Morgunblaðið - 06.03.2012, Page 30
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 2012
Dansleikhúsverkið ÚPS!er lokaverk þríleiks semÍslenska hreyfi-þróunarsamsteypan
vann út frá verkum Shakespeares.
Fyrsta verk seríunnar nefndist
Shake me og var það unnið út frá
harmleikjunum, því næst kom
verkið Kandíland sem var unnið út
frá konungaverkunum. ÚPS! er
síðasti þáttur raðarinnar þar sem
gamanleikir Shakespeares eru
helsta uppsprettan. Flytjendur eru
Hannes Óli Ágústsson, Katrín
Gunnarsdóttir, Melkorka Sigríður
og Ragnheiður Bjarnarson. Leik-
stjóri er Víkingur Kristjánsson og
Ásgerður G. Gunnarsdóttir sá um
dramatúrgíu. Allir flytjendur
verksins eru menntaðir dansarar
nema Hannes Óli sem er menntað-
ur leikari og stóð hann sig einkar
vel í dansatriðum sýningarinnar.
Grín og gaman er meginundir-
staða verksins sem er í raun einn
stór brandari frá upphafi til enda.
Orðið úps vísar til mistaka en fyr-
irfram ákveðin mistök og klaufa-
skapur eru gegnumgangandi. Þátt-
takendur verksins gera stólpagrín
að sjálfum sér og um leið sam-
félaginu í heild. Klámsögur, menn-
ingarvitar, prumpandi ballerínur,
mannlegur beiskleiki, svik og
prettir eru meðal þess sem Hrey-
fiþróunarsamsteypan setur fram í
verkinu á hnyttinn og skemmti-
legan hátt. Mikil tilgerð er í verk-
inu og á köflum fer brandarinn yf-
ir strikið, en tilgerðin er þó
nauðsynleg fyrir hugmyndafræði
verksins. Kaflaskiptingar voru
miklar og erfitt var að ímynda sér
hvaða vitleysa kæmi næst. Nokkrir
kaflar sýningarinnar minntu einna
helst á uppistand, þar sem einn
meðlimur hópsins sagði grínsögur
með líkama og orðum. Það er
einkar skemmtilegur og vel út-
færður kafli í verkinu þar sem
menningarvitinn færir rök fyrir
dansinum sem listformi og því ber
að hrósa sérstaklega hversu flytj-
endurnir voru djarfir við að gera
grín að sjálfum sér.
Skökk leikmynd og trúðslegir
búningar Tinnu Ottesen og Helgu
Rósar V. Hannam voru vel útfærð-
ir og hæfðu verkinu einkar vel.
Gísli Galdur Þorgeirsson sá um
hljóðmynd verksins sem var virki-
lega vel unnin. Tónlistin var sam-
bræðingur þekktra poppslagara og
nýrra tóna. Langar þagnir gerðu
það að verkum að tónlistin gegndi
hlutverki stemningsgjafa og fékk
áhorfendur til þess að dilla sér á
milli hlátraskalla.
Verkið ÚPS! er grín frá upphafi
til enda og er ekki ætlað við-
kvæmum sálum og fýlupokum.
Grín frá upphafi til enda
Grín og gaman „… erfitt var að ímynda sér hvaða vitleysa kæmi næst.“
Dansleikhúsverkið ÚPS!
bbbnn
Íslenska hreyfiþróunarsamsteypan
sýnir dansleikhúsverkið ÚPS!
MARGRÉT
ÁSKELSDÓTTIR
HÖNNUN
„Við erum himinlifandi yfir því
hvernig tókst til og vonumst til að
þetta styðji við ímynd okkar sem
framsækinnar hljómsveitar,“ segir
Sigurður Nordal, framkvæmdastjóri
Sinfóníuhljómsveitar Íslands, þegar
hann er spurður út í viðbrögðin við
Tectonics-tónlistarhátíðinni sem
lauk á laugardag.
„Viðbrögðin hafa verið mjög góð
og ég tel að okkur hafi tekist að fara
alveg nýjar leiðir,“ segir hann.
Blaðamaður hefur haft tal af fjölda
fólks sem sótti fjölbreytilega tón-
leika á þessum þremur dögum og
var afar hrifið af framkvæmdinni
sem og einstökum uppákomum.
„Mikill og strangur undirbún-
ingur lá að baki en mér heyrist allir
vera sammála um að frábærlega hafi
tekist til,“ segir Sigurður. „Við vor-
um að fara inn á nýjar brautir, ekki
bara fyrir okkur, heldur líka að
mörgu leyti við að reyna á hver þol-
mörk sinfóníuhljómsveitar eru. Allir
sem komu að þessu virðast hafa not-
ið þess að taka þátt.“
Sigurður segir ætlunina hafa verið
að tengja Sinfóníuhljómsveitina inn í
þá grósku sem er í íslensku tónlist-
arlífi og einnig að setja nýja íslenska
tónlist, og eldri eins og í tilviki verka
eftir Magnús Blöndal Jóhannsson,
inn í alþjóðlegt samhengi.
„Annað markmið var að ná til
ungra tónlistaráhugamanna sem
hlusta á allskyns áhugaverða tónlist.
Einnig var leikið á mörk tónlistar og
myndlistar, rýmislistar, og það höfð-
aði greinilega til margra sem hafa
víðtækan listrænan áhuga.“
Markmiðið er að fara aftur af stað
með Tectonics-hátíð á næsta ári og
að hún verði fastur liður á næstu ár-
um. efi@mbl.is
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ný nálgun Sinfóníuhljómsveitin
æfir fyrir Tectonics í Norðurljósum.
Nýjar leiðir
farnar á
Tectonics
Ánægja með
hvernig tókst til
Hljómsveitin ADHD kemur
fram á tónleikum Jazzklúbbs-
ins Múlans í Norræna húsinu
annað kvöld og hefjast þeir
klukkan 21.00. Þá leikur hún á
Græna hattinum, Akureyri,
daginn eftir. ADHD er skipuð
bræðrunum Óskari og Ómari
Guðjónssonum ásamt Davíð
Þór Jónssyni og Magnúsi
Trygvasyni Elíassen. Munu
þeir leika glænýtt efni ásamt
tónlist af áður útgefnum diskum. Þess má geta að
síðasti diskur þeirra, ADHD2, hlaut nokkrar til-
nefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna og
hefur hlotið lofsamlega dóma gagnrýnenda.
Tónlist
ADHD leikur
glænýtt efni
Hljómsveitin
ADHD.
Á hádegistónleikum í Hafn-
arborg í dag, þriðjudag, flytja
þau Ágúst Ólafsson barí-
tónsöngvari og Antonía Hevesi
píanóleikari efnisskrá sem sam-
anstendur af serenöðum og
mansöngvum. Tónleikarnir
hefjast klukkan 12.00 og standa
í um hálfa klukkustund.
Í tilkynningu segir að á tón-
leikunum einbeiti Ágúst, sem er
einn okkar kunnustu söngvara,
sér að pörunarhljóðum mannskepnunnar, nánar til-
tekið karldýrsins og flytji nokkur dæmi um sere-
nöður eða mansöngva úr heimi klassískrar tónlist-
ar, meðal annars í hlutverki Don Juans.
Tónlist
Flytja serenöður
og mansöngva
Ágúst
Ólafsson
Ljósmyndasýning Einars Jóns-
sonar, Flandur um París, var
opnuð í Eiðisskeri, sal Bóka-
safns Seltjarnarness, í gær.
Á sýningunni beinir Einar,
sem er blaðamaður og ljós-
myndari, linsunni að fjölbreyttu
mannlífi á götum og torgum
Parísarborgar. Flestar mynd-
irnar tók Einar þegar hann
dvaldi í borginni við Signu vet-
urinn 2004-2005.
Sýningin stendur til 30. mars og er opin á af-
greiðslutíma safnsins, mánudaga til fimmtudaga kl.
10-19 og föstudaga kl. 10-17.
Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.
Ljósmyndun
Flandur Einars
um Parísarborg
Ferðamenn við
Palais de Chaillot.
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Ég ætla að fjalla um hvernig minn-
ingar fólks varðveitast, hvernig fólk
man liðna tíð og hvaða leiðir það hef-
ur til að minnast þeirra, en það er í
gegnum þessar svokölluðu sjálfs-
bókmenntir sem eru sjálfsævisögur,
endurminningarit, samtalsbækur,
dagbækur og bréf,“ segir Sigurður
Gylfi Magnússon sagnfræðingur.
Sigurður flytur í dag erindi sem
hann nefnir Að lifa í minningunni -
stigmögnun sjálfstjáningar í Þjóð-
minjasafninu milli kl. 12:05-13:00, en
erindið er hluti af hádegisfundaröð
Sagnfræðingafélags Íslands þar
sem minningar eru til sérstakrar
skoðunar.
„Yfirskrift erindisins vísar til þess
að formið á sjálfsbókmenntunum
breytist frá einum tíma til annars,
en ég ætla að rekja þessa stigmögn-
un í fyrirlestri mínum. Þannig eru
sjálfsævisögur 19. aldar manna allt
öðruvísi en endurminningarit sam-
tímafólks. Í dag er mun yngra fólk
að skrifa auk þess sem miðlarnir eru
aðrir,“ segir Sigurður og bendir á að
nútímafólk vinni til dæmis með
minningar sínar í stafrænu formi á
Facebook og bloggsíðum.
Ekki ein saga sem öllu ræður
„Það má segja að ég hafi nánast
allan minn starfsferil unnið með
minningar fólks, sem birtast í því
sem við getum kallað persónulegar
heimildir. Ég hef þannig sérhæft
mig í rannsóknum á einkaskjölum
fólks þar sem einstaklingurinn er
settur í forgrunn,“ segir Sigurður og
rifjar upp að árið 2004 hafi hann í
samstarfi við nemendur sína tekið
saman skrá yfir allar sjálfsævisögur,
endurminningarit og samtalsbækur
sem gefnar höfðu verið út hérlendis
frá upphafi vega og til ársins 2004
og reyndust þær alls vera 1089 tals-
ins. „Ég hef unnið heilmikið með
þennan gagnagrunn í rannsóknum
mínum,“ segir Sigurður, en hann
gegnir rannsóknarstöðu dr. Krist-
jáns Eldjárns við Þjóðminjasafnið.
Sigurður bendir á að framan af
hafi sagnfræðingar verið tregir til
að nýta sér við rannsóknir persónu-
legar minningar fólks nema í mjög
afmörkuðum tilgangi, þar sem þær
þóttu of einstaklingsbundnar og
sjónarhornið ekki nógu hlutlægt. „Á
síðari árum hefur orðið grundvall-
arbreyting á hugmyndum fræði-
manna um stöðu slíkra minninga í
vísindarannsóknum. Þessar heim-
ildir hafa þannig öðlast meira gildi
eftir því sem nær dregur samtím-
anum. Það er ekki lengur ein saga
og eitt sjónarhorn sem öllu ræður,
heldur fjölmörg sjónarhorn,“ segir
Sigurður og bendir á að sjónarhorn
ýmissa minnihlutahópa hafi í gegn-
um tíðina yfirleitt ekki ratað inn í
opinberar heimildar heldur í einka-
skjöl. „Hérlendis eru handritasöfn
stútfull af persónulegum heimildum
og fræðimenn hafa neyðst til þess að
leita í þessar heimildir af því að
krafan um nýtt sjónarhorn hefur
verið svo sterk, t.d. á síðustu þrem-
ur áratugum. Vandinn við notkun
þessara heimilda er að það er svo
mikil vinna að fara í gegnum þær,“
segir Sigurður og bendir á að varð-
veittar séu dagbækur sem haldnar
hafi verið í áratugi og fylli marga
hillumetra.
Sjálfsbókmenntir taka
breytingum í tímans rás
Minningar til
skoðunar hjá
sagnfræðingum
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Gullnáma „Hérlendis eru handritasöfn stútfull af persónulegum heimildum,“ segir Sigurður Gylfi.