Morgunblaðið - 29.02.2012, Page 25

Morgunblaðið - 29.02.2012, Page 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. FEBRÚAR 2012 Ég minnist æsku okkar Möggu þegar við vorum litlar stúlkur. Magga bjó í Hafn- arfirði en ég í Reykjavík. Á sumr- in bjuggum við hins vegar báðar í sumarhúsum í Kópavogi. Þá var landslagið óspillt, fuglasöngur, angan af blómum, berjalyngið, holtin og hæðirnar og kindur á beit. Fólk þurfti að girða í kring- um lóðir sínar því margir ræktuðu blóm og trjárunna. Á sumrin bjó Magga í sumarhúsi frænda síns, Bjarna klæðskera, næsta bústað við Digranes, gamla bæinn, sem var uppi á hæð. Magga, stelpan með ljósu flétt- urnar langt niður á bak, hljóp létt- fætt niður holtið og móana því við höfðum ákveðið að hittast. Ég bjó í sumarhúsi fyrir ofan læk og markmið dagsins var að fara í veiði í læknum. Í þá daga var Kópavogslækurinn hreinn og tær. Þegar það var stórstreymt feng- um við sæmilegan afla af sjóbirt- ingi í háfana okkar. Undir ákveðnum bakka í læknum átti sjóbirtingurinn sín leynigöng og það var alveg ótrúlegt hvað hægt var að ganga að honum þar. Við fengum strák, eldri og stærri en við, til að liggja á bakkanum og héldum við í fæturna á honum á meðan hann dró upp fiskana með höndunum. Þeim var kastað upp á Margrét Sigurðardóttir ✝ Margrét Sig-urðardóttir fæddist í Hafn- arfirði 31. desem- ber 1923. Hún lést á Landspítalanum 17. febrúar 2012. Útför Margrétar fór fram frá Digra- neskirkju 24. febr- úar 2012. bakkann þar sem þeir biðu dauða síns og við komum heim með nokkuð góðan afla. Þarna undum við okkur oft vel og vissum aldrei hvað tímanum leið. Næsta dag var farið í veiði en lítið um fisk og gengum við þá niður að brú til að athuga aðstæð- ur. Þar sáum við strigapoka sem í var dauður api. Við hlupum með hann heim til að sýna þennan merkilega fund en vorum hund- skammaðar og sagt að snauta með þetta í sjóinn aftur. Við urð- um skömmustulegar og drösluð- um honum aftur í sjóinn. Síðustu ár hafði Magga oft minnst á þessa daga við mig þeg- ar við hittumst. Nú er þessi tími löngu liðinn – bara minning. Blá- berjalautirnar og móarnir horfnir – aðeins minning um sveitina okk- ar forðum. Svo urðum við fullorðnar konur – Kópavogur breyttist og varð stór bær. Magga og eiginmaður hennar, Kristján Úlfarsson, fengu lóð árið 1969. Þau byggðu ein- býlishús við Bjarnhólastíg sem nefndur er eftir móðurbróður Möggu, Bjarna klæðskera. Þar áttu þau yndislegt heimili og elskulega fjölskyldu sem var mjög samrýnd alla tíð. Þar ræktuðu þau kartöflur, grænmeti, blóm og tré. Allt óx þetta vel enda Magga natin og hlúði vel að. Það sást ekki gras né arfi í hennar beðum. Magga var eitt sinn verkstjóri í frystihúsinu í Kópavogi og dag einn vildi svo illa til að hún slas- aðist á fæti og fékk gifs upp eftir öllum fætinum og upp í nára. Eft- ir nokkra daga klippti hún gifsið burt, hoppaði á öðrum fæti og skellti sér í vinnuna. Magga mín, þú varst engum lík. Margar eru minningarnar ánægjulegar og ljúfar. Með þessum orðum kveð ég mína kæru vinkonu og sendi innilegustu samúðarkveðjur til fjölskyldunnar. Með kveðju, Hólmfríður Bjarnadóttir. Ég lifi’ í Jesú nafni, í Jesú nafni’ eg dey, þó heilsa’ og líf mér hafni, hræðist ég dauðann ei. Dauði, ég óttast eigi afl þitt né valdið gilt, í Kristí krafti’ eg segi: Kom þú sæll, þá þú vilt. (Hallgrímur Pétursson.) Elsku amma langa hefur yfir- gefið þennan heim eftir langt og innihaldsríkt líf. Hún hafði svo gaman af lífinu, var alltaf með nóg fyrir stafni og lét aldrei neitt stöðva sig. Þrátt fyrir að hafa lifað næstum níu áratugi þá veigraði hún sér ekki við að föndra mörg hundruð, ef ekki þúsund bollu- vendi á ári hverju, svo að sem flest börn hefðu nú eitthvað til að flengja foreldra sína með á bollu- dagsmorgun. Hún var heilsu- hraust með eindæmum, keyrði aldrei bíl heldur fór allra sinna ferða gangandi og líkami hennar þjónaði henni vel nánast fram á síðasta dag, ekki veit ég allavega um marga aðra sem geta skellt sér niður í splitt á áttræðisaldri. Ávallt vildi hún vita fréttir af öll- um sínum nánustu, í hverri heim- sókn var maður spurður spjörun- um úr, hvort allir væru ekki hressir og hvað maður væri að bralla þá dagana. Elsku amma, þín verður ávallt minnst með brosi á vör og með þá von í brjósti að ég megi njóta lífs- ins eins vel og þú. Þín, Sunna Ósk. Baldur Skarphéðinsson er látinn. Baldur ólst upp fyrir norðan. Hann kom suður og fór í Iðnskólann og lærði rafvirkj- un. Námið sóttist honum vel. Hann var hæstur í 200 manna skóla. Hann fór svo að vinna á Kleppsspítala. Baldur var vel liðinn á Kleppsspítalanum. Baldur var trúaður maður, Baldur Skarphéðinsson ✝ Baldur Skarp-héðinsson raf- virkjameistari fæddist í Öxarfirði 9. október 1915. Hann lést á Land- spítalanum 12. febr- úar 2012. Útför Baldurs fór fram í kyrrþey frá Seltjarnarneskirkju 21. febrúar 2012. hæfileika sína og sínar miklu gáfur notaði hann óspart til góðs. Sem dæmi má nefna að hann var hugmynda- smiður að Bergiðj- unni, þar sem margur maðurinn fékk endurhæfingu og þjálfun sem varð til þess að þeir gátu aftur farið út á vinnumarkaðinn. Baldur var hamingjumaður í einkalífinu. Hann kynntist Höllu og eignuðust þau tvö börn. Bæði börnin urðu foreldr- um sínum til sóma. Bæði af- burða vel gefin og gott fólk. Má nefna að sonur hans kom næst- um því daglega til pabba síns þegar hann var kominn á Dal- brautina var mér sagt af frænku minni sem bjó líka á Dalbrautinni. Halla Björg var líka mjög góð við foreldra sína. Baldur var af Engeyjarætt- inni. Baldur var sjálfstæðismað- ur og frændi Bjarna Ben. eldri og Sveins Benediktssonar. Baldur var góður smiður og mjög laginn. Hann innréttaði risið á íbúðinni sinni og var það einkar haganlega gert. Hann smíðaði einnig sumarbústað og var hann listilega smíðaður. Núna fer Baldur til Guðs yfir móðuna miklu. Baldur var mjög góður maður. Guð blessi hann. Sigurður Valur Sigurðsson. ✝ Haukur Þor-valdsson fædd- ist í Reykjavík 16. apríl 1964. Hann lést á heimili sínu í Oconomowoc í Wisconsin í Bandaríkjunum 3. febrúar 2012. Foreldrar hans voru Sigríður Ingibjörg Krist- insdóttir f. að Hofi í Vatnsdal, 24. apríl 1925, d. í Reykjavík 17. september 2008, og Þorvaldur Aðalsteinn Eyj- ólfsson f. á Ferjubakka í Borg- arfirði 16. október 1915, d. í Reykjavík 1. apríl 1978. Bræð- ur Hauks eru Sölvi Þór, f. 1941, maki Kristín Kristjáns- dóttir, þau búa í Grindavík; Eyjólfur Már, f. 1943 d. 1948; Valur Steinn f. 1945, maki Guðrún Sigurðardóttir, þau búa á Minna-Mosfelli í Mos- fellsdal, og Þorvaldur f. 1956, maki Gróa Kristjánsdóttir, þau búa á Seltjarnarnesi. Haukur kvæntist 17. júní 1988, Kristínu Hreiðarsdóttur leik- skólakennara og háskólanema unum. Haukur ólst upp hjá foreldrum sínum í Reykjavík og gekk í Breiðagerðisskóla og Réttarholtsskóla og lærði síðan húsasmíði sem varð hans aðalævistarf. Bernsku- og unglingsár sín dvaldi Haukur mikið með fjölskyldu Vals bróður síns á Selfossi og var þar nánast elsta barnið á heimilinu. Þar kynntist hann hestum og sveitalífi, sem skip- aði stóran sess í lífi hans upp frá því. Haukur var vinamarg- ur og vinsæll á þeim vettvangi og synir hans, Hreiðar og Þorvaldur fylgdu honum í hestamennskunni og urðu öfl- ugir knapar þegar þeir kom- ust á legg. Hjá tengdafor- eldrum sínum, Ástu og Hreiðari á Grímsstöðum, átti Haukur alltaf fjalltraust bak- land og stuðning við áhuga- mál sín, og einnig í Eilífsdal, þar sem hann bjó allmörg ár fram að því hann flutti vestur um haf. Útför Hauks fór fram frá St. Mary‘s Episcopal Church í Dosman í Wisconsin, 10. febr- úar 2012. Minningarstund verður í Fossvogskirkju í dag 29. febr- úar 2012 kl. 13. Jarðneskar leifar Hauks hvíla með for- eldrum hans, bróður og lang- ömmu í Fossvogskirkjugarði (F-21 0015). frá Grímsstöðum í Kjós f. 20. júní 1967. Synir þeirra eru 1. Hreiðar Hauksson sjómað- ur í Vogum, f. 18. maí 1988, og 2. Þorvaldur Að- alsteinn Hauksson sjómaður í Vog- um, f. 27. október 1989. Haukur og Kristín skildu. Dóttir Hauks og Hildu Karen- ar Garðarsdóttur, verkefn- isstjóra hjá L.H. er 3. Marí- anna Sól Hauksdóttir, f. 6. mars 2001. Í byrjun árs 2011 fluttist Haukur til Oconomo- woc í Wisconsin í Bandaríkj- unum og gekk að eiga heit- konu sína Lori A. Fleming, athafna- og hestakonu f. 12. október 1970 og stóð brúð- kaup þeirra 7. maí 2011. Þar bjuggu þau vel og með ís- lenska hesta, í næsta nágrenni við samheldna fjölskyldu hennar. Nú í janúar fékk Haukur græna kortið, sem veitti honum búsetu- og at- vinnuréttindi í Bandaríkj- Við kveðjum Hauk Þorvalds- son, kæran bróður, mág og frænda. Við spyrjum drottin særð, hvers vegna hann hafi það dularfulla verkalag að kalla svo vænan vinnumann af velli heim á bæ um miðjan dag. Og þó, með trega og sorg, skal á það sæst, að sá með rétti snemma hvílast megi í friði, er hafði, fyrr en sól reis hæst, fundið svo til, að nægði löngum degi. (Jóh. Hannesson.) Hafðu þökk fyrir allt – hvíldu í friði. Valur og Guðrún, Sigríður Þóra og Sigurður Már. Við ótímabært fráfall Hauks Þorvaldssonar, kærs vinar til margra ára, rifjast upp góð kynni og samverustundir á liðn- um árum. Haukur vann lengi við uppbyggingu á búi okkar í Brautarholti á sínum tíma. Hann var góður verkmaður, duglegur og hraustur. Haukur var gamansamur og mikill sögumaður. Frásagnar- gleði hans átti án efa ríkan þátt í því hversu vinmargur hann var. Eftirminnilegastar eru sögur hans frá Steypistöðinni þar sem hann starfaði um nokkurra ára skeið. Er Haukur kom til landsins á síðastliðnu ári, kom hann í heimsókn að venju. Við áttum með honum góða kvöldstund og var glatt á hjalla. Hann hafði frá miklu að segja þar sem hann var búinn að finna hamingjuna á ný í sínu lífi og ljómaði allur þegar hann ræddi um vistaskipti sín. Hann hvatti okkur að koma út til að skoða nýju heimkynnin, en af því verður ekki, því mið- ur. Hauks verður sárt saknað af sínu samferðafólki, hugur okk- ar systkina og fjölskyldna er allur hjá eiginkonu, börnum og öðrum ættingjum en missir þeirra er mikill. Megi allar góð- ar vættir styrkja þau í sorginni. Blessuð sé minning Hauks Þorvaldssonar. Björn Jónsson Brautarholti. Haukur Þorvaldsson Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna upplýsingar um innsendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á Morgunblaðslógóið efst í hægra horninu og velja viðeigandi lið. Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf greinin að hafa borist á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, jafnvel þótt grein hafi borist innan skilafrests. Lengd | Hámarkslengd minningargreina er 3.000 slög. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda stutta kveðju, Hinstu kveðju, 5-15 línur. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem aðstandendur senda inn. Þar kemur fram hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og hvenær útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn, svo og æviferil. Minningargreinar S:HELGASON 10 - 50% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM LEGSTEINUM Vandaðir legsteinar á betra verði!!! - Sagan segir sitt - Skemmuvegur 48 s: 557 66 77 ✝ Elsku mamma mín og tengdamamma, VALDÍS GUÐRÚN ÞORKELSDÓTTIR, Vallý, Bollagörðum 57, Seltjarnarnesi, áður Fornhaga 22, Reykjavík, sem lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni mánudaginn 20. febrúar, verður jarðsungin frá Neskirkju fimmtudaginn 1. mars kl. 13.00. Guðrún V. Haraldsdóttir, Guðlaugur H. Jörundsson. ✝ Við þökkum af alhug öllum þeim sem sýnt hafa okkur samúð og vináttu vegna andláts SIGRÚNAR S. HAFSTEIN. Hlýjar kveðjur, bænir og vinarþel hafa veitt okkur styrk og huggun. Guð blessi ykkur öll. Stefán Jón Hafstein, Guðrún K. Sigurðardóttir, Þórunn Júníana Hafstein, Sigrún Soffía Hafstein, Snæbjörn Jónsson, Hildur Björg Hafstein, Stefán B. Mikaelsson, Hannes Júlíus Hafstein, Hrafnhildur B. Haraldsdóttir. ✝ Ástkær faðir minn, afi okkar og langafi, ÓLAFUR Á. J. PÉTURSSON, Giljum í Mýrdal, lést miðvikudaginn 22. febrúar. Útförin fer fram frá Víkurkirkju laugardaginn 3. mars kl. 14.00. Sigrún B. Ólafsdóttir, Ólafur Þorsteinn Gunnarsson, Birna Kristín Pétursdóttir, Þórir Auðunn Gunnarsson, Auðbjörg Helgadóttir, Sigríður Margrét Gunnarsdóttir, Helgi Júníus Jóhannsson, Sólrún Erla Gunnarsdóttir, Gylfi Viðar Guðmundsson og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð vegna fráfalls ástkærrar móður, tengdamóður, ömmu og systur, GUÐLAUGAR SIGURÐARDÓTTUR, Skipalóni 27, Hafnarfirði. Sigurður S. Ssarvas, Elisabeth Haugen, Sindri Ó. Ssarvas, Andri A. Ssarvas, Sveinn Sigurðsson, Kolbrún Oddbergsdóttir, Pétur Sigurðsson, Agnes Sigurðardóttir, Björn Birgir Björgvinsson, Gunnar Sigurðsson, Hafdís Jensdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.