Morgunblaðið - 29.02.2012, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 29.02.2012, Qupperneq 33
2008 kom út sérstök útgáfa af heimsmetabók Guinness og fjallar hún eingöngu um tölvuleiki. Þar eiga félaganir Jak & Daxter sam- tals sjö met, m.a. „fyrsti leikurinn fyrir leikjatölvur með óaðfinn- anlegri þrívídd“.    Jak & Daxter Collection er íraun og veru svolítið rangnefni því að það hafa komið út samtals 6 leikir undir þeirra nafni. Kappakst- ursleikurinn Jak X hefði sómt sér vel í þessari útgáfu og að sama skapi hefði verið gaman að hafa leikinn um Daxter með, en hann kom bara út á Playstation Portable á sínum tíma. En í þessar útgáfu er þrír tölvuleikir á einum Blue Ray disk. Þetta eru gamlir Playstation 2 leikir í nýjum umbúðum en samt má alveg segja að þessi þríleikur sé afskaplega flottur og skemmtilegur, og sýnir það og sannar að nýtt er ekki alltaf best! Hetjan og hugleysinginn Hasar Félagarnir Jak & Daxter í kappflugi á götum borgarinnar Haven City. AF TÖLVULEIKJUM Friðjón Fannar Hermannsson fridjon@mbl.is Fyrsti tölvuleikurinn um þáfélaga Jak og Daxter komút á Playstation 2 árið 2001 og varð hann gríðarlega vinsæll. Í kjölfarið komu svo tveir leikir út til viðbótar, Jak II og Jak 3. Í tilefni 10 ára afmælis þeirra félaga er nú kominn út sérstök útgáfa af þessum þremur leikjum á einum Blue-Ray disk fyrir Playstation 3. Grafíkin er komin í fulla háskerpu í 720 punkta upplausn og er útkoman ansi flott. Leikurinn, sagan og persónurnar standast tímann tönn og vel það. Aðalsöguhetjan er Jak, 15 ára töffari sem getur hoppað, skoppað og skotið, stýrt bátum, flogið fugl- um, svifnökkvum og ótal fleiri far- artækjum sem koma fyrir í þessum leikjum. Daxter er besti vinur Jak og hans helsta hjálparhella, kjaftfor og ansi hreint skemmtileg persóna. Daxter lendir hins vegar í þeirri ógæfu að honum er umbreytt í blöndu af merði (weasel) og otri (ot- ter). Þeir félagar glíma við alls kyns verkefni og vandræði á meðan þeir leita lausna til að breyta Dax- ter aftur yfir í mennskt form.    Þegar leikirnir eru bornir sam-an stendur þriðji leikurinn uppi sem sigurvegari. Þar hefur framleiðendunum tekist að setja saman helstu kosti hinna leikjanna og svo lagfært galla fyrri leikja. Fyrsti leikurinn er nokkuð saklaus hopp og skopp ævintýraleikur þar sem safna þarf ákveðnum fjölda Orkubita (powercell) til að ná fram sigri. Aðalsöguhetjan Jak segir ekki eitt aukatekið orð í þeim leik, en er oft og iðulega truflaður af síblaðr- andi huglausa vini sínum Daxter. Í öðrum leiknum eru þeir félagar að flýja úr borginni Haven City eftir að Daxter frelsar Jak úr fangelsi. Í fangelsinu voru framkvæmdar ýms- ar tilraunir á Jak sem kalla fram ansi dökka hlið á persónu hans (Dark Jak) og hægt er að nota það sér til hagsbóta í þeim leik. Búið er að bæta við skotvopnum og fleiri farartækjum sem geta meðal ann- ars svifið um borgina . Þriðji leik- urinn er svo gullmolinn í þessari seríu. Hann gerist stuttu eftir að Jak & Daxter flúðu borgina Haven og þar er kynnt til sög- unnar ný hlið á Jak (Light Jak) og er það mótvægi við dökku og grimmu hlið hans í leik númer 2. Vissulega má sjá ákveðin lík- indi með Jak og Loga Geimgengli úr Star Wars í þessum sögum, og er það bara gott. Auðvelt væri að flokka þessa leiki sem eingöngu fyrir börn og unglinga, en skemmtanagildið og persónusköpun er slík að fullorðnir sitja límdir við skjáinn. Æsispenn- andi bardagar við stökkbreyttar eiturplöntur, byssubardagar við eineygða bergrisa og kappakstur á svifnökkvum eru meðal þess gerir leikinn fjölbreyttan og skemmti- legan. Helsti galli þessa leiks er hvað stjórnun myndavéla á sögu- hetjunni í bardagasenum getur ver- ið óþjál. En að sama skapi er aðdá- unarvert hvað það fer lítill tími í að hlaða (loading) leiknum inn þegar söguhetja missir líf eða kemst á milli borða. Forvitnilegt verður að sjá hvort framleiðendur Jak & Daxters koma með nýjan leik um þá félaga í kjölfar þessarar endurútgáfu. Því það er nánast óskrifuð regla í sögu PS3 að svona endurútgáfum sé fylgt eftir með nýjum leik! Árið »Forvitnilegtverður að sjá hvort framleiðendur Jak & Daxters koma með nýjan leik um þá fé- laga í kjölfar þess- arar endurútgáfu. MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. FEBRÚAR 2012 Wikileaks hefur ákveðiðað birta fimm milljónirtölvupósta fyrirtæk-isins Stratfor og varpa þar með ljósi á innreið einka- framtaksins í heim njósna og upp- lýsingaöflunar. Aðalsöguhetja myndarinnar Haywire, Mallory Kane, sem Gina Carano leikur, er málaliði hjá slíku fyrirtæki, sem vinnur skítverk fyrir ríkisstjórnir og hefur einnig ýmis önnur járn í eld- inum. Kane er falleg, en það borgar sig ekki að lenda upp á kant við hana því að hún lemur hvern þann, sem stendur í vegi fyrir henni í spað. Í upphafi myndar er Kane á flótta og greinilegt að eitthvað hefur farið úrskeiðis. Fortíðarleiftrin eru skammt undan og þar er aðdragand- inn rakinn, verkefni í Barselónu sem snerist um að ná kínverskum manni, sem er vandlega gætt í íbúð einni. En ekki er allt með felldu og skyndi- lega á Kane enga bandamenn. Hugmyndin um ofurkonuna, sem lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna, er ekki ný af nálinni. Í Le Femme Nikita eftir Luc Besson þar sem Anne Parillaud fer hamförum og The Long Kiss Goodnight þar sem Geena Davis rýfur af sér allar viðjar er róið á sömu mið sem og vitaskuld annarri hverri mynd með Angelinu Jolie. Kane gefur þessum formæðrum sínum ekkert eftir og eflist við hverja raun. Söguþráðurinn er hinn æsilegasti og margt er vel gert í myndinni. Steven Soderbergh er einn af athyglisverðari leikstjórum Hollywood. Ferskur blær fylgdi hans fyrstu kvikmynd, Sex, Lies, and Videotape. Hún vakti mikla at- hygli og leikstjórinn fékk Ósk- arsverðlaun fyrir besta handrit. So- derbergh var nýtt undrabarn Hollywood. Hann hefur verið mis- tækur, en fáir standast honum snún- ing þegar vel tekst til. Hápunkt- urinn var árið 2000 þegar tvær mynda hans voru samanlagt til- nefndar til tíu Óskarsverðlauna, Er- in Brockovich og Traffic, og upp- skáru fimm styttur. Contagion, sem fjallar um út- breiðslu banvænnar farsóttar, var með athyglisverðari kvikmyndum liðins árs. Þar rápar Soderbergh fram og aftur í tíma og sama bragð- inu beitir hann í Haywire og er það ágætis leið til að láta draga fram eina vísbendingu af annarri. Haywire verður ekki aðsópsmikil í Óskarsdeildinni, til þess er hún of losaraleg og klisjukennd, en myndin er skemmtileg og margt vel gert í henni auk þess sem einvalalið leik- ara fær að leika þar lausum hala. Leikstjóri Ocean’s Eleven kann að búa til spennu og Haywire er fín skemmtun, en því miður ekki sér- lega eftirminnileg. Þrautgóður málaliði í vanda staddur Haywire bbmnn Leikstjóri: Steven Soderbergh. Leikarar: Gina Carano, Ewan McGregor, Channing Tatum, Michael Douglas, Antonio Banderas og Michael Fassbender. Bandaríkin, 93 mínútur. KARL BLÖNDAL KVIKMYNDIR Ofurkona Gina Carano er ekkert lamb að leika sér við og vei þeim sem vanmetur hinn vígfima málaliða. Apparat Organ Quartet sendi frá sér plötuna Pólýfóníu í lok ársins 2010 á vegum 12 tóna en tæpu ári síðar kom svo platan út erlendis á vegum danska útgáfufyrirtækisins Crunchy Frog. Út er nú komin end- urhljóðblönduð útgáfa af plötunni undir heitinu Pólýfónía Remixes. Platan inniheldur endurhljóðbland- anir eftir FM Belfast, Bloodgroup, Dreamtrak, Beta Satan, Reptilicus, Frederik Schikowski, Flemming Dalum, Thomas Troelsen og Robo- taki. Platan er nú fáanleg á öllum helstu veitum, til að mynda á iTunes, Amazon og Gogoyoko. Hrærðir, hristir Meðlimir Apparat Organ Quartet kalla ekki allt ömmu sína. Endurhljóðblandað Apparat Morgunblaðið/Kristinn Þ.Þ., FRÉTTATÍMINN A.E.T., MORGUNBLAÐIÐH.V.A., FRÉTTABLAÐIÐ TOTAL FILMBOXOFFICE MAGAZINE SVARTHÖFÐI.IS SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI.ISGLERAUGU SELD SÉR 5% HAYWIRE KL. 5.50 - 8 - 10.20 16 HAYWIRE LÚXUS KL. 5.50 - 8 - 10.10 16 GHOST RIDER 3D ÓTEXTUÐ KL. 5.50 - 8 - 10.15 12 THIS MEANS WAR KL. 8 - 10.15 14 STAR WARS EPISODE 1 3D ÓTEXTUÐ KL. 5 10 SAFE HOUSE KL. 10.30 16 SKRÍMSLI Í PARÍS 3D KL. 3.40 L CHRONICLE KL. 4 - 6 12 ALVIN OG ÍKORNARNIR 3 KL. 3.40 L BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS GHOST RIDER 2 3D ÓTEXTUÐ KL. 8 - 10 12 HAYWIRE KL. 8 - 10 16 THIS MEANS WAR KL.6 14 GLÆPUR OG SAMVISKA KL.5.45 GHOST RIDER 3D ÓTEXTUÐ KL. 8 - 10.15 12 CHRONICLE KL. 6 - 8 - 10 12 THIS MEANS WAR KL. 5.45 - 8 14 STAR WARS EPISODE 1 3D ÓTEXTUÐ KL. 10.15 10 THE DESCENDANTS KL. 5.30 L LISTAMAÐURINN KL. 6 - 8 - 10 L FRÁ LEIKSTJÓRUM CRANK KEMUR EIN ÖFLUGASTA SPENNUMYND ÞESSA ÁRS. HREIN RÆKT UÐ HA SARM YND FBL.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.