Morgunblaðið - 29.02.2012, Blaðsíða 28
28 DAGBÓK
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. FEBRÚAR 2012
Sudoku
Frumstig
2 7 8 1
7 8
5 2
8 5 1 2 6 7
3
7 8 4
5 7 3 6
3 6 2 1
4 2
1 9 7
7 6
1 5 2
7
5 3 1
1 9
4 3
5 2 3 6 4
7 3 2 8
6
2 4
6 5 1 3
8
3 9 7 2
1 8 3
5 7
3 4 2
3 8 1 5 7 2 6 9 4
7 6 5 8 9 4 1 2 3
2 9 4 6 1 3 7 8 5
5 3 8 7 4 1 9 6 2
6 1 9 3 2 5 8 4 7
4 7 2 9 8 6 5 3 1
9 4 7 2 5 8 3 1 6
1 5 3 4 6 9 2 7 8
8 2 6 1 3 7 4 5 9
8 1 3 6 9 2 4 7 5
7 9 5 3 4 8 1 2 6
6 4 2 1 5 7 9 8 3
4 2 7 8 6 1 5 3 9
9 6 1 5 7 3 8 4 2
3 5 8 9 2 4 6 1 7
1 7 6 2 8 5 3 9 4
5 3 4 7 1 9 2 6 8
2 8 9 4 3 6 7 5 1
1 7 6 8 9 5 4 2 3
3 5 2 7 4 1 6 9 8
8 9 4 6 2 3 7 5 1
6 8 9 1 5 2 3 4 7
5 4 7 9 3 8 2 1 6
2 1 3 4 6 7 9 8 5
9 6 8 5 7 4 1 3 2
4 2 1 3 8 6 5 7 9
7 3 5 2 1 9 8 6 4
Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku
Þrautin felst í því að fylla
út í reitina þannig að í
hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður
að gerast þannig að hver
níu reita lína bæði lárétt
og lóðrétt birti einnig töl-
urnar 1-9 og aldrei má tví-
taka neina tölu í röðinni.
Í dag er miðvikudagur 29. febrúar,
60. dagur ársins 2012
Orð dagsins: Faðir, gjör mig nú dýr-
legan hjá þér með þeirri dýrð, sem ég
hafði hjá þér, áður en heimur var til.
(Jh. 17, 5.)
Víkverji verður stundum ráðvillturþegar hann hlustar á misvísandi
yfirlýsingar. Ekki er langt síðan út
kom skýrsla þar sem sagt var að
bankarnir mættu ekki við frekari
skakkaföllum. Þessi niðurstaða var
notuð til að slá út af borðinu kröfur
um að komið yrði til móts við skuld-
settan almenning. Skömmu síðar fell-
ur dómur um að ekki megi miða við
vexti Seðlabanka við útreikning
gengistryggðra lána, heldur eigi að
notast við upprunalega vexti. Þetta
gæti létt byrði lánþeganna verulega.
Bankarnir voru hins vegar fljótir að
lýsa yfir því að staða þeirra væri það
góð að þeir gætu auðveldlega staðið
þessi skakkaföll af sér. Víkverji veit
ekki til þess að neinir stórkostlegir
atburðir hafi átt sér stað á þeim
skamma tíma, sem leið frá því að
skýrslan kom út þar til dómurinn féll,
sem varð til þessa stórkostlega bata á
stöðu bankanna.
x x x
Ólafur Ragnar Grímsson forsetisagði í fyrradag að hann hefði
kveðið skýrt og afdráttarlaust á um
það í nýársávarpi sínu að hann hygð-
ist ekki bjóða sig fram á ný eftir þetta
kjörtímabil. Fjölmiðlar hefðu hins
vegar kosið að skilja orð hans á annan
veg og því væri nú komin upp sú
staða að hann þyrfti að endurskoða
hug sinn. Víkverji er sammála forset-
anum um að hann hafi sagt að hann
hygðist láta af embætti í ræðunni.
Hann sér hins vegar ekki annað en að
forsetanum hefði verið í lófa lagið að
slá á fréttaflutning um að ræðan hefði
ekki verið afdráttarlaus hefði hann
viljað og þá hefði málið verið úr sög-
unni.
x x x
Auðvitað væri það þannig að eftímabilið væri ákveðið í stjórn-
arskránni þyrfti hvorki ég né aðrir að
standa frammi fyrir þeim vanda sem
við erum nú að fjalla um hér í dag,“
sagði forsetinn. Víkverji sér ekki að
það að ekki skuli vera takmarkað
hvað einstaklingur geti setið lengi á
forsetastóli skapi þá kvöð að sitjandi
forseti þurfi að bjóða sig fram þvert
gegn vilja sínum. víkverji@mbl.is
Víkverjiskrifar
Krossgáta
Lárétt | 1 skelfilegt, 8 veittir
eftirför, 9 refsa, 10 ferskur,
11 versna, 13 nabbinn,15
vinnings, 18 karldýr, 21
gruna, 22 tréborð, 23 girð-
ing, 24 handíð kvenna.
Lóðrétt | 2 rakar, 3 ker, 4
skrifa, 5 vel gefið, 6 starf, 7
fornafn, 12 nægilegt, 14
sefa,15 trufla, 16 vera ólatur
við, 17 hnötturinn, 18 handlag-
inn, 19 viðburðarás, 20 vond.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 drómi, 4 ræman, 7 angan, 8 skrín, 9 ask, 11 geng, 13
baka, 14 óþjál, 15 værð, 17 árás, 20 orm, 22 magur, 23 umbun,
24 rengi, 25 dragi.
Lóðrétt: 1 drang, 2 ólgan, 3 inna, 4 rösk, 5 murta, 6 nunna, 10
skjár, 12 góð,13 blá, 15 vomur, 16 regin, 18 rabba, 19 sýndi, 20
orki, 21 mund.
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Stund sannleikans. S-NS.
Norður
♠ÁD1074
♥653
♦Á62
♣D7
Vestur Austur
♠K973 ♠G2
♥KG1092 ♥D4
♦8 ♦DG10753
♣632 ♣1083
Suður
♠85
♥Á87
♦K94
♣ÁKG94
Suður spilar 3G.
Í miðju Íslandsmótinu í tvímenn-
ingi vakti Sigurbjörn (Bessi) Har-
aldsson í suður á einu 15-17 punkta
grandi. Vestur á lítið, en í ljósi stöð-
unnar og góðra millispila í hjarta,
ákvað hann þó að bjóða upp á hálit-
ina með 2♣. Norður nennti ekki að
blaka doblmiðanum gegn hvítum
mótherja og stökk einfaldlega í 3G.
Útspilið var hjarta. Bessi dúkkaði
fyrsta slaginn, tók þann næsta á ♥Á
og svínaði ♠10. Austur var inni á ♠G.
Nú er stund sannleikans runnin
upp í vörninni, en austur hafði engan
skilning á því og spilaði sofandi ♦D
til baka. Bessi tók báða hátíglana,
síðan laufin í botn og þvingaði vestur
í hálitunum. Ellefu slagir og toppur.
Hvað gat austur gert? Spilað
spaða og slitið sambandið við blind-
an.
29. febrúar 1948
Efnt var til barnaskemmtana
á tíu stöðum á höfuðborgar-
svæðinu í tengslum við al-
þjóðlega söfnun fyrir Barna-
hjálp Sameinuðu þjóðanna.
Alls var safnað hér á landi 3
milljónum króna og var það
besti árangur á Norður-
löndum.
29. febrúar 1952
Ríkissjóður stofnaði lánadeild
smáíbúða „til byggingar
smárra sérstæðra íbúðarhúsa
og einlyftra sambyggðra smá-
húsa,“ eins og það var orðað í
Morgunblaðinu. Húsbyggj-
endur áttu að koma húsunum
upp „með eigin vinnu og fjöl-
skyldu sinnar“.
29. febrúar 1968
Flóð voru í Ölfusá, með jaka-
burði. Milljónatjón varð á Sel-
fossi þegar vatn flæddi inn í
tugi íbúðarhúsa. „Mestu flóð á
þessari öld,“ sagði Morgun-
blaðið.
29. febrúar 1992
Haldið var upp á það að íbúar
Reykjavíkur voru orðnir eitt
hundrað þúsund. Meðal ann-
ars var þeim sem voru hund-
rað ára og eldri boðið til veislu
í Höfða.
29. febrúar 2000
Hreyfill sem tekinn var þenn-
an dag úr Svandísi, Boeing
757 þotu Flugleiða, hafði sett
heimsmet í endingu. Á níu ár-
um hafði hann verið í notkun í
40.530 tíma og 47 mínútur.
Fyrra met var um 30.000
tímar.
Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson.
Þetta gerðist…
Það kemst víst upp í vana að geta aðeins haldið
upp á afmælið á réttum degi fjórða hvert ár. „Það
er í raun frábært - ég á stórafmæli á fjögurra ára
fresti,“ segir Sumarliði Örn Rúnarsson, yfirmat-
reiðslumeistari á Grillhúsinu, en hann fæddist fyr-
ir 40 árum og heldur upp á afmælið á réttum degi í
10. sinn í dag. Kona hans er Ísey Gréta Þorgríms-
dóttir og eiga þau fjögur börn á aldrinum tveggja
til 11 ára. „Dóttir mín verður 12 ára í ár og er því
eldri en ég,“ heldur hann áfram en bætir við að á
yngri árum hafi sér þótt það undarlegt að afmæl-
isdaginn hafi gjarnan vantað á dagatalið. „Í mín-
um barnshuga var dagatalið gallað, því það vantaði daginn minn.“
Sumarliði segir að hann hafi yfirleitt haldið upp á afmæli sitt 1.
mars og í raun verði ekki breyting á því í ár. „Ég verð í vinnunni á af-
mælisdaginn og svo býður konan mér í mat daginn eftir, á Food&Fun
í Sjávargrillinu, en afmælisveislan verður á Snæfellsnesi í sumar.“
Ísey segir að Sumarliði hafi átt sér þann draum að brúðkaup þeirra
yrði haldið úti í náttúrunni á Snæfellsnesi en hún hafi ekki verið á
sama máli. Í sumar fái hann hins vegar draumaveisluna sína. „Þetta
verður alvöru með kúreka- og indjánaþema,“ segir drengurinn.
Sumarliði Örn Rúnarsson 40 ára í dag
Þemað kúrekar og indjánar
Flóðogfjara
29. febrúar Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólaruppr. Sólsetur
Reykjavík 4.38 1,3 10.49 2,9 16.57 1,3 23.23 3,0 8.37 18.44
Ísafjörður 0.24 1,6 6.41 0,6 12.43 1,5 19.02 0,6 8.48 18.44
Siglufjörður 3.00 1,1 9.15 0,4 15.38 0,9 21.20 0,5 8.31 18.26
Djúpivogur 1.49 0,6 7.37 1,4 13.59 0,6 20.18 1,5 8.08 18.12
Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Mánuðurinn framundan felur í sér
rómantík fyrir ykkur flest. Nýtt samband lofar
góðu, farðu varlega og taktu eitt skref í einu.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Þarfir þínar eru mikilvægar og þú ættir
að splæsa því á þig sem þig langar í. Hvort
það leiðir til einhvers eða ekki er undir báð-
um aðilum komið.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Þú þarft að læra að gera þér mat úr
þeim tækifærum, sem þér bjóðast. Láttu það
ekki fara í taugarnar á þér þótt aðrir viti ekki
alltaf hvað þeir vilja.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Nú er kominn tími til þess að gera
eitthvað skemmtilegt með fjölskyldunni hvort
sem er heima eða heiman. Hertu upp hugann
því nú er til mikils að vinna.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Þú finnur löngun hjá þér til að gera eitt-
hvað nýtt og gætir fengið tækifæri til þess
fyrr en síðar. Hikaðu ekki við að segja ástvin-
um þínum hve mikils virði þeir eru þér.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Það getur skipt sköpum fyrir árangur
þinn að þú flytjir mál þitt af festu en um leið
þannig að allir skilji. Þú heldur áfram að
draga fólk að þér og stækka vinahópinn.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Þú munt að öllum líkindum taka farsælar
ákvarðanir varðandi vinnuna í dag og á morg-
un. Þú vilt búa þér og þínum öryggi í framtíð-
inni. Leitaðu ráða ef þess gerist þörf.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Hugmyndirnar streyma til þín
svo þú átt í vandræðum með að skrá þær
helstu hjá þér. Styrkur þinn mun leiða þig
áfram og ryðja öllum hindrunum úr vegi.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Ráðgátur sem best er að láta
eiga sig verða á vegi þínum. Ekki láta aðra
stjórna þér, heldur stattu ákveðin/n á þínu.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Þótt öllum séu sett einhver tak-
mörk myndi fátt gerast ef enginn freistaði
þess að komast örlítið lengra.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Þvert á móti því sem margir vilja
halda fram þá geturðu haldið kökunni og
borðað hana líka. Taktu öllum boðum sem þú
færð í dag.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Þú hefur þínar tilfinningar eins og aðr-
ir. Vertu með þeim sem skilja að þú ert sér-
stakur og koma fram við þig sem slíkan.
Stjörnuspá
1. Rf3 c5 2. e4 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4
a6 5. Bd3 Rf6 6. O-O e5 7. Bg5 h6 8.
Bxf6 Dxf6 9. Rf5 g6 10. Re3 Bc5 11.
Rc3 d6 12. Rcd5 Dd8 13. Kh1 Rc6 14.
Rg4 O-O 15. Rgf6+ Kg7 16. c3 Be6
17. f4 Bxd5 18. Rxd5 exf4 19. Hxf4
Dg5 20. Df1 Re5 21. Hd1 Hae8 22.
Bc2 h5 23. Bb3 Rg4 24. g3
Staðan kom upp í A-flokki Corus-
skákhátíðarinnar sem lauk fyrir
skömmu í Wijk aan Zee í Hollandi.
Fabiano Caruana (2736) hafði svart
gegn Veselin Topalov (2770). 24…
Hxe4! 25. Hxe4 Rf2+ 26. Dxf2 Bxf2
27. Kg2 Bc5 28. h4 Df5 svartur
stendur nú til vinnings. 29. He2 Dg4
30. Hde1 g5 31. He4 Df5 32. H1e2
gxh4 33. Rf4 Dg5 34. Kh1 d5 35.
Bxd5 hxg3 36. c4 Dh4+ 37. Kg2
Dh2+ 38. Kf3 Dh1+ 39. Kxg3 h4+ og
hvítur gafst upp.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
Svartur á leik.
Nýbakaðir foreldrar?
Sendið mynd af barninu til birtingar
í Morgunblaðinu
Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda
mynd af barninu með upplýsingum
um fæðingarstað, stund, þyngd,
lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig
má senda tölvupóst á barn@mbl.is