Morgunblaðið - 06.03.2012, Síða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 6. M A R S 2 0 1 2
Stofnað 1913 55. tölublað 100. árgangur
SKEMMTILEGIR
FÆTUR OG
FLUGFREYJUR
ESTER EINI
NÝLIÐINN Í
LANDSLIÐINU
KRISTJANA
OG TÓNLIST
STRÍÐSÁRA
HANDBOLTI ÍÞRÓTTIR TÓNLEIKAR Í IÐNÓ 33GÖNGUHÓPUR 10
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Karlmaður um sextugt liggur þungt haldinn í önd-
unarvél á gjörgæsludeild Landspítalans og er tal-
inn vera í lífshættu. Hann er starfsmaður lög-
mannsstofunnar Lagastoðar og varð fyrir
fólskulegri árás rétt fyrir klukkan tíu í gærmorg-
un.
Karlmaður á fertugsaldri kom á lögmannsstof-
una og vildi hitta lögmann eða starfsmann. Hann
fékk fund með einum starfsmannanna en réðst fyr-
irvaralaust á hann vopnaður hnífi, stakk margsinn-
is og veitti starfsmanninum lífshættulega áverka.
Lögmaður á stofunni kom félaga sínum til hjálp-
ar og fékk sjálfur stungusár í átökunum. Honum
tókst að yfirbuga árásarmanninn. Annar starfs-
maður kom til aðstoðar og tókst þeim að halda
manninum þar til lögreglan kom og handtók hann.
Árásarmaðurinn var yfirheyrður í gær. Hann
verður leiddur fyrir dómara í dag og farið fram á
gæsluvarðhald yfir honum. Maðurinn var allsgáð-
ur þegar hann var handtekinn, að sögn lögregl-
unnar.
Starfsmenn lögmannsstofunnar sem særðust
voru fluttir á Landspítalann. Sá sem var með lífs-
hættulega áverka gekkst undir umfangsmikla
skurðaðgerð í gær. Hinn sem særðist þegar hann
yfirbugaði árásarmanninn fékk að fara af sjúkra-
húsinu eftir að gert var að sárum hans. Lögmanns-
stofan var lokuð í gær eftir árásina en verður opin í
dag, að sögn Brynjars K. Níelssonar hrl. sem
starfar á stofunni. Hann vissi ekki til þess að árás-
armaðurinn hefði áður haft í hótunum við stofuna.
Samkvæmt heimildum mbl.is tók árásarmaður-
inn lán hjá fjármögnunarfyrirtæki á sínum tíma til
þess að kaupa sér vélhjól. Lánið fór í vanskil og
þegar taka átti hjólið af manninum fannst það ekki
þrátt fyrir mikla leit. Málið var kært til lögreglu og
var Lagastoð falið að innheimta skuldina.
MStakk starfsmanninn »4
Í lífshættu eftir fólskulega árás
Morgunblaðið/Arnaldur
Varðhald Krafist verður gæslu-
varðhalds yfir árásarmanninum.
Maður vopnaður hnífi réðst á starfsmann lögmannsstofu í gærmorgun og særði
hann lífshættulega Farið verður fram á gæsluvarðhald yfir árásarmanninum
Anna Lilja Þórisdóttir,
Hallur Már og Egill Ólafsson
Aðdragandi þess að íslenska banka-
kerfið fór á hliðina haustið 2008 var
rifjaður upp á fyrsta degi aðal-
meðferðar landsdómsmálsins í gær.
Eina vitnið á fyrsta degi
Geir H. Haarde, fv. forsætisráð-
herra, var eina vitnið sem kallað
var til en þeim á eftir að fjölga.
Við yfirheyrsluna svaraði Geir
spurningum vegna aðgerða sinna í
aðdraganda efnahagshrunsins, þ.e.
spurningum sem varða ákæru-
atriðin sem eftir standa. Varða þau
m.a. meinta vanrækslu vegna starfa
samráðshóps um fjármálastöð-
ugleika, skort á frumkvæði við að
draga úr stærð bankakerfisins og
meintan skort á frumkvæði við að
flytja Icesave-reikningana úr landi.
Geir svaraði spurningum um
þessi atriði og kom m.a. fram í máli
hans að það land væri „vandfundið“
sem hefði viljað taka við einhverjum
íslensku bankanna. Þá hefði um-
ræðan aldrei komist á það stig að
þeir sem fjölluðu um stöðu banka-
kerfisins hefðu tilgreint seljanlegar
eignir.
Bankarnir sögðust í vari
Geir vék einnig að upplýsingum
þeim sem bárust úr bankakerfinu
og hvernig bankastjórar hefðu full-
vissað hann um það um miðjan
september 2008 að þeir hefðu
tryggt lausafjárstöðu sína fram til
ársins 2009.
„Það datt auðvitað engum í hug
að bankarnir væru annaðhvort að
villa um fyrir manni eða að staða
þeirra væri svo slæm að þeir áttuðu
sig ekki á því,“ sagði Geir.
MMálsvörnin hafin »14-15
Morgunblaðið/Kristinn
Fyrrverandi forsætisráðherra Geir H. Haarde gengur inn í salinn við upphaf aðalmeðferðar landsdómsmálsins í Þjóðmenningarhúsinu.
Bankarnir sögðust traustir
dagana fram að hruninu
Mál Geirs H. Haarde fyrir landsdómi hafið Geir vísar sakaratriðum á bug
Á sl. þremur ár-
um fór lögregla
539 sinnum fram
á það við héraðs-
dómstóla að þeir
veittu heimild til
símhlerana. Í 533
tilvikum, í yfir
99% tilvika, voru
kröfur lögreglu
teknar til greina.
Inni í þessum tölum eru ekki úr-
skurðir um leyfi til að koma fyrir
hlerunarbúnaði, um leyfi til að fylgj-
ast með tölvusamskiptum og fleira.
Reyndur verjandi gagnrýnir dóm-
stóla fyrir að stimpla einfaldlega
kröfugerðir lögreglu. »18
Gáfu 533 sinn-
um heimild til
símhlerana
Þrjú verk eftir íslenska listamenn,
Jóhannes Sveinsson Kjarval, Jón
Stefánsson og Ólaf Elíasson, verða
boðin upp hjá danska uppboðsfyrir-
tækinu Bruun Rasmussen í dag.
Verk Kjarvals, „Sjómaðurinn og haf-
meyjan í Eldhrauninu“, er söluvæn-
legra hér heima, segir Tryggvi Páll
Friðriksson, eigandi Gallerís Foldar,
en of dýrt að flytja það hingað.
„Er ekki augljóst að enginn fer að
flytja hingað verk sem er metið á
þrjár milljónir króna til þess að
þurfa svo að greiða af því 750 þúsund
krónur í virðisaukaskatt,“ spyr
Tryggvi Páll. »6
Morgunblaðið/Ómar
List Þetta verk eftir Kjarval er frá
1960 og var boðið upp hér heima.
Dýrt að selja
verkin heima