Morgunblaðið - 06.03.2012, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 2012
Hólmfríður Gísladóttir
holmfridur@mbl.is
Ögmundur Jónasson, innanríkis-
ráðherra, hefur kynnt í ríkisstjórn
lagafrumvarp þar sem lagt er til að
hesthús verði tiltekin í a-lið 3. máls-
greinar 3. greinar laga um tekju-
stofna sveitarfélaga en þar eru upp
taldar þær eignir sem bera allt að
0,5% fasteignaskatt af fasteigna-
mati. Þá segir í ákvæði til bráða-
birgða að sveitarstjórn sé heimilt að
lækka álagningu fasteignaskatts á
hesthús á árinu 2012, þannig að
álagningarhlutfall þeirra eigna sé
það sama og annarra fasteigna skv.
a-lið 3. mgr. 3. gr. laganna.
Framkvæmd sveitarfélaga varð-
andi skattlagningu hesthúsa hefur
fram að þessu ekki verið einhlít og
hafa hestamenn verið afar ósáttir
við að skattur hafi verið innheimtur
af hesthúsunum, sem þeir skil-
greina sem tómstundahús, í sam-
ræmi við c-lið 3.mgr. 3.gr. laganna,
sem fjallar um atvinnuhúsnæði og
aðrar fasteignir sem ekki eru sér-
staklega tilteknar í lögunum.
Áttföld hækkun
Deilan hefur staðið
nokkuð lengi en náði há-
marki eftir að yfirfast-
eignamatsnefnd
úrskurðaði í
byrjun síðasta
árs að hesthús
í hesthúsa-
hverfi innan
þéttbýlis
skyldu falla
undir hæsta
gjaldflokk þar
sem þau væru
ekki talin upp í
öðrum flokkum. Í kjölfarið hækk-
uðu Reykjavíkurborg og Borg-
arbyggð álagninguna til samræmis
við úrskurðinn fyrir árið 2012 og
hækkaði skattur á meðaleign í
Reykjavík úr rúmlega 16 þúsund
krónum í 134 þúsund krónur á ári. Í
prósentum fór álagningin í Reykja-
vík úr 0,225% af fasteignamati í
1,35% og í Borgarbyggð úr 0,36% í
1,5%.
Innheimtu frestað
Hækkanirnar mættu háværum
mótmælum hestamanna, sem m.a.
sögðu að verið væri að skattleggja
hestamennskuna úr þéttbýlinu og
gagnrýndu harðlega að flokka ætti
húsnæði á skilgreindum frístunda-
svæðum sem iðnaðarhúsnæði.
Í kjölfarið var gjalddögum fast-
eignaskattsins frestað, bæði í höfuð-
borginni og í Borgarbyggð, þar til
málið fengi umfjöllun í efnahags- og
viðskiptanefnd Alþingis, sem komst
að þeirri niðurstöðu að innanríkis-
ráðuneytið skyldi koma með tillögur
að breytingum laganna.
Hesthús tiltekin í lægsta gjaldflokki
Nýtt frumvarp ákvarðar og
samræmir fasteignaskatt á hesthús
Björn Jóhann Björnsson
Guðni Einarsson
Hallur Már Hallsson
Kristján H. Johannessen
Ylfa Kristín K. Árnadóttir
Maður um sextugt særðist hættulega
í fólskulegri líkamsárás sem hann
varð fyrir á vinnustað sínum, lög-
mannsstofunni Lagastoð við Lág-
múla í Reykjavík, í gærmorgun. Mað-
urinn gekkst undir umfangsmikla
skurðaðgerð á Landspítalanum í gær
og lá þungt haldinn á gjörgæsludeild
í gærkvöldi. Hann var í öndunarvél
og talinn vera í lífshættu.
Karlmaður á fertugsaldri réðst að
manninum með hnífi og veitti honum
lífshættulega áverka með hnífstung-
um. Annar karlmaður, lögmaður á
fimmtugsaldri, var einnig stunginn,
en særðist minna, þegar hann yfir-
bugaði árásarmanninn. Annar lög-
maður kom til hjálpar og héldu þeir
tveir árásarmanninum þar til lög-
regla kom á vettvang. Báðir starfs-
mennirnir sem særðust í árásinni
voru fluttir á bráðamóttöku Land-
spítalans. Farið verður fram á það í
dag að árásarmaðurinn verði hneppt-
ur í gæsluvarðhald.
Engin fyrri samskipti
Árásarmaðurinn var handtekinn
og reyndist hann hvorki vera undir
áhrifum áfengis né fíkniefna, að sögn
lögreglunnar. Að hennar sögn höfðu
engin fyrri samskipti átt sér stað á
milli árásarmannsins og þess sem
fyrir árásinni varð. Svo virðist sem
innheimta minniháttar skuldar hafi
verið tilefni árásarinnar, að því er
fram kom í tilkynningu lögreglu.
Árásarmaðurinn var yfirheyrður í
gær. Jón H. B. Snorrason, aðstoðar-
lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu,
sagði að hann yrði leiddur fyrir dóm-
ara í dag og krafist gæsluvarðhalds
yfir honum.
Jón sagði árásarmanninn hafa
komið inn á lögmannsstofuna í gær-
morgun og honum verið vel tekið.
Skömmu eftir komuna réðst hann á
starfsmann lögmannsstofunnar og
veitti honum lífshættulega áverka.
Árásarvopninu er lýst sem stórum og
flugbeittum hnífi. Jón sagði starfs-
manninn hafa verið stunginn marg-
sinnis.
„Fyrirvara- og tilefnislaust rífur
maðurinn upp hníf og stingur við-
mælanda sinn ítrekað án nokkurra
hótana eða háttsemi sem gat gefið til
kynna að þetta væri í uppsiglingu,“
sagði Jón. Lögreglu barst tilkynning
um árásina rétt fyrir klukkan tíu.
Samkvæmt heimildum mbl.is er
árásarmaðurinn fæddur árið 1977.
Hann mun á sínum tíma hafa tekið
lán hjá fjármögnunarfyrirtæki til
þess að kaupa sér vélhjól. Þegar hann
stóð ekki í skilum átti að taka hjólið af
honum en það fannst ekki þrátt fyrir
mikla leit. Var málið því kært til lög-
reglu en Lagastoð sá um innheimtu
skuldarinnar.
Ekki haft í hótunum áður
Starfsfólki lögmannsstofunnar var
eðlilega brugðið við atburðinn og
fékk það áfallahjálp og stofan var lok-
uð í gær. Einn lögmanna stofunnar,
Brynjar K. Níelsson hrl., sagði í gær-
kvöldi að stofan yrði opin í dag. Að-
spurður sagði hann að ekki hefði ver-
ið rætt um að grípa til sérstakra
öryggisráðstafana vegna árásarinn-
ar.
Brynjar var í viðtali við Mbl-Sjón-
varp í gærdag. Þá sagði hann að árás-
armaðurinn hefði sér vitanlega ekki
haft í hótunum áður við stofuna.
Starfsmaður Lagastoðar, sem fyrir
árásinni varð, væri illa særður og í
lífshættu.
„Maðurinn kom hér inn og vildi
hitta einhvern lögmann eða starfs-
mann. Síðan vitum við ekkert fyrr en
að hann hefur ráðist með hnífi á
starfsmann hjá okkur. Svo var hann
yfirbugaður af öðrum starfsmönn-
um,“ sagði Brynjar. „Þetta er mikið
áfall og auðvitað skilur maður þetta
ekki. Maður veltir fyrir sér hvernig
þetta getur gerst um hábjartan dag,
án fyrirvara eða forsögu eða að menn
hafi einhvern skilning á þessu. Við er-
um að hugsa málið og velta fyrir okk-
ur hvernig svona lagað getur gerst.“
Lögmenn harmi slegnir
„Allir eru harmi slegnir yfir þessu,
við áttum ekki von á að fá að sjá og
heyra svona fréttir,“ segir Kristín
Edwald, formaður Lögfræðinga-
félags Íslands, um árásina.
Kristín segist aðeins hafa fengið
fregnir af atburðum gegnum fjöl-
miðla en því miður sýni þetta mál að
lögfræðingastéttin þurfi að taka ör-
yggismálin til umfjöllunar og endur-
skoðunar. Lögmenn hafi eftir hrunið
fengið hótanir frá fólki en þegar farið
sé að beita ofbeldi séu málin komin á
allt annað og alvarlegra stig.
Stakk starfsmanninn ítrekað
Starfsmaður lögmannsstofu særðist alvarlega í fólskulegri árás Tilefni árásarinnar virðist vera inn-
heimta skuldar Árásarvopnið var stór hnífur Krafist verður gæsluvarðhalds yfir árásarmanninum
Árás Lögmannsstofan Lagastoð var lokuð í gær eftir fólskulega árás á einn starfsmanna hennar. Stofan verður opin í dag.
Morgunblaðið/Sigurgeir
„Þetta er það sem við hestamenn
höfum lagt til frá 2008 þannig að
við erum kampakátir með þetta og
vonum að þetta fari í gegnum
þingið sem fyrst,“ segir Haraldur
Þórarinsson, formað-
ur Landssambands
hestamannafélaga,
um frumvarp inn-
anríkisráðherra.
Hann segist
ekki eiga von á
öðru en að
frumvarpið fái
góðan hljóm-
grunn á þingi,
enda hafi hesta-
menn rætt við
þingmenn allra
flokka um málið
fyrir tvennar síðustu kosningar við
góðar undirtektir.
Haraldur segir málið allt snúast
um sanngirni; hestamennska sé
fyrst og fremst íþrótt og tóm-
stundaiðja og landssambandið
þriðja stærsta félagið innan
Íþrótta- og Ólympíusambands Ís-
lands, með um 11 þúsund félaga á
landsvísu.
„Ef þú horfir á knattspyrnuvelli,
sundlaugar, frjálsíþróttavelli og
hvaðeina, þá eru öll þessi mann-
virki byggð fyrir tilstuðlan ríkis og
sveitarfélaga,“ bendir Haraldur á.
Hestamenn hafi hins vegar þurft
að byggja sín eigin hús og því sé
mikið réttlætismál að þeir séu ekki
í ofanálag skattlagðir eins og um
iðnaðarstarfsemi væri að ræða.
Kampakátir með frumvarpið
HESTAMENNSKAN
„Við fordæmum þessa árás líkt
og aðrar þar sem ráðist er gegn
lífi og limum fólks,“ segir Guð-
mundur Andri Skúlason, tals-
maður Samtaka lánþega, um
árásina á lögmannsstofuna
Lagastoð. Fara þurfi eftir leik-
reglum samfélagsins til að fá
lausn sinna mála.
Guðmundur Andri segir að
margir eigi um sárt að binda
vegna fjármála sinna og margir
sjái ekki fram úr þeim vanda
sem í fljótu bragði kunni að
blasa við.
„Þau sárindi eru hins vegar
ekki til komin vegna starfa lög-
manna eða annarra sem sam-
kvæmt leikreglum samfélagsins
innheimta vangoldnar skuldir.
Við búum í samfélagi og förum
að þeim leikreglum sem sam-
félagið setur okkur. Því beinum
við til lánþega, telji þeir rétt
sinn fyrir borð borinn, að fara
með ágreining eftir leikreglum
samfélagsins. Dómstóll götunnar
er ekki farveg-
urinn og reiðin
er ekki lausnin.
Ágreining um
skuldir leysum
við, hér eftir
sem hingað til,
fyrir þar til
bærum dóm-
stólum og un-
um þeim úr-
lausnum sem
þaðan koma.
Engin lausn er í því fólgin að
ráðast gegn lífi og limum fólks
sem af samvisku sækir sína
vinnu og við ítrekum þá skoðun
okkar að enginn einstaklingur á,
starfs síns vegna, að þurfa að
óttast um öryggi sitt og fjöl-
skyldu sinnar,“ segir Guðmundur
Andri.
Hann sendir, fyrir hönd Sam-
taka lánþega, einlægar kveðjur
til starfsfólks Lagastoðar með
óskum um bata til þeirra sem
urðu fyrir árásinni.
Fordæma árásina
TALSMAÐUR SAMTAKA LÁNÞEGA
Guðmundur Andri
Skúlason
Skannaðu kóðann
til að sjá viðtal
við Brynjar K.
Níelsson