta Björk, Eva Rut og Davíð Leó hafa sæmt þig nafnbótinni besti afi í heimi. Ég kveð þig, elsku Siggi minn. Minning þín lifir. Elsku Gilla, Esther, Davíð, Gréta, Erla, Marcel, Esther amma og barnabörn, megi Guð veita ykkur styrk á erfiðum tím- um. Friðrik Óskar Egilsson. Það er sárt að þurfa að skrifa eftirmæli um þig kæri mágur og vinur, og að fjölskyldan þurfi að sjá á eftir þér svona ótímabært fyrir mann á besta aldri, en það er ekki spurt að því, ég trúi því að þér hafi verið ætlað annað og meira hlutverk á öðrum stað. Það er huggun í harmi að stríði þínu við krabbameinið er lokið, eftir vægðarlausa baráttu frá því í maí á síðasta ári. Þú sýndir mikið æðruleysi frá byrjun, og var aðdáunarvert að fylgjast með þér í erfiðri baráttu. Ég vil nota þetta tækifæri og þakka læknum, hjúkrunarfólki og Karitas fyrir góða umönnun við þig í veikind- unum. Kynni okkar Sigga hófust haustið 1968 þegar við hófum nám á Bifröst í Borgarfirði og urðu kynnin og vinskapurinn nokkur fyrra skólaárið, þar sem við við vorum í samliggjandi her- bergjum á vistinni. Það bar vitni um hversu vel þér var treyst af skólasystkinum þínum að þú varst fljótlega skipaður kaup- félagsstjóri staðarins seinni vet- urinn okkar, og eins og vænta mátti leystir þú það embætti vel af hendi eins og aðra hluti sem þú tókst þér fyrir hendur á lífsleið- inni. Málin þróuðust þannig að seinni veturinn okkar á Bifröst tók ég með mér yngri systur mína, hana Gillu, sem var búin að ráða sig til starfa í mötuneyti skólans veturinn 1969-70. Fljót- lega tókust góð kynni með ykkur, sem þróuðust í meira en vinskap og varð það mér mikið ánægju- efni þegar þið fóruð að draga ykkur saman, eftir þau góðu kynni sem ég hafði haft af þér. Betri maka gat ég varla hugsað mér fyrir systur mína en þig, enda hefur hjónaband ykkar var- að í yfir 40 ár, gefið af sér þrjú myndarleg börn, og að auki sjö barnabörn, sem nú þurfa að sjá á eftir eiginmanni, föður og afa sem sárt verður saknað. Það mun styrkja þau í sorginni allar góðu minningarnar, gleðistundirnar og það góða lífshlaup sem þið áttuð saman. Ekki er hægt að kveðja þig, Siggi minn, nú að leiðarlokum án þess að þakka þér sérstaklega fyrir alla góðsemi og greiðvikni við foreldra mína, og þó sérlega móður mína eftir að faðir minn féll frá árið 2003. Flest handar- verk o.fl. mæddu á þér og varst þú boðinn og búinn ef eitthvað bjátaði á. Þetta kom til vegna þess að þú varst handlaginn mað- ur, en það er nokkuð sem und- irritaðan og fleiri í fjölskyldunni skortir, enda ég talinn með þum- alfingur á hverjum fingri. Ég veit það Siggi minn að síð- ustu vikurnar voru þér og fjöl- skyldu þinni ekki léttbærar, en upp úr stendur æðruleysið sem þú sýndir í þinni erfiðu baráttu. Ég vil fyrir mína hönd og allrar fjölskyldunnar þakka þér fyrir samfylgdina öll þessi ár og mun- um við leggja okkur fram um að styrkja Gillu og afkomendur ykk- ar eins og hægt er. Minningin um góðan dreng sem sárt verður saknað mun lifa með okkur eða eins og einn fimm ára úr fjölskyldunni sagði: „Ég bað Guð að geyma Sigga, en nú verður Gilla að dekra við mig!“ Við vottum Gillu, Erlu, Davíð og Esther, mökum þeirra, barna- börnum og systkinum þínum okk- ar dýpstu samúð, megi minningin um góðan dreng styrkja þau. Hvíl í friði Siggi minn. Guðmundur, Margrét og fjölskylda. Okkur langar að minnast í nokkrum orðum hans Sigga okk- ar. Þar fór góður maður. Það var gaman að ferðast með honum. Hann var mjög fróður um allt og gat sagt okkur nöfnin og stað- hætti á þessum ferðum okkar. Það var skemmtileg ferð sem við fórum upp í Borgarfjörð að Varmalandi og gistum þar eina nótt, og eins þegar við vorum á Illhugastöðum í fyrra sumar. Við hefðum ekki viljað missa af þeirri ferð, Siggi minn. Það er alltaf vinalegt að koma heim í Jakasel, alltaf góðar móttökur og heitt kaffi og með því, það vantaði ekki. En þau fáu ár sem við fengum að vera með þér voru dásamleg en alltof fá. Við þökkum fyrir að dóttir okkar, Gréta, skyldi kynnast hon- um Davíð syni þínum, betri tengdason gætum við ekki hugs- að okkur. En svona er þetta blessað líf, besta fólkið fer allt of fljótt en við þökkum fyrir að hafa fengið að kynnast ykkur hjónun- um og þú munt alltaf eiga góðan stað í huga okkar hjónanna, elsku Siggi minn. Guð geymi þig um alla eilífð, elsku vinur. Elsku Guðný, börn, barnabörn og tengdabörn, okkar innilegustu samúðarkveðjur til allra. Guðmundur og Hólmfríður. Það eru forréttindi að kynnast góðu og traustu fólki á lífsleið- inni. Siggi var einn af þeim og verður hans sárt saknað. Hann og Gilla, systir mín og mágkona, hafa verið saman í 41 ár og nú er skrítið að koma í Jakaselið þegar Siggi er farinn. Siggi greindist með krabbamein í maí á síðasta ári og voru síðustu mánuðirnir erfiðir en hans góða fjölskylda Gilla, börnin og tengdabörn studdu hann af ást og virðingu og gerðu allt sem hægt var til að honum liði sem best þar til yfir lauk. Hann var lánsamur að eiga svona góða fjölskyldu. Siggi var með mikinn áhuga á tónlist og hefur í gegnum árin safnað góðu safni af plötum og var einstaklega gaman að ræða um og hlusta á tónlist með honum. Strákarnir okkar minnast hans fyrir þétta handatakið og alltaf gaf hann sér tíma til að spjalla við þá. Elsku Siggi, með söknuði kveðjum við þig, megir þú hvíla í friði. Elsku Gilla, Davíð, Gréta, Hólmfríður, Sigurður Gunnar, Erla, Marcel, Mark, Finn, Est- her, Trausti, Anita, Eva og Davíð Leó, megi allar góðu minningarn- ar um yndislegan eiginmann, föð- ur og afa veita ykkur styrk í sorg- inni. Gunnar, Bergþóra, Jóhann, Davíð og Hafþór. Það var haustið 1968 að þrír ungir menn hófu nám í Sam- vinnuskólanum að Bifröst. Þessir ungu menn þekktust ekki fyrir en urðu þeirra gæfu aðnjótandi að deila herbergi næstu tvo vetur. Þeir voru fæddir hver á sínu árinu; Bubbi, 1948, Binni 1949 og Siggi 1950. Allir höfðu þeir sínar meiningar um hlutina og gáfu ekki sitt eftir fyrr en í fulla hnef- ana. Stóðu fastir á sínum skoð- unum og vildu hafa hlutina hver eftir sínu höfði. Þrátt fyrir þetta bar aldrei skugga á sambúðina þessa tvo vetur. Þess í stað mynd- aðist einlæg vinátta sem staðið hefur fram til þessa dags. Eitt er þó frávik frá þessu sem rifjast upp þegar litið er til baka. „Gamla manninum“ í hópnum varð á að fá 9,3 í prófi í danskri orðmyndunarfræði. Þetta var meira en Binna þótti ásættanlegt og þegar dönskusnillingurinn kom inn á herbergi tók Binni í öxlina á honum og henti honum fram á gang og skellti hurð harkalega að stöfum með þessum orðum: „Ég get ekki verið í her- bergi með hálfvita sem fær 9,3 í danskri orðmyndunarfræði.“ Siggi tók þessari uppákomu nátt- úrlega með jafnaðargeði og lét þennan gassagang herbergis- félaganna ekki trufla sig frá sín- um hugðarefnum. Hann hélt ávallt sínu striki. Þrátt fyrir að leiðir okkar fé- laganna hafi skilið um langa hríð vegna vinnu og búsetu, hefur vin- áttuþráðurinn þó aldrei slitnað. Það var því ánægjulegt fyrir okk- ur félagana að geta hist eftir að Siggi veiktist og ná að spjalla ör- lítið um gamla og góða daga. Það var okkur tveim sem eftir sitjum mikils virði. Þessi staðreynd, sem nú er orðin, var svo fjarlæg 1968 og ótrúlegt að við séum nú að kveðja þann okkar sem yngstur var. Við erum þakklátir forsjón- inni fyrir að hafa leitt okkur sam- an. Kæra Gilla og fjölskylda, við og fjölskyldur okkar vottum ykk- ur okkar dýpstu samúð og þökk- um jafnfram góðar stundir og vináttu. Guð veri með ykkur alla tíð. Sigurbjörn (Bubbi) og Brynjólfur Þór (Binni). Flestir gleðjast þegar daginn lengir. Birtan og vorið er handan við hornið og fuglasöngur heyrist úr trjánum. Sorgin hefur varpað skugga á Jakaselið. Sigurður Einarsson nágranni okkar og vin- ur er fallinn frá, langt um aldur fram. Á stundu sem þessari vefst manni tunga um tönn. Lífið er brigðult. Siggi og Gilla eru vinafólk okk- ar og hafa einnig verið nágrannar okkar síðastliðin tólf ár. Siggi var glaðbeittur, sannur vinur og hvers manns hugljúfi. Hann var iðinn við að dunda í garðinum en hann gaf sér ávallt tíma til að ræða lífsins gagn og nauðsynjar við börnin okkar, tengdabörn og barnabörn. Aldrei var langt í góðan húmor, já- kvæðni og gleði hjá Sigga. Um leið og við þökkum sam- verustundirnar á liðnum árum viljum við senda Gillu, börnum, tengdabörnum, barnabörnum og nánustu fjölskyldu Sigga okkar dýpstu samúðarkveðjur. Hugur okkar er hjá ykkur. Bjarney, Richard og stórfjölskyldan, Jakaseli 6. Sigurður Emil Einarsson var starfsmaður Bílaumboðsins Öskju. Við samstarfsmenn hans kveðjum í dag góðan félaga sem vann með okkur frá árinu 2008. Sigurður Emil skipar sérstak- an sess í hugum okkar allra. Hann var ákaflega þægilegur og góður félagi og sérstakt ljúf- menni. Sigurður Emil starfaði á lager við frágang varahluta. Hann gerði það sérlega vel og var öðrum fyrirmynd hvað það varð- ar. Hann tók upp hjá sjálfum sér að ganga frá í matsal starfs- manna, þó það væri ekki á hans starfssviði. Nú þegar hann hefur kvatt okkur, allt of snemma, þá verður það sérstakt verkefni að halda mötuneytinu jafn góðu og snyrtilegu og þegar hans naut við. Sigurður Emil var mikill fjöl- skyldumaður. Ég minnist þess að við hittumst fyrir tilviljun í mat- vöruverslun á síðasta ári. Þá var dóttir hans og fjölskylda að koma heim frá Þýskalandi. Það var gleðiglampi í augum Sigga og hann hlakkaði augljóslega mikið til að eiga góða stund með börn- um sínum og barnabörnum sem voru honum afar dýrmæt. Kæra Guðný og fjölskylda. Við færum ykkur okkar dýpstu sam- úðarkveðjur vegna andláts Sigga. Við þökkum fyrir þann tíma sem hann starfaði með okkur. Minn- ing um góðan félaga lifir um ókomin ár. F.h. samstarfsmanna, Jón Trausti Ólafsson. Sigurður Emil Einarsson Elsku Stína frænka, ég trúi því ekki að þú sért búin að kveðja þennan heim. Minningar um þig munu lifa um ókomna tíð. Það er svo sárt að hafa ekki fengið að kveðja þig því þú fórst svo fljótt en ég mun fylgja þér seinustu metrana. Það var Kristín Svava Svavarsdóttir ✝ Kristín SvavaSvavarsdóttir fæddist í Reykjavík 1. apríl 1957. Hún lést á heimili sínu 4. febrúar 2012. Útför Kristínar fór fram frá Graf- arvogskirkju 15. febrúar 2012. alltaf svo gaman að koma í heimsókn til ykkar Viðars, þar sem ávallt var tekið vel á móti manni og gátum við setið og spjall- að lengi saman. Ég veit að þú munt vaka yfir Við- ari þínum og Andr- ési, Margréti og Telmu litlu sem þú varst svo stolt af. Guð veiti þeim styrk á þessum erfiða tíma og við munum fylgjast með þeim. Þín verður sárt saknað Þinn frændi, Svavar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.