Morgunblaðið - 06.03.2012, Page 22

Morgunblaðið - 06.03.2012, Page 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 2012 ✝ Sævar GeirSvavarsson fæddist í Reykja- vík 30. janúar 1944. Hann lést á líknardeild Land- spítalans í Kópa- vogi 25. febrúar. Foreldrar Sævars voru Svavar H. Guðmundsson, kaupmaður og vél- stjóri, f. 5. apríl 1913, d. 28. janúar 1995, og Arnbjörg Markúsdóttir versl- unarkona og húsmóðir, f. 9. mars 1920, d. 16. júní 2003. Systkini Sævars voru Helga Jó- hanna tannsmiður, f. 20. ágúst 1942, d. 8. nóvember 1993, og Guðmundur Helgi rafeinda- verkfræðingur, f. 10. febrúar 1948. Sævar kvæntist 12. júní 1965 Unni Ingibjörgu Þórð- ardóttur, f. 5. júlí 1933. Þau eignuðust eina dóttur, Guðrúnu Arnbjörgu Sævarsdóttur verk- fræðing, f. 3. ágúst 1971. Guð- rún er gift Þórði Magnússyni eðlisfræðingi, f. 14. janúar 1971, og eiga þau þrjú börn, Unni L. Þórðar- dóttur f. 4 mars 1997, Magnús S. Þórðarson, f. 4 mars 2000, og Sævar J. Þórð- arson, f. 24 maí 2004. Sævar fór fyrst á sjó 14 ára, lærði svo rennismíði og til vélstjóra. Hann starfaði sem vélstjóri á sjó í nokkur ár, en hóf störf hjá vélsmiðjunni Norma árið 1971. Hann varð eigandi Norma ásamt konu sinni nokkrum árum síðar og hafa þau hjónin rekið vélsmiðjuna alla tíð síðan ásamt plastverk- smiðjunni Norm-X sem stofnuð var 1979, en bæði fyrirtækin eru nú rekin í Vogum á Vatns- leysuströnd. Útför Sævars fer fram frá Kálfatjarnarkirkju í dag, 6. mars, og hefst athöfnin kl. 15. Það er ótrúlegt að pabbi sé látinn. Han var svo afgerandi og sterkur persónuleiki. Hann var einstaklega viljasterkur maður og lét aldrei neitt ráðast af til- viljun heldur tók sjálfur frum- kvæði til að stýra atburðarás. Pabbi var bara 18 ára þegar hann kynntist og varð ástfang- inn af móður minni sem var nokkru eldri. Honum hefði ekki getað staðið meira á sama um aldursmuninn og gafst ekki upp fyrr en hann náði að sannfæra mömmu og ná ástum hennar. Þetta var mjög farsæll ráðahag- ur. Þau unnu saman alla tíð og ráku saman vélsmiðjuna Norma og plastverksmiðjuna Norm-X. Mamma og pabbi voru saman í lífi og starfi. Hann langaði alla tíð til að ferðast, hafði hvorki tíma til þess né efni framan af en þau hjónin ferðuðust mikið saman seinni ár- in. Þau eignuðust íbúð í Berlín sem þau dvöldu í stóran hluta ársins. Pabbi var framtakssamur og útsjónarsamur. Hann fór sínar eigin leiðir, oft gegn viðteknum skoðunum. Hann féll til að mynda aldrei í þá freistni að kaupa hlutabréf í bönkunum en talaði oft um að hann tryði ekki að íslenskir viðskiptamenn væru eitthvað klárari og betri en ann- arra þjóða viðskiptamenn. Hann skildi aldrei íslenska fjármála- undrið og neitaði að taka þátt í því. Pabba var mjög umhugað um íslenskan iðnað og atvinnulíf. Honum fannst mörg tækifæri vannýtt í landinu okkar og leist ekkert á þá stefnu að láta hjá líða að nýta orkuauðlindir. Komandi kynslóðir yrðu fátækari fyrir vikið. Hann var líka hugsjónamað- ur. Þegar hann seldi smiðjuhús- næði sitt við voginn í Garðabæ fyrir um áratug kaus hann að byggja nýja smiðju í Vogunum í stað þess að draga sig út úr vél- smiðjurekstrinum til að eiga náðuga daga, kominn undir sex- tugt. Að auki vann hann að at- vinnuþróunarfélagi á staðnum og lagði mikla vinnu í að reyna að byggja upp starfsemi í Vogum og á ströndinni. Normi smíðaði Þjórsárbrú, sem mun standa um langa fram- tíð. Allt stálvirkið var smíðað hér heima þrátt fyrir að margir teldu það óráðlegt og sett upp af út- sjónarsemi við erfiðar aðstæður. Pabbi var eldklár, hann hafði verkvit og gott auga fyrir snjöll- um og óhefðbundnum lausnum. Hann veiktist alvarlega meðan á smíðinni stóð, en tókst að ljúka verkinu með hjálp góðra manna. Pabbi var drengur góður. Þó var hann stríðinn og gat reynt á þolrifin en það var hans leið til að slá á létta strengi. Hann hafði mikið yndi af rökræðum og þrætum, hafði sterkar skoðanir á pólitík og landsmálum og viðr- aði þær óspart. Gjarnan í hópi þeirra sem voru á öndverðum meiði. Honum þótti óendanlega vænt um barnabörnin, sinnti þeim vel og vildi tryggja þeirra hag. Þau eru líka vel þjálfuð í því að standa fyrir máli sínu enda var rökleysa og óskýr hugsun aldrei liðin í hans húsum. Börnin voru mjög hænd að honum. Elsku hjartans pabbi minn, ég get varla trúað að þú sért horf- inn á braut og sakna þín mikið. Þú hafðir mikil áhrif á samferða- menn þína og lifir áfram í hjört- um þeirra. Sérstaklega lifir þú áfram í okkur, sem stóðum þér næst. Takk fyrir allt. Guðrún. Núna er Sævar tengdafaðir minn látinn eftir glímu við skæð- an sjúkdóm. Þegar hann fékk blóðtappa í litla heilann síðastlið- inn nóvember grunaði okkur ekki að annar og enn illvígari sjúkdómur lægi þar að baki. Það var ekki fyrr en honum var farið að hraka verulega mikið að krabbamein á lokastigi kom í ljós. Þrátt fyrir að hann væri orðinn mjög veikur þótti honum afar vænt um að fá heimsóknir á sjúkrahúsið. Þá safnaði hann þeim kröftum sem hann átti og var glettinn og skemmtilegur. Sævar var stór maður í allri merkingu þess orðs. Bæði stór og stæðilegur á velli og ekki síð- ur í hugsun. Hann vílaði ekkert fyrir sér og sagði iðulega að allt væri hægt ef viljinn væri fyrir hendi. Sævar sá aldrei vanda- mál, bara lausnir. Hann átti líka stórt hjarta. Þess naut ég þegar ég kynntist Guðrúnu dóttur Sævars og Unnar fyrir nítján ár- um. Mér var strax tekið firnavel, eins og ég væri einn af fjölskyld- unni. Alla tíð síðan hafa Sævar og Unnur reynst okkur hjónum ákaflega vel og þá ekki síður börnum okkar. Sævari þótti af- skaplega vænt um barnabörnin. Hann skipti sér mikið af þeim og lét sig velferð þeirra miklu varða. Sævar var einn greindasti maður sem ég hef kynnst og rök- hugsun hans brást sjaldan. Hann hugsaði mikið og var einkar lag- inn við að greina kjarnann frá hisminu. Þetta nýttist honum oft vel í viðskiptum. Þegar var kreppa og allir héldu að sér höndum þá framkvæmdi hann og tók áhættu. Þegar aðrir voru bjartsýnir og sáust ekki fyrir hélt hann sig til hlés. Sævar hafði gríðarlega mik- inn áhuga á þjóðfélagsmálum og fannst gaman að rökræða þau fram og aftur. Eins og sumir sem hafa komist langt á eigin verð- leikum var hann oft tortrygginn á langt bóknám og sagði stund- um að háskólanám gæti eyðilagt heilbrigða rökhugsun. Um þetta gátum við oft deilt enda var það gjarna tilgangurinn. Sævari þótti nefnilega fátt skemmti- legra en hressilegar umræður og reyndi oft að ögra viðmælendum sínum til að fá meira líf í sam- talið. Sævar var mjög viljasterkur og mörgum hefur sjálfsagt fund- ist hann stjórnsamur. En hann vildi einfaldlega hafa sjálfur stjórn á atburðarás fremur en láta skeika að sköpuðu. Þess vegna passaði hann alltaf að hafa sjálfur frumkvæði. Þetta eru góðir eiginleikar fyrir sjálfstæð- an atvinnurekanda en hann rak bæði vélsmiðju og plastverk- smiðju ásamt Unni eiginkonu sinni í yfir þrjátíu ár. Hann var farsæll og útsjónarsamur í sín- um rekstri. Sævar hafði líka miklar hug- sjónir og oft fannst honum að stjórnvöld mættu lyfta augnatil- litinu og hugsa stærra. Hann var mjög metnaðarfullur fyrir hönd íslensks iðnaðar, meðal annars lagði hann talsverða fjármuni í að endurreisa skipasmíðastöð og dráttarbraut í Garðabæ en bæj- aryfirvöld höfðu lítinn áhuga á því framtaki. Núna er þar íbúða- byggð en skipasmíðarnar eru farnar til annarra byggðarlaga á Íslandi eða til útlanda. Ég kveð Sævar með söknuði og votta Unni innilega samúð mína. Þórður. Afi. Þegar mér var sagt að þú vær- ir að fara að deyja trúði ég ekki því sem ég heyrði. Einhvern veg- inn hafði ég aldrei ímyndað mér að þú gætir dáið. Eldra fólk er mjög oft veikburða, það vekur með manni svipaða kennd og þegar maður sér lítil börn, mann langar til að annast og hugsa um þau, sjá til þess að ekkert slæmt hendi þau. Þú varst aldrei þann- ig, þú varst alltaf svo hraustur og sýndir einhvern veginn engin merki um veikleika, eins og ekk- ert gæti slegið þig niður. Þegar þú veiktist hafði ég engar áhyggjur, ég hélt að þetta væri bara tímabundið, að þú kæmir aftur stálsleginn áður en ég vissi af. Þegar þér virtist ekki ætla að fara að batna fór ég þó að efast, það var svo undarlegt að sjá þig svona veikburða og þreyttan en samt varst þú alltaf glettinn og skemmtilegur. Allar þessar áhyggjur hurfu eins og dögg fyrir sólu þegar þú útskrif- aðist af spítalanum seint í des- ember. Þegar ég kom og heimsótti ykkur ömmu komst ég þó ekki hjá því að taka eftir því hve hæg- ar framfarir þínar voru, þú varst eitthvað svo þreyttur og veik- burða en ég var alveg handviss um að það myndi fljótt lagast, að þú næðir þér aftur á strik. Þegar þú varst síðan fluttur á spítalann í annað sinn þá leið mér mun verr með það en í hið fyrsta, þó tókst mér að telja mér trú um að þessar áhyggjur væru engum rökum studdar og að allt myndi lagast. Þegar við heim- sóttum þig á spítalann þá naustu þess að tala um framtíðina. Þú hafðir hugsað þér að bjóða mér til Þýskalands og þú varst greinilega mjög spenntur fyrir því. Ekkert okkar hafði neina hugmynd um hvað væri í vænd- um. Svo fyrir u.þ.b. tveim vikum þá fékk ég þessar hræðilegu fréttir sem áttu eftir að breyta sýn minni á þetta mál algerlega. Það kom í ljós að þú varst með krabbamein í brisinu sem út- skýrði veikindin undanfarna þrjá mánuði. Hefði þetta upp- götvast strax hefði kannski verið hægt að kæfa þetta niður, en þar sem allt benti til þess að þú hefð- ir verið með þetta í fleiri ár, þá var það of seint. Þetta var hræðilega erfitt. Ég bað til Guðs á hverju kvöldi um að þú værir ekki með krabba- mein, að læknarnir hefðu bara gert mistök og þú myndir jafna þig seinna meir. En þegar við fjölskyldan heimsóttum þig á líknardeildina föstudagskvöldið 24. febrúar þá rann upp fyrir mér að ég yrði að vakna upp af draumórum mínum og horfast í augu við staðreyndir, þú varst að yfirgefa þennan heim og það var ekkert hægt að gera til að stöðva það. Sagt er að við deyjum eins og við lifum, afi var ákveðinn, glett- inn og góður maður og hann dó sem slíkur. Unnur. Óvænt fráfall kærs bróður míns hryggir mig mjög. Á stundu sem þessari fer maður gjarnan á fund minninganna. Sævar átti afar gæfuríkan lífs- feril. Þegar hann var 15 ára fór faðir okkar með hann á vélaverk- stæði Sigurðar Sveinbjörnsson- ar og kom honum á samning í rennismíði. Strax að því námi loknu fór hann í Vélskóla Ís- lands. En á þessum tíma kynnt- ist hann eftirlifandi konu sinni henni Unni. Sævar var oft lánsamur, en strax að vélstjóranáminu loknu gekk hann í mjög gott vélstjóra- pláss á aflaskipinu Þórði Jónas- syni hjá mági sínum, skipstjór- anum Sæmundi Þórðarsyni. Þetta var í síldarævintýrinu mikla og var þetta mikil gósent- íð. Þegar Harald á Reykjaborg- inni vantaði 1. vélstjóra, nokkru seinna, hafði hann tekið eftir þessum unga vélstjóra og vildi fá hann. Haraldur var þekktur fyr- ir útsjónarsemi og átti mikinn þátt í því að þróa notkun á kraft- blökk við síldveiðar á Íslands- miðum. Þetta voru miklir fram- faratímar og unnu allir að því hörðum höndum að rífa þjóðina upp úr mikilli fátækt. Þegar síld- arævintýrinu lauk skyndilega fór hann til Svíþjóðar í atvinnu- leit. Þetta reyndist honum góð reynsla en á þessum tímum var sænskur málmiðnaður kvað fremstur í heiminum. Þegar hann kom heim hóf hann störf hjá Norma og var fljótt boðið að gerast meðeig- andi, eftir nokkur ár keypti hann hina eigendurna út. Undir hans stjórn dafnaði Normi vel, ég man vel eftir einu fyrsta stóra verk- inu þeirra, en það var spennu- stöðvarhús Rafveitu Reykjavík- ur í Borgartúni. Það verk gekk ekki vel og var á því verulegt tap, en með hörku og dugnaði tókst honum að klára verkið og borga upp allar sínar skuldir. Þetta skapaði honum traust lánveit- enda og verkaupa til framtíðar, en þá voru aðrir tímar og siðir en í dag. Vöruþróun var alla tíð mikið stunduð hjá Norma og stofnaði hann Norm-X plastfyrirtækið utan um plasthluta framleiðsl- unnar. Margir þekkja heitu pott- ana frá Norm-X enda eru lang- flestir heitir pottar á Íslandi þeirra framleiðsla. Þegar hann sótti um risastóra lóð í Garðabæjarhrauni um miðj- an 9. áratuginn, er mönnum virt- ist vera fyrir risavaxið flugskýli, spáðu margar illar tungur hon- um óförum. En á mjög stuttum tíma tókst honum að klára verkið og finna húsinu hlutverk. Þá fóru menn að tala um ótrúlega heppni. En auðvitað var það ekki heppni, Sævar var alla tíð mjög næmur og framsýnn, enda hefði hann ekki náð þeim árangri sem hann náði annars. Eitt af þeim verkefnum sem Sævar og hans menn leystu með ágætum nýlega var að reisa Þjórsárbrúna nýju og mun það verk standa um langa tíð. Þó að vinnan og fyrirtækið væru Sævari kær var fjölskylda hans honum alltaf dýrmætust, en þar hefur hann verið mjög lánsamur og samhryggist ég þeim svo innilega fyrir þeirra missi. Kær kveðja, þinn einlægur bróðir, Guðmundur Svavarsson. Ég vil með nokkrum orðum minnast vinar míns, Sævars Geirs Svavarssonar. Ég kynntist Sævari upp úr 1980 skömmu eft- ir að ég hafði lært húsasmíði. Þannig vildi til að bróðir minn Gunnar var að læra hjá honum vélvirkjun, því að í þá daga var Sævar farinn að reka fyrirtækið Norma. Fyrirtækið var á þeim tíma staðsett í Garðabæ og vann að ýmsum verkefnum, stórum og smáum. Sævar unni þessu fyrir- tæki mjög, enda var það þannig að hann var ætíð kenndur við það „Sævar í Norma“. Ekki er hægt að tala um Sævar án þess að minnast á Unni, konu hans. Þau unnu saman að uppbyggingu fyrirtækisins og gekk það sam- starf ákaflega vel. Þau voru reyndar eiginlega alltaf saman, bæði í leik og starfi. Fljótlega eftir að við Sævar fórum að vinna saman tók ég eftir því að þar fór sérstakur maður. Fylgdist hann vel með öllu og hafði lausnir á ótrúlegustu hlutum sem ekki voru alltaf auðveldir úrlausnar. Kom það sér afar vel eftir að hann fór að taka að sér stærri verkefni svo sem stóran áfanga í fyrsta hluta Norðuráls á Grund- artanga og byggingu Þjórs- árbrúar, ásamt mörgum öðrum verkefnum. Alltaf stóð hann þétt að baki sínum verkefnum og lét ekki hlut sinn fyrir yfirvöldum eða eftirlitsstofnunum fyrr en í fulla hnefana. Á þessum tíma myndaðist mjög gott samband á milli okkar. Fórum við hjónin í ferðir með þeim Unni til útlanda og dvöldum í íbúðum sem þau áttu, bæði í Edinborg og Berlín. Þetta voru mjög skemmtilegar ferðir þar sem þau óku með okk- ur um borgirnar og sýndu okkur eftirminnilega staði. Ekki tók verra við þegar að heim í íbúð var komið því þá bar Unnur á borð dýrlegar kræsingar. Að lokum vil ég segja um leið og ég þakka langa og ánægjulega sam- veru að nú kveðjum við afar sér- stakan mann sem gat stundum verið harður í horn að taka ef á þurfti að halda en um leið allra manna fyrstur til að fyrirgefa og slá á létta strengi. Farðu í friði, friður guðs þig blessi. Ég votta Unni, Guðrúnu, Þórði og barna- börnunum mína dýpstu samúð. Valgeir Þórðarson. Okkur langar til að minnast ástkærs vinar og félaga, Sævars Geirs Svavarssonar. Ég kynntist fyrst Sævari vegna starfs míns hjá ISAL, en hann átti og var forstjóri Vélsmiðjunnar Norma í Garðabæ á þeim tíma. Okkar samstarf var alla tíð með miklum ágætum. Með tímanum urðu góð tengsl milli fjölskyldna okkar. Við höfum átt margar ánægju- legar stundir saman bæði heima fyrir og á ferðalögum innanlands og utan, bæði í Skotlandi og Þýskalandi og ekki síst í sum- arbústað þeirra hjóna. Þessar ánægjulegu samverustundir hafa gefið okkur hjónum ómet- anlegan fjársjóð sem við búum að alla ævi. Við, sem og aðrir, höfum notið hjálpsemi og greið- vikni Sævars og þeirra hjóna alla tíð sem aldrei verður endurgold- in. Að eðlisfari var Sævar ákaf- lega jarðbundinn og heimakær, en þó mikið fyrir að ferðast bæði innanlands og utan. Hann fór í einhver skipti á vegum starfsins en þó oftast til Skotlands fyrst en síðar til Berlínar þar sem þau áttu fasteignir. Sævari varð aldrei orða vant og hafði ávallt skoðanir á öllum sköpuðum hlut- um og var sérstaklega ánægju- legt að spjalla við hann enda frjór í hugsun. Sævar fór sínar eigin leiðir og var fylginn sér og fastur fyrir með skoðanir sínar. Sævar var einkar hagsýnn og út- sjónasamur, þetta kemur m.a. fram í uppbyggingu Norma í gegnum tíðina allt frá því að vél- smiðjan var í Vogunum í Reykja- vík, síðan á tveim stöðum í Garðabæ og síðast í Vogum á Vatnsleysuströnd. Uppbygging fyrirtækjanna hefur verið mikil á undanförnum árum og eins og sjá má hefur verið vel staðið að öllum hlutum enda er Vélsmiðj- an Normi og Norm-X til mikillar fyrirmyndar. Það voru mörg verk sem Sævar getur verið stoltur yfir fyrir hönd Norma enda hefur Normi unnið stór verk fyrir ISAL, Landsvirkjun, Vegagerðina, Orkuveituna o.fl. Það sem er kannski mest áber- andi er nýja Þjórsárbrúin á hringveginum, sú framkvæmd krafðist mikillar útsjónarsemi. Öll þessi starfsemi hefur útheimt mikla vinnu fyrir þau hjón og því hefur ekki verið mikið um tíma til annarra hluta. Við svona skyndilegt fráfall elskulegs vinar er sem eitthvað bresti innra með manni, maður finnur til mikils tómleika og er sár eftir. Að vera vinur Sævars voru forréttindi sem við búum að og gleymast ekki. Við þökkum Sævari allar góðu og gefandi samverustundirnar. Þetta jarðlíf Sævars er runnið til enda, því verður ekki breytt. Við sendum okkar góðu vinkonu Unni Þórð- ardóttur, Guðrúnu, Þórði og börnum þeirra: Unni, Magnúsi og Sævari okkar innilegustu samúðarkveðjur á þessari erfiðu stundu. Jón Þórður og Stella. Sævar Svavarsson var maður sem náði árangri í lífinu. Sem ungur maður starfaði hann um tíma í Svíþjóð ásamt konu sinni. Eftir að þau komu heim til Ís- lands keyptu þau vélsmiðjuna Norma og ráku hana æ síðan. Hann bauð í ýmis málmsmíða- verkefni, mikið við álverið í Straumsvík en einnig víða ann- ars staðar. Eitt af verkefnum Norma var smíði nýrrar Þjórsárbrúar. Var hún byggð úr stáli og er mikið mannvirki. Má kalla hana eina bestu brú á landinu því þar er ek- ið yfir helsta stórfljót landsins án þess að verða var við. Sævar hafði keypt skipasmíðastöðina Stálvík í Garðabæ og búið um sig þar. Garðabær ýtti honum burtu til að rýma fyrir nýju byggðinni, Sjálandinu. Þá nam Sævar land að nýju í Vogum og byggði þar upp gott fyrirtæki með marga menn í vinnu. Sævar hafði góða yfirsýn yfir fyrirtæki og rekstur enda hall- aðist lítt hjá honum við hið svo- kallaða hrun 2008 og stendur hans fyrirtæki traustum fótum þótt umsvifin hafi minnkað enda lítið framkvæmt á landinu. Ekki var Sævar einn að verki. Hann átti hæfileikaríka og harð- duglega konu, Unni Þórðardótt- ur sem stóð eins og klettur við hlið hans í fyrirtækinu og fram- kvæmdum jafnt sem einkalífinu. Þau eiga dóttur og tengdason og þrjú bráðefnileg barnabörn. Þau eru þó það sem mestu máli skipt- ir í lífinu þegar upp er staðið. Við þökkum fyrir afbragðs- góða kynningu og samvinnu á liðnum árum Magnús og Þórdís, Stardal. Sævar Geir Svavarsson HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.