Morgunblaðið - 06.03.2012, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 2012
Framboðin skjóta upp kollinumhvert af öðru þessa dagana og
eiga það flest sameiginlegt að fram-
boðið er langt umfram eftirspurn.
En það eru ekki aðeins nýju fram-
boðin sem svo háttar til um. Ríkis-
stjórnarflokkarnir
eru sífellt að rýrna
og eru nú orðnir svo
rýrir að þeir eru
samanlagt með
minni stuðning en
Sjálfstæðisflokkur-
inn.
Þessi smæð Sam-fylkingar og
VG er það sem held-
ur þessum flokkum
saman í ríkisstjórn
og mun hugsanlega
verða til að þeir
þrauki fram á næsta
ár. Fátt er meira
ógnvekjandi fyrir þessa flokka nú
um stundir en kjósendur.
Ekki væri úr vegi fyrir stjórnar-flokkana að velta því fyrir sér
hvers vegna fólk vill losna við þá.
Það skyldi ekki vera að fólk sébúið að fá nóg af ríkisstjórn
sem alla daga er upptekin af
aukaatriðum eða pólitískum hefnd-
araðgerðum í stað þess að vinna að
þjóðarhag?
Eða gæti verið að fólk vildi aðríkisstjórnin efldi íslenskt at-
vinnulíf og stæði vörð um hagsmuni
landsins í stað þess að reyna að
koma landinu undir erlent vald?
Svo er ekki útilokað að fólk viljiað ríkisstjórnin standi við eitt-
hvað af því sem hún lofar.
Einföld atriði af þessu tagi gætuorðið til þess að ríkisstjórnin
braggaðist, en hvaða líkur ætli séu
á að hún bæti ráð sitt?
Jóhanna
Sigurðardóttir
Einföld ráð
STAKSTEINAR
Steingrímur J.
Sigfússon
Veður víða um heim 5.3., kl. 18.00
Reykjavík 4 rigning
Bolungarvík 5 skýjað
Akureyri 4 skýjað
Kirkjubæjarkl. 3 skýjað
Vestmannaeyjar 5 rigning
Nuuk -20 snjókoma
Þórshöfn 5 skýjað
Ósló 2 heiðskírt
Kaupmannahöfn 2 heiðskírt
Stokkhólmur 0 heiðskírt
Helsinki -2 heiðskírt
Lúxemborg 2 slydda
Brussel 2 súld
Dublin 7 skýjað
Glasgow 8 léttskýjað
London 8 skýjað
París 7 skýjað
Amsterdam 6 alskýjað
Hamborg 7 skýjað
Berlín 7 heiðskírt
Vín 8 léttskýjað
Moskva -5 snjókoma
Algarve 17 heiðskírt
Madríd 13 heiðskírt
Barcelona 18 léttskýjað
Mallorca 10 skýjað
Róm 13 léttskýjað
Aþena 11 skýjað
Winnipeg -7 alskýjað
Montreal -12 skýjað
New York 2 heiðskírt
Chicago -1 léttskýjað
Orlando 19 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
6. mars Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 8:16 19:03
ÍSAFJÖRÐUR 8:25 19:04
SIGLUFJÖRÐUR 8:08 18:47
DJÚPIVOGUR 7:47 18:31
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Við vonumst til að fá út úr þessu
efni til að skerpa sýn okkar og efla
okkur sem háskóla og sem gott og
fjölskylduvænt háskólaþorp,“ segir
Bryndís Hlöðversdóttir, rektor Há-
skólans á Bifröst. Um helgina komu
100 þátttakendur á framtíðarþing til
að ræða framtíð og hlutverk skólans.
Framtíðarþingið er liður í stefnu-
mótunarvinnu sem nú fer fram á Bif-
röst. „Við höfum verið í naflaskoðun,
sérstaklega á síðasta ári, þegar við
skráðum okkur til þátttöku í átaki til
menntunar ábyrgra stjórnenda,“
segir Bryndís. Átakið er unnið á
vettvangi alþjóðasáttmála Samein-
uðu þjóðanna. Farið er yfir nám
skólans og inntak þess með tilliti til
góðra stjórnarhátta.
„Við teljum okkur aðeins þurfa að
endurskoða hlutverk okkar og erindi
til framtíðar,“ segir Bryndís um
framtíðarþingið. Ákveðið var að
bjóða velunnurum skólans, svo sem
hollvinum, nemendum, starfsfólki,
sveitarstjórnarfólki og nágrönnum
skólans í Borgarbyggð. Hún vonast
til að krafturinn sem leystist úr læð-
ingi á þinginu verði gott veganesti
fyrir skólann. Allar hugmyndir sem
fram komu eru skráðar og unnið úr
þeim í stefnumótunarvinnunni.
Endurskipulagningu að ljúka
Mikil umræða var um framtíð Há-
skólans á Bifröst á seinni hluta árs-
ins 2010 vegna viðræðna um samein-
ingu við Háskólann í Reykjavík.
Ákveðið var að hætta við sameiningu
og starfrækja skólann áfram. Þá
kom fram að skólinn ætti í lausafjár-
erfiðleikum. Bryndís segir að á síð-
asta ári hafi verið unnið að fjárhags-
legri endurskipulagningu og
hagræðingu í rekstri. Þeirri vinnu er
að ljúka og telur rektor að skólinn sé
vel rekstrarhæf eining. Það hjálpar
til að aðsókn að skólanum hefur auk-
ist verulega.
Bryndís segir að engu að síður sé
nauðsynlegt fyrir háskólana að vinna
saman. Það samstarf eigi að snúast
um að auka gæði háskólastarfsins.
Skerpa sýn á framtíðina á Bifröst
Vorið er komið
að kveða burt
snjóinn, ef
marka má frétt-
ir fuglaáhuga-
manna á vefn-
um fuglar.is, en
þar segir að
heyrst hafi í
heiðlóu ofan við
hesthúsahverfið við Eyrarbakka síð-
astliðinn sunnudag.
Og það er óhætt að segja að far-
fuglarnir séu farnir að tínast til
landsins því samkvæmt vefsíðunni
hefur talsvert sést til álfta á flugi,
m.a. á Höfn, í Almannaskarði, á Fá-
skrúðsfirði og rétt utan við Egils-
staði. Þá sást fyrsti tjaldur ársins á
Heimaey á laugardag og við Höfn
hefur stormmáfum og hettumáfum
fjölgað síðustu daga.
Á Vísindavef Háskóla Íslands má
finna skemmtilega samantekt á því
hvenær fyrst hefur sést til lóunnar á
vorin en þar kemur m.a. fram að
„meðaltal“ þeirra dagsetninga þegar
hún sást fyrst árin 1998-2005 var 25.
mars. Þó koma flestar lóur til lands-
ins í apríl og er aðalfartími hennar
frá septemberlokum til byrjunar
nóvembermánaðar. Er hún einn
þeirra farfugla sem dveljast hvað
lengst hér á landi. holmfridur@mbl.is
Lóan komin
til Eyrar-
bakka
Víða er unnið að vinnslu loðnu-
hrogna enda eru hrognin komin í
fullan þroska og veiðarnar ganga
vel. Skip þurfa þó að bíða löndunar á
þeim stöðum sem næstir eru.
Veiðisvæðið er nú á miðjum
Breiðafirði. Skipin eru fljót að fylla
sig og flest á leið til löndunar, við
löndun eða á leið aftur á miðin.
Loðnan er að nálgast hrygningu
og því styttist í vertíðarlok. „Þetta er
þegar orðin ágætis vertíð. Vonandi
verður náttúran okkur hliðholl og
við náum að klára þetta,“ segir Vil-
hjálmur Vilhjálmsson, deildarstjóri
uppsjávardeildar HB Granda. Fyr-
irtækið er með fjögur skip á loðnu og
á eftir um 20 þúsund tonna kvóta.
Skipin landa í vinnslustöðvum fyr-
irtækisins á Akranesi og Vopnafirði
og segir Vilhjálmur reynt að halda
uppi fullri vinnslu á báðum stöðum.
Í gær höfðu verið veidd nærri 450
þúsund tonn, samkvæmt bráða-
birgðatölum á vef Fiskistofu, en
heildarkvótinn er um 590 þúsund
tonn.
Hrognavinnslan á fullu
Loðnuskipin fljót að fylla sig og bíða þarf eftir löndun
Ljósmynd/Börkur Kjartansson
Beðið Örtröð var í Akraneshöfn í fyrradag. Faxi komst að til löndunar þegar Víkingur hélt á miðin á ný og Lundey
beið þangað til í gær. Loðnan er að nálgast hrygningu og því styttist í vertíðarlok, 450 þúsund tonn hafa verið veidd.