Morgunblaðið - 06.03.2012, Síða 26
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 2012
Elsku pabbi.
Ég er svo innilega þakklátur
hvernig þú með jákvæðu hugar-
fari og dugnaði auðveldaðir okk-
ur þessa baráttu. Lífsviljinn var
sterkur allt til enda, það var svo
margt sem þú hlakkaðir til, en þú
varst líka raunsær og tókst á við
hlutina eins og þroskaður maður.
Þér var umhugað um velferð fjöl-
skyldunnar og sérstaklega
mömmu sem stóð eins og klettur
þér við hlið. Þið elskuðuð hvort
annað innilega.
Við vorum öll svo glöð þegar
þið komust loks heim þó að fljót-
lega væri ljóst hvert stefndi.
Tíminn á líknardeildinni var góð-
ur. Yndislegt starfsfólk gerði allt
sem í þess valdi stóð til að líðanin
væri sem best og við vorum sam-
an öllum stundum. Þegar dró að
Þórður Ólafsson
✝ Þórður Ólafs-son fæddist á
Núpi í Dýrafirði 26.
júlí 1948. Hann lést
á líknardeild Land-
spítalans í Kópa-
vogi að kvöldi
þriðjudagsins 21.
febrúar.
Útför Þórðar fór
fram frá Víðistaða-
kirkju í Hafnarfirði
2. mars 2012.
lokum tókst þér að
miðla til okkar kær-
leika og mildi og
kveðjustundin var
falleg. Þú varst allt-
af örlátur maður og
gafst okkur þína
hinstu og bestu
gjöf.
Þinn
Orri.
Hinsta kveðja
frá Fóstbræðrum
Félagi okkar, Þórður Ólafs-
son, er fallinn frá langt um aldur
fram. Hann starfaði með kórnum
á áttunda áratugnum og söng 2.
tenór. Vegna fjarveru, erlendis,
átti Þórður óhægt um æfingar og
hætti eftir vortónleika árið 1973.
Fóstbræður minnast góðs fé-
laga með virðingu og votta að-
standendum samúð sína.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum.)
Gunnlaugur V. Snævarr,
formaður Fóstbræðra.
Hjá ömmu
Stellu leið mér alltaf vel, var
aldrei skömmuð sem var góð
tilbreyting frá heimilum for-
eldra minna. Þegar ég kom í
heimsókn eftir langan skóla-
dag var alltaf eitthvað gott á
boðstólum. Það var svo nota-
legt að vera hjá ömmu. Ég
þurfti aldrei að vera ein, hún
lék við mig, horfði á sjónvarpið
með mér og þjónaði mér á alla
kanta. Við horfðum gjarnan á
myndina Stellu í orlofi. Þetta
var uppáhaldsmyndin mín um
tíma og auðvitað lét amma sig
hafa það að horfa á alla mynd-
ina með mér.
Það var allt á sínum stað hjá
ömmu, allt hreint og fínt. Ég
mátti gera flest sem mig lang-
aði, hún gekk frá eftir mig.
Ein af eftirminnilegustu minn-
ingum mínum af ömmu er þeg-
ar hún fór með mig til Te-
nerife. Mamma og hin amma
mín ætluðu að vera þar í 2 vik-
ur veturinn 2006. Kom upp sú
hugmynd að ég og amma
Stella myndum koma og vera
með þeim seinni vikuna. Ferð-
in var mjög skemmtileg þar
sem amma naut sín vel og
skemmti sér frábærlega. Að-
eins var farið að örla á minn-
istapi en líkamlegt ástand var
gott og hún gat gengið nánast
endalaust. „Holy cow“ sagði
hún oft á dag þessa viku, oft-
ast upp úr þurru og af litlu til-
efni. Henni fannst gott að fá
sér Irish-coffee með vindlinum
sínum á barnum eftir kvöld-
matinn.
Amma var alltaf snögg til
svars og var orðunum ekki
pakkað inn í gjafapappír. Ég
fann ætíð til mikils öryggis
þegar ég var með ömmu. Hún
var alltaf tilbúin með sína
hjálparhönd þegar á þurfti að
halda og hafði óbilandi trú á
mér í einu og öllu. Eftirminni-
legt er eitt skipti þegar hún
kom til að horfa á mig keppa
þegar ég var yngri. Í höllina
mætti hún í sínum pels, með
pelshúfuna í stíl. Sat kapp-
klædd allan tímann. Vel til
höfð eins og venjulega. Ég var
að keppa í hástökki sem var
ekki mín sterkasta grein og
var tiltölulega fljótt úr leik.
Enn voru nokkrar stelpur eftir
og áttu eftir að stökkva mun
hærra. Heyrist þá hátt í ömmu
ofan úr stúku: „Ef hún Arna
Stefanía getur ekki farið yfir
þetta þá fer það engin.“ Hún
hafði alltaf þvílíka trú á sínum.
Amma var yndisleg mann-
eskja og vildi allt fyrir alla
gera. Það var sárt að sjá heilsu
hennar hraka svona hratt og
mikið. Ég á yndislegar minn-
ingar um heimsins bestu
ömmu. Hún borðaði alltaf hjá
okkur á aðfangadagskvöld.
Stefanía Sigrún
Þórðardóttir
✝ Stefanía Sig-rún Þórðar-
dóttir, ,,Stella“
fæddist í Reykjavík
9. nóvember árið
1930. Hún lést 22.
febrúar 2012.
Útför Stefaníu
fór fram frá Foss-
vogskirkju 2. mars
2012.
Mætti prúðbúin og
fín, gjarnan með
Waldorf-salatið
sitt góða í skál.
Jóladegi eyddum
við alltaf á Háa-
leitisbrautinni, þar
var veisluborðið
með sænsku og
dönsku ívafi, heilt
hlaðborð.
Vikan okkar í
Gautaborg sumar-
ið 2009 var frábær. Amma
gekk alla daga á völlinn til að
horfa á mig, orðin gömul og
rugluð að eigin sögn. Hún tal-
aði sænskuna enn eins og inn-
fædd. Eitthvað hafði hún rugl-
ast þegar hún pakkaði niður,
taskan nánast tóm svo við
skelltum henni bara í föt af
mömmu. Hún var lukkuleg
með sig þó að fötin væru í
stærra lagi og spásseraði um
allt eins og hún ætti lífið að
leysa. Enda fór svo að hún var
með mikla strengi í leggjunum
lengi eftir að við komum heim.
Það eru forréttindi að hafa
fengið að kynnast þér, elsku
amma mín, og eiga svona góð-
ar minningar. Takk fyrir allt
sem þú hefur gefið mér.
Þín,
Arna Stefanía.
Ég kynnist Stellu þegar ég
var unglingur og hún flutti á
Sunnubrautina með strákana
tvo. Okkur Skúla varð vel til
vina og þar með varð ég
heimagangur á hennar fallega
heimili. Það er einmitt fallegt
heimili og reisn sem kemur
upp í hugann þegar ég hugsa
til baka. Heimilið var í skand-
inavískum stíl og svolítið fram-
andi fyrir mig, ég man að hún
las mikið af dönskum og
sænskum blöðum um heimilis-
hald og innréttingar og eldaði
öðruvísi mat en mamma mín,
meira svona mat eins og mað-
ur les um í Astrid Lindgren-
bókum.
Hún var líka alltaf að, heim-
ilið í stöðugri endurnýjun og
innréttingu og ekki get ég talið
skiptin sem ég var kallaður á
heimilið til að bera húsgögn
fram og til baka, og milli húsa
þegar það átti við.
Góðar stundir í sumarbú-
staðnum koma líka upp í hug-
ann, og endalaus gestrisni og
gjafmildi. Stella var mikil
mamma og ofdekraði náttúr-
lega drengina eins og mömmur
gera enda var það einhvern
veginn alveg skýrt að hún leit
á það sem sitt stærsta hlut-
verk að koma þeim til manns.
Miðað við hvernig það tókst til
voru hæfileikar hennar í að
innrétta fólk ekki síðri enda
leitun að betri mönnum en
þeim Skúla og Gumma. Það
fékk hún líka sjálf að reyna
þegar hún þurfti á halda hin
seinni ár. Því miður er ég í út-
löndum í dag, því varð ekki
breytt, en það hefði verið mér
heiður að fá að taka þátt í
þessum síðasta flutningi með
þér, kæra Stella. Ég skal hafa
auga með strákunum, hafðu
þökk fyrir allt og góða ferð.
Hreinn Hreinsson.
Elskuleg tengdamóðir mín Ás-
laug Sveinsdóttir hefur nú kvatt
hinstu kveðju.
Margs er að minnast og fyrir
margt ber að þakka. Kynni mín af
Ásu einkenndust af kærleika og
hlýju, hún var glettin og spaug-
söm og afar bóngóð, óspör á að
passa barnabörnin sín. Alltaf var
gott að koma á Borgarbrautina,
þar naut Ása sín í að gefa fólkinu
sínu eitthvað gott að borða, enginn
fór svangur af hennar fundi. Svo
voru það sokkar og vettlingar,
sem hún prjónaði, því engum
mátti verða kalt. Þegar við Ásberg
fórum í hestaferðir komu þau hjón
Jón og Ása oft á jeppanum í ein-
hvern áningarstaðinn með smurt
brauð, pönnukökur og kaffi sem
við og samferðamenn okkar feng-
um að njóta. Ég finn pönnuköku-
ilm við tilhugsunina.
Það var óborganleg ferð sem ég
komst í með Hrefnu, þegar hún
fór með þær systur Ásu og Gunnu
í verslunarferð til Reykjavíkur.
Áslaug
Sveinsdóttir
✝ Áslaug Sveins-dóttir fæddist á
Hvítsstöðum í
Álftaneshreppi á
Mýrum 30. apríl
1923. Hún lést á
Dvalarheimili aldr-
aðra í Borgarnesi
25. febrúar síðast-
liðinn.
Áslaug var jarð-
sungin frá Borgar-
neskirkju 3. mars
2012.
Það var mikið mátað
og enn meira hlegið.
Ása og Jón voru
dugleg að fara í úti-
legur með tjaldvagn-
inn sinn, og seinna
var það fellihýsið
sem þau tjölduðu í
túnfætinum í Hjarð-
arholti. Daglega eða
alltaf ef veður leyfði
fóru þau hjón í
gönguferðir út á Sel-
eyri sem ugglaust lagði grunn að
háum aldri og góðri heilsu. Ása
var meðvituð um mikilvægi góðr-
ar hreyfingar og holls mataræðis,
hún var bæði búin að fara í hjarta-
aðgerð og fá krabbamein. Á því
vann hún af æðruleysi og dugnaði.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka
hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Starfsfólki Dvalarheimilis aldr-
aðra í Borgarnesi er þakkað fyrir
frábæra umönnun.
Og að öllum ólöstuðum vil ég
nefna Ólaf mág minn, hann gerði
Ásu það kleift að geta búið svo
lengi á Borgarbrautinni sinni sem
raun bar vitni.
Hvíl þú í eilífum friði og hafðu
þökk fyrir allt, elsku Áslaug mín.
Þín tengdadóttir,
Sigríður Jóna.
✝
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við
andlát og útför ástkærs eiginmanns míns,
föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
SVAVARS MAGNÚSSONAR
bónda
frá Skörðum.
Pálína Guðrún Gunnarsdóttir,
Sigríður Jóna Svavarsdóttir, Jóhann Eysteinn Pálmason,
Gunnar Örn Svavarsson,
Guðgeir Svavarsson, Kristín Ármannsdóttir,
Sigmar Svavarsson, Valborg Reisenhus,
Margrét Svavarsdóttir, Sigurður Helgason,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
JÓNAS HELGFELL MAGNÚSSON
frá Uppsölum,
Hléskógum 10,
Egilsstöðum,
lést þriðjudaginn 28. febrúar.
Útförin fer fram frá Egilsstaðakirkju laugardaginn 10. mars
kl. 14.00.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á að láta líknarstofnanir
njóta þess.
Ásta Þ. Jónsdóttir,
Sigurlaug J. Jónasdóttir, Jón M. Einarsson,
Hafsteinn Jónasson, Ágústa Björnsdóttir,
Ríkharður Jónasson, Guðbjörg M. Sigmundsdóttir,
Kári H. Jónasson, Rut S. Hannesdóttir,
Jónas Þ. Jónasson, Hilma L. Guðmundsdóttir,
Magnús Á. Jónasson, Rósa G. Steinarsdóttir,
Ásthildur Jónasdóttir, Grétar U. Karlsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
UNNAR SÆMUNDUR
SIGURTRYGGVASON,
sem lést þriðjudaginn 28. febrúar, verður
jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn
9. mars kl. 13.00.
Guðmundur Unnarsson,
Sigríður Sæmundsdóttir,
Emilía Sæmundsdóttir,
Heiðbrá Sæmundsdóttir,
Tryggvi Sæmundsson,
Unnur Sæmundsdóttir,
Kristófer Sæmundsson,
Guðmundur Sæmundsson,
Davíð Brár Unnarsson,
Hanna Sigga Unnarsdóttir,
tengdabörn, afabörn
og langafabörn.
✝
Þökkum innilega öllum þeim sem sýndu
okkur hlýhug og samúð við andlát og útför
móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
BERTHU SIGURÐARDÓTTUR,
Háaleitisbraut 24.
Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elsku drengurinn okkar, bróðir, ömmubarn
og frændi,
GUNNAR ÖRN GUNNARSSON,
sem lést af slysförum í Tansaníu laugar-
daginn 18. febrúar, verður jarðsunginn frá
Dómkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn
7. mars kl. 15.00.
Mjöll Helgadóttir, Gunnar Þorsteinsson,
Össur Gunnarsson, Eyrún Valsdóttir,
Soffía Gunnarsdóttir, Daníel Helgi Gunnarsson,
Hrafnhildur Thoroddsen.
✝
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og
afi,
GUNNLAUGUR BRIEM PÁLSSON
verkfræðingur,
Bröttutungu 1,
Kópavogi,
sem lést á heimili sínu föstudaginn 2. mars,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn
9. mars kl. 13.00.
Þeir sem vilja minnast hans láti Hjartavernd njóta þess.
Inga Ingibjörg Guðmundsdóttir,
Páll Gunnlaugsson,
Anna Gyða Gunnlaugsdóttir,
Jóhanna Gunnlaugsdóttir, Colm M. McGinley,
Edda Þórðardóttir Karlson,
Logi, Inga Hlíf, Edda, Marín Ingibjörg og Iðunn.
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar endurgjaldslaust
alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is
má finna upplýsingar um inn-
sendingarmáta og skilafrest.
Einnig má smella á Morgunblaðs-
lógóið efst í hægra horninu og
velja viðeigandi lið.
Skilafrestur | Sé óskað eftir birt-
ingu á útfarardegi þarf greinin að
hafa borist á hádegi tveimur virk-
um dögum fyrr (á föstudegi ef út-
för er á mánudegi eða þriðju-
degi).
Þar sem pláss er takmarkað get-
ur birting dregist, jafnvel þótt
grein hafi borist innan skilafrests.
Lengd | Hámarkslengd minning-
argreina er 3.000 slög. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á
vefnum. Hægt er að senda stutta
kveðju, Hinstu kveðju, 5-15 línur.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem aðstandendur
senda inn. Þar kemur fram hvar
og hvenær sá sem fjallað er um
fæddist, hvar og hvenær hann
lést og loks hvaðan og hvenær út-
förin fer fram.
Minningargreinar